Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 17 Magnað djass-nart Ástarsögumar blandast þegar á líður baráttu kristinna fyrir lífi sínu. Þeim er kennt um tíða járðskjálfta og þeir líta auðvitað á gosið sem tákn frá guði um vanþóknun hans á ómerkilegum átrúnaði eins og þeim sem Arbace stendur fyrir og spillingu borgarbúa. En það er bara engin spilling í Pompei nema þá hjá Arbace sem Franco Nero leikur af mikilli grimmd. Handritshöfundinum, Carmen Culver, hefur tekist að líta algerlega framhjá allri þeirri spill- ingu sem á að hafa viðgengist í Pompei og leistjórinn, Peter Hunt, vinnur verk sitt af jafnmiklum metnaði og hann væri búðarloka í lcjörbúð. Leikaramir em látnir eiga sig fyrir framan myndavélina og gengur heldur illa að fóta sig. Nich- olas Clay, sem er annars mjög efnilegur Ieikari, er eins og ballerína í búningi sínum, einstakt ljúf- menni, ætíð tilbúinn að heilla kvenfólkið uppúr skónum. Anthony Quale er ákaflega alvarlegur og þungbrýndur í hlutverki æðsta manns borgarinnar, sem er á móti því að kasta kristnum fyrir Ijónin, en svo em kosningar í nánd og allt það. Lesley-Ann Down leikur hóm með samviskubit og er alltaf eins og nýkomin af snyrtingunni, Ned Beatty er góður í hlutverki fisksal- ans, feitur og heimskur, og Franco Nero er líka ágætur í hlutverki æðsta prestsins. Laurence Olivier er gamall óvinur Arbace og sjálf- sagt peningaþurfi fyrst hann lét hafa sig í þetta. Síðustu mínútur síðasta þáttar em ágætar. Það er þegar Vesúvíus loksins gýs og íbúamir flýja til sjáv- ar. Annars em þetta þættir sem ættu fljótlega að gleymast. Félag- háskólamenntaðra hjukrunarfræðinga: Fordæmir úrskurð kjaradóms MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Félagi háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga: Félagsfundur Félags háskóla- menntaðra hjúkmnarfræðinga, haldinn þann 17. júlí 1986, fordæm- ir harðlega niðurstöður Kjaradóms. Telur fundurinn að með þessu hafi Kjaradómur sýnt háskólamenntun lítilsvirðingu og ábyrgðarleysi gagn- vart heilbrigðisþjónustu í landinu. Hingað til hefur gengið illa að manna stöður hjúkmnarfræðinga í sjúkrastofnunum. Mörg sjúkrahús utan höfuðborgarsvæðisins hafa greitt hjúkmnarfræðingum umtals- verða uppbót á laun. Það hefur leitt til brottflutnings hjúkmnarfræðinga frá höfuðborgarsvæðinu til lands- byggðarinnar þar sem þeir hafa betri afkomu og fá viðurkenningu á starfi sínu. Ef heilbrigðisstofnanir eiga áfram að vera reknar af ríkinu þarf þar að starfa vel menntað fólk sem fær eftirsóknarverð laun. Fundurinn vill benda sérstaklega á að láglaunastefna ríkisins gagn- vart háskólamenntuðum mönnum hefur dregið vemlega úr aðsókn í það nám sem nær eingöngu leiðir til starfa hjá ríki. Nýnemum í náms- braut í hjúkmnarfræði í Háskóla Islands hefur fækkað vemlega síðastliðin 2 ár. Árið 1984 hófu 134 stúdentar nám við námsbraut í hjúkmnarfræði en í ár hafa einung- is 52 nýnemar skráð sig í deildina. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að laun hafa áhrif á nám- sval og fækkun hjúkmnarfræðinga er ógnun við heilbrigði landsmanna. Fundurinn krefst þess að Samn- inganefnd ríkisins hefyi nú þegar samningaviðræður við aðildarfélög BHMR og að háskólamenntaðir hjúkmnarfræðingar fái fullan samn- ings- og verkfallsrétt. Sveinbjörn I. Baldvinsson Masqualero í N’ART-ljaldinu sunnudagskvöld • Þeir sem komu og hlýddu á Mas- qualero kvintettinn norska sl. sunnudagskvöld vom lánsamir. Þessir tónleikar vom einhveijir mögnuðustu djasstónleikar sem hér hafa verið haldnir um árabil. Kannski kemur það einhveijum á óvart. Þó engum sem þekkti eitt- hvað til sveitarinnar fyrir. Masqualero er djassband sem hefur starfað síðan á vormánuðum 1983. það hefur á að skipa flinkum og tilfinningaríkum spilurum sem þar að auki em bráðspennandi kompónistar. Gmnnurinn er vægast sagt traustur. Arild Andersen bassaleik- ari og kompónisti hefur í áraraðir verið einhver skemmtilegasti bassa- fíðluleikari í heimi, þótt frægð hans sé að mestu bundin við Norðurlönd og Evrópu. Trommarinn Jon Christ- ensen er einn eftirsóttasti trömmar- inn sem ECM merkið hefur innan sinna vébanda, sumsé alger topp- maður. Jon Balke hefur lengi verið í allra fremstu röð djasspíanista í Skand- inavíu og laðað fram mikið af músík úr Fender Rhodesinum sínum, þeirri traustu djasspijónavél. Loks em í sveitinni tveir ungir blásarar, þeir Nils Petter Molvær, trompet; og Tore Bmnborg, saxó- fón. Báðir hafa þeir þegar öðlast mikið vald á hljóðfæmm sínum og em enda löngu famir að geta ein- beitt sér að því mikilvægasta í djassspilamennskunni, — að hafa eitthvað að segja. Djassband sem leikur nánast ein- göngu fmmsamda tónlist á ósköp lítið sameiginlegt með venjulegum djasskvintett, þar sem snjall sólisti leiðir eitthvert úrtak úr félagatalinu úr einum „standardinum" í annan. Sá gífurlegi munur sem er á þessu tvennu verður ákaflega áberandi þegar hlýtt er á Masqualero. Þama em á ferðinni fímm hörkugóðir hljómlistarmenn sem sameina krafta sína og hæfíleika í þéttum tónavef. En auðvitað skiptir hvað mestu hve góðir kompónistar þeir em. Auðvitað geta snillingar impróvíserað sig á Gamla Nóa, til tunglsins og aftur til baka, en þeir geta náð enn lengra á öðmm full- komnari og flóknari farartækjum. Geysileg dýnamík og fjölbreytni einkennir leik Masqualero. Félag- amir leika allt frá dulúðugum stemningum sem minna á stjömu- lausar nætur, með himinn þakinn ósýnilegum skýjum, og til skemmti- lega bijálaðs „post-bebops“. Sem sólistar em Masqualero- menn vitaskuld ólíkir innbyrðis, en allir hafa eitthvað fram að færa og það vekur kannski sérstaka athygli og jafnvel furðu, hve blásaramir sýna oft mikinn þroska í spilinu. Bláa tjaldið var ekki alveg fullt HJÁ vegagerð rikisins hafa verið opnuð tilboð i undirbyggingu á Snæfellsnesvegi í Helgafells- sveit. Alls bárust 12 tilhoð og var það lægsta 76% af kostnaðar- áætlun. Hér um að ræða fyllingu og burð- arlag, alls 150.000 rúmmetra, á á sunnudagskvöld, en það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þeim sem ekki komu, þeir vita ekki hvers þeir fóm á mis. Nær er að gleðjast yfir þeim sem komu og urðu reynslunni stómm ríkari. Það ferst ekki hveijum sem er að leika sér að útsetningum Miles Davis. En útfærsla Masqualero á Round Midnight var verðugur lokapunktur tónleikanna. N’ART hátíðin er skemmtilegt framtak og fer vel af stað. Djassnartið hið fyrra var öld- ungis frábært og þá er bara að passa sig að missa ekki af hinu síðara djassnarti, tónleikum tríós NH0P í Tjaldinu næstkomandi sunnudag. 10,5 km vegarkafla. Lægsta tilboðið átti Ræktunar- samband Flóa og Skeiða, 18.571.000 kr., en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 24.563.300. Næstlægsta tilboð átti Ýtan sf., kr. 18.643.000. OGEUROCARD AÐSTOOAR HENDIMC ÓHAPP ERLENDIS l//ð starfræHjum neyðarsíma hér heima, einkum fyrirþá sem tala eHHert erlent tungumál. Meginmálið er þó að wið höfum tryggt Eurocard horthöfum þjónustu hins alþjóðlega aðstoðarfyrirtæhis <jE5A, hendi þá alwarlegt óhapp á ferð erlendis. Allir Horthafar fá sérstaHt spjald með neyðarnúmerum 5em gilda hwarwetna í helminum. Með einu sfmtali geta þeir beðið um: Tlauðsynlegar upplýslngar um viðbrögð viö óvæntum vanda, t.d. tapl ferðasHilríkja. Ókeypis flutning slasaðs korthafa á sjúkrahús. Fjárhagsaðstoð, t.d. vegna óuæntrar sjúkrahúslegu. Lögfræðlaðstoð, verði skyndilega þörf á henni. Ókeypis farseðla helm, í stað seðla sem óglldast, t.d. vegna slyss. Ókeypls heimsókn að helman, sé korthafl ówænt lagður Inn á spítala erlendls í 10 daga eða lengur. AuH þe55a geta Eurocard Horthafar notið 5ly5aábyrgðar ferða- langa. Bætur geta numið allt að U5D ÍOO.OOO, samHwæmt sHilmálum þar um. Aðgangur að allri þessari þjónustu er óHeypis, sértu Eurocard Horthafi. Þú getur fræðst nánar um hana af upplýsinga- bæhlingnum: „Hendi þig slys erlendis". Hann faest hjá ohhur, í Útwegsbanhamim, Werzlunarbanhanum og Sparisjóði vélstjóra. Kreditkort hf. Ármúla 28 Snæfellsnes vegur: Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti lægsta tilboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.