Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Sumar-rósir Lb réttatímar sjónvarpsins ganga ■ ekki ætíð snurðulaust eins og hefir verið marg bent á, til dæmis í Víkverja. Er þá einkum átt við tæknileg mistök af ýmsum toga. Eg hef lítt rætt um þessi mál hér í dálki en nú fæ ég ekki orða bund- ist því sá einstæði atburður átti sér stað í sjónvarpsfréttatíma mánu- dagsins að ein fréttin gleymdist hreinlega. Við upphaf fréttatímans, þegar efnisskrá var kynnt, sagði þulur að vænta mætti viðtals við danskan blaðamann er hefði gagn- rýnt Grænfriðunga og birtist augnabliksmynd af blessuðum manninum. Síðan tilkynnir Sigrún Stefánsdóttir í miðjum fréttatíma að nú sé von á Boga Ágústssyni og danska blaðamanninum en svo fer allt í steik... Við sýnum við- talið síðar í fréttatímanum: segir Sigrún og gefur boltann til Páls Magnússonar. En svo líður og bíður og ekki bólar á þeim danska. Frétta- stjóri sjónvarpsins verður að passa upp á að laxamir losni ekki af öngl- inum með fýrrgreindum hætti og glatist í hylnum. Vinsœldalistarnir Nú vík ég mínu kvæði í kross og rabba stuttlega um vinsældalista rásar 2. Tilefnið er beinskeyttur háðstekti er hraut af gullinni strenghörpu Bubba Morthens í þættinum: Rokkamir geta ekki þagnað, frá 18. þessa mánaðar. En þar ræddi Bubbi um ónefndan starfsmann rásar 2 sem stýrir ekki aðeins vinsælum poppþáttum og skrifar í blöð um poppmúsik heldur á nú topplag á vinsældalistanum margfræga. Ég skil vel að Bubba Morthens og fleiri tónlistarmönnum gremjist að einn og sami maðurinn skuli hafa slík ítök á vomm smáa tónlistarmarkaði. Ég efa ekki heið- arleika umrædds dægurlagasmiðs, poppsöngvara, poppskríbents og dagskrárgerðarmanns á rás 2 en þess ber að gæta að hér er bitist um vinsældir á hljómplötumarkaðn- um og því er hvers kyns valdsöfnun ti) dæmis í slgoli Ríkisútvarpsins næsta varasöm. Nú og hvað um vinsældalistana margfrægu er ráða svo miklu um plötusöluna? Stjóm- endur morgunþáttar rásar 2 efndu til símaspjalls í fyrri viku þar sem hlustendur sögðu álit sitt á vin- sældalistanum. Þar kom ýmislegt í ljós til dæmis hringdi einn náungi af bflaverkstæði hér í bæ og upp- lýsti að þeir félagamir á verkstæð- inu hefðu tekið sig til og komið ónefndu kúrekalagi á vinsældalist- ann. Þá hringdi afgreiðslumaður frá litla notalega kaupfélaginu þeirra Olísmanna við Gullinbrú: „Krakk- amir koma stundum hingað í hópum og hringja í vinsældalist- ann.“ Annar taldi aðeins eina vænlega lausn á „vinsældalista- svindlinu" eins og hann kallaði það: „Látum viðurkennd fyrirtæki á borð við Hagvang um vinsældalistann." Svo mörg voru þau orð en vissulega hringdu margir sem vora hæst- ánægðir með listann. Klámtextar Þessa dagana sjá fjölmargar nýj- ar hljómplötur dagsins ljós og era náttúralega kynntar samdægurs á rás 2 með tilheyrandi rabbi við tón- listarmennina. Ég kann þessu vel og í mínum huga vex tónlistin líkt og sumarblóminn í átt til móðurinn- ar miklu hæst í hæðum. En einn skugga ber á sumardýrðina — hina klámfengnu texta er nokkrir skalla- popparar hafa nú í sumar spymt úr klaufunum. Menn geta klæmst í friði fyrir mér en persónulega fínnst mér óþarfí að breyta rás 2 í almenningssalemi þar sem menn fá að klóra órana á veggi í nafni fijálslyndis og ímyndaðra vinsælda. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Land og saga: „Landsins forni fjandi“ ■■■■ I dag er þáttur- 1 A30 'nn Land °K 1" saga á dagskrá hljóðvarps. Að þessu sinni verður fjallað um hafísinn hér við land og mun á áhrif- um elds og ísa. Umsjónar- maður þáttarins, Ragnar Ágústsson flytur formála og tengir saman efni. Les- arar með honum era Unnur Ágústa Siguijónsdóttir og Ragnar Sær Ragnarsson. 1322 á dagskrá í dagsins önn — böm og um- hverfi þeirra er hljóðvarps laust Þættir úr sögu Reykjavíkur: „í leit að betra lífi“ ■■■■ I kvöld er á dag- 91 30 skrá hljóðvarps ^ fímmti þáttur- inn um sögu Reykjavíkur. Að þessu sinni ber þáttur- inn yfirskriftina „í leit að betra lífi“ og verður fjallað um það hvemig fólk þóttist eygja möguleika á betra lífi í höfuðstaðnum og var reiðubúið að taka saman pjönkur sínar og setjast þar að, — eða var neytt til þess, s.s. vegna harðindanna 1880-1890. Sagt er frá stofnun fyrstu hagsmuna- samtaka launafólks og frambemskuáram reyk- vískrar verkalýðshreyfíng- ar. Umsjónarmaður þáttarins er Auður G. Magnúsdóttir en lesari með henni er Gerður Róberts- dóttir. I dagsins önn eftir hádegi í dag. í þættin- um verður fjallað um fjölmiðlafræðslu í skólum og litið til framtíðarinnar í því sambandi. Rætt verður við Martein Geirsson kenn- ara, Steinþór Ólafsson blaðamann og Þorbjöm Broddason lektor. Umsjón- armenn þáttarins era Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. Síðustu dagar Pompei ■i í kvöld hefst í 35 sjónvarpi nýr ítalsk-banda- rískur framhaldsmynda-, flokkur í sex þáttum, Síðustu dagar Pompei (Gli Ultimi Giomi Di Pompei). Þættimir era byggðir á sagnfræðilegri skáldsögu eftir Edward Bulwer Lytt- on, en þýðandi er Þuríður Magnúsdóttir. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tillcynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pétur Pan og Vanda" eftir J.M. Barrie. Sigríður Thorlacius þýddi. Heiðdís Norðfjörð les (21). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.46 Lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guðmundur Jónsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Ýrr Bertelsdóttir og Guð- mundur Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn — Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Katrín", saga frá Álands- eyjum eftir Sally Salminen. Jón Helgason þýddi. Stein- unn S. Sigurðardóttir les (17). 14.30 Noröurlandanótur. Svíþjóð. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Austurland. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir, Örn Ragnarsson og Ásta R. Jó- hannesdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Fiðlukonsert í D-dúr op. 35 eftir Pjotr Tsjaíkovskí. David Oistrakh og Fílharmoníu- sveitin í Moskvu leika; Gennadí Roszdestvenskí stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Sólveig Páls- dóttir. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu — Hallgrímur Thorsteinsson og Guölaug María Bjarnadóttir. Tilkynn- 19.00 Úr myndabókinni — 12. þáttur Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Kuggur, myndasaga eftir Sigrúnu Eldjárn, Fálynd prinsessa, Bleiki pardusinn, Snúlli snig- ill og Alli álfur, Ugluspegill, Raggi ráðagóöi, Alfa og Beta, Klettagjá og Hænan Pippa. Umsjón Agnes Jo- hansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sundrung á Flambardssetrinu" eftir K.M. Peyton. Silja Aðal- steinsdóttir les þýöingu sína (15).. 20.30 Ýmsar hliðar. Þáttur i umsjá Bernharös Guö- mundssonar. 21.00 Horfins tíma hljómur. Fjóröi og síöasti þáttur. (Frá Akureyri). 21.30 Þættir úr sögu Reykjavíkur. Sjötti þáttur: í leit að betra lifi. Umsjón: Auður Magnúsdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Smellir Queen — fyrri hluti Umsjónarmaður Hallgrimur Óskarsson. Stjórn upptöku: Friðrik Þór Friðriksson. 21.05 Niagara fossarnir (The Niagara Falls) Bandarísk heimildarmynd um þessa frægu fossa, kynni manna af þeim í gegn- um tíöina og mikilvægi 22.20 Hljóð-varp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt i samvinnu viö hlustendur. MIÐVIKUDAGUR 23. júlí 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson, Páll Þorsteinsson og Kolbrún Halldórsdóttir. Kl. 10.05 fléttast inn i þátt- inn u.þ.b. fimmtán minútna þeirra fyrir bandariska kvik- myndagerö. Þýðandi: Reynir Harðarson. 21.35 Síöustu dagar Pompei (Gli Ultimi Giorni Di Pompei) Fyrsti þáttur. Ítalsk-bandarískur fram- haldsmyndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir sagn- fræöilegri skáldsögu eftir Edward Bulwer Lytton. Þýö- andi: Þuriður Magnúsdóttir. 23.05 Fréttir í dagskrárlok 23.10 Djassþáttur. — Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. barnaefni sem Guðríður Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé. 14.00 Kliöur Þáttur í umsjá Gunnars Svanbergssonar og Sigurð- ar Kristinssonar. (Frá Akureyri.) 15.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Hlé. 20.00 Tekiö á rás. Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik KR og Fram og leik Breiöabliks og Akraness í átta liða úrslitum Bikar- keppni Knattspyrnusam- bands Islands. 22.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP BJEYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.