Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 29 AKUREYRI 200 rjúpur heima á hlaði Akureyri. RJÚPAN á sér griðland í Hrísey. Hún er þar í þús- undavís þótt eyjan sé innan við 18 ferkílómetrar að flatar- máli - og það heyrir til al- gjörra undantekninga að þar sé stundað rjúpnaskytterí. „Það eru engar ákveðnar regl- ur til um rjúpnaveiði hér - þetta er fremur siðferðileg afstaða hjá okkur," segir Guðjón Björnsson sveitarstjóri og hjálpar illa fleyg- um ijúpnaunga upp úr skomingi. „Reyndu nú að fljúga til mömmu þinnar," segir hann svo blíðlega. í vor vom taldir um 500 karr- ar í Hrísey og hver þeirra á sér allt að fimm „eiginkonur". Þótt ekki sjáist mikið til fálka í fjöl- breyttu fuglalífí í eynni telur sveitarstjórinn víst að nokkrir fálkar séu í Hrísey og lifí góðu lífí á rjúpnastofninum. „Fálkinn sækir frekar í karrana og þá em hinir, sem eftir lifa, svo góðhjart- aðir að þeir taka ekkjumar að sér,“ segir hann. Undantekningar em þó til frá óskráðu reglunni um að ijúpa skuli ekki veidd í Hrísey. í fyrra- haust kom suðumaður innan af Akureyri til að vinna við hitaveitu Hríseyinga. Hann gekk með byssu um öxl um eyna þvera og Fjórði Kanada- togarinn heldur heim- leiðis í dag Akureyri. FJÓRÐI Kanadatogarinn sem Slippstöðin breytir fyrir Nation- al Sea Product, Cape Le Have, heldur af stað til heimahafnar héðan frá Akureyri í dag. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá hefur þegar verið samið um breytingar á einum togara til viðbótar fyrir fyrirtækið og em Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar, og Sigurður Ringsted, yfírverkfræðingur, nú staddir í Kanada að undirrita samninga þar að lútandi og athuga með frekari verkefni sem vinna þarf fyrir kan- adíska fyrirtækið. endilanga heilan dag og hafði þijár ijúpur upp úr krafsinu. Þær fór hann með heim. Á mánudagsmorgni kom hann aftur og fór beint ofaní skurð til að sjóða saman rör. Þá sátu ijúp- ur í röðum á skurðbarminum, hölluðu undir flatt og horfðu á hann vinna. Og þegar haustar flyklgast ijúpumar niður í þorpið. Eld- snemma einn morguninn í fyrra- haust kom sveitarstjórinn út á tröppur heima hjá sér og taldi ekki færri en 200 ijúpur á tún- blettinum hjá sér og nágrannan- um. Morgunblaðið/Ómar Valdimarsson Guðjón Björnsson sveitarstjóri í Hrísey útskýrir fyrir unglingum úr Vinnuskólanum á Akureyri hvemig skal snúa sér þegar fara á í sundlaugina. Gróðurvin undir heimsskautsbaug: „Mikið gæfuspor að friða Hrísey“ — segir Guðjón Björnsson sveitarstjóri Allt gatnakerf ið skal hellulagt Akureyri. MIKIÐ fegrunarátak er nú í gangi í Hrísey. Það nær hámarki eftir um það bil mánuð, þegar hafist verður handa við að hellu- leggja gatnakerfi eyjarinnar, alls um 9.000 fermetra. Notaðar verða litlar gangstéttarhellur, svokallaðir T-steinar, sem verið er að steypa á Akureyri. I ár verða lagðir um 1.000 fermetrar. Rúmlega 4.000 tijáplöntur hafa verið gróðursettar víðsvegar um eyna í sumar og grasfræi hefur verið sáð í allstórar spildur í þorp- inu. Hreppsfélagið hefur og lagt einstaklingum til tijáplöntur, sem þeim hefur verið fijálst að setja niður hvar sem er. Ekki þarf að fara víða um til að sjá að menn hafa verið duglegir að setja niður plöntur við hús sín og víða á eynni má sjá hríslur gægjast upp úr lyng- breiðum og kafagrasi. Guðjón Bjömsson, sveitarstjóri, bendir ferðamönnum á víðisbreiður, sem eru að verða til ofan við þorp- ið og segir að augu eyjaskeggja séu óðum að opnast fyrir gildi um- hverfisfegrunar og náttúruvemdar. „Menn sjá orðið að það er ekki tii fyrirmyndar að draga bflhræ með jarðýtum yfír viðkvæm svæði,“ seg- ir hann. Ofan við höfnina er verið að rækta upp allbreitt tijábelti í slakka gegnt útibúi Kaupfélags Eyfírð- inga. Þar ætlar hreppurinn að koma fyrir borðum og bekkjum fyrir ferðamenn sem bíða eftir feijunni Sævari. Feijan siglir fjórum sinnum á dag á milli Hríseyjar og Árskógs- sands. Ferðamenn hafa verið fleiri í Hrísey í sumar en nokkm sinni fyrr. Um helgina komu nær 1.000 manns með Sævari og á laugardaginn not- uðu ekki færri en hundrað tækifær- ið til að smakka kjöt af hinu hríseyska Galloway-nautakyni í veitingahúsinu Brekku. Galloway-gripimir em einu grasbítamir í Hrísey og sér þess merki á miklum og Qölskrúðugum gróðri, að sauðkindin er útlæg. „Um 1930 lýsti ágætur maður Hrísey svo, að hún væri eins og farið hefði verið yfír hana með rakvélarblaði," segir Guðjón sveitarstjóri og horfír stoltur yfír hvanngrænt landið. „Sjáðu," segir hann og bendir á gróskumikið aðalblábeijalyng, „þetta sást ekki hér þejgar ég flutti hingað fyrir 23 ámm. Eg tel að það hafí verið mikið gæfuspor að alfriða Hrísey. Árangur þess er að koma í ljós og auknum gróðri fylgir vax- andi umhyggja fólksins fyrir umhverfí sínu.“ Þeir fyrstu í Eyjafirði bynaðir á seinni slættí Akureyri. „ÞAÐ ER allt gott af heyskapar- málum að frétta í stórum drátt- um,“ sagði Ævarr Hjartarson, ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, í gær er Morgunblaðið forvitnaðist um heyskap í firðinum. „Það em margir langt komnir með fyrri slátt — sérstaklega innan við Akureyri og héma í kringum bæinn. Þetta hefur gengið vei, spretta hefur verið í meðallagi og gæðin meiri en í meðalári. Ég trúi ekki öðm en hey verði gott í haust." Ævarr sagði að þeir sem byijað hefðu fyrst að slá í sumar væm nú byijaðir á seinni slætti — „en það heyrir þó til undantekninga að menn séu komnir svo langt." Sagði Ævarr að grasið hjá þeim sem hefðu byijað fyrstir, upp úr 17. júní, væri orðið ágætt, „því það hefur verið góð sprettutíð." Mikið að gera hjá Plasteinangrun: Leikf élag Akureyrar; Fjórir nýir leikarar ráðnir 140.000 fiskikassar framleiddir fyrstu sex mánuði ársins en 170.000 allt árið í fyrra Akureyri. PLASTEINANGRUN hf. á Akur- eyri framleiddi 140.000 fiski- kassa fyrstu sex mánuði þessa árs en allt árið i fyrra voru fram- leiddir 170.000 fiskikassar hjá fyrirtækinu. Síðan í byijun febrúar hefur ver- ið unnið 24 tíma á sólarhring 7 daga vikunnar hjá Plasteinangmn. „Við höfum ekki stoppað nema eina helgi síðan í febrúar," sagði Sigurð- ur Jóhannsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Morgun- blaðið í gær. Að sögn hans framleið- ir fyrirtækið 750—800 kassa á sólarhring. „Við eigum engan lag- er, og sjáum fram á að þurfa að láta vinna allan sólarhringinn alla vikuna fram í ágúst eða septem- ber,“ sagði Sigurður. Um borð í Cape Le Have, fjórða Kanadatogaranum sem Slippstöðin hf. hefur breytt, og heldur áleiðis til heimahafnar sinnar á morgun, verða 8.800 fískikassar frá Plast- einangmn. Sigurður sagði að hinir togaramir þrír sem verið hefðu í breytingum í Slippstöðinni hefðu farið með samtals um 28.000 kassa vestur um haf, í gámum fæm fljót- lega 8.000 kassar til þessa sama kanadíska fyrirtækis þannig að það hefði því keypt ríflega 40.000 kassa. Að sögn Sigurðar seldi Plastein- angmn um 30.000 fiskikassa til Grænlands á fyrstu sex mánuðum þessa árs og einnig talsvert magn til Færeyja. „Og auk þess að vera á fullu í framleiðslu kassanna höf- um við vart undan í framleiðslu á trollkúlum. Auk þess að kaupa fískikassa á Akureyri hefur National Sea Product keypt svokallaðar pallettur, plastbretti undir kassa, bakka og fleira, frá Sæplasti á Dalvík. Pall- ettur þessar vom sérstaklega hannaðar fyrir kanadíska fyrirtæk- ið — en þær verða notaðar bæði í togurum og frystihúsum fyrirtækis- ins. í Cape Le Have fara í dag um 200 pallettur vestur um haf og vega þær um 4 tonn. Akureyri. LEIKFÉLAG Akureyrar hefur ráðið fjóra nýja leikara fyrir næsta vetur. Það em Inga Hildur Haralds- dóttir og Skúli Gautason, sem útskrifuðust bæði úr Leiklistarskól- anum í vor, Einar Jón Briem, sem útskrifaðist í fyrra, og María Áma- dóttir, sem leikið hefur undanfarin ár í Borgarleikhúsinu í Málmey í Svíþjóð. Þá hefur Ingibjörg Bjamadóttir verið ráðin sýningarstjóri hjá LA. Tveir hinna gamalkunnu leikara LA verða í fríi — Theódór Júlíus- INNLENT son, sem verið hefur formaður leikhúsráðs, verður í burtu allt leikárið en Þráinn Karlsson verður í ijögurra mánaða leyfí. Hænaá Tormnu Akureyri. HÆNUR eru ekki daglegir gest- ir á Ráðhústorginu á Akureyri. Svo bar þó við skömmu fyrir klukkan átta að kvöldi sunnu- dagsins sfðasta að lögreglan var kvödd á vettvang þar sem hæna* var á grasblettinum í miðju torgsins. Hænunni var komið í geymslu en enginn veit enn hvaðan hún kom eða hver á hana! Sakni ein- hver hænu ætti sá hinn sami hins vegar að hafa samband við lög- regluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.