Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 47 Mjólkurbikarinn: Valur áfram en Víkingur úr leik VALUR vann Víking 3:0 í gœr- kvöldi í 8 liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppni KSÍ og voru öll mörkin skoruð síðasta stundar- fjórðung leiksins. Leikurinn fór fram á Valbjamarvelli f úrhellis- rigningu að viðstöddum rúmlega 500 áhorfendum. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Leikurinn einkenndist af baráttu, þar sem Valsmenn sóttu heldur meira, en Víkingar reyndu skyndisóknir af og til. Besta marktækifærið í fyrri hálf- leik átti Hilmar Sighvatsson, Valsmaður, á 36. mínútu. Gylfi Rútsson bjargaði góðu skoti Hilm- ars á marklínu, en áður hafði Kristinn Arnarsson, markvörður Víkings, stöðvað þunga sókn Vals- manna án þess að halda knettin- um, sem barst út til Hilmars. Besta tækifæri Víkinga átti Andri Marteinsson á 43. mínútu, en hann skallaði beint á Guðmund Magnússon, markvörð Vals, eftir langt innkast. Baráttan hélt áfram í seinni hálf- leik og um miðjan hálfleikinn misnotuðu Valsmenn tvö ágæt marktækifæri. Þegar stundarfjórð- ungur var eftir stytti upp og þá Stórt hjá Fylki FYLKIR vann sætan sigur á Ár- menningum á Gervigrasinu í gærkvöldi er liðin mættust í 3. deijdinni. Fimm mörk gegn einu. Ármenningurinn Smári Jósa- fatsson skoraði strax á fyrstu mínútunum beint úr aukaspyrnu stórglæsilegt mark en síðan áttu Árbæignar leikinn. Fyrir þá skor- uðu Anton Jakobsson, Brynjar Jóhannsson og Óskar Theodórs- son gerði þrjú mörk. Handknattleikur: Hans í KR? „ÞAÐ BENDIR allt til þess að ég leiki með KR næsta keppnistíma- bil og ef af verður geng óg frá félagaskiptunum á morgun (í dag, innsk. blm.),“ sagði Hans Guð- mundsson í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins f gærkvöldi. Sem kunnugt er lék Hans með Maritim á Tenerife síðasta tímabil, en þar áður ávallt með FH. „Það PING' puttera (margar gerðir) PING' kylfuhlífar PING' P°ka (margar gerðir) Kerrur. Islen£r/ffl Ameríska Tunguhálsi 11, sími 82700 komu mörkin. Ámundi Sigmundsson skoraði fyrsta mark leiksins af stuttu færi á 75. mínútu. Sigurjón Kristjáns- son fékk stungusendingu inn fyrir vörn Víkings, en Kristinn mark- vörður varði í horn. Víkingum mistókst að hreinsa eftir horn- spyrnuna, Ársæll Kristjánsson, aðþrengdur af Víkingum, náði að skalla til Ámunda sem skoraði eins og fyrr sagði. Víkingar lögðu sem von var áherslu á sóknina eftir markið á kostnað varnarinnar. Þeim tókst samt ekki að skora, en það gerðu Valsmenn tvívegis á síðustu mínút- um leiksins eftir skyndisóknir. Ámundi skoraði annað markið og Hilmar Sighvatsson innsiglaði sig- urinn með þrumuskoti eftir skalla- sendingu frá Ámunda. Lið Vals var jafnsterkt, en hjá Víkingum bar mest á Kristni Arn- arssyni, Andra Marteinssyni og Elíasi Guðmundssyni. S.G. Morgunblaöiö/Þorkell • Ámundi Sigmundsson skoraði tvfvegis gegn sfnum gömlu félögum íVíkingi er Valsmenn unnu þá 3:0 í Mjólkurbikarkeppninni f gærkvöldi. er gott að breyta til og reyna eitt- hvað nýtt og ég hef sagt stjórnar- mönnum Handknattleiksdeildar FH frá væntanlegum félagaskipt- um yfir í KR,“ sagði Hans. Víst er að Hans Guðmundsson mun styrkja lið KR mikið, og ef fer sem horfir, má búast við að liðið verði í toppbaráttunni í 1. deild næsta vetur undir stjórn nýs þjálf- ara, Ólafs Jónssonar. Stórleikur MJÓLKURBIKARINN KOPAVOGSVOLLUR Breiðablik I.A. í kvöld kl. 20.00. Kópavogsbúar fjölmennið á völlinn og styðjið liðið ykkar. SPORTBUÐ KÓPAVOGS Hamraborg 22 Sími 641000 Búðin sem Blikar versla í ■ ■ * Breiðablik í umbro BYKO w MJÓLKURBIKARKEPPNI adidas GROHE KR-völlur í kvöld kl. 20.00. K.R.-FRAM SKULAGATA 30 Töivupappír i7m formprent Þvottahúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.