Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 5 „Lítum svo á að kennarar fallist á sérkj arasamn- inga hjá HÍK“ — segir Indriði H. Þorláksson deildar- stjóri launadeildar fjármálaráðuneytis FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og samninganefnd Bandalags kennarafé- laga gengju frá nýjum aðalkjarasamningi í gær, en slíkur samningur hefur verið ógerður, ailt frá því að fjármálaráðherra viðurkenndi Bandalag kennarafélaga sem samningsaðila nú í ársbyijun. Kjara- deila þessi var komin til Kjaradóms, en aðilar hittust þar fyrir dómnum, og ákveðið var að kanna hvort ekki næðist samkomulag um aðalkjarasamninginn, sem tókst svo í gær, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu. Indriði sagði að Kennarasam- kvæmt undanfama mánuði. band Islands og Hið íslenska kennarfélag væru aðilar að banda- laginu, en samningar BHM giltu fyrir HIK út þetta samningstíma- bil, þannig að samningurinn í gær næði því einungis til Kennarafélags íslands. Indriði sagði að fjármála- ráðherra hefði í febrúar sl. ákveðið að greiða félögum í KÍ sömu laun og kennurum í HÍK. Það hefði ver- ið gert frá þeim tíma, og þessi samningur væri nánast orðrétt eins og samningur BHM við fjármála- ráðuneytið var, þannig að hann fæli ekki í sér neina launabreytingu hjá kennurum, heldur væri nú form- legur samningur kominn á á milli aðila um það sem hefði verið fram- Indriði sagði að samninganefnd fjármálaráðuneytisins liti þannig á, að Bandalag kennara með þessum samningi hefði þar með samþykkt að ganga inn í þá sérkjarasamninga sem gerðir hefðu verið við kennara innan BHM. Hér væri um þá stefnu að ræða, að samræma kjör kennara að öllu leyti, þannig að ekki yrði skapað neitt misræmi á milli kenn- arahópanna á samningstímabilinu. „Við lítum því þannig á, að með því að ganga til aðalkjarasamnings feli það í sér, að kennarar muni fallast á meginlínuna í sérkjara- samningunum, eins og niðurstaða þeirra varð hjá Kjaradómi, um kjör kennara í HIK,“ sagði Indriði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Stofnun Lindar hf. kynnt á blaðamannafundi í gær. Við borðsendann eru fulltrúar Banque Indozues, Christian Minzolin og Jean Pierre Molin og siðan Þorsteinn Ólafsson, Geir Magnússon og Þórður Yngvi Guðmundsson. Samvinnubankinn, Samvinnusjóðurinn og frönsk bankasamsteypa: Grafningur: Innbrot í sumarbústaði Vart hefur orðið við innbrot í sumarbústaði í Grafningi. Eigendum sumarbústaða á þessu svæði er bent á að huga að bústöð- um sínum, hvort þar hefur verið farið inn og dyr og gluggar ef til vill skildir eftir opnir. Verði fólk vart við að umgangur hafi verið við bústaði þess, er það vinsamlegast beðið um að láta lögregluna á Sel- fossi vita strax. Stofna nýtt fjármögn- unarfyrirtæki, Lind hf. SAMVINNUBANKI íslands hf., Samvinnusjóður íslands hf. og Banque Indosuez í Frakklandi stofnuðu í gær fjármögnunarfyr- irtækið Lind hf. Meginhlutverk fyrirtækisins er að stunda kaupleiguviðskipti og fjármögnunarleigu á íslandi, en fé- laginu er jafnframt ætlað að veita lán og ábyrgðir, bæði áhættulán og fjárfestingarlán, að veita fjár- málaþjónustu fyrir innlend og erlend fyrirtæki og stuðla að við- skiptatengslum og samböndum milli innlendra og erlendra fyrir- tækja. Til að byija með mun fyrir- tækið einbeita sér að íjármögnunar- leigu og kaupleigusamningum, en síðar snúa sér að öðrum verkefnum. Hluthafar hafa ákveðið, til að byija með, að fjárfesta 110 milljón- ir króna í fyrirtækinu, í formi hlutafjár og víkjandi hluthafaláns. Stjóm fyrirtækisins er skipuð fimm mönnum: Af hálfu Banque Indosuez era það þeir Jean Pierre Molin, bankastjóri aðalbankans í París, og Philippe Wauquiez, yfir- maður bankans á Norðurlöndum. Af hálfu Samvinnubankans og Samvinnusjóðsins, Erlendur Ein- arsson, formaður bankaráðs Samvinnubankans, Geir Magnús- son, bankastjóri Samvinnubankans, og Þorsteinn Olafsson, stjómarfor- maður Samvinnusjóðsins. Sérstök stjómamefnd hefur verið skipuð, sem tekur ákvarðanir á milli stjómarfundaT í stjómarnefnd- inni eiga sæti þeir Geir Magnússon, Christian Minzolini, sem eryfirmað- ur Banque Indosuez í Danmörku og á íslandi, og Þórður Ingvi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Samvinnusjóðsins, en Þórður mun samhliða því starfí gegna starfí framkvæmdastjóra Lindar fyrst um sinn. Hið nýja fyrirtæki mun njóta sérfræðilegrar aðstoðar Locafrance, sem er fjármögnunar- fyrirtæki í eigu Banque Indosuez- samsteypunnar. Samvinnubankinn mun veita fyr- irtækinu ýmsa þjónustu; húsnæðis- aðstöðu, starfslið að híuta, tölvu- og bókhaldsþjónustu o.s.frv. Ætl- unin er, að fljótlega bætist annar fastur starfsmaður við fyrirtækið auk Þórðar. Banque Indosuez er með stærstu fjármálafyrirtækjum í Frakklandi og einn af hundrað stærstu bönkum heimsins. Bankinn starfar í um 65 Iöndum heims og hefur stofnað fjár- mögnunarleigufyrirtæki víðs vegar um heim. Áætlað er að Lind hf. taki form- lega til starfa í lok ágúst eða byijun september. É. GÆDINGARNIR FRA MITSUBISHI 1987 ERU AÐ KOMA ...oghafa aidrei veríö betrí nn HEKLAHF 1 " 1 Laugavegi 170-172 Simi 695500 ' S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.