Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 46
H Sammy Lee til Newcastle? Frá Bob Honnossy fréturítara MorgunblaAsins I Englandi. ALAN Biley, sem áður lék með Everton og hefur leikið með Brighton undanfarin ár, hefur nú flutt búferlum til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika með New York Express í innanhúss- knattspyrnu. Liverpooi-leikmaðurinn Sammy Lee hefur nú fullan hug á að skipta um félag og hefur Newcastle verið nefnt í því sambandi en ekki er enn > búið að ganga frá neinum samn- ^ ingum þar að lútandi. Eflaust muna einhverir eftir enska landsliðsmanninum Laurie Cunningham frá því á árum áður. Hann lék með WBA um árabil en var síðan seldur til Real Madrid fyrir milljón pund sem þóttu miklir peningar í þá daga. Hann lék með Leicester síðasta vetur en er nú á leið til Spánar aftur, að þessu sinni til liðs í 2. deild og kaupverðið hefur lækkað aðeins, eða niður í 20.000 pund. Kvennamót hjá Breiðabliki KNATTSPYRNUDEILD UBK og verslunin Gull & Silfur munu standa að knattspyrnumóti fyrir 3. fl. kvenna helgina 23. og 24. ágúst næstkomandi. Þetta verður í annað sinn sem umrætt mót er haldið og þótti það takast með ágætum 1985. Fram- kvæmdin að þessu sinni verður mjög svipuð og síðast, þ.e. leikið verður í tveimur riðlum á laugardag og tveimur úrslitariðlum á sunnu- Opna Húsa- víkurmótið Húsavík. Jk OPNA Húsavíkurmótið í golfi fer fram á Katlavelli næst- komandi laugardag og sunnudag. Leiknar verða 36 holur í karla-, kvenna- og drengja- flokki með og án forgjafar. Fyrir að fara holu í höggi verða veitt sérstök verðlaun sem er ferð fyrir tvo til Kaupmanna- hafnar með Samvinnuferð- um-Landsýn. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fimmtudagskvöldið 24. júlí milli kl. 20 og 22 í síma 96-41000. Þess má geta að opna Húsavíkurmótið í fyrra var mjög vel sótt og voru kepp- % endur víðsvegar af landinu. — Fréttaritari dag, og endað með verðlaunaaf- hendingu. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig fá sigurvegar- ar farandbikar til varðveislu í eitt ár. Þátttökugjald fyrir hvert lið er kr. 2000. Leikið verður samkvæmt reglum KSI um miniknattspyrnu og kvennaknattspyrnu, nema ef leiktíma gæti verið hnikað til, skipulagsins vegna. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til Sveins Skúlasonar, heimasími: 44952, fyrir 5. ágúst næstkomandi. Opið mót hja Keili OPNA Keilismótið verður haldið á golfvelli þeirra Keilismanna á Hvaleyrinni á laugardaginn og er hér um punktakeppni að ræða. Veitt verða verðlaun fyrir sex efstu sætin auk þess sem þeir sem næst komast par 3 holunum í einu höggi fá sérstök verðlaun. Reiknað er með að ræst verði út frá klukkan 8 árdegis á laugar- daginn. Fyrirhugað Toyota-mót sem vera átti um helgina hjá Keili verð- ur ekki haldið í sumar þannig að þeir sem hug höfðu á að taka þátt í þeirri keppni geta gleymt því. Morgunblaðið/Börkur • „Áfram stelpur," sögðu hinar sfungu Kristine Eide, Áslaug Bernhöft, Unnur Halldórsdóttlr og Guðrún Thorlacius, og vildu með þvf minna á næsta golfmót kvenna. Golf: Keppni kvenna 50 ára oa eldri í SÍÐUSTU viku fór fram golf- keppni á Nesvellinum, þar sem keppendur voru konur 50 ára og eldri. Mótið er haldið árlega til skiptis á Nesvellinum og í Grafar- holti og eru leiknar 18 holur. Kristine Eide, NK, sigraði bæði í keppni án og með forgjöf, Guörún Eiríksdóttir, GR, hafnaði í 2. sæti án forgjafar og Elísabet Gunn- laugsdóttir, GR, i 3. sæti án og með forgjöf. 21 kona tók þátt í keppninni og elsti keppandinn, Unnur Halldórsdóttir, NK, varð í 2. sæti með forgjöf. Kftnurnar sjá alfarið um mótið, og vilja með því minna á að golfið er fyrir alla, unga sem aldna, karla sem konur. Sérstaklega vilja þær auka þátttöku kvenna í íþróttinni, en næsta kvennamót verður í haust og nefnist Áfram stelpur. Morgunblaöiö/Börkur • Áslaug Bernhöft slær upp- hafshögg á 5. braut. Unnur Halldórsdóttir fylgist með en hún er 69 ára og vann keppnina með forgjöf. Mjólkurbikarinn íkvöld: Bikarmeistararnir gegn KR og ÍA gegn . Breiðabliksmönnum í KVÖLD fara fram tveir leikir í 8 liða úrslftum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Reykjavíkurliðin, KR og Fram, leika á KR-velli og UBK og ÍA leika á Kópavogsvelli. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20. Fram er núverandi bikarmeistari og tapaði naumlega 2:1 fyrir ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir tveimur árum. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í 1. deild í sumar og er þar með góða forystu. Fram- arar voru í sömu sporum í fyrra, ^en misstu af deildartitlinum í lok ^tímabilsins. Staða þeirra er góð í deildinni, en þeir stefna markvisst á tvöfaldan sigur í ár. KR byrjaði vel í deildinni í vor og var í efsta sæti eftir 6 umferð- ir, en síðan hefur ekkert gengið upp. KR-ingar hafa nú þegar misst af lestinni í deildinni og þeirra eina von til að öðlast þátttökurétt í Evrópukeppni næsta ár er sigur í bikarkeppninni. Mikið er í húfi fyrir bæði liðin og má því búast við miklum baráttuleik á KR-velli í kvöld. ÍA sigraði bæði í bikar og deild 1983 og 1984 og auk þess í bikarn- um 1982. Skagamenn eru í 4. sæti í 1. deild og ætla sér örugg- iega að ná langt í bikarnum. Þeir eru orðnir vanir þátttöku í Evr- ópukeppni og gefa sæti sitt ekki átakalaust eftir. UBK er í fallsæti í 1. deild og þarf fyrst og fremst að hugsa um að tryggja sér öruggt sæti í deild- inni. Góður árangur í bikarkeppn- inni getur virkað sem vítamín- sprauta á leikmenn liðsins og víst er að sigur gegn ÍA myndi auka sjálfstraust leikmanna UBK. Bæði liðin leggja því mikla áherslu á sig- ur í kvöld. HMíkörfu: Bandaríkin unnu BANDARÍKJAMENN urðu heims- meistarar í körfuknattleik á sunnudagskvöldið, þegar þeir unnu Sovétmenn 87:85 (48:38) f úrslitaleik í Madrid á Spáni. Bandaríkin náðu yfirhöndinni strax í leiknum, voru með 10 stiga forystu í hálfleik og þegar tæplega 8 mínútur voru eftir höfðu þau 18 stiga forskot, 78:60. En Sovétmenn sóttu í sig veðrið og minnkuðu muninn í 2 stig tvisv- ar á síðustu mínútu leiksins, en náðu ekki aö komast yfir. Þetta er fyrsti heimsmeistaratit- ill Bandaríkjanna í körfuknattleik síðan 1954. Júgóslavía vann Bras- ilíu 117:91 í keppni um þriðja sætið. Sveinbjörn í leikbann — Einnig þrír úr KS AGANEFND KSÍ úrskurðaði í gær Sveinbjörn Hákonarson, ÍA, f eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sveinbjörn má þvf ekki leika með Skagamönnum gegn KR á laugardaginn f 1. deildar- keppninni. Á sama fundi voru þrír leikmenn 2. deildarliðs KS úrsjcurðaðir í eins leiks banns vegna brottvísunar. Það voru þeir Magnús Erlingsson, Hafþór Kolbeinsson og Jakob Kárason. Þetta getur haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir KS, sem er í þriðja neðsta sæti í 2. deild og leikur gegn Þrótti, næst neðsta liði deildarinnar, á laugardaginn, en aðeins eitt stig aðskilur liðin. Þá fengu 3 leikmenn í 4. deild eins leiks bann vegna brottvísunar og auk þess fékk Gunnar Bjarni Ólafsson, Þjálfari Reynis í Hnífsdal, tveggja leikja bann vegna brottvís- unar og fyrir að hindra inngöngu dómara í vallarhús að leik loknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.