Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 37 um hvötum yfirsterkari. Og gamli Skúli varð að skipta um skoðun, einbeitni sonar hans sýndi honum ótvírætt hvert krókurinn beindist. Þegar sonurinn innan við tvítugt fær neitun föður síns um bát og mannaforráð á vertíð undir Jökli, segir þetta seinþroska ungmenni: „Eg skal samt." Fær sér leigðan bát og ræður sér háseta og leggur af stað. Móti slíkri einbeitni treyst: ist hinn gamli, htjúfi sæúlfur ekki og lét svo vera. Það var upphaf yngra Skúla, mannsins sem faðirinn hafði ætlað það hlutverk að dunda við bókband þegar bræður hans sóttu fram til stórra átaka og jafn- vel kepptu við föður sinn í hinu mikla tafli. Þo ætla ég að enginn sonanna hafí stigið honum fyllilega í spor, og voru þeir þó úrvalsmenn í breiðfirskri sjómennsku." Þessi afi minn var, eins og feður hans, mikill afkasta- og ákafamað- ur til orðs og athafna, eins og svo margir af þessari ætt, — bæði fýrr og síðar, að því sagt er. Þær eyjur, sem einna mest ber á, eru Klakkeyjar eða Dímonar- Myndin er tekin úr flugvél og er horft i austur yfir Helgafell og inn í Hvanuns- fjörð. Fremst er Helgafells- vatn og Helgafell. Þar sem eyjamar eru þéttastar er Brokey. Hægra megin er Skógaströndin en handan fjarðarins til vinstri er Fells- ströndin. sjó nema um lægstu fjörur eða alls ekki. Aðeins sjást bylta sér á því rauðbrún, þrekvaxin þarablöð sem gefa til kynna það sem undir býr. Grunn eru sketja hættulegust. Allir sjómenn kannast við grunnbrot og vita hve hættuleg þau geta verið. Grunn getur verið allstórt að flatar- máli. „Skerið er hró“ Fjöldi sagna í og við Breiðafjörð bera vitni um „viðskipti" manna og skeija, ef svo má að orði komast. Þjóðkunn er sagan um Staðarhóls- Pál Jónsson, en Staðarhóll er í Saur- bæ við Gilsfjörð. Páll var eitt sinn á ferð um sjó til Bjameyja að sækja föng sín á nýju skipi, en sumir segja að hann hafi komið undan jökli með skipið hlaðið. Samhliða honum sigldi óvild- armaður hans einn, sem ekki er nafngreindur, og kom til kappsigl- ingar með þeim. Sker var á vegi, sem beita þurfti fyrir. Einn háseti Páls varaði hann við, en Páli þótti krókur að sneiða fyrir skerið og kvað: Ýtar sigla austur um sjó öldujónum káta. Skipið er nýtt, en skerið er hró, og skal því undan láta. Litlu síðar bar þá á skerið og fórust þá nokkrir, einn eða fleiri. Kom þar að hitt skipið og spurði formaðurinn Pál: „Viltu þiggja líf, Páll bóndi?" Páll svaraði: „Gerðu hvort sem þér þykir sóma betur." Voru þeir þá teknir af skerinu, en Páll settist aftur á bak á hnýfil, sneri baki fram, hafði báða fætur útbyrðis og sat svo til lands. Þegar í land var komið gekk Páll að for- manninum, laust hann kinnhesti og gaf honum 20 hundruð í jörð með þeim orðum, að hið fyrra væri fyrir spuminguna, en jörðin fyrir björg- unina. Hér er önnur saga um sker. Prestur nokkur varð lasinn á sjó sem margan góðan manninn hefur hent. Honum var boðið austurtrog til að skíta í, en þótti sér með því óvirðing gerð. Síðan spjó hann og skeit í hempuna sína, kastaði henni svo upp á sker við leiðina og kvaðst gefa hana Ægi kóngi. Hún væri hæfíleg gjöf til hans, þeim hefði aldrei fallið vel. Síðan heitir skerið Hempa. Sagt var um Jón Eggertsson bónda í Hergilsey (1784-1839), að hann hafi átt erindi til Flateyjar og hafði að hásetum tvo stráka, dálítið pörótta, er hann hafði tekið í fóst- ur. Þeir komu einhveiju sinni sem oftar að skeri er Baula nefnist og er á leiðinni milli Hergilseyjar og Flateyjar. Jón sagði strákunum, að hann sæi selkóp liggja á skerinu. Bað þá að fara úr bátnum og drepa hann. Strákamir láta ekki segja sér það tvisvar, því strákar hafa jafnan gaman af því að stympast við seli, en þegar þeir vom komnir upp á skerið, ýtir karl bátnum frá og sigl- ir til Flateyjar. Lauk hann þar erindum sínum og hélt síðan heim á leið. Þegar hann kom að Baulu á bakaleiðinni stóðu strákamir þar hálfdauðir úr kulda og viti sínu íjær af hræðslu því sjór var fallinn und- ir þá. Jón tók þá vitanlega í bátinn og bað þá að minnast þessarar hirt- ingar og vera nú þæga og auðsveipa eftirleiðis svo ekki þyrftu þeir fleiri slíkar hirtingar að halda. Lofuðu þeir góðu um það og efndu vel. Af nokkrum merkiseyjum Flatey á Breiðafirði tilheyrir Austur-Barðastrandarsýslu og er stærst eyja í firðinum. Þar var lög- giltur verslunarstaður árið 1777 og allt frá því á miðöldum var þar tals- verð verslun. Helgafellsklaustur var úti í Flatey áður en það var flutt upp í Helgafellssveit. Enn heita Klausturhólar í Flatey. Margt merkismanna er frá Flat- Fagurey. Þar dó Sturia Þórð- arson. Litlu eyjamar vinstra megin eru Enghólmi og Torf- hólmi. Efsttil vinstri grillir í Stykkishólm og Ljósufjöll. ey. Þorvaldur Thoroddsen, fyrsti jarðfræðingur íslendinga, fæddist þar árið 1855. Systurnar Herdís Andrésdóttir og Ólína Andrésdóttir vom úr Flatey. Matthías Jochums- son starfaði þar sem unglingur, Gísli Konráðsson bjó þar svo nokkur dæmi séu nefnd. Loks er þess að geta að Brynjólfur Sveinsson biskup fékk að gjöf í Flatey fomrit nokk- urt, sem alla tíð hefur verið við eyjuna kennt, Flateyjarbók. Margt er að sjá í Flatey og hafa ferðamenn þar iðulega viðdvöl í einn eða tvo daga á ferð sinni yfír Breiðaíjörð. Fagurey tilheyrir Stykkishólms- hreppi. Eyjan er lág en nokkuð stór. Þar var búið fram á þessa öld. Þar bjó hinn frægi sagnaritari Sturla Þórðarson og lést þar, væntanlega saddur lífdaga. Eftir Sturlu er Is- lendingabók, mikið rit og fróðlegt um samtímaatburði hér innanlands. Ekki er úr vegi að geta þess, að föðurætt þess, sem þetta ritar, er úr Fagurey. Margt merkilegra tengist þó Fagurey, en geta má einnar smásögu. Jens Hermannsson segir í bók sinni Breiðfirskir sjó- menn frá Skúla Skúlasyni í Fagurey og syni hans, sem einnig hét Skúli. Sá fæddist 1874. „Sagt var að hann hafi verið seinþroska, og hafi foður hans ekki litist hann líklegur til harðræða og stórra átaka á sjónum. Kom hann honum því til bóknáms til Þorvaldar Sívertsen í Hrappsey. Skúli var list- fengur að eðlisfari og sýndist því fara vel á þessari ráðstöfun, en sjó- mannseðlið mátti sín meira og þráin til sjómennskunnar varð öllum öðr- Horft yfir á Fellsströnd. Hæstu eyjamar fyrir miðri mynd eru Klakkeyjar. Hægra megin við þær er Hrappsey og fjær Purkey. klakkar. Þeir eru keilulaga og um 71 m yfir sjávarmál. í Klakkeyjum er sá vogur sagður vera sem Eirík- ur rauði leyndi skipi sínu í meðan hann bjó sig til Grænlandsferðar. í Eiríkssögu segir að þá hafi verið svo mikill skógur að limar tijánna hafi slútt yfír skipið í vognum. Það þykir nú heldur ótrúlegt. Ein kunnasta eyjan á Breiðafirði er án efa Hrappsey, sem talin var hér áður fyrr til höfuðbóla landsins. Þar stofnaði olafúr Olavius prent- smiðju árið 1773 og var það fyrsta prentsmiðjan í eigu annarra en kon- ungs eða kirkju. Bóndinn í Hrapps- ey, Bogi Benediktsson, lagði fé í prentsmiðjuna, en hann var auðug- ur mjög. Nefna má að í Hrappsey var fyrsta fslenska tfmaritið prent- að, en það var „Islandsk Maan- edstidender". Árið 1794 var prentsmiðja seld Landsuppfræð- ingafélaginu og flutt suður í Leirárgarða. Fleiri eyjur á Breiðafirði skyldi nefna hér því vart er sómasamlegt að nefna svo fáar. Þessi grein er þó fyrst og fremst ætluð til kynn- ingar á því landslagi sem í Breiða- firði er. Þess má hér geta að ferðafélagið Útivist hefur hug á að taka upp fleiri ferðir í Breiðafjarð- areyjar, en þetta ferðafélag hefur á undanfömum árum haft nokkrar ferðir í Purkey á dagskrá sinni. Höfundur starfar sem sjálf- stæður blaðamaður og hefur skrifað undanfarin tvö ár um innlend ferðamál í Morgun- blaðið. Hann var stofnandi og fyrsti ritstjóri tímaritsins Afanga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.