Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 19
;im*i jMHj. KV fliJOAO'IHtVyiN! (3HIA tíjJílHQM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUU 1986 Sigurvegaramir á íslandsmótinu í svifflugi. T.v. Eggert Norðdahl sem varð i öðm sæti og hinn nýbakaði Islandsmeistari, Steinþór Skúlason. „ Aldrei lent í öðru eins uppstreymi“ — segir Steinþór Skúlason nýi íslandsmeistarinn í svifflugi NÝBAKAÐUR íslandsmeistari í svifflugi, Steinþór Skúlason, er 27 ára gamall verkfræðingur frá Reykjavík. Hann hefur stundað svifflug í tíu ár og á að baki lið- lega 200 flugstundir. Steinþór hefur einu sinni áður keppt á íslandsmeistaramóti í svifflugi og varð þá fjórði í röðinni. Sviffluga Steinþórs er af gerðinni Club Libelle, TF-SIS, og festi hann kaup á henni fyrir skömmu ásamt félaga sínum, Magnúsi Inga Óskarssyni. Náði Steinþór aðeins að æfa sig á hinni nýju flugu í tvær klukkustundir fyrir mótið. „Tveir tímar eru ekki mikil æfíng á nýja svifflugu en samt tokst mér að ná tökum á henni. Að sjálfsögðu spilar heppni stóran þátt í móti sem þessu svo það er erfitt að segja fyrir um hæfileikana," sagði íslandsmeistar- inn. — Er þér eitthvað minnisstætt frá mótinu? „Já, tvennt óvenjulegt henti mig. Hið fyrra var að ég varð að lenda við Búrfell eftir að hafa flogið upp að stíflunni og til að koma flugunni yfir á eina í nágrenninu varð að stífla hana. Vil ég nota þetta tæki- færi og þakka starfsmönnum Búrfellsstöðvarinnar fyrir aðstoðina og velviljann í því sambandi. Svo var það í síðasta fluginu að ég fékk mesta uppstreymi sem ég hef lent í. Ég náði 2 þúsund metra hæð og var það lengsta flug móts- ins, samtals 126 km, sem tók rúma fjóra tíma. Þennan síðasta dag voru svifflugsskilyrðin alveg sérstaklega góð og fengum við allar tegundir af uppstreymi, bylgjuuppstreymi, hlíðaruppstreymi (hang) og hita- uppstreymi. Uppstreymið fór upp í 15 metra á sekúndu en það jafngild- ir 54 km lóðréttum hraða,“ sagði Steinþór Skúlason að lokum. - G.Þ. Texti: GUNNAR ÞORSTEiNSSON Myndir: ÓLAFUR BRAGASON Ferðaskrifstofa ríkisins: Eigum engan þátt í siglingum Smyrils Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Ferðaskrifstofu ríkisins: Vegna misskilnings sem vart hefur orðið hjá almenningi, vill Ferðaskrifstofa ríkisins koma því á framfæri að hún á engan þátt í leigusiglingum mf. Smyrils milli lands og Eyja um verslunar- mannahelgina. Enda skal það tekið fram að Strandfaraskip landsins, sem eiga mf. Smyril, og Smyril-Line, sem á mf. Norröna, er sitt hvort fyrirtækið. Ferðaskrifstofa ríkis- ins er aðalumboðsaðili Smyril- Line á íslandi en Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja hefur leigt mf. Smyril til siglinga þessa einu helgi. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans!__________ r~il Langferðabíll . valt í Grafningi LANGFERÐABÍLL valt á þriðjudagsmorgun við Nesja- velli í Grafningi. 21 maður var í bilnum og voru tvær konur fluttar á slysadeild. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi er vegurinn á þessum slóðum nýlegur og mjög laus í sér. Langferðabíllinn fór fullutar- lega í kantinn með þeim afleið- ingum að hann sprakk undan bílnum. Bíllinn var á lítilli ferð og var nánast stopp, þegar hann valt. 18 útlendingar og 3 íslend- ingar voru í bflnum. Þ ví verður ekki mótmælt íslendingar eru skrifandi þjóð ogþeirskrifa vel Fjórtán höfundar dagsins í dag í einni bók Smásögur Listahátíðar 1986 Allt úrvalssögur valdar úr 370 smásögum um samtimann, sem sendar voru til þátttöku i smásagnasamkeppni ListahátiÖar 1986. Þarámeöalþœrþrjár sögur sem hlutu verölaun — allar ötviræö listaverk 1. verðlaun lcemaster eflir Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöfund 2. verðlaun Afmæli eftirGuðmundAndra Thorsson bókmenntafrceðing J. verðlaun Sunnudagur eftir ÚlfHjörvarþýðanda Ólafur Haukur Simonarson rilhöfundur Sveinn Einarsson fv. þjóöleikhússljórí. ríthöfundur Aðrir höfundar sem eiga sögur í bókinni: Gunnar Þorsteinn Halldórsson háskólanemi Svava Jakobsdóttir rithöfundur Steinunn Jóhannesdóttir leikarí Helgi Már Barðason háskólanemi Hrafnhildur Valgarósdóttir kennari. barnabókahöfundur Sumir þessara höfunda hafa aldrei birl eftir sig skáldskap áður Smásögur Listahátíðar ’86 Úrvalssögur um íslenskan samtíma Almenna bókafélagið AUSTURSTRÆTI 18, SÍMI 25544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.