Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 25 Á gafli hússins hefur þessum skildi veríð komið fyrír. Enn kunna íslendingar að meta þetta hús. Svið eru reglulega á boðstólum. Þessi kjammi var etinn 17. júní. leiti í Jónshús til að fá upplýsingar, ekki síst þegar það er nýflutt hing- að út. Stundum fáum við líka upphringingar að heiman frá fólki sem er að hugsa um að flytja út og vantar einhvetjar upplýsingar. Oftast nær er fólk að spyrja hvern- ig það eigi að snúa sér í kerfínu og sem betur fer get ég í flestum tilfellum liðsinnt því. En það kemur fyrir að fólk gerir ekki greinarmun á mér og Jónshúsi, gengur að því vísu að ég sé í borginni til þess að veita upplýsingar hvar og hvenær sem er. Því liggur við að ég þurfi að hafa leynilegt símanúmer." — En ertu ekki farin að þekkja obbann af íslendingunum í Kaup- mannahöfn f gegnum starfíð? „Ég kannast við mjög marga. Ég er ákaflega mikil félagsvera og get hvergi hugsað mér að vinna annars staðar en innan um margt fólk, þannig að þessi vinna hæfír mér vel. í gegnum hana hef ég kynnst ógrynni af fólki sem ég hefði aldrei kynnst að öðrum kosti. Þetta er stóri plúsinn við Jónshús, að kynnast svona mörgu fólki og margvíslegum lífsviðhorfum, hug- sjónum og draumum þess. Auðvitað verð ég stundum þreytt á þessari mannmergð, en það vegur upp á móti að ég hef eignast hér marga góða vini sem aldrei munu hverfa úr mínu lífi. Prestshjónin hafa verið mjög dugleg við að leita uppi gamla ís- lendinga hér f Kaupmannahöfn, fólk sem var að mestu gleymt, og í gegnum þeirra starf hef ég kynnst mörgu yndislegu gömlu fólki sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Það er ótrúlega mikið af gömlum íslendingum hér í borginni.“ Fáir í soliinum í gegnum aldirnar og allt fram á þennan dag hefur það loðað við Kaupmannahöfn að hún væri mikill sollur. Begga segir það hins vegar vera liðna tíð að landinn sæki í þennan soll. „Það er eitt og eitt til- felli á hvetju ári. Hér verður enginn íslendingur að aumingja. Þeir sem hafa sokkið hafa verið veikir fyrir, nokkurs konar taparar. Þegar illa fer fyrir þeim löndum okkar lendir mest á sendiráðinu og sr. Ágústi að hjálpa þeim.“ En Kaupmannahöfn hefur ekki bara haft orð á sér fyrir að vera sollur. Hún hefur líka verið lista- mannanýlenda. Þangað hafa margir íslenskir listamenn leitað gegnum aldirnar og að sögn Beggu gera þeir það enn. „Það er töluvert af listamönnum hér,“ segir hún, „myndlistarmönnum, tónlistarfólki, leikurum og fólki sem er að skrifa, enda möguleikarnir margir hér í borg. Svo fáum við oft listamenn í fræðimannsíbúðina." Beggu fínnst andinn meðal ís- lendinga í Höfn góður, þeir séu miklu jákvæðari en heima og haldi fast saman. Aftur á móti skiptist þeir í tvo hópa, annars vegar náms- menn, sem fari flestir heim að námi loknu og hins vegar þá sem séu fastbúsettir í borginni og eiga kannski danska fjölskyldu. Þessa stóru hópa segir hún svo aftur skiptast niður í minni klíkur. En allt þetta fólk telur Begga þó eiga það sameiginlegt að sakna einhvers að heiman. „Landslagið og loftslag- ið er svo allt öðruvísi hér. Ég sakna til dæmis fjallanna, vatnsins og sundlauganna mjög mikið, og auð- vitað hinna björtu sumamátta." — Þrífstu samt vel hér? „Já, Kaupmannahöfn er yndisleg borg, afslöppuð og manneskjuleg og hér líður mér miklu betur en heima. Hér er maður ekki í þessu sífellda kapphlaupi við að eignast hluti eins og heima, nýtur þess frek- ar að vera til. Svo hefur mér lærst að vera ekki eins dómhörð og for- dómafull, en það fínnst mér okkur íslendingum hætta til að vera.“ — Einhverjar áætlanir um að flytja heim? „Einhvem tíma geri ég það en ekki í nánustu framtíð. Ég er kenn- ari að mennt, á ekki íbúð heima og tel mig því ekki hafa efni á að flytja heim.“ Þeir sem leggja leið sína í Jóns- hús koma því til með að geta heilsað upp á Beggu enn um sinn. Þeim sem hyggjast sækja Kaupmanna- höfn heim í sumar skal bent á að Jónshús er opið alla virka daga nema þriðjudaga frá 17 til 22 og frá 14 til 20 um helgar, nema ann- að sé auglýst. Síminn er 137997. Grein og myndir: Rúnar Helgi Vignisson, Kaupmannahöfn AF ERLENDUM VETTVANGI Bandaríkin: eftir KRISTJÁN JÓNSSON Upptök eiturlyfjavandans sunnan landamæranna Bandarísku herliði og vopnuðum þyrlum er nú beitt í barátt- unni gegn eiturlyfjaframleiðslu í frumskógum Bólivíu, þar sem stór hluti þess kókaíns, er lendir á bandarískum markaði, á uppr- una sinn. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískt herlið er notað í eiturlyfjastríðinu utan Bandaríkjanna. Estenssoro Bólivíuforseti hefur veríð gagnrýndur af stjórnarandstæðingum fyrir að bijóta gegn stjóniarskránni með þvi að leyfa erlendu herliði að athafna sig í landinu, en forsetinn hyggst fara sinu fram og segir banda- rísku hermennina aðeins munu veita lögreglu landsins tæknilega aðstoð. Samkvæmt yfirlýsingum bóliviskra ráðamanna beinast aðgerðirnar núna gegn kókaínframleiðslunni sjálfrí og dreifingu hennar til annarra landa, en ekki gegn kókaekrunum, slíkt sé óframkvæmanlegt. Einnig sé í bili útilokað að koma í veg fyrir flótta fjölda kókaínbraskara úr landi, þvi siður að koma höndum yfir raunverulega yfirstjórnendur starfseminnar. Bólivía mun hafa lægstar þjóð- artekjur allra ríkja Suður- Ameríku. Samkvæmt upplýsing- um Estenssoros forseta eru tekjur landsmanna af kókaínsölunni áætlaðar um 600 milljónir Banda- ríkjadala á ári, en allar útflutn- ingstekjur landsins um 1.100 milljónir dala. Meirihluti kókaín- teknanna er lagður inn á banka- reikninga í Bandaríkjunum, Sviss og víðar, reikninga í eigu höfuð- paura eiturlyfjasölunnar, sem oft eru búsettir utan Bólivíu. Áður fyrr hafði Bólivía einkum tekjur af útflutningi á tini og jarðgasi, en verðfall undanfarinna ára á þessari framleiðslu olli mikl- um efnahagsvandræðum í landinu, óðaverðbólgu og atvinnu- leysi. Estenssoro forseti tók við völdum fyrir ári og hefúr tekist að kveða verðbólguna i kútinn. Harðar efnahagsráðstafanir hans hafa hins vegar knúið enn fleiri til að sjá sér farborða með störfum við kókaínvinnsluna. Smábændur, sem ella yrðu að svelta, komast í álnir með því að rækta og þurrka blöð kóka-runnans. Á stórum bú- görðum, oft langt frá alfaraleið, eru síðan „verksmiðjur", þar sem blaðamylsnunni er breytt í kók- aínsúlfat. Súlfatinu er síðan flogið til staða utan Bólivíu og unnið úr j)ví hvitt duft, kókaín. I verksmiðjunum vinna oft böm við að traðka á kókalaufum, sem leyst eru upp í keijum, fullum af sýruupplausn og steinolíu. Eftir fáeina mánuði við þessi störf em bömin stórsködduð á fótunum og auk þess orðin háð kóka-sígarett- um, sem þau eiga greiðan aðgang að. Yfirvöld telja, að minnst 80 þúsund eiturlyfjaneytendur séu nú í landinu. Auk þess valda kók- aíntekjumar peningaþenslu í þeim héruðum, þar sem umsvifin eru mest og torvelda að þvi leyti bar- áttu stjómvalda við að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Hagsmunabarátta Síðastliðin þijú ár hefur ríkis- stjomin i orði kveðnu haft samvinnu við bandarísk yfirvöld um að stemma stigu við eiturlyfja- framleiðslunni. Arangur hefur verið lítill. Fáeinir lögreglumenn hafa þó verið handteknir fyrir spillingu, tengda eiturlyfjum. Mikilvægara er, að komið hefur verið á laggimar sérstökum eitur- iyfjasveitum lögregiunnar, svo- kölluðum „Hlébörðum", alls um 650 manns. Eru þeir þjálfaðir og kostaðir af Bandarfkjamönnum og sendir inn í frumskógana til að finna og eyðileggja kókaín- verksmiðjumar. Bandarísku hermennimir, sem nú hafa verið sendir til landsins, eiga að aðstoða þessar sveitir, en mega ekki nota vopn nema í sjálfsvöm. Þar sem nær hálf milljón Bólivíumanna (af 6,4 milljónum íbúa landsins) lifir beint og óbeint á eiturlyQasölunni, hefur „Hlé- börðunum" fram til þessa orðið lítt ágengt; bændur hafa jafnvel gert aðsúg að þeim og haldið þeim föngnum svo dögum skiptir. Enn fremur hafa verið á kreiki þrálát- ar sögusagnir um hlutdeild háttsettra embættismanna í-kók- aínviðskiptunum. Stjómendur verksmiðjanna í frumskógunum hafa oftast fengið viðvörun í tæka tíð, áður en lögreglusveitimar réð- ust til atlögu. Aukin áhersla á eiturlyfjavand- ann og yfirlýsing Reagans Bandaríkjaforseta á þessu ári, þar sem eiturlyfjaverslunin er sögð „ögnun við öiyggi ríkisins", hefur gert mögulegt að nota hermenn í baráttunni við eiturlyfín. Við- brögðin við aðstoð bandarísku hermannanna I Bólivíu, en þeir eru um 140 talsins, hafa verið hverfandi lítil utan Bólivíu sjálfr- ar. Þetta er athyglisvert, þar sem andstaða við bandaríska íhlutun af öllu tagi er yfirleitt mjög hörð í löndum Rómönsku-Ameríku. Mögulegt er, að fullyrðingar ráða- manna beggja viðkomandi ríkja um takmarkað hlutverk Banda- ríkjamannanna í aðgerðunum hafi haft áhrif, en auk þess má benda á, að mörg nágrannaríki Bólivíu eiga við sama vandamál að stríða. Aukning eiturlyfjasölunnar frá Bólivíu undanfarin ár hefur verið óhemju hröð og telja sumir, að takist ekki að stöðva þá þróun strax, muni eiturlyfjasalar ein- faldlega taka völdin í landinu. Árið 1980 fjármögnuðu kókaín- salar stjómarbyltingu herforingja og liggur einn byltingarmanna nú undir ákæm um kókaínsölu í Miami í Bandaríkjunum. Þvingnð samvinna? í Kólumbíu er eiturlyfjafram- leiðslan orðin slík, að helstu forkólfar hennar hafa boðist til að greiða erlendar skuldir ríkis- ins, en þær nema alls 12,5 millj- örðum Bandaríkjadala! í staðinn vildu þeir loforð stjómvalda um, að þeir yrðu ekki ákærðir fyrir starfsemi sína. Meginhluti alls heróíns, sem bersttil Bandaríkjanna, kemurfrá Mexíkó. Fram til þessa hafa Mexíkómenn sagt, að Bandaríkja- menn yrðu sjálfír að spoma við sölu og dreifingu eiturlyfjanna í eigin landi, en þetta viðhorf er að breytast, þótt hægt fari. Síðustu ár hefur misnotkun eitur- lyfja farið vaxandi í Mexíkó, þótt vandamálið sé langtum minna en í Bandaríkjunum. De la Madrid, forseti Mexíkó, hefur nú kallað saman láðstefnu amerískra lög- reglumanna, er fást við eiturlyfja- vandann. Sífellt fleiri telja nána samvinnu ríkja álfunnar eina raunhæfa úrræðið. í grein eftir Edward Koch, borgarstjóra New York, sem ný- lega birtist í The New York Times , leggur hann fram tillögur sínar varðandi eiturlyfjavandann og hvetur m.a. til þess, að íjárhags- aðstoð Bandaríkjamanna við önnur ríki verði bundin því skil- yrði, að viðkomandi ríkisstjómir stöðvi eiturlyQaflóðið til Banda- ríkjanna. í þessu sambandi má minnast þess, að á síðasta ári minnkaði Bandaríkjastjóm fjár- hagsaðstoð við Bólivíu, er f ljós kom, að Bólivíustjóm hafði ekki staðið við loforð um að eyðileggja 10.000 kókarunnaekrur. Heimildin The New York Times, News- week, The Economist, AP. Bóliviskur lögregliunaður eyðileggur kókaínduft, sem fundist hefur á búgarði i eigu eiturlyfjabraskara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.