Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Eldur í Arn- ari HU í skipasmíða- stöð í Hull Snarræði vélstjóra skips- ins talið hafa komið í veg fyrir verulegt fjón Skagaströnd. ELDUR kom upp í skuttogaran- um Amari frá Skagaströnd, er unnið var að endurbótum á skip- inu í Englandi. Fyrir snarræði vélstjóra skipsins, Ernst Karls- sonar, sem slökkti eldinn, er talið að stórtjóni á skipinu hafi verið forðað. Skuttogarinn Amar HU 1 frá Skagaströnd er nú í viðgerð og endumýjun í skipasmíðastöð í Hull í Englandi. Á mánudag, þegar unn- ið var að endurbótum í þröngu holrúmi undir brúargólfinu, kvikn- aði skyndilega í einangrun, sem þar er. Þetta gerðist þrátt fyrir að maður var inni í hólfinu með slökkvitæki meðan annar var að sjóða í gólfíð fyrir ofan. Þegar eld- urinn braust út forðaði maðurinn í hólfinu sér hið snarasta út og hljóp frá. Fyrir tilviljun átti yfírvélstjóri Amars, Emst Karlsson, leið hjá og mætti manninum. Emst var fljótur að átta sig, hljóp til, setti á sig reykköfunartæki og skreið inn í hólfið þar sem eldurinn var. Nokkur augnablik tók að finna eldinn, þar sem reykurinn var orðinn svo þykk- ur. Síðan réð Emst niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum. Fullyrða má, að með snarræði sínu hafi Emst komið í veg fyrir stórtjón á Arnari. Skemmdir urðu minni en á horfðist af eldinum, en þó eyðilögðust viðkvæm tæki, sem em í holrúminu og nokkrar skemmdir urðu af sóti og reyk í íbúðum og matsal skipveija. Emst fékk væga reykeitrun og var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara þaðan fljótlega. Þess má að lokum geta, að Skag- strendingur hf, sem á Amar, hélt öiyggismálanámskeið um síðustu áramót fyrir starfsmenn sína. Á námskeiðinu var meðal annars farið ítarlega í reykköfun með áhöfnum skipa fyrirtækisins. -ÓB Þessir fjórir ungu piltar, Haraldur Þórðarson, Bárður Jóhannesson, Tryggvi Pétursson og Gunnar Þór Jóhannesson, gáfu sér varla tíma til að líta upp frá veiðunum þegar ljósmyndara Morgunbiaðsins bar að garði í gær. Veiða lax og síld við Gullinbrú VIÐ GULLINBRÚ í Grafarvogi í Reykjavík er mikið að gerast á kvöldin þessa dagana. Þar hafa sést allt að 100 veiðimenn, flestir ungir að árum, allir önnum kafnir við að krækja sér í ufsa, sild og jafnvel lax. „Það eru þama heilu torfumar af síld, það var einn kominn með fullan háf þegar ég var að veiða í gærkvöldi," sagði Bjarg- mundur Grímsson, einn veiðimannanna en hann veiddi einmitt 12 punda lax á sunnudaginn. Laxinn virðist villast inn í voginn úr Elliðaánum en mest er um ufsa og síld. Loðnuverð um 22% lægra en við upphaf veiða í fyrra LOÐNUVERÐ var ákveðið í gær 1.900 krónur fyrir hveija lest miðað við 16% innihald fitu og 15% af fitufríu þurrefni. Heildar- verð nú gæti orðið 2.145 krónur og verð til skipta 1.500 miðað Votviðrasamt næstu daga SPÁIN er mjög ótrygg næstu daga sagði Magnús Jónsson veðurfræð- ingur þegar Morgunblaðið leitaði hjá honum frétta af veðrinu næstu daga. Samt er útlit fyrir að þungbúið og votviðrasamt verði á landinu fram á föstudag. í dag er gert ráð fyrir sunnan og suðaustan átt um allt land, nema að það gæti orðið norðaustanátt á Vestfjörðum. Það verður skýjað um land allt, súld og rigning sunnan- lands og vestan, en hætt við skúrum fyrir austan. Svipað veður verður líklega á fimmtudag, en áttin gæti orðið breytileg, þar sem lægð verður yfír landinu. Á föstudag er gert ráð fyrir austlægri átt um land allt, rigningu sunnanlands og austan, en þurru norðan- og norðvestan- lands. Það er nú hlýtt loft yfir landinu þótt ekki sé það tiltakanlega hlýtt í súldinni, sagði Magnús. við að innihald fitu og þurrefnis sé það sama og við upphaf síðustu vertíðar. Meðalverð í ágústmánuði í fyrra til ákveðins skips var 2.600 krónur og 1.930 til skipta. Lækkunin er um 22% milli áranna. Mestu máli nú skipt- ir að verð fyrir fituinnihald er mun lægra en í fyrra og hefur lækkað hlutfallslega meira en verð á lýsi. Verð fyrir þurrefni er hins vegar svipað. Við ákvörðun verðsins nú varð niðurstaðan að verð skyldi hækka eða lækka um 50 krónur fyrir hvert 1% sem fítuinnihald breyttist um og um 130 krónur fyrir breytingar á innihaldi þurrefnis. Við upphaf vertíðar í fyrra breyttist verðið um 123 krónur vegna hvers 1% af fitu- innihaldi, þegar teknar eru með í dæmið yfirborganir, greiðslur úr Er hálf sár yí'ir lágn loðnuverði — segir Magnús Þorvaldsson, skipsijóri á Gísla Árna „ÞAÐ ER ekki laust við að maður sé hálf sár yfir lágu hráefnis- verði á vertíðinni. Maður var farinn að hlakka til að byija, enda líkur á miklum afla. Við sjáum til hver gangurinn verður í þessu næstu túrana og hættum, gangi dæmið ekki upp,“ sagði Magnús Þorvaldsson, skipstjóri á Gísla Árna RE, í talstöðvarspjalli við Morgunblaðið f gær. Hann var þá á leið til Raufarhafnar með 640 tonn úr fyrsta túr vertíðarinnar. Magnús sagði, að um leið og en nægur tfmi væri til að ná kvót- verð hækkaði erlendis, færu þeir í siglingar, svo fremi, sem verðið yrði nægilega miklu hærra en hér. Það skipti ekki máli, þó lang- ur tími færi í siglingar, því meira anum, sem til að byija með væri 13.000 tonn. í fyrra hefði endan- legur kvóti verið rúm 19.000 tonn. Hins vegar væru þeir á Gísla Áma svo þjóðræknir, að þeir lönd- uðu heima til að halda atvinnu í landinu, gæfi verðið tilefni til sómasamlegrar afkomu. Aðspurður um veiði sagði Magnús, að hann gæti ekki sagt til um hvort mikið væri af loðnu á þessum slóðum. Þeir hefðu tek- ið fullfermi á Iitlum bletti, að mestu í tveimur góðum köstum og ekki fundið loðnu annars stað- ar, enda lítið leitað. Veður hefði verið gott og siglingin til Raufar- hafnar tæki um 22 tíma. sjóðakerfinu og kostnaðarhlutdeild. Breytingar vegna þurrefnis miðuð- ust við 132 krónur með sama hætti. Miðað við 22,7% innhalds fitu og 14,3% innihalds þurrefnis, sem var meðaltal hjá einu skipi í ágúst í fyrra, verður verðið nú 1.500 krónur til skipta og 2.145 til út- gerðar, en var í fyrra 1.930 og 2.600. Verðið nú gildir til 30. septem- ber, en er uppsegjanlegt með viku fyrirvara frá og með 15. septem- ber. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og seljenda gegn atkvæðum kaupenda. Fulltrú- ar seljenda voru Óskar Vigfússon og Sveinn Hjörtur Hjartarson. Full- trúar seljenda voru Jónas Jónsson og Vilhjálmur Ingvarsson og létu þeir bóka, að þeir væru algjörlega mótfallnir þessari verðákvörðun við núverandi markaðsaðstæður. Bolli Þór Bollason, aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar var oddamaður. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið, að á fyrri fundum hefði verið talað um lægra verð en ákveðið hefði verið. Á fundi yfimefndar í gær hefði hins vegar verið ljóst, að verksmiðjan í Krossanesi hefði boð- ið 1.900 krónur og Síldarverksmiðj- ur ríkisins boðið jafnhátt verð og aðrir væru tilbúnir til að borga. Þar sem þessar verksmiðjur virtust treysta sér til að greiða þetta verð, hefði hann ekki séð ástæðu til að leggjast gegn því. Tvö loðnuskip tilkynntu um afla í gær. Gísli Ámi var með um 640 lestir og Súlan með 810. Gísli Ámi fór til Raufarhafnar en Súlan til Krossaness. Leyft að veiða 7 00 hreindýr Menntamálaráðuneytið hefui sent frá sér reglugerð um hrein dýraveiðar árið 1986. Heimilt ei að veiða allt að 700 dýr í Norður Þingeyjarsýslu, Múlasýslum og Austur-Skaftafellsýslu á tímabil inu 1. ágúst til 15. septembei 1986. Ráðuneytið getur leyft hrein dýraveiðar á öðmm áretíma, ei sérstakar ástæður mæla með því að höfðu samráði við þá hreindýra- eftirlitsmenn sem hlut eiga að máli. 58,70 krónur fyrir þorskinn í Grimsby VERÐ fyrir ferskan fisk í Hull og Grimsby hefur verið þokkalegt í upphafi vikunnar. Eitt skip seldi á þriðjudag og fékk 56,04 krónur í meðalverð og meðalverð fyrir gámafiskinn var 56,52 á mánudag. Bessi ÍS seldi 155 lestir f Grims- 45 krónur kílóið. by. Heildarverð var 8.725.000 Á mánudag var seld 241 lest úr krónur, meðalverð 56,04. 133 lestir gámum í Hull og Grimsby. Meðal- aflans var þorekur, sem fór að jafn- verð á kíló var 56,52 krónur. Hæst aði á 58,70 hvert kíló. 13 lestir af verð fékkst fyrir lúðu og sólkola, aflanum var grálúða, sem seldist á tæpar 69 krónur á kílóið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.