Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 21 Shimon Peres fáanlegir til þess. Meðan Peres var utan stjómar á valdatíma Begins hitti hann Hassan nokkrum sinnum, en opinberlega var aldrei frá því skýrt. Hassan hafði sagt fyrir nokkrum mánuðum, að hann væri fús að hitta Peres til að ræða um framtíðarmál Miðausturlanda. Síðar dró hann nokkuð í land og sagðist hafa átt við, að hann væri tilbúinn að hitta Peres svo fremi ísraelski forsætis- ráðherrann hefði beinar tillögur til lausnar vandamálunum. Heimildir AP fréttastofunnar í ísrael segja, að Peres hafi ekki far- ið á fund Hassans með neinar afdráttarlausar tillögur og þar sem fréttaleynd hefur verið er enn ekki ljóst út á hvað nákvæmlega viðræð- ur þeirra hafa gengið. Vitað er þó að þeir héldu sinn fyrsta fund strax eftir að Peres kom á mánudags- kvöld og hafa síðan ræðzt við megnið af þriðjudegi. Marokkómenn hafa einu sinni Hassan konungur sent hermenn að beijast við ísraela, þ.e. í Yom Kippur-stríðinu 1973, að nokkrir tugir Marokkómanna börðust á Vesturbakkanum. Annars hafa þeir reynt að komast hjá átök- um við ísraela og varla nokkum tíma haft frumkvæði um að gagn- rýna þá. í ísrael búa um fímm hundruð þúsund manns fæddir í Marokkó eða af marokkönsku bergi brotnir og er það fjölmennasta þjóð- arbrot gyðinga í ísrael. Enn búa samt nokkrir tugir þúsunda gyðinga í Marokkó og hafa ekki sætt áreitni síðan Hassan konungur tók við völdum. Ámóta fjöldi gyðinga býr í Túnis, en færri í öðrum Arabaríkj- um nú um stundir. Síðdegis á þriðjudag hafði ekki verið tilkynnt hvort opinber orð- sending yrði gefín út eftir þennan fund leiðtoganna, sem vissulega hlýtur að teljast sögulegur og gæti markað tímamót. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Genscher og Shevardnadze undirrita samning um tækni- og vísinda- samvinnu ríkjanna. Genscher í Moskvu: Möguleiki á samningi um efnavopn á þessu ári Moskvu, AP. Á BLAÐAMANNAFUNDI, sem haldinn var að aflokinni þriggja daga heimsókn Genschers, utan- ríkisráðherra ■■■ -i V r. ■ ■ Maharishi Mahesh jógi. Vestur-Þýskalands, í Sovétríkj- unum, hvatti hann risaveldin til að halda leiðtogafund á þessu ári. Genscher taldi góðar horfur á , að samningar tækjust um bann við efnavopnum nú í ár. Genscher átti þrjá viðræðufundi með Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, og sagði þá hafa verið gagnlega. Þeir hefðu kynnt hvor öðrum mismunandi við- horf ríkisstjómanna tveggja til afvopnunarmála. Seint á mánudag skýrði TASS frá því að leiðtogi Sovétríkjanna, Michail Gorbachev, hefði harðlega gagnrýnt stefnu vestur-þýskra stjómvalda í afvopnunarmálum á fundi, sem hann átti með Genscher fyrr um daginn. Að sögn talsmanns utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna, telur Gorbachev, að vestur-þýska stjómin leggi ekki nóg af mörkun- um í afvopnunarmálum. Tæknimálaráðherra vestur-þýsku stjómarinnar, Heinz Riesenhuber, kom einnig til Moskvu í gær, til að undirrita, ásamt Genscher og fulltrúum Sovét- manna, samning ríkjanna tveggja um samvinnu í tækni- og visindum. Meiriháttar yfirsjón olli Chernobvl-slvsinu Moskvu, AP. V STJÓRNMÁLARÁÐ sovézka kommúnistaflokksins gaf á sunnudag út skýrslu um slysið í kjamorkuverinu í Chemobyl í apríllok. Þar segir að orsök slyss- ins sé meiriháttar yfirsjón og skeytingarleysi starfsmanna við tilraunir með túrbínurafal. Einn- ig að tilraunin hafi verið illa skipulögð og eftirlit yfirmanna með henni hafi verið i lágmarki. Þrír háttsettir embættismenn og einn af hönnuðum verksmiðjunnar vora reknir úr starfí um helgina til viðbótar þeim, sem áður hefur verið refsað vegna slyssins. Búist er við að senn verði lögð fram ákæra á hendur fjölda manna í tengslum við slysið. í skýrslunni segir að 28 manns hafí beðið bana vegna Chemobyl- slyssins, 30 séu illa haldnir í sjúkra- húsi og að 173 til viðbótar hafí þjáðst vegna geislunar. Einnig segir að tjón af völdum slyssins nemi jafnvirði 2,8 milljarða Bandaríkjadala, veraleg röskun hafi orðið á raforkuframleiðslu og -dreifíngu, loka varð fjölda verk- smiðja og búgarða í nágrenni Chemobyl og að jarðvegur á rúm- lega eittþúsund ferkílómetra svæði hafí eyðilagst vegna geislunar. Loks vora á annað hundrað manns flutt- ir á brott frá heimilum sínum í næsta nágrenni versins. Ekki segir í skýrslunni hversu mikil röskun varð á raforkufram- leiðslu landsmanna. Chemobyl- verinu var lokað í kjölfar slyssins og er áætlað að tveir kjamaoftianna af fjóram verði ræstir í haust. Sér- fræðingar segja að orkuver á borð VIKTOR Korchnoi náði sér á strik í gær á skákmótinu í Sviss með því að sigra Werner Hug í 2. umferð mótsins. Oðrum skák- um lauk með því, að Eric Lobron vann Tony Miles, en John Nunn vann Joseph Klinger. Öðrum skákum lauk með jafntefli nema skák þeirra Ians Rogers og Levs Polugajevsky, sem fór í bið. við Chemobyl framleiði 28,5 milij- arða kflówattstunda á ári, eða um 16% af allri orkuframleiðslu sovézkra kjamorkuvera. TASS- fréttastofan sagði 26. júní sl. að varmaskiptirafstöðvar hafí bætt upp 10,4 milljóna kflówattstunda á tveimur mánuðum, sem Chemo- byl-verið hefði ella framleitt. Þessar tölur benda til að slysið í Chemobyl geri að engu þá 13,5% aukningu orkuframleiðslu kjamorkuvera, sem Sovétmenn höfðu gert ráð fyrir á þessu ári. Staðan eftir tvær umferðir er þá þannig, að efstir og jafnir era þeir Lobron, Polugajevsky og Nunn með 1 V* vinning hver, þeir Hiibner, Hort, Klinger, Korchnoi og Rogers koma næstir með 1 vinning hver, þá Cebalo með V2 vinning og bið- skák, síðan Hug og Miles með V* vinning og loks Greenfeld með eng- an vinning en eina biðskák. Korchnoi vann Hug Bienne, AP. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - REYKJAVÍK SÍMI 91-84670 í'im Snk £ iíBIIIIPbr 7 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.