Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 - + AFANGASTAÐURÍ Bráður Breiða- — eftir Sigurð Sigurðarson Vesturhluti landsins vekur jafnan athygli þess sem skoðar landakort. í vestur benda Reykjanesskaginn og Snæfellsnes og Vestfjarðakjálkinn rekur horn í sömu átt. Breiðafjörður og Faxaflói eru undarlega líkir, ef grannt er skoðað, en þó skilur á milli að fáar eyjar eru á þeim síðarnefnda, en hins vegar er gnótt þeirra á Breiðafirði. Breiðfírsku eyjarnar eru ákaflega forvitnilegar og ekki þarf neinum að vera neitt umhugað um ferðaþjónustu til að fá þá hugmynd, að þarna geti verið mikið aðdráttar- afl fyrir útlenda sem innlenda ferðamenn. Fátt er fegurra á sumarkvöldum en lygn Breiðafjörður þegar sólin er að setjast handan við Barðaströndina og eyjar og fjöll loga í geislum hennar. Þá getur Breiðafjörðurinn aldeilis hvesst sig illilega og veitt sæfarendum óblíða ferð. Ægir konungur hefur heimt margan Breiðfirðinginn til sín frá upphafi íslandsbyggð- ar. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson fæddist í Skógum í Þorskafirði í Barðastrandarsýslu, en Þorskafjörður er inn af Breiðafirði. Matthías kvað um annað skáld og Breið- firðing í löngu ljóði: Það var hann Eggert Ólafsson frá unnarjónum hann stökk og niður í bráðan Breiðafjörð í brúðarörmum sökk. Eggert fæddist í Svefn- eyjum á Breiðafirði 1726 og fórst í Breiða- firði 1768 ásamt konu sinni, og voru þau að koma frá brúðkaupi sínu, sem hald- ið hafði verið í Sauðlauksdal í Patreksfirði. Fleiri skáld mætti nefna, sem eiga uppruna sinn að rekja til Breiðafjarðar og sveitanna í kringum fjörðinn t.d. Sigurð Breið- fjörð, sem orti svo dýrt: Hreiðrum ganga fuglar frá, flökta um dranga bjarga, sólar vanga syngja hjá sálma langa og marga. I þessari grein verður stuttlega sagt frá Breiðafirði og þá sérstak- lega eyjunum. Segja má að Stykkishólmur, sem stendur yst á hinu forna Þórsnesi, sé hlið Breiðafjarðar. Stykkishólm- ur er mikill ferðamannabær. Þangað eru fastar áætlunarferðir á vegum Arnarflugs og sérleyfisbif- reiða Helga Péturssonar hf. Stykk- ishólmur er heimahöfn flóabátsins Baldurs, sem er með reglulegar áætlunarferðir yfir Breiðafjörð, frá Stykkishólmi og yfir á Brjánslæk með viðkomu í Flatey. Baldur getur tekið bíla í lest. Hólmarar bjóða ferðamönnum upp á ferðir um Breiðafjörð í opnum og lokuðum hraðbátum. Hvað eru eyjarnar margar? Eyjarnar á Breiðafirði eru sagðar óteljandi. Margir hafa reynt að koma tölu á þær, en fáum ber sam- an um útkomuna. Eftir því sem kunnugir segja, gerir það stærsta muninn, að menn eru ekki alveg sammála um hvað skuli telja eyju, hvað klett og hvað sker. Einn af gleggstu Breiðfirðingum, sem enn lifir og þekkir til fornra hátta, Berg- sveinn Skúlason, taldi eitt skipti eyjarnar á Breiðafirði og naut til þess aðstoðar staðkunnugra manna og gjarnan þeirra sem síðast bjuggu á þeim eyjum, sem nú eru í eyði. í bók sinni Hrannarek segist Bergsveinn hafa sett sér og aðstoð- armönnum sínum eina reglu, við eyjatalninguna, en hún er svona: „Sjálfstæða eyju tel ég hvert eyland, smáhólma, klett og flögu, sem sjór fellur umhverfís um stór- straumsflæðar (meðalflæði við venjuleg veðurskilyrði), aðeins ef sjór slítur graslendið á milli þeirra og meginlandsins næst eyju, hólma eða flögu. Gróið land á eyjunni þarf ekki að vera annað eða meira en nokkrir meltoppar eða ýlustrá, sama hvort nokkrar nytjar eru af þeim gróðri eður ei." Bergsveini telst svo til að eyjarn- ar á Breiðafirði séu um 2.850 til Elliðaey, ein fallegasta eyjan í Breiðafirði. 2.900 og með góðum vilja mætti fjölga eyjunum upp í 3.000. Hærra mun þó vart verða komist með þær. Af þessum eyjum eru í Snæfells- sýslu, þ.e. þeim hluta hennar sem liggur að Breiðafírði, sem næst 700 eyjar, í Dalasýslu 690 eyjar, og er það líklega vantalið, og Barða- strandarsýslu tilheyra 1.482 eyjar. Samtals er þetta 2.872 eyjar. Eysælasta jörðin í firðinum er Hvallátur í Flateyjarhreppi. Undir hana liggja 242 eyjar, eða tæpur helmingur eyjanna í hreppnum. Flokkun eyja og skerja Eyjum skiptu Breiðfirðingar í nokkra flokka. Hér er stuðst við lýsingu Bergsveins Skúlasonar í bók hans Hrannarek: Eyjar: Stærsta flokkinn skipa hinar venjulegu eyjar. Enginn ágreiningur er um hvað tilheyri þessum flokki. Þær eru þó mjög misjafnar að stærð og lögun. Hólmar: Þeir ganga næst eyjum að stærð. Flaga: Munurinn á hólma og flögu er ekki stærð eða flatarmál heldur lögun. Flagan er í flestum tilfellum mun lægri en hólminn. Klettar: Þeir eru fjölmargir í Breiðafjarðareyjum. Þeir eru ekki allir gróðurlausir og má telja nokkra Sty k kishól mu r, kauptúnið á norðanverðu Þórsnesi. Næst landi er Súgandisey, en Stykki heitir skerið sem bryggjan er byggð út á. Fjær er Þóris- hólmi. þeirra tii eyja og hefur það löngum verið gert. Sker: Sker er sá flokkur sem er hvað þunnskipaðastur, þó þau skipti nokkrum tugum. Skerjum skiptu menn í flokka hér áður fyrr. Helstu flokkarnir samkvæmt breiðfiskri málvenju eru þessir. Klettur er hæsta tegund skerja. Hann fer ekki í kaf um venjulegar stórstraumsflæðar. Boði er ein tegund skerja. Hann er oftast langur eða mjór. Þegar hann er hringlaga eða hnattlaga er hann oftast nefndur hnöttótti boðinn. Venjulega er boðinn aðeins vaxinn slýi, sölvum eða hrúðurkörl- um. Þeir standa oftast fjarri öðrum og eru þá skerja hættulegastir. Ef þeir standa saman með skömmu millibili eru þeir oftast nefndir hleinar. Þó er venjulega talað um hleina við eyjar eða annað þurrlendi. Hnúa er samskonar tegund skerja og boðinn, nema hvað hún er ævinlega minni. Hlein eru boðar nefndir sem standa nálægt hverjum öðrum. Tangi (Bergsveinn lýsir honum ekki nánar). Flúra er lág tegund skerja sem kemur upp úr sjó um venjulegar stórstraumsfjörur. Ummál hennar er venjulega lítið. Oftast er hún vaxin þangi, sölvum eða slýi. Grunn er lægst og kemur ekki úr m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.