Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
31
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
UTIVISTARFERÐIR
Kvöldferðir:
Miðvikudag 9. júlí kl. 20.00.
Sog-Djúpavatn. Létt ganga um
litríkt svæði I Reykjanesskaga.
Verð kr. 400 fritt fyrir börn.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu (i
Hafnarf. v. kirkjug).
Fimmtudag lO.júlf kl. 20.00.
Engeyjarferð. Þessa fallegu eyju
hafa fáir heimsótt. Einstakt
tækifæri. Brottför frá Ingólfs-
garði (varðskipabryggjunni).
Verð kr. 250, fritt fyrir börn m.
fullorðnum. Sjáumst, útivist
UTIVISTARFERÐIR
Helgarferðir 11 .-13. júlí
1. Þórsmörk. Gist I skálum Úti-
vistar Básum. Gönguferðir við
allra hæfi m.a. ÍTeigstungur sem
opnast með tilkomu göngubrúar
Útivistar á Hruná. Munið að
panta tímalega I hina vinsælu
sumardvöl. Verð i helgarferð:
2.150.- (utnafélagar) og 1.950.-
(félagar). Góður fjölskylduaf-
sláttur. Básar er friðsæll staður.
Miðvikudagsferð 16. júlf.
2. Landmannahellir — Land-
mannalaugar. Gist í góðu húsi.
Gönguferðir um þetta stór-
brotna svæði. Markverðir staðir
skoðaðir á leiðinni.
3. Veiðivötn — Hreysið, grasa-
ferð. Tjaldað við vötnin.
4. Flatey — Breiðafjarðareyjar.
eyjarnar.
Sumarleyfisferðir Útivlstar:
Homstandlr:
Þegar eru tveir hópar farnir og
næstu ferðir verða sem hér seg-
in
1. Homvfk — Reykjafjörður 16,-
25. júli. 4 daga bakpokaferð og
síðan dvöl I Reykjafirði. Fara-
stjóri: GIsli Hjartarsson.
2. Reykjafjörður 18.-25. júlf.
Ekið norður Strandir i Norður-
fjörð. Silgt í Reykjafjörö og dvalið
þar. Heim með siglingu fyrir
Hombjarg. Farastjóri: Kristján
M. Baldursson.
3. Homvfk 31. júlf-5. égúst.
Ferð um verslunarmannahelgina
sem hægt er að faramlengja til
7. ágúst. Tjaldað við Höfn.
Aðrar sumarleyfisferðir:
1. Þjöraéver — Arnarfell — Kerl-
ingafjöll 20.-27. Júlf. Gönguferð.
Farastjóri: Höröur Kristinsson
grasafræðingur.
2. Eldgjá — Strútslaug — Rauði-
botn 23.-27. júlí. Skemmtileg
bakpokaferð.
3. Lónsöræfi 1.-8. ágúst. Tjald-
að undir lilakambi. Hægt að
enda í Hoffelsdal.
4. Hélendishrfngur 8.-17.
égúst. 10 daga stórkostleg há-
lendisferð. Nánari uppl. og farm.
á skrifst. Grófinni 1, simar:
14606 og 23732.
Sjáumst. Utivist.
Hörgshlíð 12
Samkoma i kvöld, miðvikudag
kl. 8._____________________
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
1) 11.-16. júli (6 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Gengið milli gönguhúsa F.i.
Farastjóri: Dagbjört Óskarsdótt-
ir.
Ekið í Eldgjá og gengið á tveim-
ur dögum í Strútslaug, á fjóröa
degi er komið að Álftavatni.
Gönguferð með viðlegubúnað.
2) 18.-23. júli (6 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Gengið milli gönguhúsa F.i.
Sumarleyfisferðir Ferðafélags-
ins eru öruggar og ódýrar.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifst., Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir 11. -13. júlí
1) Melar i Hrútafirði - Hauka-
dalsskarð - Haukadalur (gömul
gönguleið). Gist í svefnpoka-
plássi.
2) Þórsmörk - gist i Skagfjörðs-
skála. Gönguferðir við allra hæfi.
3) Landmannalaugar - gist i
sæluhúsi F.l. Gönguferðir i ná-
grenni Lauga.
4) Hveravellir - gist i sæluhúsi
F.l. Fariö í Þjófadali, Hvítárnes
og viðar.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu F.I., Öldugötu 3.
Ferðafélag islands.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Miðvikudagur 9. júlí -
dagsferðir og kvöld-
ferðir Ferðafélagsins.
1) Þórsmörk kl. 08.00 - dags-
ferð kr. 800.00.
Aðstaðan i Skagfjörðsskála er
sú besta sem völ er á i óbyggð-
um. Ný hreinlætisaðstaða meö
sturtum. Þeir eru margir sem
vilja verja sumarleyfi sínu hjá
Ferðafélaginu í Þórsmörk.
Pantiö timanlega.
2) Ketilstigur kl. 20 (kvöldferð).
Ketilstigur liggur yfir Sveifluháls.
Verð kr. 350.00
Brottför frá Umferöarmiðstöö-
inni, austanmegin.
Farmiöar við bíl. Frítt fyrir börn
i fylgd fullorðinna.
Ferðafélag islands.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Slæ lóðir og bletti
með orfi og Ijá. Simi 43053 á
kvöldin.
Verðbréf og víxlar
í umboðssölu. Fyrirgreiðsluskrif-
stofan, fasteignasala og verð-
bréfasala, Hafnarstræti 20, nýja
húsið við Lækjargötu 9. S.
16223.
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Barðaströnd
Jörð óskast
Óskum eftir jörð á Barðaströnd.
Þeir landeigendur sem áhuga hafa leggi vin-
samlegast inn svör merkt: „Jörð-367“ á
augld. Mbl. Upplýsingar um stærð, land-
kosti og verðhugmyndir mættu fylgja.
Keflavík
Til sölu eða leigu verslunar- eða skrifstofu-
húsnæði við Hafnargötu.
Þeir sem áhuga hafa leggi inn umsóknir á
augld. Mbl. fyrir 12. júlí merkt: „K-5970“.
Lögrfæðiskrifstofa
Til sölu er lögfræðiskrifstofa í góðu húsnæði.
Fyrirspurnir sendist augld. Mbl. merkt:
„L- 371".
Til sölu bátur 71 tonn
Skrifstofa undirritaðs hefur til sölu 25 ára
eikarbát. Báturinn er ný skoðaður og er vel
búinn og' í góðu lagi.
Báturinnn hefur verið á skel- og rækjuveið-
um.
Upplýsingar veittar á skrifstofunni.
Kristján Stefánsson hdl.
Ásgeir Þór Árnasson lögfr.
Ránargötu 13,
Reykjavík,
Sími 16412/27765.
Jöfn staða kynja
til náms og starfs
Námskeið fyrir grunnskólakennara um jafn-
réttisfræðslu og náms- og starfsfræðslu
verður haldið á Akureyri vikuna 25.-29. ágúst
nk.
Námskeiðið er haldið í samvinnu Jafnréttis-
nefndar Akureyrar, samnorræna verkefnis-
ins „Brjótum múrana" og Kennaraháskóla
íslands.
Leiðbeinendur verða Gerður G. Óskarsdóttir
og Sigríður Jónsdóttir.
Námskeiðið er tvískip. Annarsvegar verður
fjallað um jafnréttisfræðslu á öllum stigum
grunnskólans og hins vegar um náms- og
starfsfræðslu í efri bekkjum.
Skráningarfrestur er til 31. júlí nk. Skráning
fer fram á skrifstofu „Brjótum múrana“ í
Kaupangi við Mýraveg, sími 96-26845, og á
Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra í síma
96-24655. Nánari upplýsingar um dagskrá
og tilhögun veittar á ofangreindum stöðum.
Kennaraháskóli íslands,
Jafnréttisnefnd Akureyrar,
Samnorræna verkefnið
„Brjótum múrana".
Stjórn verkamanna-
bústaða í Hafnarfirði
Stjórn verkamannabústaða í Hafnafirði hefur
áhuga á að festa kaup á nokkrum íbúðum í
fjölbýlishúsum á almennum markaði. Æskileg-
ar íbúðastærðir: 2ja, 3ja, 4ra og 5-6 herbergja.
Ekki má bílgeymsla fylgja íbúðunum.
Kjör þau er stjórnin býður er staðgreiðsla
kaupverðs innan 3ja mánaða frá undirritun
kaupsamnings og verða íbúðirnar að af-
hendast veðbandslausar.
Þeir aðilar er áhuga hafa á sölu á þessum
grundvelli eru beðnir um að leggja fram skrif-
leg tilboð er tilgreini staðgreiðsluverð,
staðsetningu, stærð íbúðar í fermetrum og
herbergjafjölda.
Tilboð skulu send stjórn verkamannabústaða
í Hafnarfirði, Móabarði 34, pósthólf 272, og
skal þeim skilað eigi síðar en mánudaginn
14. júlí nk. fyrir kl. 16.00.
húsnæði óskast
3ja herb. íbúð óskast
á leigu í Vesturbæ til júlí 1987 fyrir 4 manna
fjölskyldu. Fyrirframgreiðsla 5 mán. Upplýs-
ingar í síma 22553 eftir kl 16.00.
Verslunarhúsnæði
óskast í miðbæ Reykjavíkur.
Hafið samband við Selmu í síma 39130/
39140 milli kl. 9 og 18 virka daga.
Ferðaskrifstofan Pólaris
flytur í nýtt húsnæði
FERÐASKRIFSTOFAN PÓLARIS flutti nýverið í ný husakynni að
Kirkjutorgi 4, sunnan dómkirkjunnar. Hún var áður til húsa í Banka-
stræti 8.
Að sögn Karls Sigurhjartarsonar,
sem veitir ferðaskrifstofunni for-
stöðu, hefur verið mikil gróska í
starfí hennar allt frá seinustu ára-
mótum. Þá var tekin upp sú
nýbreytni að bjóða upp á leiguflug
til Ibiza og Mallorca. Þessi rekstrar-
breyting hefur lánast afar vel, sagði
Karl. fólk hefur verið ánægt og
þetta er að skila sér því við erum
núna að færa út kvíamar, stækka
skrifstofuhúsnæðið, fjölga starfs-
fólki og tölvuvæðast. Ferðaskrif-
stofan hefur nú tengst bókunarkerfí
Flugleiða, ALEX, en Karl kvað það
gera starfið markvissara og hætta
á mistökum við bókun farþega yrði
hverfandi. Auk þess að bjóða upp
á ferðir til Ibiza og Mallorca og
margra borga vítt og breitt um
heim, er Pólaris með umboð fyrir
bandaríska flugfélagið Pan Americ-
an.
Sagðist Karl vera mjög ánægður
með núverandi umsvif ferðaskrif-
stofunnar og ekki væri stefnt að
aukningu þeirra — áherslan yrði
framvegis, sem hingað til, lögð á
góða þjónustu.
Starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Pólaris i nýja húsnæðínu að Kirkju-
torgi 4. Talið frá vinstri: Karl Sigurhjartarson, Brynja Runólfsdóttir,
Kolbrún Karlsdóttir, Kristín Vigfúsdóttir og Bjarnþóra Egilsdóttir.