Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 15 Lárus H. Grímsson Tönlist Jón Ásgeirsson Tjaldtónleikahald á íslandi er trúlega ekki besti kosturinn, því þegar „kvölda tekur og sest er sól“ getur orðið býsna kalt, sér- deilislega þegar hreyfír vind. Nú, þrátt fyrir nokkurt kul, var býsna góð stemmning á tónleikum þeim er helgaðir voru flutningi á verk- um eftir Lárus H. Grímsson, á N’art hátíðinni. Flutt voru fjögur tónverk eftir Lárus og eitt þeirra frumflutt. Flytjendur voru Guðni Franzson, Þóra Stína Johansen og Wim Hoogewerf. Tónleikamir hófust á „Slúðurdálkinum" sem er fyrir einleiks klarinett. Guðni Franzson flutti þetta skemmtilega verk með glæsibrag. í þessu verki byggir Lárus aðeins á lagferlinu en í næsta verki, sem er „hreint" rafverk og heitir „... og þá riðu hetjur um héruð", vinnur hann meira með blæbrigði og skiptingu þeirra til og frá um tónsviðið. Nýtt verk sem ber nafnið, „By the skin of my teeth", er samið fyrir hljóðgerfíl, sembal og segulband. Þóra Stína Johansen lék á hljóð- gerfilinn og sembalinn, eins og um tveggja hljómborða orgel væri að ræða en höfundurinn stjómaði segulbandinu. Margt skemmtilegt bar fyrir eyru í þessu verki og tekst Lárusi oft að byggja upp hljómmikinn og ábúðarfullan hljómbálk. Það sem mætti gagn- rýna er, að hljóðrænn samruni er oft á tíðum of mikill, þannig að á köflum rennur allt saman, sem getur stundum verið áhrifamikið, en er einhæft í gerð ef ekkert mótvægi er í aðgreiningu hljóð- Lárus H. Grímsson anna. Síðasta verkið var „Eitt sinn poppari, ávallt poppari" og í þessu skemmtilega verki, er Þóra Stína og Wim Hoogewerf fluttu mjög vel, mátti heyra leikið með hljóð- Guðni Franzson fallshugmyndir og einstöku stef er gægðust fram úr hljómmiklum tónbálkinum. Lárus H. Grímsson sækir fast á brattann af alvöru og listrænum metnaði og ef Þóra Stina Johansen Wim Hoogewerf marka má aðsóknina, telja margir sig eiga erindi við tónlist hans, sem mótuð er af nýjum viðhorfum til tónmyndunar og sérstæðri sýn hans yfír samfélagið í dag. Tvíleikur á píanó Tónlist Jón Ásgeirsson Hjónin Ulf og Lefki Lindahl léku á N’Art-hátíðinni fjórhent á píanó verk eftir Dorcas Norre, Erik Blomberg, Maurice Karkoff, Rune Wahlberg, Emil Sjögren og Edward Grieg. Ýmislegt kann að valda því að fjórhent píanóspil hefur staðið höllum fæti gagnvart einleik á píanó, sérstaklega vegna þess að mikið er til af slíkum út- færslum sem unnar eru upp úr hljómsveitarverkum og erfíðum einleiksverkum fyrir tvo að fást við, í stað eins í frumgerðinni. Þó nokkuð mun vera til af sérsam- inni tvíleikstónlist á eitt píanó. Til eru svo samleiksverk þar sem leika skal á tvö píanó og gegnir þar nokkru öðru máli varðandi tæknikröfur. Ulf og Lefki eru ágætlega samæfð og flytja við- fangsefni sín mjög skýriega. Ekki getur efnisskráin talist mjög viða- mikil og ræður þar ef til vill nokkru að þau eru sérstaklega valin úr safni norrænna höfunda. Tónlist Norre er sæt en ákaflega sviplaus og sömuleiðis verk Blom- bergs. Austrænar myndir eftir Karkoff er vel gerð tónlist og á köflum glæsileg, þar sem heyra mátti skarpari svipbrigði en í fyrri verkunum. Tvö dansverk eftir Wahlberg eru hálf syfjaðir slagar- ar sem misst hafa alla áorkan, jafnvel sem skrumskæling á dans- lögum. Tvö síðustu verkin eru eftir rómantísk tónskáld er lifðu manndómsár sín á síðari hluta nítjándu aldarinnar, Sjögren og Grieg. Hátíðarpólonesan eftir Sjö- gren er ekki sem verst en síðustu verkin, sem voru útfærslur Griegs sjálfs á lögum úr Pétri Gaut, eru „náttúrulegar perlur", þar skera sig úr snjallar tónhugmyndir er halda sér út allt verkið. Tchaik- ovsky sagði eitt sinn um tónlist Hjónin Lefki og Ulf Lindahl. Wagners, að hann hefði „kyrkt laglínuna" og má með sanni segja að svo sé háttað um vinnuað- ferðir margra er eiga ekki annars kost en að yrkja „dulið". Beet- hoven tekst að nota mjög ein- faldar tónhugmyndir og byggja upp af þeim stórbrotinn tónbálk, án þess að einfaldleiki hugmynd- anna glatist. Þetta er að nokkru talið skýra þá staðreynd hvers vegna verk hans heilla jafnt lærða sem ólærða. Tónhugmyndir Griegs eru oft mjög snjallar í ein- faldleika sínum og honum tekst að halda tónferli þeirra hreinu, en glatar þeim ekki í hönnun verksins. Það má segja að sum verkin á fyrri hluta efnisskrárinn- ar hafí jafnvel ekki verið byggð á neins konar tónhugmyndum, heldur aðeins verið tónræn hönn- un fyrir fjórhentan píanóleik. Hjónin Ulf og Lefki Lindahl léku aukalög og völdu sér þá viðfangs- efni samin utan Norðurlanda og mátti þar vel heyra að þau kunna svo vel til verka að vel mætti una sér við að hlýða á. Að fortíð skal hyggja Békmenntir Erlendur Jónsson Sagnir 96. bls. 7. árg. 1986. Sagnir er rit sagnfræðinema við háskólann og er efnið mestanpart tekið saman af þeim, »oftast náms- ritgerðir sem þeir hafa endurunnið fyrir birtingu,« eins og segir í inn- gangi. Mikið er borið í rit þetta og sýnist fátt til sparað. Fyrst eru þijár stuttar ritgerðir um efni frá Sturlungaöld. Sturl- unguáhugi hefur löngum verið mikill á landi hér og fer ekki dvínandi. Enda eru menn og at- burðir, sem frá er sagt í Sturlungu, kjörið rannsóknar- og íhugunarefni því þar er sagt nákvæmlega frá sumu en aðeins tæpt á öðru sem okkur fysti þó ekki síður að vita. Svo er t.d. um hertækni á 13. öld sem Axel Kristinsson fjallar meðal annars um í þættinum Hveijir tóku þátt í hernaði Sturlungaaldar? Tilgátur Axels eru athyglisverðar en þyrftu að skoðast betur. Kvennasaga fær líka sitt rúm í riti þessu því næst fara þijár grein- ar þess efnis, og þá fyrst og fremst skyggnst til stöðu kvenna í sam- félagi fyrri alda. Höfundarnir eru konur. Þó kvennabarátta samtíðar- innar marki ekki beint svipmót greinanna leynir sér ekki að efnið er skoðað út frá nútímasjónarmiði með jafnrétti kynjanna að leiðar- ljósi. Baðstofan heitir þáttur eftir Elí- as Bjömsson. Þar er drepið á sögu baðstofunnar, mismunandi gerðir, byggingarlag og fleira. Einnig ræð- ir Elías um uppruna baðstofunnar og kenningar þar að lútandi, og að sjálfsögðu líka um orðið »baðstofa«. Eða er ekki kynlegt að Islendingar skyldu kalla aðalvistarveru sína »baðstofu« einmitt á þeim öldum þegar hreinlæti var í lágmarki og síst tök á að baða sig? Hvemig mátti slíkt verða? Af tilgátum þeim, sem Elías minnist á, þykir mér orkukreppukenningin sennilegust: Við lok miðalda gerðist hér nefni- lega allt í senn: Húsakynni minnka, loftslag kólnar og eldivið þrýtur vegna þess að skógar em þá víða eyddir. Svo gerist það einn ískaldan vetrardag að fólkið á bæ einum flyt- ur sig inn í litlu gufubaðstofuna því hana er hægast að hita upp. Atvik- ið endurtekur sig nógu oft og víða til að öðlast hefð í meðvitund þjóð- arinnar. Þegar svo gufubaðstofan hverfur úr sögunni færist baðstofuheitið ósjálfrátt yfir á aðalvistarvemna? Erfitt mun að sanna getgátu þessa. En hún er að minsta kosti ekki íjar- stæðari en hvað annað. Drepsóttir á 15. öld nefnist rit- gerð eftir Kristínu Bjamadóttur. Það er í sjálfu sér talsverð þolraun fyrir sagnfræðinema að glíma við 15. aldar efni því margt er á huldu um tímabil það. Eða hver var í raun þessi svartidauði? Drepsótt eins og þær sem geisað höfðu í Evrópu öld- ina á undan? Eða skæð inflúenza? Um það hafa fræðimenn síst verið á einu máli. Kristín leitast við að skera úr því og tekst það að mínu mati vel. Hún kemst að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir allt hafí svarti- dauði ekki markað þau spor sem ætla mætti í þjóðlíf Islendinga. Kjarnorkuvopn á íslandi? er fyrirsögn þáttar eftir Þorlák A. Jónsson. »Er það hugsanlegt, þrátt fyrir yfírlýsingar íslenskra stjóm- valda, að á íslandi séu geymd kjamorkuvopn? Tengist Island kjamorkuherafla NATO að meira eða minna leyti? Er atómstöð á Miðnesheiði?« Þannig spyr höfund- ur. En fátt verður um svör framar því sem áður hefur verið sagt um mál þetta. Geta hugleiðingar Þor- láks því vart skoðast annað og meira en framhald þeirra frétta- skýringa sem fjölmiðlar fluttu um efnið á sínum tíma. Helgi Kristjánsson ritar þáttinn Verkfallið 1955. Rekur hann fyrst stjómmálalegan aðdraganda þess en lýsir síðan þessu sex vikna verk- falli sem mörgum varð síðar minnisstætt. Að lokum var samið um hækkað kaup og atvinnuleysis- tryggingar. Á þessum tímum máttu verkföll heita hér árviss viðburður, oftast nokkuð löng. Góður vinnu- friður ríkti um sama leyti annars staðar á Norðurlöndum. Hver var þá orsök hinna tíðu, löngu og harð- vítugu vinnstöðvana hér? Var undirrótin efnahagsleg? Eða mátti ef til vill rekja þetta til pólitískrar spennu kalda stríðsins innanlands og utan? Eða vom íslendingar ekki undir það búnir að stjóma sér sjálf- ir? Verðugt væri að sagnfræðingar reyndu að skyggna þetta allt og skoða efnið í víðtæku samhengi. Loks em skoðanaskipti þeirra Helga Skúla Kjartanssonar og Ólafs Ásgeirssonar um Jón Baldvinsson og þá einkum eitt tiltekið atriði í stefnu Jóns: að vilja efla byggð í sveitum landsins þannig að verka- menn af mölinni gætu í einhveijum mæli snúið þangað á ný. Má af þessu draga þá ályktun að Jón hafí ef til vill verið íhaldssamur? Eða vildi hann með þessu treysta til frambúðar samstarf Alþýðuflokks og Framsóknarflokks sem yrðu þar með leiðandi afl í íslenskum stjóm- málum líkt og sósíaldemókratar urðu einir á Norðurlöndum? Víst er þetta tilvalið ágreiningsefni þar sem niðurstöðu er seint að vænta. Ekki þarf lengi að fletta blöðum frá því fyrir stríð til að komast að raun um að framsóknarmönnum var þá verr við fátt en »flóttann úr sveitunum«. Líka er hárrétt eins og fram kemur í þætti Ólafs að smábændur töldu sig fremur eiga samleið með efnaðri stéttarbræðr- um en daglaunamönnum á mölinni. Og meir en svo þvi landbúnaðar- verkamenn (vinnumenn, vinnukon- ur) fylgdu húsbændum sínum dyggilega á pólitíska sviðinu. Fram- sóknarmenn vissu mætavel af reynslunni að hvert atkvæði, sem fylgdi »flóttanum«, væri þeim þar með endanlega glatað. Var þá ekki rökrétt að álykta að alþýðuflokksmaður í höfuðstaðnum hugsaði að sínu leyti eins — að hvert atkvæði, sem þaðan flyttist í sveitina, væri þar með horfíð flokknum? Og í framhaldi af því hugsaði Jón Baldvinsson ekki um veg og vanda síns flokks; eða var hann bara fram- sóknarmaður undir niðri? Svo einfalt getur mál þetta varla hafa verið í eðli sínu. Taka verður með í dæmið að á þessum árum var lit- ið svo á sveitimar yrðu enn um langa framtíð burðarás þjóðfélags- ins. Kaupstaðarbúar voru langflest- ir gamlir sveitamenn og hugurinn ennþá heima í sveitinni. Sú skoðun náði líka langt. út fyrir raðir fram- sóknarmanna að héldi höfuðstaður- inn áfram að vaxa von úr viti endaði það með almennri neyð þeg- ar sveitimar gætu ekki lengur séð þéttbýlinu fyrir matvælum. Afleið- ingamar yrðu glatað sjálfstæði. Jón Baldvinsson gat naumast séð fyrir stríðsgróðann og nýsköpun atvinnulífsins eftir stríð. Síst er ætlunin að ganga á milli þeirra Helga Skúla og Olafs, enda margt að athuga í þessu sambandi, að minnsta kosti mun fleira en hér hefur verið drepið á. En ég giska á að meiningamunur þeirra stafí af því að þeir skoði efnið út frá tvenns konar mismunandi sjónar- homi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sagna er Sumarliði ísleifsson. í Auglýsingar f 22480 Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.