Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Svifflugurnar „heima“ í tjaldbúðum. Það skapar ákveðna stemmningu að keppendur halda hópinn í heila viku og mynda einskonar „svifflugsbæ'1. Spáð í árangur dagsins í herbúðum mótsstjórnarinnar. þegar hver keppandi lendir upphefjast miklar hrókasamræður um flugið. Svif- flugið getur verið mjög spennandi. gæti svo farið að stigafjöldi ein- stakra keppenda breyttist sjái þeir ástæðu til að gera athugasemdir. Signurvegarinn fékk gott forskot á 3ja degi mótinu í svifflugi er þannig að sá keppandi sem sigrar hvern dag hlýt- ur 1000 stig en aðrir keppendur hlutfall af því. Að þessu sinni urðu 4 dagar gildir sem telst mjög gott því oftast hafa þeir aðeins verið 2-3. íslandsmeistaramótið í svifflugi á Hellu: Stigagjöfín á íslandsmeistara- Þriðji keppnisdagurinn gaf sigur- vegaranum, Steinþóri Skúlasyni, sín 1000 stig en aðrir keppendur fengu hlutfallslega minna en hina daga mótsins. Ef skoðuð er frammi- staða tveggja efstu manna einstaka keppnisdaga var hún þessi: 1. dag var Eggert með 603 stig en Stein- þór 588, 2. daginn hlaut Eggert 1000 stig en Steinþór 320, á 3. degi fékk Eggert 165 stig en Stein- þór 1000 og 4. og síðasta daginn fékk Eggert 902 stig á móti 1000 stigum Steinþórs. Sem sagt mjög jafnt. Þórmundur Sigurbjamason, mótsstjóri, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta hefði verið skemmtilegt, jafnt og spennandi mót og að það væri sjaldan sem svo margir hefðu átt möguleika á fyrsta sæti. „Fjórir keppendur náðu yfír 2000 stigum sem telst góður árang- ur,“ sagði Þórmundur, „en annars var árangurinn góður þegar á heild- ina er litið. Það var greinilegt að það ætluðu sér margir að verða Islandsmeistarar núna," sagði mótsstjórinn, Þórmundur. - GÞ. Sjaldan sem svo margir hafa átt mögnleika á sigri íslandsmeistaramótinu í svif- flugi lauk seint sl. sunnudags- kvöld, 20. júlí. Mótið var mjög jafnt og spennandi og er langt síðan og sjaldan sem svo margir flugmenn hafa átt möguleika á að hreppa hinn eftirsótta ís- landsmeistaratitil. íslandsmeist- arinn að þessu sinni varð Steinþór Skúlason og hlaut hann 2908 stig. Annar varð Eggert Norðdahl peð 2670 stig. Fyrr- verandi íslandsmeistari, Sig- mundur Andrésson, lenti i þriðja sæti með 2232 stig. Samtals kepptu 10 flugmenn á jafn mörgum svifflugum og urðu úrslit sem hér segin Stíp 1. Steinþór Skúlason, Club Libelle, TF-SIS 2. Eggert Norðdahl, 2908 Ka—6E, TF-SAE 3. Sigmundur Andrésson, 2670 Standard Astir, TF-SOL 4. Baldur Jónsson, 2232 Speed Astir II, TF-SIP 5. Daníel Snorrason, 2194 K-8B, TF-SAM 6. Magnús Óskarsson, 1748 Ka-6CR, TF-SAS 7. Höskuldur Frímannsson, 1711 K-8B, TF-SAR 8. Stefán Sigurdsson, 1598 Vasama, TF-SIK 9. Gylfí Magnússon, 1321 Ka—6, TF-SBH 10. Bjöm Bjömsson, 1167 K-8B TF-SAV 11. Þorgeir Ámason, 996 BG-12/16, TF-SON 761 Þar sem flugveður var gott síðari hluta sunnudagsins, lauk keppninni ekki fyrr en á ellefta tímanum um kvöldið og því lágu úrslit ekki fyrir íslandsmeistarinn, Steinþór Skúlason (t.v.) og Magnús Ingi Óskarsson, sem varð í fimmta sætinu, slappa af eftir erfiðan keppnisdag. Signý Jóhannesdóttir, aðstoðarkona þeirra, sá m.a. um grillið og sótti þá út í sveitir ef þeir náðu ekki aftur fljúgandi til Hellu. fyrr en í gær. Því eru þau birt hér semdir við útreikninga mótsstjóm- Höskuldur Frímannsson, sem lenti í sjötta sætinu, með fyrirvara því keppendur hafa arinnar. Það er þó ólíklegt að röð nýlentur eftir tæplega fjögurra tima flug. Hann 12 klst. frest til að gera athuga- keppendanna breytist en hinsvegar kePPt* á elstu svifflugunni TF-SAR. N’ART ’86: Harmonikkuleikur á Kjarvalsstöðum Dómkórinn o g dansí Borgarskála N’ART hátíðin heldur áfram í dag. Meðal dagskráratriða verður harmonikkuleikur Dan- ans Mogens Ellegárd, en hann leikur á sérstakt afbrigði af harmonikku sem nefnist „acc- ordeon'*. í Borgarskálanum við Sigtún munu dansarar úr íslenska dansflokknum frum- flytja dansverk eftir Láru Stefánsdóttur. Mogens Ellegárd er dósent við Musikkonservatoriet í Kaup- mannahöfn og hefur, að því er segir í dagskrá hátíðarinnar, hlotið heimsfrægð fyrir leik sinn á „acc- ordeon", sem er harmonikka með smástigum skölum á báðum borð- um. Mörg tónskáld hafa samið tónlist sérstaklega fyrir Ellegárd og gefst harmonikkuunnendum tækifæri til að hlýða á eitthvað af henni á Kjarvalsstöðum kl. 21 í kvöld. í Borgarskálanum verður frum- flutt nýtt dansverk sem Lára Daninn Mogens Ellegárd leikur á „accordeon" á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 21.00. Stefánsdóttir hefur samið og nefn- ir hún það „Hendur sundurleitar". Þetta er verk fyrir fimm dansara og einn leikara. Dansaramir eru þau Ásta Henriksdóttir, Helena Jóhannesdóttir, Katrín Hall, Sigr- ún Guðmundsdóttir og Guðbjörg Amardóttir, Ellert Ingimundarson leikari fer einnig með hlutverk í sýningunni. Verkið er 5 leikrænum stfl og fjallar um fimm mismun- andi hliðar konunnar gagnvart karlmanninum. Áður en sýningin hefst mun Dómkórinn syngja íslensk þjóðlög o.fl. undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. Sýn- ingin hefst kl. 21.00. í Ijaldinu við Háskólann verður önnur sýning á Utangarðsmannin- um í flutningi Mimensemblen kl. 20:30 og í Hlaðvarpanum verður námskeið í seiðmögnun á vegum Yggdrasils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.