Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 39 Mynda- gátan 8 Svarið við mynda- gátunni 7 hefur eflaust vafist fyrir fleirum en mér, því engin rétt svör bár- ust. Þetta var mynd af bílljósi. Vonandi gengur ykkur betur með þessa mynda- gátu. Sendið svarið og gátur eða brand- ara eða eitthvað annað skemmtilegt til Barnasíðunnar. Heimilisfangið er: Barnasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Ha, ha ... Bamasíðan fékk sendar nokkr- ar skrítlur og fylgir hluti þeirra hér með. Það lítur út fyrir að þjónar séu vinsælustu menn á landinu í dag og vinsælasti rétturinn virðist vera súpa. - Þjónn það er fluga í súpunni minni. - Þakkaðu fyrir að það er ekki hestur. Þetta samtal fór fram á ónefndum kaupstað á Suðvest- urlandi: - Ég get ekki kveikt á eld- spýtunni. - Hvers vegna ekki? - Ég veit það ekki og skil það ekki heldur. Hún var allt í lagi rétt áðan. - Vissir þú að það þarf þrjár kindur til að prjóna eina peysu. - Nei, ég vissi ekki einu sinni að kindur gætu prjónaö. ú Lausn á vegvísi Gátuð þið öll leyst stafaþrautina á vegvísinum á síðustu barna- sfðu? Hér getið þið borið ykkar svör saman við mfn og fundið út hvort allt var rótt hjá ykkur. Þótt engin rétt svör bærust við myndagátunni þá komu nokkur rétt svör við vegvísinum. Ein af þeim sem áttu rétt svar var Guðný Guðlaugsdóttir í Kópavoginum. Takk fyrir bréfin krakkar. Notaðu vind- orkuna Á sumrin eru ekki bara góð- viðrisdagar. Oft er gola og jafnvel talsverður vindur. A síðustu barnasíðu töluðum við um hvernig má búa til flug- dreka, en nú ætlum við að búa til rellu. Þið getið búið hana til og skreytt fyrir ykkur sjálf eða gefið yngri systkinum eða frændum og frænkum hana. Þið þurfið kartonpappír, títu- prjón og biýant eða stutta spýtu. Fylgið leiöbeiningunum og gangi ykkur vel. 1. Klipptu út ferning sem er um 16 sm á hverja hlið. 2. Klipptu einnig út tvo hringi. Annar á að vera 3 sm í þvermál en hinn má vera minni. 3. Límdu stærri hringinn í miðjuna á ferningnum. 4. Klipptu úr hornunum að hringnum. 5. Taktu í hornin sem merkt eru á myndinni og beygðu þau inn að miðj- um hringnum og láttu þau mætast þar. 6. Stingdu títuprjóninum í gegnum miðjuna á minni hringnum og síðan í gegnum endana sem við beygðum inn að miðjunni og loks í gegnum miðj- una á stóra hringnum. Að endingu má svo stinga prjóninum varlega í blýantinn. Og svo bíðum við bara eftir vindinum! Svalandi í sumarhitanum Á góðviðrisdögum getur ver- iö gaman að fá sór eitthvað gott að drekka. Hór fylgja með tvær uppskriftir sem þú getur prófað. Væri ekki gaman að koma pabba og mömmu eða vinum á óvart og bjóða þeim svalandi drykk? ís er alltaf frískandi. Á heitum sumardögum má sjá langar bið- raðir fyrir utan allar ísbúðir. Hér er uppskrift af súkkulaðimjólkur- drykk með ís: Vh deselíter mjólk 'h desilítri súkkulaöisósa 4 matskeiðar vanillu- eða súkkulaðiís (eða blanda af þessu tvennu). Allt er sett saman í skál og þeytt vel. Borið fram strax. Uppskriftin er í eitt glas. Þú verður að margfalda uppskriftina fyrir þann fjölda sem þú ætlar að búa til fyrir. Þó er gott að þeyta ekki of mikið magn í einu. Hægt er að fá margs konar ávaxtadrykki í alls konar fernum og flöskum. En hefur þér dottið í hug að þú gætir til gamans búið til þinn eigin ávaxtadrykk? Ef ekki þá er hér ágæt uppskrift af góðum sítrónudrykk, sem þú ættir að prufa. 1. 1 lítri af vatni er settur í könnu. 2. Bættu þar í safanum af 2 sítrónum. Gætið þess að pressa allan safann úr sítrón- unum. 3. Bætið í svolitlum sykri, en þó ekki of miklum. 4. Settu ísmola í könnuna og geymdu hana í ísskápnum. 5. Þegar þú berð drykkinn fram, þá setur þú ísmola í glös og hellir sítrónudrykknum yfir. Til að skreyta glösin má gjarnan skera smá strimil af sítrónu- berkinum og láta hann fljóta efst í glasinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.