Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 — /----------------xdmSWHA © 1986 Universal Press Syndicate „Sjáum tiL... einn bolli oJt kaffi og eínn, tveir; þrír paKkar af ðykri." Er þér sama þó ég reyki? Þú getur sleppt regndans- inum úr prógramminu þínu. HÖGNI HREKKVÍSI y,OG HVAÐA FlOKiTEGUND ER Nyjui>T i' QAG Þekkingarleysi hjá áhugamönn- um um sjálfsvarnaríþróttir Friðrik Páll Ágústsson skrifar: „Síðastliðinn miðvikudag, 1. júlí var skrifað um kung-fu-námskeið í Velvakanda. Þar voru bornar fram ásakanir sem áttu sér engan grund- völl. Það var greinilegt að „áhuga- menn um sjálfsvamaríþróttir" höfðu ekki kynnt sér málið sjálfir. Það kom fram í greininni að mörg ár tæki að ná valdi á þessari sjálfs- vamarlist og rétt er það. Ég hef sjálfur lært í 5 ár og tel það nægi- legan tíma til að geta tekið að mér kennslu. Það má taka fram að einn af bestu karatemönnum íslands, Ævar Þorsteinsson, hefur sjálfur lært í 5 ár. í greininni var fólki ráðlagt að leita upplýsinga um hvort félagið væri aðili að einhveijum við- urkenndum samtökum, innlendum eða erlendum. Þar eð þeir sjá ástæðu til að minnast á þetta í greininni, bendir einungis til þess að þeir hafí ekki kynnt sér málið sjálfir. Það er viðurkennt félag sem stendur að baki námskeiðinu sem nefnist Sjálfsvarnarfélag Islands. Sem sagt: Folk ætti að kynna sér svona mál áður en það fer með það í blöðin. Með þökk fyrir birtinguna." Víkverji skrifar orsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, hefur nú látið endur- skoða frumvarpið um virðisauka- skatt. Hugmyndin um að þessi skattur leysi söluskattinn af hólmi, hefur lengi verið draumur manna í fjármálaráðuneytinu enda ljóst að söluskatturinn í núverandi mynd felur í sér margvíslega annmarka og framkvæmd hans í mörgum til- fellum komin út í hreinar ógöngur. Vegur skynsamlegrar skatt- heimtu getur annars verið vandrat- aður, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. Til er lítið fyrirtæki í Reykjavík. Forsvarsmenn þess hafa talið sig sjá fram á öra þróun í gervihnattasjónvarpi, þar sem fólk kæmi sér upp móttökubúnaði til að taka beint við sjónvarpssendingum af því tagi. Eitt tímarit er nú gefið út í Evrópu, sem birtir sjónvarps- dagskrár allra þeirra sjónvarpsrása sem fara nú um gervihnetti og nást með góðu móti í álfunni. Þetta litla fyrirtæki fékk umboð fyrir þetta tímarit hér á landi og hugðist ann- ast dreifingu á því til þeirra aðila sem þegar hafa komið sér upp móttökubúnaði fyrir geivihnatta- sendingar, og eins í bókabúðir. Samið var við útgefandann um af- slátt, til að innlenda fyrirtækið fengi eitthvað fyrir sinn snúð og allt virtist ætla að ganga upp. Man þá ekki allt í einu einhver eftir söluskattinum og við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að auð- vitað er þetta tímarit söluskatt- sskylt eins og önnur erlend tímarit sem hér eru seld í umboðssölu. Þar með var draumurinn búinn hjá for- ráðamönnum þessa litla íslenska fyrirtækis. Þeir verða af þessum fjármunum, sem þeir voru búnir að sjá fram á að fá með afslættinum frá útgefandanum. Áfskrifendalist- inn sem kominn var, verður nú sendur út til Bretlands og áskrif- endumir munu fá blaðið sent beint í pósti — á sama verði og það átti að kosta með dreifíngunni hér inn- anlands en auðvitað án söluskatts. Virðisaukaskattur mun varla breyta neinu um það að erlend tíma- rit sem send eru hingað til lands í pósti beint til viðtakanda njóti skattfrelsis meðan sömu tímarit eru skattskyld, ef innlendir aðilar ann- ast dreifinguna. Þetta sýnir hins vegar hvemig skattlagning getur unnið gegn öðmm hagsmunum. í þessu tilfelli verða innlendir aðilar af tekjum af milliliðastarfsemi, tekj- um sem verða meira og minna til í formi afsláttar frá hinum erlenda viðskiptaaðila. Milliliðastarfsemin hefði þannig e.t.v. farið langleiðina að búa til eitt starf á íslandi fyrir raunvemlega erlent fjármagn. Flugleiðir tapa vafalaust einhveij- um tekjum í fragt, því að félagið hlýtur að fá minna fyrir póstflutn- inga heldur en venjulega fragt. Og ríkið verður ekki aðeins af sölu- skattinum heldur missir af sölu póstburðargjalda hér innanlands, ef að líkum lætur. XXX Merkilegri yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar lauk nú um helgina. Þessi sýning varð myndlistargagnrýnanda Þjóð- viljans, Halldóri B. Runólfssyni, tilefni til hressilegrar ádrepu á landa sína fyrir að meta ekki alvöru listamann á borð við Svavar að verðleikum og liggja í þess stað marflatir fyrir hvers kyns lágkúm- legri verslunarlist. Máli sínu til sönnunar nefnir Halldór Bjöm til sögunnar hóteleig- anda nokkurn, sem hann segir hafa keypt upp heila sýningu einhvers „neðanmálsdúllara" eins og hann kallar það, til að hengja upp á veggi í hóteli síns. Víkveiji ætlar ekki að hætta sér út á þá hálu braut listfræðinnar að ákveða hveijir væm alvöru lista- menn og hveijir neðanmálsdúllarar en við lestur þessara orða varð Víkveija hugsað til þess að ekki væm þeir þá allir eins hóteleigend- umir. Svo vill nefnilega til að Víkveiji hefur nú í nokkur skipti á skömmum tíma þurft að borða úti með útler.dingum og án þess að hann hafí nokkm um það ráðið hefur það atvikast svo að Hótel Holt hefur orðið fyrir valinu í öll skiptin. Það er gaman að geta sagt frá því, að enda þótt útlendingunum hafi þótt mikið til maratgerðarlist- arinnar á Holti koma, þá hafa þeir verið enn uppteknari af því menn- ingarlega umhverfi sem þeir Holts- bændur hafa skapað þama með því að hengja ýmsar perlur íslenskrar málaralistar á veggi og leyfa þann- ig gestum og gangandi að njóta þeirra. Þau eiga þess vegna ágætlega við þá feðgana Þorvald og Skúla á Hótel Holti orðin sem Pétur Gunn- arsson hafði eftir Guðbergi Bergs- syni í erindi sínu á rithöfundaþingi og sem birtist hér í blaðinu um helgina: „Það er allt í lagi að búa í stómm höllum, en það verður þá að vera höll í höfðinu á íbúunum." Smekkvísin á Hótel Holti ber vott um að það er höll í höfðinu á húsráðendum þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.