Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Þýskur ræktandi íslenskra hrossa: Vill fá Hrafn frá Arnanesi 26 vetra til Þýskalands Morgunblaðið/Valdimar Krístinsson Hrafn frá Árnanesi lét það ekki raska ró sinni þótt ljósmyndari sniglaðist í kringum og jafnvel þótt gengið væri að honum og tekn- ir upp fætur hélt hann áfram að bíta, enda orðinn veraldarvanur. ________Hestar Valdimar Kristinsson Nýlega barst Gunnari Bjamasyni fyrrverandi hrossaræktarráðunauti bréf frá þýskum manni sem ræktar íslensk hross í heimalandi sínu. í bréfinu fer Þjóðveijinn sem heitir Wemer Dietz fram á það við Gunn- ar að hann aðstoði sig við að fá stóðhestinn Hrafn 583 frá Ámanesi til Þýskalands. Nú er það ekki í , frásögur færandi þótt útlendingur fali stóðhest, en í þessu tilviki er hesturinn sem hér um ræðir 26 vetra gamall og sennilega einsdæmi að stóðhestar endist svo lengi sem Hrafn hefur gert. í vor fæddust 20 folöld undan Hrafni og nú er hann með tíu hryssur í girðingu í Einars- nesi sem er skammt frá Borgamesi. Ekki mun ætlun Dietz að nota Hrafn til undaneldis á búgarði sínum, sem hann hefur skýrt í höf- uðið á Hrafni og kallast hann Hrafnsholt, heldur á hesturinn að vera þar tákn fyrir ræktun hom- firskra hrossa á meginlandinu. í bréfi sínu segir herra Dietz m.a. „í júlí 1986 fór ég að Einars- nesi í Borgarfirði þar sem Hrafn er nú með nokkrar hryssur. Ástand hestsins hefur ekkert batnað síðan í vor þegar ég sá hann síðast, hann er orðinn linur í framfótum og sér- staklega í hægri framfæti þar sem hann er nánast haltur. Þetta tel ég stafa af lítilli umhirðu í ellinni. Er ástand hans þó þannig að hægt er að bæta það vegna erfðaupplags hans og þess hversu sterkur hestur- inn er. Tel ég að heiðursverðugur hestur eigi heiður að fá og sting ég upp á því að Hrafn fái að koma á búgarð minn og vera þar hin síðustu ár án vinnu eða ónæðis. Það er ósk mín að hann verði tákn fyr- ir ræktun mína á homfirskum hrossum. Að hann verði einskonar kóróna búgarðsins til viðbótar því að við höfum skýrt búgarðinn Hrafnsholt. Eg hygg að allir rækt- endur og unnendur homfírskra hrossa geti verið mér sammála um að aldrei verði of miklu kostað til að láta slíkan stóðhest frægan og fagran, sem hefur gefið slík úrvals afkvæmi, njóta alls hins besta sem kostur er á í ellinni. Ég og fjölskylda mín mjmdum taka þetta embætti að okkur með mikilli gleði og ég hygg að ég fái stuðning íslenskra vina homfírsku hrossanna í ósk minni. Vertu nú vænn og talaðu við eigendur Hrafns og vini þeirra og alla þá sem þetta mál varðar til að koma þessu í kring. Ég hef þegar boðið eigendum hestsins og þér að koma ykkur að kostnaðarlausu til Hrafnsholts svo þið mættuð sannfærast um að vel verði séð um Hrafn". Um þessa bón sagði Gunnar Bjamason: „Sjálfum finnst mér þetta sjálfsagt því ég veit að vel verður um hestinn hugsað. Hann yrði sendur með flugvél því herra Dietz telur of mikið álag að senda hestinn með skipi. Ég held þetta geti orðið góð og skemmtileg aug- lýsing fyrir þá sem rækta niðja hans. Þetta fínnst mér líka bera vott um þá dýravináttu sem ein- kennir marga útlendinga. Hér er á ferðinni hrifning á homfirskum hrossum og íslandi. Þetta er ekki fyrir að maðurinn vantreysti íslend- ingum til að annast hestinn. Hann veit að þeir muni fella hestinn. Er- lendis er svo mikil væntumþykja þegar slíkir gripir eiga í hlut að þeir reyna að halda f þeim lífínu eins lengi og mögulegt er án þess að þau þjáist". En það em ýmsir þröskuldar á veginum með útflutning á svo göml- um hestum. Landbúnaðarráðuneyt- ið þarf að gefa undanþágu fyrir útflutningi á eldri hestum en tíu vetra og ef til útflutnings á Hrafni kemur mun Páll Agnar Pálsson yfir- dýralæknir þurfa að veita umsögn sína um það hvort hesturinn hafi heilsu til að þola flutninginn og þær umhverfisbreytingar sem hann yrði óhjákvæmilega fyrir. I samtali við Morgunblaðið sagðist Páll ekki bú- ast við að hestur á þessum aldri væri í ástandi til að þola þær breyt- ingar sem slíkur flutningur hefði í för með sér. Benti hann á að það væri ekki bara sjálfur flutningurinn því þegar út kæmi yrði hesturinn fyrir einhveijum fóður- og loftlags- breytingum en það sem væri sjálf- sagt verst er hættan á sumarexemi eða öðrum smitsjúkdómum. Kvaðst Páll ekki vilja taka þátt í að hrekja aldna höfðingja úr landi að tilefnis- lausu. Einnig hefur heyrst að Páll heit- inn í Árnanesi hafi óskað eftir því áður en hann féll frá að Hrafn fengi að bera beinin í Árnanesi þegar hann yrði felldur en á móti hefur verið bent á að hægt sé að flytja beinin frá Þýskalandi þegar klárinn yrði felldur þar og þau síðan grafin í Ámanesi. Eigendur Hrafns eru Þorleifur Hjaltason í Hólum í Nesjahreppi og Haraldur Torfason á Höfn en hann Útgerð í Ásunum Þvilik veiði er nú i Laxá á Ásum að með ólíkindum má heita og tala veiddra laxa nálg- ast óðfluga fjögurra stafa tölu. Afkastamiklir stangarmenn voru í ánni fyrir skemmstu, veiddu síðdegis á sunnudaginn og til hádegis á mánudag. Eftir daginn lágu í valnum 80 laxar og það virðist varla viðeigandi að greina frá slíkri veiði utan að minna á eina ferðina enn að allur þessi gríðarlegi afli er tekinn á tvær dagstangir. Þórarinn Sigþórsson og Sigmar Bjömsson, miklir laxabanar, veiddu 49 laxa sem er met í Laxá á einum degi og ugglaust þótt víðar væri leitað. Að sögn Þórar- ins hefðu þeir getað veitt mun sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu ekki tekið ákvörðun fyrir sitt leyti hvort þeir létu klárinn en hann tók líka fram að ekki væri búið að afsegja þetta. Hrafn var sýndur með afkvæm- um á Landsmótinu 1970 á Skógar- hólum og varð hann þar í öðm sæti. Margir góðir hestar eru til undan honum víða um land og er þeirra þekktastur stóðhesturinn meira. „Þetta var mikið á flugu hjá okkur, að minnsta kosti helm- ingurinn. Við lentum í botnlausum flugutökum í Sauðaneskvömun- um. Það var á bókstaflega í hveiju kasti. Línan náði aldrei að rétta úr sér, fyrr hafði lax gripið flug- una. Þetta var bara asskoti gott. Þessi á er alveg einstök," sagði Þórarinn. Með hina stöngina voru Þor- geir Daníelsson, Hildur Símonar- dóttir og Sverrir Kristinsson og stóðu þau einnig í ströngu, tóku 31 lax, þar af 20 fyrsta eftirmið- daginn. „Við Þorgeir veiddum til skiptis og Hildur hafði varla und- an að rota og plasta. Þetta kom til hennar á færibandi. Þetta er erfítt maður, næstum því á við tvo túra á saltfisk," sagði Sverrir í samtali við Morgunblaðið. Ófeigur 818 frá Hvanneyri sem hlaut heiðursverðlaun fyrir af- kvæmi á nýafstöðnu landsmóti. Þess má í lokin geta að fái Wemer Dietz Hrafn hefur hann í hyggju að láta þekktan listamann gera bronsstyttu af honum í fullri Iíkamsstærð sem mun væntanlega gegna hlutverki hestsins að honum föllnum. Dauft í Soginu Fremur dræm veiði hefur verið í Soginu það sem af er og er að sjá sem laxinn sé tregur að ganga upp í jökulvatninu, en þar er víða mikið af honum. Á sunnudaginn veiddust til dæmis 10 laxar á þijár stangir í landi Hellis og Fossness og dijúg veiði hefur verið það sem af er í Langholti og á Snæfoks- stöðum. í gærdag höfðu aðeins 6 laxar veiðst í landi Syðri-Brúar og innan við 20 hjá Bíldsfelli. Eitthvað hafði veiðst í Ásgarði, Alviðm og Þrastarlundi, en ekki mikið og er beðið eftir „skoti". Eitthvað mun þó hafa gengið af laxi en hann er eigi nýrunninn lengur og tregur í agnið. Gott í Laxá í Dölum Góð veiði hefur verið í Laxá í Dölum, komnir em vel á fimmta hundrað laxar á land og vænta menn þess að áin eigi enn eftir að sýna sitt besta, sbr. í fyrra er rosalegur endasprettur tryggði metveiði það sumarið, 1.600 laxa. Allmikill lax er genginn í ána og hefur dreift sér vel, en áin er orð- in æði vatnslítil og það kemur óneitanlega niður á tökunni. Hekla tekur við Seat- umboðinu af Töggi Töggur fær ekki sendingu með 100 bílum sem allir voru seldir og jafn- vel búið að borga inn á HEKLA hf. hefur nú tekið við Seat-umboðinu á íslandi af Töggi hf. í kjölfar þess að Volkswagen-verksmiðjurnar þýsku hafa tek- ið yfir meirihlutann í Seat-verksmiðjunum af spænska ríkinu. Hekla hefur sem kunnugt er verið umboðsaðili Volkswagen hér á landi um árabil. Þessi breyting hefur haft í för með sér að Seat-verksmiðjumar á Spáni hafa ákveðið að afgreiða ekki hing- að til lands um 100 bifreiðir, sem Töggur átti von á nú i þessum mánuði og hafði lagt fram bankaábyrgðir fyrir, en á annað hundr- að pantanir lágu fyrir hjá umboðinu. Forsvarsmenn Töggs hafa skrifað öllum þessum aðilum bréf, þar sem harmað er að fyrirtækið geti ekki sinnt þessum pöntunum ásamt skýringum á því hvað valdi og lýst yfir að allir þeir sem bún- ir hafi verið að greiða inn á pantanir sínar fái þá peninga end- urgreidda. Til athugunar er af hálfu Töggs að höfða skaðabóta- mál á hendur Seat-verksmiðjun- um fyrir vanefndir. Finnbogi Eyjólfsson, taismaður Heklu hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að þessa breytingu á umboðsaðila fyrir Seat hér á landi hefði borið mjög brátt að. Ástæðan fyrir breytingunni væri hins vegar fyrst og fremst þau nýju viðhorf sem skapast hefðu með því að Volkswagen hefði keypt meirihlutann í Seat af spænska ríkinu. „Þetta er heldur alls ekki í fyrsta sinn sem breyt- ingar af þessu tagi verða hér í framhaldi af því að fyrirtækjum erlendis er steypt saman og er þar skemmst að minnast samein- ingar Case- og Harvester-dráttar- vélaverksmiðjanna, sem leiddi til breytinga á umboðsaðila hér á landi," sagði Finnbogi. Finnbogi lagði hins vegar áherslu á að þessi breyting á umboðsaðila Seat hér á landi væri á engan hátt að frumkvæði Heklu hf. heldur alfarið ákvörðun Volkswagen-verksmiðjanna, sem hefði haft nána samvinnu við Heklu um áratuga skeið. „Við hugsum okkur engu að síður gott til glóðarinnar, því að Seat er mjög álitlegur bfll í sölu,“ sagði hann. „Hann ber merki um skemmtilega fjölþjóðlega sam- vinnu, því að útlit hans er ítalskt, tæknin hins vegar þýsk og hand- bragðið spánskt, en Spánveijar hafa einmitt mjög gott orð á sér sem góðir handverksmenn. Þá er Seat Ibiza, sem mest selst hér af, í talsvert lægri verðflokki en aðr- ir bflar, sem Hekla hefur getað boðið, en hann kostar um 280 þúsund krónur og því vel sam- keppnisfær meðal bfla í ódýrustu verðflokkunum. Okkur er síðan efst í huga að þessi breyting valdi sem minnstri röskun hjá þeim sem eiga Seat-bfla nú þegar eða hafa > hyggju að fá sér slíka bíla og við erum staðráðnir að halda uppi þeim þjónustustaðli gagnvart Seat sem Hekla hefur fyrir löngu getið sér orð fyrir." „Mikid áfall,“ segir markaösstjóri Töggs „Þetta er mikið áfall fyrir Tögg,“ sagði Ágúst Ragnarsson, markaðsstjóri Töggs hf., í sam- tali. „Það er hins vegar ekkert við þessu að gera, þó það sé sárt og þeim mun sárara að þegar við tókum við Seat-umboðinu fyrir tveimur árum var það fyrir orð Ingimundar Sigfússonar í Heklu, sem reyndar flutti inn tvö fyrstu Seat-bílana til landsins. Volks- wagen átti þá þegar orðið hlut í verksmiðjunni og hann var beðinn um að hafa milligöngu um að finna umboðsaðila hér á landi. Þetta þýddi hins vegar að við urð- um að láta af hendi Lancia- umboðið, þar eð okkar aðal við- skiptavinur erlendis, Saab í Svíþjóð, taldi ekki fært að við værum með umboð fyrir tvo smá- bflaframleiðendur jafnframt því að sinna þeim.“ Ágúst sagði að á þessum tveim- ur árum sem liðin væru síðan Töggur tók við Seat-umboðinu, hafí umboðið lagt bæði vinnu og fjármuni til að markaðssetja þessa gerð bíla hér á landi og þetta mál komi upp á einmitt þegar hjólin hafi verið að bytja að snúast. „Það eru þegar komnir um 100 Seat-bílar á götumar hér á landi. Við áttum síðan von á 100 bíla sendingu, þar sem allir bílamir væru seldir og vorum með 40—50 pantanir í viðbót fyrir næstu send- ingu. Við höfðum opnað ábyrgð fyrir þessum bílum í júní og áttum von á því að þeir færu í skip núna 2. júlí. Við vissum síðan ekkert um þessi breyttu viðhorf fyrr en í síðustu viku, og síðan er okkur tjáð að það verði ekkert af því að við fáum þessa sendingu sem við áttum pantaða. Það þykir okk- ur verst af öllu, því að þama verður stór hópur fólks fyrir veru- legu óhagræði. Við erum hins vegar búnir að senda öllu þessu fólki bréf, skýra frá málavöxtum, benda þeim á að Hekla taki við umboðinu og jafnframt bjóðast til að endurgreiða þeim sem vom búnir að borga inn á þessa bíla hjá okkur," sagði Ágúst enn- fremur. Hann var að því spurður hvort til greina kæmi af hálfu Töggs að höfða skaðabótamál vegna þessa. „Ekki gagnvart Heklu, því að umboðin tvö hafa reynt að ganga frá þessu máli sín á milli af eins miklu bróðemi og unnt er við þessar kringumstæður," svaraði Ágúst. Hann kvað þá for- svarsmenn Töggs hins vegar mundu skoða það mál vel á næst- unni hvort málsatvik gæfu e.t.v. tilefni til þess að Töggur höfðaði skaðabótamál gegn Seat-verk- smiðjunum fyrir vanefndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.