Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 162. tbl. 72. árg._____________________________ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986___________________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins Viðræður Hassans og Peres: Flest arabaríki fordæma fimdinn Sýrlendingar slíta stj órnmálasambandi við Marokkó Damascus, Kairó, Alsir, AP. fyrir botni miðjarðarhafs, og í yfír- lýsingu Frelsishreyfingar palestínu- manna er lýst yfir undrun á heimsókn Peresar. Hins vegar lýsti Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, yfír ánægju sinni með fund Peres og Hassans og Bandaríkjastjórn tók í sama streng. Fjölmiðlar í ísrael hafa einn- ig tekið fundi þeirra vel og telja margir fréttaskýrendur að heim- sóknin marki tímamót í samskiptum ísraela og arabaríkja. Mikil fréttaleynd hvílir yfir heim- sókn Peres, og hefur ekkert verið fjallað um hana í fjölmiðlum í Mar- okkó. Með Peres var fjöldi ísrael- skra fréttamanna. Ætlunin var að greina ekki frá fundi leiðtoganna fyrr en Peres kæmi til Marokkó, en fréttin spurðist samt út. Engin yfirlýsing hefur þó verið gefin út um viðræður leiðtoganna. Hassan er forseti Arababanda- lagsins og þykir afstaða hans til Israels bera hófsemi vitni. Þeir Per- es hafa hist nokkrum sinnum áður, en ísraelskur forsætisráðherra hef- ur ekki farið til arabísks lands síðan Begin fór til Egyptalands árið 1978. Sjá fréttaskýringu um fund Peres og Hassans á bls. 20—21. Nakasone sver embættiseið: FLEST arabaríki hafa fordæmt óvænta heimsókn Shimons Per- esar forsætisráðherra ísraels til Marokkó, en þar ræddi hann við Hassan konung í gær. Sýrlend- ingar gripu til þess ráðs að slíta stjórnmálasambandi við Mar- okkó og hvöttu önnur ríki til þess sama. Mohammar Gaddafi leiðtogi Lábýu og stjómir Aisírs, Irans og Iraks deildu hart á Hassan fyrir að hafa hitt Peres, enda þótt þessi ríki hafí ekki gengið svo langt að slíta stjómmálasambandi við Marokkó. Upplýsingamálaráðherra Jórdaníu sagðist ekki hafa trú á að fundurinn yrði til þess að friður kæmist á AP/Símamynd Yasuhiro Nakasone sór embættiseið i gær. Athöfnin fór fram í keis- arahöllinni og hér sést Nakasone hneigja sig fyrir Hirohito Japans- keisara. Gagngerar breyt- ingar á sti órninni T6ký6, AP. YASUHIRO Nakasone var end- urkjörinn til forsætisráðherra- embættis í gær í atkvæðagreiðslu á japanska þinginu, og tók hann þegar til við að endurskipa stjórn sina og undirbúa miklar breyt- ingar í innanlandsmálum. Tveir helstu keppinautar Naka- sones um forsætisráðherraemb- ættið, Noboru Takeshita, fyrrum íjármálaráðherra, og Shintaro Abe, Handtekin fyrir njósnir Karlsruhe, AP. Ríkissaksóknarinn í Vestur- Þýskalandi tilkynnti i gærkvöldi að vestur-þýsk hjón hefðu verið handtekin, grunuð um njósnir í þágu austantjaldsrikis. Eru þau sökuð um að hafa njósn- að um hemaðarmannvirki Banda- ríkjamanna í Kaiserslautem. Ekki var þó greint frá því fyrir hvaða kommúnistaríki hjónin era granuð um að hafa njósnað fyrir. fyrram utanríkisráðherra, sam- þykktu að taka við mikilvægum störfum í Frjálslynda lýðræðis- flokknum. Þetta nánast tryggir Nakasone áframhaldandi setu í for- mannsstóli flokksins, þótt kjörtíma- bili hans eigi formlega að ljúka í október. Formannsembættinu fylgir staða forsætisráðherra. Nakasone hækkaði Tadashi Kuranari, sérfræðing í landbúnað- armálum, í tign og gerði hann að utanríkisráðherra. Þá bað hann Ki- ichi Myiazawa, þriðja forsætisráð- herraefnið, að setjast í stól ijármálaráðherra. Aðalritari stjómarinnar, Masa- hara Gotoda, var eini maðurinn sem hélt embætti sínu við endurskipu- lagningu stjómarinnar eftir yfir- burðasigur Fijálslynda lýðraeðis- flokksins í kosningunum 6. júlí. Gotoda hefur verið sérlegur ráð- gjafí Nakasones. Eftir að þingið hafði kjörið Naka- sone til að gegna forsætisráðherra- embættinu áfram sór hann embættiseið við hátíðlega athöfn í keisarahöilinni. Skipan Myiazawas í embætti fjármálaráðherra þykir bera því vitni að Nakasone vilji láta reyna á róttæka stefnu ráðherrans í efna- hagsmálum. Því má búast við umskiptum eftir aðhaldsaðgerðir Takeshitas, forvera Myiazawas í embætti, á síðastliðnu kjörtímabili. Nakasone ætlar á sérstökum þing- fundi í september að leggja fram tillögur um aðgerðir til að hleypa lífi í japanskan efnahag, sem hefiir veikst vegna hækkandi gengis jap- anska jensins gagnvart Bandaríkja- dollara. Takeshita hefur nú tekið við framkvæmdastjórastöðu Frjáls- lynda lýðræðisflokksins. Japanski Sósíalistaflokkurinn, sem galt mikið afhroð í kosningun- um 6. júlí, gaf út yfirlýsingu í gær, þar sem Nakasone er gagnrýndur fyrir „hroka“. Honum er þar borið á brýn að hafa teflt slóttugt valda- tafl til að sitja áfram við stjóm- völinn og segir um stjómina að hún ætli að „auka útgjöld til hermála á kostnað velferðar almennra borg- ara“. Sósíalistaflokkurinn hlaut 86 þingsæti í fulltrúadeild þingsins, hafði 110 áður. AP/Símamynd Beðið eftir brúðkaupi Margir hafa þegar safnast saman með svefnpoka fyrir framan Westminster Abbey í London en þar verða Andrew prins og Sarah Ferguson gefin saman í dag. Sjá nánar á bls. 40. Reagan deilir á stefnu Botha — en vill ekki beita efnahagsþvingnnum Washington, Jóhannesarborg. RONALD REAGAN Bandarikjaforseti sagði í gærkvöldi í ræðu um stefnu stjórnar sinnar gagnvart Suður-Afríku að samþykkti þingið að beita stjórnvöld þar efnahagsþvingunum hefði það alvarlegar afleiðingar í för með sér og gæti leitt til þess að ástandið þar versn- aði til muna. Hann var þó óvenju harðorður í garð stjórnvalda í Suður-Afríku fyrir að halda aðskilnaðarstefnunni til streitu, en ítrek- aði þá stefnu sína að grípa ekki til refsiaðgerða gegn Suður-Afríku. Desmond Tutu biskup deildi hart á Reagan fyrir að vilja ekki beita efnahagsþvingnum, og sagði að ræða hans væri úti í hött, hann gerði sér enga grein fyrir ástandinu í Suður- Afríku. Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bretlands fór f gær til Suður-Afríku á vegum Evrópubandalagsins til við- ræðna við Botha forseta og R.F Botha utanríkisráðherra. Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands kvaðst í ræðu í breska þinginu í gær ekki útiloka þann möguleika að hún ræddi við Botha forseta á næstunni. Leiðtogar blökkumanna ítrekuðu í gær að þeir hygðust ekki hitta Howe að máli þegar hann kæmi til Suður- Afríku. Viðræður hefjast um S ALT H í Genf Genf, AP. SAMNINGAMENN Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hófu við- ræður um SALT II samkomulagið í Genf í gær. Fulltrúar ríkjanna komu tvisvar til fundar, en ekkert er vitað um hvað þeim fór á milli, enda er mikil Viðræðurnar um SALTII, munu að öllum líkindum taka nokkrar vikur, en þær era haldnar að ósk Sovétmanna, sem fóru fram á þær í maí, eftir að Reagan Bandaríkja- forseti tilkynnti að Bandaríkja- menn mundu ekki virða ákvæði samkomulagsins eftir næstu ára- mót. Svo mikil leynd var yfir fundun- fréttaleynd yfir fundinum. um, að Joe Johnson, fréttafulltrúi Bandaríkjamanna, vildi ekki einu sinni segja hvar þeir hefðu verið haldnir. Aðspurður sagðist hann ekki vita hve lengi þeir hefðu stað- ið, eða hvenæi næsti fundur yrði, en óstaðfestar heimildir herma að hann yrði haldinn í sovéska sendi- ráðinu á fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.