Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 t BRYNDÍS JAKOBSDÓTTIR, Framnesvegi 22b, Reykjavfk, varð bráðkvödd hinn 10. júlí og hefur verið jarðsett í kyrrþey, að eigin ósk. Þökkum af alhug samúð okkur sýnda við andlát hennar og útför. Borghildur Jónsdóttir, Jakob Frímannsson, Borghildur Magnúsdóttir, Jakob Magnússon, og fjölskyldur. t Eiginkona mín, móöir okkar og systir, MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR PETERSEN, Jernbane-Alló 39, Vanlese 2720, lést í Danmörku 17. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Ingolf Petersen, Magdalena Gunnarsson, Jóna Schoonover, Lórus G. Jónsson og Ragnheiöur Jónsdóttir. t Eiginmaður minn og faöir okkar, INGÞÓR ÞÓRÐARSON, Sólvöllum, Mosfellssveit, lést aö heimili sínu 21. júlí. Aðalheiður Finnbogadóttir og börn. t Maðurinn minn, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON, Myndakoti, Eyrarbakka, andaöist i sjúkrahúsi Selfoss aöfaranótt 22. júlí. Jarðarförin aug- lýst síðar. Lilja Bjarnadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JAKOBÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, síðast til heimilis að H verf ísgötu 83, Reykjavfk, er andaðist þann 16. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Guðbjörg Benjamfnsdóttir, Þórður Georgsson. t Bróðir okkar, KRISTJÁN SAMÚELSSON, Grænumörk 1, Selfossi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 25. júlí kl. 13.30. Kristfn Samúelsdóttir, Tryggvi Samúelsson. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN H. GUÐMUNDSSON, áðurtil heimilis f Steinagerði 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. júli kl. 15.00. Alfreð Kristjánsson, Valborg Jónsdóttir, Aðalheiöur Kristjánsdóttir, Valgeir Lárusson, Anna Kristjánsdóttir, Helgi Veturliðason, Bjarney Kristjánsdóttir, Örn Helgason, Jónína Kristjánsdóttir, Jón Ásgeir Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hluttekningu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður og tengdaföður, PÁLS GESTSSONAR, stýrímanns, Selvogsgrunni 8. Gunnþóra Jónsdóttlr, Haukur Pálsson, Una B. Bjarnadóttir, Kristín Pálsdóttir, Erlingur Þorsteinsson. Pétur Pétursson — Minning Fæddur 10. mars 1895 Dáinn 14. júlí 1986 Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir við Drottinn; Hæli mitt og háboig, Guð minn er ég trúi á. Sálm. 91.1-2. Hve oft heyrði ég hann pabba fara með þessi vers og mörg önnur er skrifuð eru í uppáhaldsbókinni hans, Biblíunni. Hann var líka iðinn við að kenna okkur krökkunum vers úr sömu bók og láta okkur fara með þau fyrir sig. Hann átti persónulega trú á frelsara sinn, Jesúm Krist, og hikaði aldrei við að játa hana. Nú hefur hann náð markinu sem hann stefndi á að hitta frelsara sinn. Á stundu sem þessari streyma minningamar fram í hugann og minnist ég hvað við vorum góðir t Þökkum auðsýndan vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóöur og ömmu, SALÓME ÓLAFS BJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks og stjórnar Sunnuhlíðar. Kristín Karlsdóttir, Ólaffa Karlsdóttir, Pálmi Ingólfsson, Krístinn Ó. Karísson, Ásta Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendi óg öllum þeim sem sýndu mór samúð og vinsemd við útför KLÖRU PALENZU SIGURÐSSON, Grundargötu 20, Sigluflrði. Sérstakar þakkir sendi óg starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar sem annaðist hana j veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Friðbjörn Ingimarsson. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR Þ. GUÐNADÓTTUR, Kjartansgötu 1. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki á Borg- arspítalanum fyrir veitta hjúkrun. Guðrún Á. Edvardsdóttir, Ragnar Edvardsson, Guöni Þ. Guðmundsson og böm. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MÖRTU JÓNSDÓTTUR, Marbakkabraut 24, Kópavogi. Lilla Stewart, Einar Einarsson, Una Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdafööur og afa, SKÚLA GUÐJÓNSSONAR, Ljótunnarstöðum. Heiðar Skúlason, Bragi Skúlason, Friörikka Hermannsdóttir, Björgvin Skúlason, Guðrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og barnabörn. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. vinir þó nokkuð mörg ár væru á milli okkar. Hann var mjög grand- var og gaspur var ekki að hans skapi. Þó var hann oft kátur og skemmtilegur, átti gott með að sjá spaugilegu hiiðamar á málunum, og lék við okkur krakkana í hávær- um leikjum sem allir höfðu gaman af. Persónuleiki hans var þannig að segði hann okkur eitthvað töldum við heiður okkar að hlýða því. Hann var vel af Guði gerður bæði andlega og líkamlega. Eitt af því sem Guð lét honum ríkulega í té var söng- röddin. Oft stóð hann í eldhúsinu heima og söng, alltaf voru það sálm- ar sem ómuðu um húsið, einn af þeim er svona: En himnesku söngvana syngja þeir einir í sælunnar eilífu byggð. í lausnarans blóði sem hér urðu hreinir og himnanna konungi þjóna af dyggð. Þar gullhörpur óma í Guðs Paradís, -og Guðs englar syngja þar dýrö, lof og prís. Með innilegasta þakklæti fyrir allt. María Þann 14. júlí sl. lést afi minn, Pétur Pétursson. Á slíkri stundu eru orð harla létt í vasa og því nærtækast að sitja hljóður. Heiðursmenn ber þó að kveðja með virktum og skal því líta á eftirfarandi sem örfá kveðjuorð. Afí var heiðursmaður og höfðingi í iund. Fagurgalann og blíðmælin bar hann ekki utan á sér. Var gjam- ari á að láta verkin tala. Honum var annt um velgengni og uppgang afkomenda sinna og studdi þá með ráðum og dáð, án þess þó að vera með óþarfa afskipti af þeirra mál- um. Smiður var afí góður. Skipti þar engu hvort hann fékkst við smíði ieikfanga handa bamaböm- um sínum, byggingu húsa eða gæfusmíðina. En hver er sinnqr gæfu smiður. Við smíðar er ekki síður mikilvægt að kunna að velja sér hráefni en að geta unnið úr því. Einhvem besta efniviðinn f gæfusmíðina hlotnaðist afa er hann gekk að eiga hana ömmu mína, Kristínu Jónsdóttur. Hún er sterk trúuð og hjálpaði honum til krist- innar trúar. Sem kristinn maður var afí virðingarverður í alla staði. Á þeim vettvangi, sem öðmm, var honum tamt að láta verkin tala í stað mikiis málskrúðs. Ekki skyldi þó nokkur ætla að afí hafi verið einhver engill í lifanda lífí, en hann hagaði lffí sínu þannig að enginn sem til þekkir efast um að hann er það núna. Megi réttsýni hans og drenglyndi vera okkur afkomendum hans til eftirbreytni. Blessuð sé minning hans. Amma mín, veri sá með þér sem vanur er. Óli Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað á síðum blaðsins í gær að minningargrein eftir Einar J. Gíslason um Pétur Pétursson birtist aftur. Með réttu hefði sú minningargrein sem hér birtist átt að vera í biaðinu í gær. Morgunblaðið>r biðst. afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.