Morgunblaðið - 23.07.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.07.1986, Qupperneq 41
MORGPNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 41 árangur — Andrew og Sara tóku tal saman og virtust skemmta sér hið besta. Reyndar kom nú svolítið babb í bátinn yfír miðdegisverðin- um, sem endaði með því að Sara gaf prinsinum dágóðan kinnhest. Astæðan fyrir þessum refsiaðgerð- um var stríðni hans hátignar. Sara var nefnilega í megrunarkúr á þess- um tíma og vildi því ekki borða súkkulaðið sem var í eftirrétt. Púkinn kom þá upp í prinsinum og lét hann einhveijar athugasemdir flúka um bogadregnar línur stúlk- unnar. „Það tók töluverðan tíma fyrir mig að sannfæra hana um ást mína,“ segir Andrew. „Meira að segja brást hún hin versta við bón- orði mínu. Ég kraup á hnén og bað hana um að giftast mér og hún stóð upp og sagðist skyldu hlæja að þessum stórgóða brandara dag- inn eftir." En þó svo skoðanir hafí verið skiptar um Söru Ferguson fyrst í stað, virðist þessi bústna, rauð- hærða, glaðlynda stúlka nú hafa heillað bresku þjóðina upp úr skón- um. Hún er blátt áfram, einlæg og eðlileg og vilja margir m.a.s. meina að hún muni verða þess valdandi að tískan breytist töluvert á næstu árum, fáein aukakiló verði einungis álitin hraustleikamerki. Og nú í dag rennur sem sagt stóra stundin upp. Síðasta æfíngin var á mánudag og gekk hún alveg stórslysalaust fyrir sig. Reyndar hafði það vakið athygli á öllum æfíngum að bróðir brúðgumans, Edward, var með höndina í fatla. Blaðafulltrúi fjölskyldunnar upp- lýsti að prinsinn hefði verið bitinn af kiwifugli á ferð sinni um Nýja Sjáland. A síðustu æfingunni tók hinsvegar einhver skarpskyggn maður eftir því að fatlinn var á vitlausri hendi. Eftir svolítið uppistand og rök- ræður dró fulltrúinn fyrri upplýs- ingar til baka og sagði að Edward hefði aðeins verið að grínast. Hann hefði bara viljað fá smá athygli í öllu þessu umstangi. Á mánudag var fólk þegar farið að koma sér fyrir á gangstéttinni framan við kirkjuna, enda ekki seinna vænna, vilji maður tryggja sér gott útsýni. „Það tók töluverðan tíma að sannfæra Söru um ást mína,“ segir prinsinn Andrew. Höfðu þessir forsjálu menn með- ferðis nesti og nýja skó og stóla, sem þeir hafa sofíð í undanfamar 2 nætur. Mikil áhersla hefur verið lögð á allan undirbúning og þess vandlega gætt að ekkert geti farið úrskeiðis. Oryggisverðir verða á hverju horni og gott betur en það, því þeir verða 2.000 talsins dreifðir á 1,6 kíló- metra leið. Brúðkaupstertan sem er 168 sm að hæð er komin í hús, en hana varð að flytja með flutn- ingabíl 450 kílómetra. Einnig er búið að þjálfa 8 brúðarmeyjar og sveina á aldrinum 4—8 ára og taka af þeim loforð um að hegða sér nú vel. Yngsti brúðarsveinninn er prins William, sonur Karls og Diönu. Að sögn er móðir hans æði áhyggju- full því William er víst þekktur fyrir flest annað en þægð. Hann er mik- ill brandarakarl og hefur oft valdið svolitlum usla við opinber tækifæri. Segist hún heist vilja koma fyrir súkkulaðikúlum á þeim stað, sem hann á að standa. „Það er eiginlega eina vonin til að hann verði til friðs,“ segir Díana. Þau Andrew og Sara hafa ákveð- ið að gifta sig upp á gamla móðinn — Sara lofar hlýðni og undirgefni. Díana lét á sínum tíma taka þetta ákvæði út úr ræðu kardinála en Sara hefur annan háttinn á. Mikil leynd hvílir enn yfír tveimur atrið- um — brúðarkjólnum og brúðkaups- ferðinni. Fjölmiðlar hafa því getið sér þess til að hveitibrauðsdögunum eyði hjónakomin á Azor-eyjum en þær tilgátur hafa ekki fengist stað- festar. Faðir brúðarinnar, Ronald Ferguson segist hlakka mikið til hjónavígslunnar. „Þetta verður ör- ugglega alveg stórkostleg athöfn," segir hann. En kvíðir hann ekkert fyrir að leiða dóttur sína upp að altarinu? „Eflaust á Sara eftir að hvísla leiðbeiningum að mér á leið- inni," segir hann. „Gakktu hægar eða hraðar, vertu beinn í baki o.s.frv. En það eru bara eðlileg og mannleg viðbrögð þegar álagið er mikið,“ bætir hinn stolti faðir við. Athöfnin fer fram í dag í West- minster Abbey, þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa verið skírðir, fermdir, giftir og jarðaðir undanfarin 920 ár. Hjónavígslan hefst kl. 15 að íslenskum tíma, svo það má reikna með að um kl. 17 verði Sara orðinn fullgildur meðlim- ur fjölskyldunnar. Ástfangin upp fyrir haus — myndimar voru teknar er þau opin- beruðu trúlofun sína, þann 19. mars sl. g Alsæl með lífið og tilveruna og jarðsambandið í góðu lagi - Cassandra og Pierce Brosnan. um. Hins vegar kann ég vel að meta áhuga ráðamanna í kvik- myndaheiminum, því get ég ekki neitað,“ bætir hann við og brosir breitt. — Sestu aðeins á stólinn, ég þarf að hita diskinn. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins verður lokuð til 18. ágúst vegna sumarleyfa. For- stöðumaður verður til viðtals flesta dagana kl. 13.00 — 14.00 í síma 12628. TOPP- T I L B O Ð Barnasandalar úr leðri. Litir: hvítt, blátt, grænt, bleikt. Stærðir: 28-35. Verð: 690.- Einnig bjóðum við fleiri gerðir barnasandala ásamt miklu úrvali af nýkomnum karl- og kvenskóm. Póstsendum samdægurs. Ekkert venjulegt Sænsku strákarnir Guy’s and Dolls Þeir eru níu og ætla að sýna kvenfatnað frá GOLDIE og GÆJUM. Slíkar uppákomur hafa aldrei sést hér áður. 3 GULLFALLEGAR STÚLKUR FARA ÚR FÖTUNUMÁ ÓVIÐJAFN- AMI FOAN HÁTT . ■ „arnflr bvria kl. 23.00. Ath: syningarMr ö„ kvöld. Opnum niður ki. ^ XSPLENDID heldur uppi stanslausu jjöri uppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.