Morgunblaðið - 23.07.1986, Side 7

Morgunblaðið - 23.07.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 7 Hætta talin á að efni í spónaplötum valdi krabba- meini Ekkert fylgst með innflutningi hingað í DANMÖRKU hefur verið bann- aður innflutningnr á húsgögnum sem of mikið af efninu formalde- hyd finnst í. Efnið er notað í lím, t.d. í spónaplötur. Ekki hafa ver- ið gerðar neinar ráðstafanir til að hindra innflutning á slikum húsgögnum eða spónaplötum hér á landi, en grunur leikur á að formaldehyd sé krabbameins- valdandi. Guðjón Jónsson, deildarverk- fræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, sagði Dani mjög stranga varðandi notkun formaldehyds, en ekkert væri fylgst með þessu hér á landi. Ekki teldist sannað að efnið ylli krabbameini í fólki, en tilraunir með dýr hefðu sýnt að tíðni krabbameins jókst ef umhverfí þeirra var mettað efninu. Flestar Norðurlandaþjóðim- ar væru með formaldehyd á lista yfír krabbameinsvaldandi efni. „Þetta efni er mjög algengt og er tii dæmis mikið notað sem rot- varnarefni," sagði Guðjón. „Það hafa nýlega verið settar reglur hér á landi um leyfílegt hámark form- aldehyds í spónaplötum, en því miður er ekkert eftirlit með því og væri erfítt í framkvæmd að hafa eftirlit með innflutningi. Ég get heldur ekki séð að við förum að fylgjast með þessu á næstunni, enda er efnið svo algengt að meng- un af þess völdum er hættulegri á öðrum sviðum en í húsgagnaiðnaði. Við höfum þó gert mælingar í skóla- stofum, þar sem kom fram að mengun var einhver, en þó undir markgildi.“ Hjá Hollustuvemd ríkisins feng- ust þær upplýsingar að ekki væru til nógu góð mælingartæki til að greina formaldehyd og ekki hefði komið oft til kasta stofnunarinnar vegna þess. NICK NOLTI OEBRA WINGEI tflTNjOHN STEjWKKS ROMAN "DCT SIOKA KALASÉT Ein þeirra mynda frá MGM, sem koma út í dag á vegum JB- myndbanda, Ægisgata eftir sögu John Steinbeck. JB-myndbönd fá einkarétt á dreifingu mynda frá MGM JB MYNDBÖND undirrituðu ný- verið samning við sænska fyrir- tækið Esselte Video AS um einkarétt á dreifingu mvnda frá Metro Goldwyn Mayer á Islandi. Esselte Video AS er hluti stór- samsteypunnar Esselte sem er eitt stærsta útgáfufyrirtæki Norður- landa. Samningurinn nær til bæði nýrra og eldri mynda úr safni MGM. Hann var undirritaður á skrifstof- um Esselte í Stokkhólmi, að við stöddum fulltrúum beggja fyrir- tækjanna, og er framlengjanlegur að fímm árum liðnum. A Islenskt grænmeti á markaðinn NÝTT islenskt grænmeti er nú komið á markað og í lok mánað- arins koma þijár tegundir af islenskum kartöflum í verslan- ir. Á vegum Ágætis, dreifingar- miðstöð' matvæla, er búið að dreifa hvítkáli, blómkáli og róf- um auk kinakáls og íssalats. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsstúlkur hjá Ágæti með sýnishom af nýja íslenska grænmetinu. NAARNER HOME VIDEO væntanlegar Lost in America Hefur þlg langað til að segja yfirmannl þínum til syndanna, skella hurðum og flýja erfið- leikana? Það gerir David Howard deildarstjóri einmitt þegar hann telur sig ekki fá verðskul- daða stöðuhækkun. Rancho De Lnxe Hörkuspennandi nútíma-vestri sem sýnir að vestrið er eins villt nú og áður. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Sam Wat- erston og Elisabeth Ashley. \AARNER HOME VIOEO myndbandaleigur í DAG Krush Groove Ein besta „Rapp“ myndin hingað til. Russel Wright gerþekktr New York og tónlist borgar- innar. Hann langar að stofna eigin plötuút- gáfu og hefur uppi á hæfilelkafólki sem hann telur líklegt að geti orðtð vinsælt. Welcome to L.A. Óþekktur fauti leikur Emily, unga konu, harðlega. Hún leltar aðstoðar hjá Andreu, grannkonu sinni, því hún veit eijki að Andrea er morðóð og kynhverf. Aðalhlutverk: Tali Shire (Rocky III, III, IV) og Ellsabeth Ashley (Rancho De Luxe). Darlings Þegar rokktónlistarhöfundurinn Baker kemur heim til L.A. kemst hann að því að rokkstjarnan Eric Wood er að hljóð- rita lögin hans. Við það misstr hann allan áhuga fyrir tónlist, en snýr sér þess í stað að kvenfólkinu. Krakkarntr eyðileggja fjölskyldubílinn og setja upp gaddavírsgirðingu i garðinum. Þá ákveða þau gömlu að koma grislingunum fyr- ir á „uppeldisstofnun". Þegar krakkarnir komast að því lýsa þau yfir styrjöld á hendur foreldrunum. Allar með íslenskum texta. Spyijið eftir þessum myndum á næstu myndbandaleigu og þið farið ekki ííluferð. Leikið rétta leikinn- Síðumúla 23, 108 Reykjavák S 91 68 62 50 / 68 80 80 -takiðmyndfralEFU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.