Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 ísköld sturta Það hefur verið heitt í Kaupmannahöfn að undanfömu og ekki eru íbúar þar þeir einu sem illa þola þrúgandi hitann. Fflamir í dýragarðin- um í Kaupmanna- höfn hafa staðið í biðröð eftir að kom- ast undir kalda vatnsbununa hjá umsjónarmönnum garðsins. Hér er einn að fá sér kalda sturtu og virðist njóta þess til hins ítrasta. Skæruliðar skjóta á sovéskt skip og spánskan togara San Sebastian, AP. SKÆRULIÐAR, sem talið er að séu félagar í Polisario-fylking- unni, skutu á sovéskt fiskiskip og spænskan togara undan Mar- okkó i gær með þeim afleiðingum að Spánveiji beið bana og annar maður særðist. í fréttum útvarpsstöðvarinnar Onda Pesquera, sem er í San Se- bastian á Spáni, kom fram að menn á litlum báti með utanborðsvél hefðu skotið á sovéska skipið með vélbyssum. í fréttinni sagði að sov- Meisteramir og lambakiötið Meistararfjallalambsins hafa verið áferð ogflugi vítt um landið og kynntmeðferð lambakjöts. Fjölmargir hafa uppgötvað nýjar hliðar á þessu einstaka hráefni. íslenska lambakjötið er lostœti - hrein náttúruafurð sem gefur ótrúlega fjölbreytta möguleika í matargerð. Efþú kaupir lh skrokk í einu (eða heilan) fœrðu kjötið á mjög hagstœðu verði. þegar þú vil góöanmat ésku sjómennimir hefðu sært þrjá árásarmenn. Nokkrum klukkustundum áður en þessi árás átti sér stað var skot- ið með vélbyssum á spánska togarann Andes úr litlum báti. Einn maður lést, annar særðist og þurfti fimmtán manna áhöfn að yfírgefa brennandi togarann eftir árásina. Annar spænskur togari var við veiðar í grennd við Andes, og var honum siglt til bjargar. Mennimir voru fluttir á sjúkrastöð á skipinu Esperanza Del Mar eftir að þeim var bjargað úr hafí. Enn hefur enginn lýst ábyrgð á þessum árásum á hendur sér, en talið er að Polisario-fylkingin standi að baki henni. Félagar fylkingarinn- ar hafa áður gert árásir á spænsk fískiskip. Polisario-fylkingin berst fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Sa- hara-eyðimörkinni, þar sem áður var Spænska Sahara. Þeir halda því fram að Spánverjamir hafí ver- ið að veiðum innan landhelgi sinnar. Svæðið, sem Polisario krefst yfír- ráða yfír, heyrir nú undir Marokkó. Spænska ríkisstjómin lokaði skrifstofum Polisario-fylkingarinn- ar í Madrid og vísaði félögum hennar úr landi í september eftir að Polisario-skæruliðar skutu á spænskan togara, Junquito, og héldu sex skipveijum í gíslingu í viku. Skæruliðamir réðust skömmu áður á strandgæslubát og skutu einn sjómann til bana og særðu tvo. MARKAÐSNEFND Sri Lanka: 25láta lífið í rútu- sprengingu Colombo, Sri Lanka, AP. KRÖFTUG sprenging varð í langf erðabif reið i bænum Vavuniya, í norðurhluta Sri Lanka i gær. A.m.k. 25 manns létu lífið i sprengingunni, allt óbreyttir borgarar. Talsmaður hersins sagði í yfírlýsingu í gær, að ekki væri ljóst hvort bifreiðin hefði ekið yfír jarðsprengju, eða hvort ein- hver um borð í rútunni hafí haft sprengju meðferðis. Ekki var vitað í gærdag, hvort far- þegamir voru sínhalesar eða tamflar, en talsmaður hersins sagði aðskilnaðarhreyfíngu tamfla bera ábyrgð á sprenging- unni. Nokkrir farþeganna, sem komust lífs af úr sprenging- unni, voru fluttir á sjúkrahús í bænum Anuradhapura, skammt frá Vavuniya. Indland: Læknir blindar 300 Nýju Deihi, AP. TALIÐ er að 300 manns hafi misst sjónina í kjölfar augnað- gerða sem læknir nokkur f Uttar Pradesh-héraði á Indlandi fram- kvæmdi. Stjórnvöld þar hafa fyrirskipað opinbera rannsókn. Augnaðgerðimar voru fram- kvæmdar í aprílmánuði í sérstökum búðum þar sem fátæku fólki gefst kostur á að njóta aðhlynningar lækna gegn vægu gjaldi. Flestir sjúklinganna hafa misst sjón á öðru eða báðum augum en ekki er vitað hvort um varanlega blindu er að ræða. Nafn mannsins hefúr ekki verið birt en honum hefur verið bannað að starfa að lækningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.