Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 48
SEGÐU RNARHÓLL PEGAR ÞU FERÐ ÚTAÐ BORÐA ----SÍMI18833-- TÍT TIT íW ^ iW F EURDCARD4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 VERÐ I LAUSASOLU 40 KR. Uppstokkun bankakerfisins til umræðu: Ríkissjóður mun ekki endur- reisa fjárhag Útvegsbankans — segir Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra Bankií Viðey IÐNAÐARBANKINN verður með bankaafgreiðslu í Viðey, á ■> alþjóðlega skátamótinu sem byij- ar 27. júlí og lýkur 3. ágúst. Eftir þvi sem næst verður komist er það i fyrsta sinn sem banki starf- ar í eynni. „Skátahreyfíngin fór þess á leit við okkur að vera með bankaþjón- ustu á mótinu, og tókum við því fúslega" sagðj Vilhjálmur Ólafsson, útibússtjóri. í „útibúinu" í Viðey verður sparisjóður, þar sem skátar geta lagt inn peninga sína á sér- stakar, tímabundnar, bankabækur. Einnig verður gjaldeyrisafgreiðsla fyrir erlenda mótsgesti. Tveir starfsmenn útibúsins í Laugamesi munu sjá um afgreiðsluna í 2-3 Ifc stundir hvem mótsdaganna. V erslunarmiðstöðin i Kringlunni: BYKO kaupir 1600 fermetra á rúmar 60 milljónir Stærsti samningur- inn til þessa Byggingavöruverslun Kópavogs hefur gert samning við Hagkaup um kaup á alls 1600 fermetrum í verslunarmiðstöðinni Kringl- unni. Er hér um að ræða stærsta samning sem gerður hefur verið varðandi aðstöðu i Kringlunni til þessa, en samningurinn hljóðar upp á rúmar 60 milljónir króna. Af þeim 1600 fermetrum, sem BYKO hefur fest kaup á í Kringl- unni er um 1100 fermetrar ætlaðir undir verslun en um 500 fermetrar í sameiginleg svæði, götu og torg. Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri byggingarinnar í Kringlunni, sagði í samtali við Morgunblaðið að sala á aðstöðu í húsinu hefði gengið vel og ýmsir nýir aðilar bæst við nú að undan- fomu. Má þar meðal annars nefna Flugleiðir, sem fest hafa kaup á um 120 fermetrum, Sævar Karl klæðskera með 250 fermetra og skóverslunina Skæði með 250 fer- metra. ÞEIR TVEIR valkostir sem til greina munu koma varðandi end- urskipulagningu bankakerfisins og samruna banka, eru sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins þeir að annars vegar verði stofnaður geysilega öflugur banki, með samruna Útvegs- bankans, Búnaðarbankans, eins eða tveggja einkabanka og ein- hverra sparisjóða, og hins vegar sá, að Útvegsbankinn verði seld- ur, eins og hann liggur fyrir nú. Matthías Bjarnason, bankaráð- herra reifaði þessa tvo valkosti á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins sl. föstudag. Heimildir Morgunblaðsins herma að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telji fyrri kostinn vissulega æskileg- an, en þeir munu þó flestir vera sammála um að hann sé með öllu óframkvæmanlegur á þessu stigi. Benda menn á andstöðu' stjómenda Búnaðarbankans við slíkan sam- runa, svo og að einkabankamir muni væntanlega hafa takmarkað- an áhuga á að koma inn í slíka samsteypu, nema þeir nái þar meiri- hluta. Það sé hins vegar ólíklegt að einkabankarnir ráði við að ná meirihluta í slíkri samsteypu. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra var í gær spurður hvort til greina kæmi að fjárhagur Útvegs- bankans yrði endurreistur með beinu framlagi ríkissjóðs, þar sem þeir valkostir sem bankaráðherra hefur kynnt, virðast báðir illfram- kvæmanlegir: „Það kemur ekki til greina að það verði lagt inn nýtt eigið fé í Útvegsbankann, til þess að endurreisa hann. Það verða að eiga sér stað skipulagsbreytingar og nýtt eigið fé inn í bankakerfið verður að koma frá því sjálfu eða frá atvinnulífínu," sagði íjármála- ráðherra. Hann bætti við: „Ríkis- sjóður mun ekki gera það.“ Aðspurður hvers vegna hann væri svo ákveðinn í þeirri afstöðu, að ríkissjóður kæmi ekki Útvegs- bankanum til aðstoðar, sagði fjármálaráðherra: „Astæður þessa, eru fyrst og fremst tvær. í fyrsta lagi tel ég ekki vera neina ástæðu til þess að styrkja ríkisbankakerfið frekar. Eg tel vera mikilvægt við þessar aðstæður, að reyna að efla einkabankakerfíð. í öðru lagi tel ég það algjörlega óverjandi að ríkis- sjóður leggi á nýja skatta, til þess að standa undir slíkum framlögum til Útvegsbankans." Þýskur hrossa- ræktandi; Vill fá 26 vetra íslensk- an stóðhest ÞÝSKUR maður sem ræktar íslenska hesta { heimalandi sínu, hefur lýst áhuga sínum á að fá til Þýskalands stóðhestinn Hrafn 583 frá Arnanesi sem nú er orð- inn 26 vetra gamall. Telur hann Hrafn vera einn besta stóðhest sem ísland hefur alið. Ef hann fær hestinn mun hann ekki verða notaður til undaneldis heldur á hann að vera nokkurs kon- ar tákn fyrir ræktun hans á homfírskum hrossum þar ytra, en Hrafn er homfirskrar ættar. Ekki er vitað til að nokkur stóð- hestur hafí enst svo lengi sem Hrafn en sá sem kemst næst honum er Sörli 168 frá Svaðastöðum en haftn var 25 vetra síðast þegar hann fylj- aði hryssur. í vor fæddust að minnsta kosti 10 folöld undan Hrafni og nú er hann með um tíu hryssur hjá sér í girðingu í Borgarfirði. Sjá nánar á bls. 28. Menntamálaráðherra: Allar íþróttalýsingar framvegis á íslensku Ný reglngerð um Ríkisútvarpið væntanleg „RÍKISÚTVARPIÐ mun ekki njóta neinna fríðinda varðandi islenskt mál og það gildir um alla þætti, þar á meðal íþróttalýsing- ar“, sagði Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, en á næstu dögum verður gefin út ný reglugerð um Ríkisútvarpið, sem unn- ið hefur verið að á vegum menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðherra sagði að viða þeirrar stofnunar og inn í gamla reglugerðin um Ríkisút- varpið hefði verið til endurskoðun- ar í ráðuneytinu að undanfömu. „Nýja reglugerðin mun taka til allra þátta ríkisútvarpsins og inn- þá reglugerð koma sömu ákvæði varðandi þýðingar á erlendum sjónvarpsþáttum og voru í reglu- gerðinni frá því í janúar," sagði Sverrir ennfremur. „Sjónvarpið mun þar ekki njóta neinna fríðinda umfram aðra, það er alveg í gadda slegið. Það verða engin sér leyfí fyrir þá að haga sér öðmvísi varðandi meðferð tungunnar heldur en öðrum Qöl- miðlum er gert og að sjálfsögðu gildir það um íþróttaiýsingar eins og annað efni", sagði mennta- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.