Morgunblaðið - 09.07.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
7
Kristján Pálsson
Ólafsvík:
Kristján Páls-
son ráðinn
bæjarstjóri
KRISTJÁN Pálsson fram-
kvæmdastjóri Utvers hefur verið
ráðinn bæjarstjóri Olafsvíkur.
Staðan var auglýst laus til um-
sóknar og sóttu alls níu manns
um embættið. Kristján er jafn-
framt efsti maður á lista lýðræðis-
sinna, sem ásamt Alþýðuflokki og
Alþýðubandalagi mynduðu meiri-
hluta í bæjarstjórn Olafsvíkur eftir
að samstarf Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks hafði farið út um þúf-
ur. Hann tekur til starfa í byijun
ágúst,
Auk Kristjáns sóttu um stöðuna
Olafur E. Als, nemi, Kirkjuteigi 27,
Reykjavík; Páll Ægir Pétursson,
útgerðartæknir, Esjugrund 26,
Kjalamesi; Páll Vídalín Valdimars-
son, rekstrarhagfræðingur, Svíþjóð;
Jónas Egilsson.stjómmálafræðing-
ur, Brúnalandi 6, Reykjavík og
Bjöm N. Björgvinsson, fulltrúi,
Sigtúni 31, Reykjavík.
Þrír umsækjendur óskuðu eftir
nafnleynd.
Karl Björnsson
Selfoss:
Karl Björnsson
ráðinn
bæjarsljóri
KARL Björnsson, viðskiptafræð-
ingur, hefur verið ráðinn bæjar-
stjóri á Selfossi.
Karl Bjömsson er 29 ára gam-
all, fæddur 26. apríl 1957 í
Reykjavík, sonur hjónanna Bjöms
Þórhallssonar, varaforseta ASÍ og
Guðnýar Jónsdóttur. Hann lauk
stúdentsprófi frá MT 1977 og varð
cand.oecon. frá HÍ 1982. Hann hef-
ur starfað sem viðskiptafæðingur
hjá áætlanadeild Framkvæmda-
stofnunar Ríkisins, síðar Byggða-
stofnun, frá ’82.
Við atkvæðagreiðslu í bæjar-
stjóm Selfoss í gær greiddu sex
bæjarfulltrúar meirihlutans at-
kvæði með nýja bæjarstjóranum,
þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins. Þrír fulltrúar Pramsóknar-
flokksins sem skipa minnihluta í
bæjarstjórn sátu hjá. í lok fundarins
komu þeir þó fram með bókun þar
sem þeir buðu Karl velkominn til
starfa.
Utgerðarmenn í Færeyjum:
Telja vafasaman ábata af
loðnuveiðum við Grænland
— Grænlendingar tilbúnir að selja þeim 54.000 lestir upp úr sjó fyrir 16 milljónir króna
FÆREYINGAR hafa nú fengið
leyfi frá Grænlendingum til að
veiða 54.000 lestir af loðnu gegn
ákveðnu gjaldi, um 16 milljónir
króna. Ennfremur hefur Evr-
ópubandalagið úthlutað þeim
10.000 lestum. Samkvæmt þess-
um heimildum geta þeir þvi veitt
64.000 lestir á komandi vertið.
Lágt lýsisverð veldur þvi hins
vegar, að Færeyingar te^ja af því
vafasaman hagnað að stunda
þessar veiðar.
Ditleif Eldevig, framkvæmda-
stjóri flskimjölsverksmiðjunnar
Havsbúnar í Fuglafírði í Færeyjum,
segir í samtali við færeyska blaðið
Dimmalætting, að vegna verulegrar
lækkunar lýsisverðs muni verð fyrir
loðnuna verða að lækka úr 2,45
krónum á kíló í 1,55. í fyrra hafí
Færeyingar greitt Grænlendingum
30 aura fyrir hvert kíló og greiði
líklega það sama nú, þannig að
nettóverð verði aðeins 1,25 krónur
án verðbóta, en með verðbótum
1,75. Þá hafði stuðningur við út-
gerðina minnkað, þannig að
grundvöllur fyrir veiðum miðað við
hráefnisverð og sóknarkostnað sé
mjög hæpinn. Miðað við allt þetta
og um 70.000 lesta veiði á hina 9
nótabáta verði afraksturinn 10
í kuldanum um síðustu helgi.
í einni vík í Garðslandi fundust
um 30 dauðir ungar og eitthvað
milljónum króna minni en hann
hefði orðið í fyrra.
hefur frést víðar af ungum sem
drepist hafa, en þetta er ekki full-
kannað.
— Kristján
Mývatn:
Andarungar krókna
Bjttrk, Mývatnssveit.
Líkur benda til að eitthvað af
ungum á Mývatni hafi króknað
Skelltu þér á nýja
PHI Ll PS-ÞVOTTAVÉL
VIÐ TÖKUM ÞÁ GÖMLU
UPP í Á KR. 3000.-
Philips-þvottavélar hafa
verið ófáanlegar um alllangt
skeið, mörgum til mikils
ama. En nú færum við
viðskiptavinum okkar þá
gleðifregn að þær eru
fáanlegar á ný.
Til þess að auðvelda
fólki að endurnýja þá
tökum við gömlu
þvottavélina uppí á kr
3000.-
Reynsla og þekking er
undirstaða framleiðslu
Philips-þvottavéla. Þær eru
sérhannaðartil að standast
öll gæðapróf og bjóða
aðeins það besta eins og
Philips er þekkt fyrir.
NOKKRAR UPPLÝSINGAR UM NÝJU VÉLARNAR:
• Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn • Með því að nota nýtni-stillinguna
sparast um 30% af orku • Allt að 1000 snúninga vinda • Sérstakur „stuttur"
þvottur fyrir föt sem eru aðeins lítils háttar óhrein • 9 stillingar fyrir viðkvæman
þvott • Tekur4.5 kg af þvotti
PHILIPS
ERUM SVEIGJANLEGIR
Heimilistækí hf ísamningum
SÆTÚNI 8, SÍMI 27500. HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455.
PHILIPS