Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Bandarísk tvöfeldni í hvalveiðimálum Stóraukin aðsókn að Jónshúsi - rætt við Berg-ljótu Skúladóttur sem sér um félagsheimilið í húsinu Við afgreiðslu í Jónshúsi. Þar er boðið upp á ýmsan séríslenskan mat. A borðinu liggur gestabók hússins, en i hana eru allir beðnir að skrifa. Upplýst hefur verið, að á ári hveiju drepa banda- rískir túnfiskveiðimenn ekki færri en tuttugu þúsund höfr- unga, sem flækjast í net þeirra eða er flækt í þau, sem agn. Þetta er gert með beinu samþykki bandarískra stjóm- valda og þingsins í Washing- ton, sem úthlutar veiðimönn- unum sérstökum kvóta. Á þessu ári er heimilt að drepa 20.500 höfrunga, en þegar hafa um 16.000 verið drepnir samkvæmt opinberum tölum. Líkur benda til þess, að raun- verulegur fjöldi drepinna höfrunga sé jafnvel enn meiri, enda eftirlit erfíðleikum bund- ið. Frá þessu er greint í júlíhefti Fishing News Inter- national og frétt hér í blaðinu í gær. Höfrungar eru, sem kunn- ugt er, smávaxin tannhvals- tegund og þykja fagrar og gáfaðar skepnur. Sumir vísindamenn telja, að þeir séu í útrýmingarhættu. í ljósi þess, að bandarísk stjómvöld segjast hafa áhyggjur af framtíð hvalastofnsins og em hlynnt hvalveiðibanni Al- þjóðahvalveiðiráðsins og vilja fylgja því stranglega eftir, kemur afstaða þeirra til höfr- ungadráps eigin túnfiskveiði- manna á óvart. Og vekja ber athygli á því, að hér er nær ætíð um dráp að ræða, en ekki veiðar, hvorki til beinna nytja eða í vísindaskyni. Höfr- ungunum er yfírleitt fleygt dauðum í sjóinn, eftir að þeir hafa verið losaðir úr netum hinna bandarísku fískimanna. Auðvitað er það til marks um tvískinnung, að vilja banna öðrum þjóðum að veiða hvali, en standa á sama tíma fyrir umfangsmiklum hvalveiðum. Fram kemur hér í blaðinu í gær, að umhverfísvemdar- samtökin Greenpeace hafa nú stefnt Bandaríkjastjóm vegna höfrungadrápsins og krafíst þess, að túnfiskveiðar verði bannaðar höfrungunum til vemdar. Um lyktir þess mála- rekstrar skal engu spáð, en skýringar málsvara Green- peace á því, hversu seint þeir gripu inn í þetta, eru hins vegar ekki sannfærandi. Get- ur verið, að samtökin hafí beinlínis talið það hentugt að hafa ekki hátt um höfrunga- dráp Bandaríkjamanna meðan þau voru að fá stjóm- völd í Washington til að beita sér gegn hvalveiðum annarra þjóða? Tvískinnungur bandarískra stjómvalda verður enn furðu- legri, þegar litið er á afstöðu þeirra til hvalveiða íslendinga í vísindaskyni og tilrauna þeirra til að hindra sölu íslenskra hvalaafurða til Jap- ans. í þessu viðfangi er á það að líta, að þótt deilt sé um hinar vísindalegu hvalveiðar okkar, em þær ekki brot á samþykktum Alþjóðahval- veiðiráðsins. Ráðið hefur þvert á móti veitt leyfí fyrir slíkum veiðum. Bandaríkja- menn em því í engum rétti, þegar þeir em að skipta sér af þessum málum, og tala auk þess úr glerhúsi. Morgunblaðið hefur áður vakið athygli á því, að fara verður með gát í sambandi við hvalveiðar okkar og fóma ekki meiri hagsmunum fyrir minni. Við verðum að horfast í augu við staðreyndir í þeim efnum af kaldri skynsemi. En við eigum einnig að halda fram rétti okkar af ákveðni og áræðni. Við getum ekki liðið Bandaríkjamönnum þá tvöfeldni, sem þeir sýna í hvalveiðimálunum. í þessum efnum á ekki eitt að gilda um stórveldið og annað um smáríki. Meðan bandarísk stjómvöld veita leyfí til dráps á a.m.k. 20 þúsund hvölum af höfmngaætt, eða um 200- 300 á dag á túnfískveiðitíma- bilinu, hafa þau engan sið- ferðilegan rétt til að deila á íslendinga fyrir að veiða 200 hvali í vísindaskyni, hvað þá að bregða fæti fyrir viðskipti okkar með afurðir þessara hvala. Lagalegan rétt hafa þau að sjálfsögðu engan, hvort sem hinum umfangs- miklu höfrungadrápum verður haldið áfram eða þeim linnir. Þetta þurfa íslenskir ráðamenn að gera stjómvöld- um í Washington skýra grein fyrir. Hin síðbúna málshöfðun Greenpeace-samtakanna ætti að geta veitt slíkum ádrepum meiri athygli ogjafnvel aukið vægi. Jónshús er möndullinn sem fé- lagslíf á þriðja þúsund íslendinga í Kaupmannahöfn hverfist um. Þar hafa Islendingafélögin aðstöðu, þar er íslenskt bókasafn, þar býr prest- urinn, þar er fræðimannsíbúð og þar er minningarherbergi Jóns Sig- urðssonar forseta. Síðast en ekki síst er þar félagsheimili þar sem hægt er að fá ísienskan mat og fletta blöðum að heiman, auk þess sem þar eru reglulega haldnar skemmti- og menningarvökur. Á síðustu árum hafa íslendingar leitað í æ ríkari mæli í Jónshús. Við tókum Bergljótu Skúladóttur, sem veitt hefur félagsheimilinu for- stöðu undanfarin tvö og hálft ár, á eintal og spurðum hana út í þessi auknu umsvif og hennar hlutverk í félagsmálum Islendinga í Kaup- mannahöfn. í ljós kom að hún gerði margt fleira fyrir landann en að baka og elda ofan í hann. Með vísun til þjóðskálds Dana má segja að Begga, eins og hún er jafnan köll- uð, sé nokkurs konar andamamma íslendinga í Kaupmannahöfn. Félagsmiðstöð „Ég hef búið héma í 6 ár og fyrstu þijú árin steig ég aldrei inn fyrir dyr Jónshúss," segir Begga og bætir við að hún hafí ekki verið ein um það á þeim tíma. „En svo þegar Hörður Torfa og Reynir Sævarsson voru með húsið og síðar Ragna Þormar og Gulli Sig. fór að myndast hefð fyrir því að fara í Jónshús, og nú kemur fjöldi manns reglulega í húsið. Síðan ég tók við hefur aðsóknin þre- eða fjórfaldast. Það eru góð starfslaun." — Hver er ástæðan fyrir þessari stórauknu aðsókn? „Ástæðan liggur í félagslega þættinum. Það hefur verið boðið upp á skemmti- og fróðleiksdag- skrár hérna í húsinu á vetuma og þær verið vel sóttar. Þannig höfum við haft tónlistarkvöld, bókmennta- kvöld og dansleiki reglulega. Einnig hafa myndlistarmenn, bæði íslensk- ir og skandinavískir, haldið hér sýningar. Það er gífurleg vinna að undirbúa þetta allt, en hún skilar sér. í jafn stórri íslendinganýlendu og hér er fínnst mér alveg nauðsyn- legt að halda til dæmis bókmennta- kvöld svo fólk komist í snertingu við tungumálið og menninguna heima.“ — Hver hefur átt frumkvæðið að því að koma þessum kvöldum á? „Ég hef átt frumkvæðið að því, en síðan fengið fólk til að sjá um þau. Þama fínnst mér íslendingafé- lögin hafa brugðist, því það er í raun nóg starf fyrir mig að vinna hin hefðbundnu verk. En með því að níðast á vinum mínum hefur þetta bjargast. Aðstoð og hjálpsemi Guðrúnar Eiríksdóttur í hvívetna er ómetanleg. Ég væri fyrir löngu búin að gefast upp á púlinu ef henn- ar hefði ekki notið við. Hún er „konan í húsinu", kemur í Jónshús á hveijum degi og hefur gert síðan Islendingar fengu húsið til afnota. Guðrún verður 79 ára í október. Hún ætlar að flytjast heim þegar hún er orðin gömul eins og hún sjálf segir. Islendingafélögin halda sína fundi í Jónshúsi og flest þau funda- höld sem tengjast íslendingum í Kaupmannahöfn fara fram þar, þannig að húsið er ein allsheijar félagsmiðstöð. „Jónshús skapar fjölskyldufólki líka gott tækifæri til að kynnast öðmm íslendingum," segir Begga. „Maki sem ekki er í námi eða vinnu hefur oft fáa mögu- leika á að kynnast fólki, en getur þá komið hingað í húsið, fengið sér kaffí og spjallað við aðra Islend- inga.“ Þess má geia að Jónshús er ekki eingöngu sótt af íslendingum. Hin- ar ýmsu deildir Norræna félagsins eru tíðir gestir í húsinu. Yfír vetur- inn koma þangað 50—60 manna hópar u.þ.b. tvisvar í mánuði. Góð vertíð Begga rekur veitingasöluna í Jónshúsi á eigin ábyrgð, þ.e. hirðir hagnað ef einhver er, en verður líka að sætta sig við tap ef svo ber undir. „Síðustu vertíð, þ.e. frá október fram í maí, hefur reksturinn gengið frábærlega vel,“ segir hún. „Að vísu verð ég að hafa aðra fasta vinnu með, þori ekki að sleppa henni vegna þess hve þetta rekstrarfyrir- komulag er ótryggt. Þeim sem tæki við af mér þyrfti að tryggja föst mánaðarlaun til að losna við þetta éöryggi." Það er í verkahring íslenska ríkisins að sjá um viðhald Jónshúss, en að sögn Beggu er það dýrt í rekstri og orðið tímabært að gera ýmsar endurbætur. Nú í ágúst stendur til að skipta um gólf í fé- lagsheimilinu og verður það lokað á meðan. Þakið er næst á dagskrá. Alþingi borgar Beggu smáræði fyr- ir daglegt viðhald, s.s. þrif og eftirlit. Aðspurð segir Begga vera góðan anda í húsinu, en ekki hefur hún orðið vör við Jón gamla. „Kannski fyndi ég fyrir honum ef ég héldi mig meira á hæðinni hans,“ segir hún. Upplýsingamiðstöð Þótt það sé ekki í starfslýsingu Beggu að vera upplýsingamiðlari er reyndin sú að það er stór hluti starfs hennar. „Það er mjög algengt að fólk Frá sumarvöku sem ungir íslenskir listamenn búsettir í Kaupmannahöfn efndu til á sumardaginn fyrsta. Þar var lesið úr frumsömdum verkum og leikið tónverk. Húsfyllir var og urðu sumir að standa eða sitja á gólfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.