Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Af stuttu færi Walken og Penn f hlutverkum sínum í myndinni í návígi. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason í návígi (At Close Range). Sýnd í Regnbog-anum. Stjörnugjöf: ☆ ☆ ☆ Bandarisk. Leikstjóri: James Foley. Handrit: Nicholas Kazan eftir sögu hans og Elliott Lewitt. Framleiðendur: Elliott Lewitt og Don Guest. Kvikmyndataka: Juan Ruiz Anchia. Tónlist: Patrick Leonard. Helstu hlutverk: Sean Penn, Christopher Walken, Mary Stuart Masterson, Crispin Glover, Tracey Walters og Christopher Penn. Orion 1985. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir máltækið og það er eins og sniðið fyrir Brad yngri (Sean Penn), sem langar til að verða þjófur eins og pabbi sinn, Brad eldri (Christopher Walken). Brad yngri er siðferðislega þann- ig gerður að hann lítur upp til föður síns, sem er kaldur og klár og höfuðpaurinn í alræmdri glæpaklíku sem græðir peninga með því að bijóta upp peninga- skápa og ræna traktórum. Brad eldri skiptir um bíla oftar en sokka og veifar hundraðdollara- seðlum í þverhandarþykkum búntum. Og hvers vegna ekki að taka hann sér til fyrirmyndar? Hann ætlar líka að gefa syni sínum kost á að ganga í glæpa- klíkuna. Fyrir utan að líta á það sem nokkuð sérstakan og eftirsóknar- verðan hlut að hjálpa pabba sínum í greininni, hefur Brad yngri svo sem ekkert betra að gera en að stela. Hann býr með mömmu sinni, ömmu og yngri bóður (Christopher Penn) í fá- tæklegu húsi og þvælist um í tilgangs- og reiðileysi drekkandi bjór, reykjandi maríjuana og gleypandi pillur eins og raunar flestir aðrir í þessari nýju mynd James Foleys, f návígi (At Close Range), sem sýnd er í Regn- boganum. Líf föður hans er sveipað ævin- týraljóma en þegar Brad yngri kynnist pabba sínum nánar snýst aðdáunin á honum fljótlega upp í viðbjóð og fordæmingu. Brad litli er nefnilega að því leytinu ólíkur föður sínum að hann er ekki gersneyddur mannlegum til- fínningum. Hann dregur mörkin í sóðalegri undirheimaveröldinni þar sem faðir hans þekkir engin takmörk: hann vill hætta þegar hann sér að pabbi hans er ekki bara þjófur heldur líka morðingi. En það þýðir ekkert að ætla sér að hætta bara sísvona. Pabba líkar það ekki og það er erfitt að eiga við pabba sem er bæði geð- sjúkur og miskunnarlaus djöfull. Christopher Walken hefur ekki verið öllu betri síðan hann lék í Hjartarbánanum. Allur óhugnað- ur myndarinnar er tengdur Brad eldri á einhvem hátt, sem í túlkun Walkens, lítur út eins og Satan sjálfur að veija sitt Helvíti. Mynd- in er byggð á sönnum atburðum, sem áttu sér stað í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hún hefst vorið 1978. Hún lýsir sjúklegu fólki í sjúklegri veröld og sjúkast- ur allra er Brad eldri, sem engu eirir ef hann og glæpaklíka hans eru í hættu. Madonna-drengurinn, Sean Penn, er löngu orðinn einn af bestu kvikmyndaleikurum yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum þrátt fyrir stuttan feril og frammi- staða hans í I návígí tryggir hann enn í sessi. Frami Penn hefur verið slqotur og verðskuldaður. Hann er mjög vandaður leikari, sterkur og öruggur og það geislar af honum í hlutverki Brad }mgri, sem fínnst gaman að vera þjófur en morðingi er hann ekki sama hvað pabbi segir. Tveir fjölskyldumeðlimir Penn leika á móti honum: Christopher Penn (bróðir Sean) er stór og heimskulegur í hlutverki bróður Brad litla og Eileen Ryan (móðir Sean) leikur ömmu hans þung- brýna og skapilla. Aðrir leikarar standa sig prýðilega, sérstaklega Mary Stuart Masterson í hlutverki kærustu Brad yngri. Það er þungur og draumkennd- ur blær yfír þessum litla heimi ofbeldis og glæpa. Seiðandi tón- listin, rólegar klippingar á milli myndskeiða og ljúft^ sambland ljóss og skugga gera I návigi að næstum því fallegri martröð. Morð eru sviðsett eins og til að draga fram fegurð í þeim og menn eru myrtir með sömu köldu róseminni og fylgir því að kveikja sér í sígarettu. Ofbeldið er líka skoplegt og kaldhæðnislegt og verður þannig enn óhugnarlegra. Það verður gaman að vita hvað Foley gerir næst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.