Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Per-Anders Emne, tvítugnr Svii, sést hér stökkva út af lóðréttum hamri, Trollveggen, í Noregi. Litlu munaði að illa tækist til, þar sem fallhlif hans opnaðist of seint og stökkvarinn barst of nálægt berg- inu. Emne slapp lifandi frá stökkinu, en á tveim árum hafa fjórir látið lifið við hamarinn og hefur norska stjórnin nú bannað fleiri stökk. Bannið tekur gildi i næstu viku. Meissner-málið: Verður V-þýskum niósnara sleppt? Bonn, AP. VESTUR-ÞÝSKA blaðið Die Welt skýrði frá því á þriðjudag, að Austur-Þjóðveijar hefðu full- Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 17 lóttskýjað Amsterdam 13 18 rigning Aþena 23 31 heiðskfrt Barceiona 26 heiðskfrt Berlín 12 25 skýjað Briissel 10 21 skýjað Chicago 18 29 skýjað Dublin 11 18 skýjað Feneyjar 25 léttskýjað Frankfurt 15 26 skýjað Genf 11 25 heiðskírt Helsinkl 16 24 rigning Hong Kong 25 30 heiðskfrt Jerúsalem 19 32 skýjað Kaupmannah. 12 21 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 21 34 heiðskfrt London 14 20 heiðskfrt Los Angeles 13 26 skýjað Lúxemborg 23 hálfskýjað Malaga 28 skýjað Mallorca 27 skýjað Miami 26 33 rigning Montreal 14 23 skýjað Moskva 16 26 skýjað NewYork 24 32 heiðskírt Osló 13 21 skýjað Paris 16 27 skýjað Peking 22 33 heiðskfrt Reykjavlk 13 skýjað Ríó de Janeiro 15 31 skýjað Rómaborg 14 28 rigning Stokkhólmur 15 21 heiðskirt Sydney 9 16 skýjað vissað vestur-þýsk stjórnvöld um að a.m.k einum vestrænum njósn- ara yrði sleppt vestur yfir járntjald í skiptum fyrir austur- þýska njósnarann Herbert Meissner, sem fékk að snúa heim á mánudag. Blaðið skýrði frá því í forsíðu- fregn, að kunnugir teldu að Austur-Þjóðveijar myndu sleppa Christu-Karin Schumann, austur- þýskum lækni, sem hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir njósnir. Ludwig Rehlinger, sá embættis- maður stjómvalda í Bonn, sem samdi um örlög Meissners, sagði þá, að ekki hefði verið samið um skipti á njósnurum. Die Welt þykir yfirleitt hafa mjög trausta heimilda- menn innan ríkisstjómarinnar og stjómkerfisins í Bonn, og er því nokkuð mark tekið á fregn þess. GENGI GJALDMIÐLA London, AP. B AND ARÍ K J ADOLL AR hækk- aði í Vestur-Evrópu í gær í kjölfar hagstæðra hagtalna frá Bandaríkjunum, þar sem fram kom, að hagvöxtur hafði verið meiri fyrstu þijá mánuði ársins en áður hafði verið talið. í London kostaði sterlingspundið 1,4910 dollara (1,1500), en annars var gengi dollarans þannig, að fyr- ir hann fengust 2,1350 vestur-þýzk mörk (2,1330), 1,7285 svissneskir frankar (1,7250), 6,9050 franskir frankar (6,8850), 2,4080 hollenzk gyllini (2,4050), 1.465,00 ítalskar lírur (1.463,50), 1,3812 kanadískir dollarar (1,3760) og 156,75 jen (155,20). Gull lækkaði aðeins og kostaði það 353,10 dollara hver únsa (353,80). Fundur Hassans og Peres í Marokkó gæti markað tímamót „KÓNGURINN okkar veit hvað hann er að gera,“ var viðkvæði margra marokkanskra borgara á þriðjudag, þegar sú frétt barst út að forsætisráðherra ísraels, Shimon Peres væri á fundi með Hassan konungi II i höll hans í lfrane, sem er í 200 km fjarlægð frá Rab- at, höfuðborg Iandsins. Oflugur vörður var við allar leiðir að höllinni og blaðamönnum hvergi hleypt nærri. Síðdegis á þriðjudag höfðu fjölmiðlar i Marokkó enn ekki skýrt frá þvi að Peres væri í landinu, en fólk hlýddi í áfergju á erlendar útvarpsstöðvar þótt fréttir af fundinum sjálfum hafi engar verið, að minnsta kosti ekki þegar þetta er skrifað. Shimon Peres kom með einka- þotu til Marokkó síðla á mánudags- kvöld. Með í förinni voru fjölmargir ísraelskir fréttamenn. Ætlunin hafði verið að skýra ekki frá ferð- inni fyrr en Peres væri kominn til Marokkó, e'n hún síaðist út og fór síðan eins og eldur í sinu um heim- inn. Fyrstu viðbrögð í Arabalöndun- um voru frá Sýrlandi og rufu Sýrlendingar tafarlaust stjómmála- samband við Marokkó, fordæmdu gjörð Hassans og hvöttu önnur Arabaríki til að gera slíkt hið sama. Gaddafi, leiðtogi Líbýu réðst með hörðum orðum á Hassan fyrir svik við málstað Araba. Það vakti at- hygli, að Gaddafi hótaði ekki að slíta stjómmálasambandi við landið. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti lýsti ánægju með fundinn og sagð- ist vonast til að hann leiddi til þess að Egyptar, Marokkómenn, Jórdan- ir og Israelar gætu haft einhvers konar samvinnu um að leysa hin erfiðu og viðkvæmu deilumál land- anna í þessum heimshluta. „Þetta er tímamótafundur," sagði Eygyptal andsforseti. Ferð Peres kom flatt upp á flesta, þótt orðrómur hafí verið á kreiki um stöðugar ferðir embættismanna milli landanna upp á síðkastið, til þess að undirbúa fundinn. Einnig er vitað að Hassan stuðlaði að því á sínum tíma að Sadat Egypta- landsforseti færi til Jerúsalem í nóvember 1977. Hassan var síðan beittur þrýstingi til þess að taka þátt í aðgerðum, sem stefndu að því að einangra Egypta innan Arabaheimsins eftir Camp David- samkomulagið. Samt hefur Hassan konungur jafnan verið talinn hófsamur í af- stöðu til Israel, að minnsta kosti samanborið við ýmis önnur Ar- abaríki. Konungurinn þykir oft hafa sýnt sjálfstæði og hugrekki í skipt- um sínum við aðra Arabaleiðtoga og nýtur óumdeilanlega mikillar virðingar heima fyrir og erlendis. Fréttaskýrendum ber þó saman um, að óhugsandi sé að fundurinn hafí verið ákveðinn, án þess að Hassan hefði samband við forystumenn ýmissa Arabaríkja og þó fyrst og fremst Saudi Araba. Má draga þá ályktun af því að af fundinum varð, að Saudar hafí lagt blessun sína yfír hann, að minnsta kosti bak við tjöldin. Einnig er trúlegt að Hassan hafí haft samráð við Hussein Jórd- aníukonung og væntanlega einnig greint Assad Sýrlandsforseta frá áformum sínum. Viðbrögð innan ísraels einkennast af ánægju en þó varkámi. Peres og Hassan hafa hitzt nokkrum sinnum áður, en ísraelsk- ur forsætisráðherra hefur ekki fyrr komið fyrir opnum tjöldum til arabísks lands síðan Begin var í Egyptalandi 1978. Sadat hafði þá haft frumkvæði að fundi, en fram til þessa hafa ísraelar ekki verið Bólivía. 18 kókaínframleið- endur handteknir Árásum miðar þó hægar en gert La Paz, AP. SÉRSVEITIR bólivisku Iögreglunnar handtóku 18 meinta fíkniefna- framleiðendur á mánudag, þar af sjö þekkta „kókainbaróna“. Aðgerðir lögreglunnar í samvinnu við Bandaríkjaher lágu niðri vegna veðurs. Þó hófu tvær þyrlur sig til flugs í von um að komið yrði auga á einhver kókaínbæli, en allt kom fyrir ekki. Hinir átján handteknu voru settir inn í fangelsi Santa Cruz, og voru þar á meðal sjö háttsettir foringjar í eiturlyfjamafíu landsins. Þyrluáhafnir Bandaríkjahers reyndu án árangurs á mánudag að fínna kókaínverksmiðjur, en tókst ekki sakir veðurs. Sameiginlegar árásir Bandaríkjamanna og bólivísku lögreglunnar hafa ekki gengið vel, en Herman Antelo, upp- lýsingamálaráðherra, sagði að þegar um væri að ræða árás gegn stóriðnaði eins og kókaínfram- leiðslu, þyrfti engan að undra þó aðgerðin tæki tíma. Hann sagði að þó að vissulega væri gott að koma höndum yfír bófana, væri það ekki aðaltilgangur aðgerðanna. Hann væri sá að bijóta framleiðsluna á bak aftur. „Þeir eru ekki að fram- leiða [kókaín], og þeir eru ekki að var ráð fyrir smygla [þvi]. Þeir einbeita sér að því að flýja." Antelo sagði að staðið yrði við gerða áætlun og að eiturlyfjafram- leiðsla skyldi stöðvuð í Bólivíu. Eina velheppnaða árásin til þessa var gerð á föstudag, en þá hertóku sveitimar búgarð, þar sem rekin var kókaínverksmiðja. Þar var hús- næði fyrir 75 verkamenn, tóm- stundamiðstöð og meira að segja dagheimili fyrir böm þeirra. Þeim tókst þó að komast undan áður en að árásin var gerð, og aðeins einn maður var handtekinn. Indland: Jógar heyja „flugkeppni“ Nýju Delhi, AP. FYLGISMENN jógans Maharishi Mahesh háðu á mánudag keppni í „flugi“ jóga. Mikill fjöldi hindúa fylgdist með keppninni sem fram fór á Indira Gandhi-leikvangin- um. Um 100 jógar frá 18 löndum kepptu til verðlauna í þessari sérkennilegu keppni. Veitt voru gull-, silfur- og bronsverðlaun. Samkvæmt kenningum Maharis- hi Mahesh getur líkaminn lyfst frá jörðu og flogið stuttar vegalengdir sökum samstillingar bylgna í heila viðkomandi. Að sögn skipuleggj- enda keppninnar eykst áhrifamátt- ur hugsunarinnar eftir því sem fleiri andlegir menn koma saman og geta þeir í krafti hugleiðslu dregið að sér orku alheimsins. Þátttakendur í keppninni voru beðnir um að ein- beita sér að friði í heiminum. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og voiu veitt verðlaun fyrir „langflug", „flughæð", og flug yfír grindur auk þess sem keppt var um hver yrði fyrstur til að fljúga 50 metra vegalengd. Bandaríkja- maðurinn Eddy Gobb sigraði í „langflugi" og náði 163 sm. Núgild- andi met í „langflugi" er 1,8 metrar. Blaine Watson frá Kanada náði 60 sm „flughæð" og sigraði. Úrslit í kvennaflokki lágu ekki fyrir. Til þess að ná flugi verður við- komandi jógi að vera í djúpri hugleiðslu og sitja í „lótusstell- ingu“, með krosslagða fætur. Hingað til hafa jógar stundað þessa iðju í einrúmi en hafa nú ákveðið að opinbera þessa hæfileika sökum vaxandi spennu í heiminum. Eddie Gob sigraði í „langflugi“;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.