Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 2

Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Á myndinni sjást burðarbitar glerþaksins, sem mun gera jólainnkaupin mun hlýlegn fyrir Seltirninga og nágranna í framtíðinni. Glerþak yfir Eiðistorg Verktakafyrirtækið ístak er nú byrjað að reisa burðargrind glerþaks, sem byggja á yfir Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Reiknað er með, að grindin verði fullbyggð upp úr miðjum ágúst. Heitið glerþak er reyndar vill- andi. í fyrsta lagi verður grindin að mestu klædd ópallituðu plasti, en um 250 fermetrar í miðhluta þaksins verða úr venjulegu gieri. Er það til að veita sem mestri birtu yfír torgið og gefa vegfar- endum kost á að horfa upp í bláan himininn, þegar vel viðrar. í öðru lagi er ekki aðeins byggt þak yfir torgið, heldur verða einn- ig veggir á allar hliðar, svo að ekki mun gusta um fólk. Á þrem stöðum verða miklar rennihurðir, allt að 360 sm að breidd. Við torgið verða verslanir á þrem hæðum og bflastæði verða á tveim hæðum. Að austanverðu eru stallar og þar verða verslanir á jarðhæð. Torgið er alls um 1200 fermetrar að stærð. Ný áætlunarleið Flugleiða: Beint flug til Flórída í haust FLUGLEIÐIR hefja beint áætlunarflug til Flórída í haust. Frá 1. nóvember verður eitt flug í viku en eftir 20. desember flogið tvisvar í viku. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs, ákváðu Flugleiðir að bjóða „pakkaferðir" til Flórída fyrir ferðamenn í vetur vegna gengislækkunar dollarans. Hann bjóst við að flugleiðin myndi einnig höfða til Bandarikjamanna og Evrópubúa. Endanlegt verð fyrir sólarferðir hafa viðkomu á öðrum áætlunar- til Flórída liggur ekki fyrir. Sam- kvæmt útreikningum söludeildar Flugleiða mun flug og gisting á hóteli í eina viku í St. Petersburg kosta frá 25.000 krónum á mann. Hver vika umfram það kostar um 5.000 krónur. Flugfélagið ætlar einnig að bjóða upp á hagstætt verð á bílaleigubílum og gistingu í „Days-Inn“-hótelum á 65 stöðum í Bandaríkjunum. Sigfús sagði að farþegum yrði boðið upp á þann möguleika að stöðum Flugleiða vestanhafs. Áætlunarleiðin tengist Atlantshafs- fluginu, þannig að hægt verður að halda áfram til Norðurlandanna og Salzborgar, eða fljúga vestur á bóg- inn þaðan. Innkaupaferðir Banda- ríkjamanna á íslandi njóta vinsælda og hefur félagið þegar tekið við 3.000 pöntunum í ferðir í haust. Bjóst Sigfús við að áætlunarflugið tii Orlando myndi auka farþega- §ölda á leiðinni yfir Atlantshafíð. Kaupfélag Stykkishólms: Skuldir 15 milljónir króna umfram eignir? „VIÐ vorum beðnir um að reka verslunina á meðan á þessum greiðslustöðvunartíma stendur. Við keyptum vörubirgðir og tókum húsnæðið á Ieigu,“ sagði Tannlæknadeilan: Heilbrigðisráðheira hyggst gefa út nýja gjaldskrá FYRIRMÆLI Tryggingastofnunar ríkisins til Sjúkrasamlags Reykjavíkur um að stöðva um tíma endurgreiðslur á reikningum vegna tannviðgerða hafa valdið mörgum verulegum erfiðleikum. Heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, segist vona, að málið leysist fyrir næstu helgi, þar sem starfsmenn ráðuneytisins séu að semja nýja gjaldskrá fyrir tannviðgerðir. Lára Hansdóttir hjá Sjúkrasam- laginu sagði blaðamanni Morgun- blaðsins, að viðskiptavinum hefði verið sagt, að greiðslustöðvuninni yrði aflétt fljótlega, líklega fyrir helgina. Flestir hefðu tekið þessu óvenjulega ástandi vel, enda oftast um fremur smáar upphæðir að ræða. Þegar stórar upphæðir væru í húfi, gæti verið um veruleg óþæg- indi að ræða fyrir fólk, þar sem það hefði treyst því, að fá upphæðimar endurgreiddar samstundis. Nefndi Lára dæmi um nær 20 þúsund króna reikning fyrir tannréttingar, en samlaginu ber að greiða helming slíkra reikninga. í samtali við blaðamann í gær- kvöldi upplýsti Ragnhildur Helga- dóttir heilbrigðisráðherra, að í ráðuneytinu væri nú unnið af fullum krafti að gerð nýrrar gjaldskrár fyrir tannlæknaþjónustu, í stað þeirrar er féll úr gildi í desember síðastliðnum. Ekki kæmi til greina, að Tryggingastofnun greiddi reikn- inga, sem tannlæknar hefðu ritað í samræmi við svonefnda viðmiðun- argjaldskrá, er þeir gáfu út þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum við Tryggingastofnun, slíkt bryti í bága við lög. Ráðherrann sagði stefnt að því að ljúka gerð gjaldskrárinnar fyrir næstu helgi, enda mættu deilur tannlækna og stjórnvalda ekki bitna á almenningi. Ástæðuna fyrir því, að samninga- viðræðumar sigldu í strand fyrir nokkrum vikum sagði Ragnhildur hafa verið þá, að samninganefnd stjómvalda bað um frest til að at- huga gögn, sem henni hefðu borist um tilsvarandi samninga á hinum Norðurlöndunum. í fljótu bragði virtist kostnaður hins opinbera þar af tannviðgerðum talsvert lægri en hér, einkum sérfræðiaðstoð eins og tannréttingar. „Tannlæknar neituðu að gefa þennan frest og þar með slitnaði formlega upp úr viðræðunum. En jafnvel þótt ráðuneytið gefi einhliða út nýja gjaldskrá, er ekki þar með sagt, að ekki megi taka upp viðræð- ur við tannlækna á ný,“ sagði ráðherrann að lokum. Sigurgeir Steingrímsson, sem sit- ur í stjóm Tannlæknafélags ís- lands, sagði eðlilegast að þeir biðu með að tjá sig um ákvörðun ráð- herra þar til nýja gjaldskráin hefði verið gefin út. Húsavík: Atvinnulífið lamað vegna sumarleyfa ÖLL starfsemi Fiskiðjusam- lags Húsavíkur liggur niðri um 10 daga tímabil vegna sumarleyfa starfsfólks. Allt starfsfólk sem vinnur að fisk- verkun, bæði bolfisk og rækju, fór í frí síðastliðinn föstudag og kemur ekki aftur til vinnu fyrr en mánudaginn 11. ágúst. Smærri bátarnir em í veiði- banni, svo þetta kemur ekkert við þá, en dekkbátamir og rækjuskip verða að takmarka veiðar en hjá þeim hefur verið góð veiði undanfarið. Þeir hafa legið í landi en fara út eftir miðja vikuna. Einnig varð skuttogarinn Kol- beinsey að haga veiðum sínum með tilliti til þessarar stöðvunar. — Fréttaritari Stjórn Húsnæðisstofnunar: Ráðherrar taki ákvörðun um lánakjör Ólafur Sveinsson kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Hvamms- fjarðar í Búðardal, en kaupfélagið tók við rekstri verslunar Kaupfélags Stykkis- hólms um mánaðamótin þegar það félag fékk heimild til greiðslustöðvunar hjá sýslu- manni Snæfellinga, eins og fram hefur komið. Ólafur sagði að reksturinn í Stykkishólmi væri til bráðabirgða og framhaldið yrði ákveðið þegar greiðslustöðvunin rynni út. Hann sagði að beiðni heimamanna um verslunarreksturinn byggðist á at- vinnusjónarmiðum, því 9—12 manns hefðu vinnu hjá kaupfélaginu í Stykkishólmi og einnig teldu menn æskilegt að viðhalda samkeppni í verslunarrekstri á staðnum. Kaupfélag Stykkishólms var aðili að sameiginlegu sláturhúsi með öðr- um verslunaraðilum í Stykkishólmi og Grundarfirði. Ekki er vitað um framtíð þess félags eftir að starf- semi kaupfélagsins leggst niður, í bili að minnsta kosti. Kaupfélagið í Búðardal mun ekki standa að rekstri sláturhússins í Stykkishólmi, enda á það vannýtt sláturhús i Búðardal og mun bjóða bændum slátrun þar. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Stykkishólms hefur nú látið af störf- um og sér Geir Geirsson endurskoð- andi um rekstur búsins. Mun eiga að nota greiðslustöðvunartímann til að leita nauðungarsamninga við lán- ardrottna. Ekki liggur fyrir hvað skuldir búsins eru miklar, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þær vera nálægt 15 milljónum umfram eignir. Kröfuhafar munu einkum vera Samband íslenskra samvinnufélaga og dótturfyrirtæki þess, en einnig ýmsir aðrir við- skiptaaðilar, svo sem heildsalar og bændur. STJÓRN Húsnæðisstofnunar ríkisins samþykkti á fundi sínum síðdeg- is í gær, að farið yrði þess á leit við félagsmálaráðherra og fjármála- ráðherra, að þeir tækju ákvörðun um það, hvaða lánskjör stæðu til boða í samningum Húsnæðisstofnunar og lífeyrissjóðanna um kaup hinna síðarnefndu á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar, en þeim kaup- um er ætlað að fjármagna lán Húsnæðisstofnunar til húsbyggjenda og kaupenda. Mikið var um fundahöld í Hús- næðisstofnun í gær. Um morguninn var haldinn þar fundur, þar sem fulltrúar stofnunarinnar, Lands- sambands lífeyrissjóða, Sambands almennra lífeyrissjóða, fjármála- ráðuneytis og félagsmálaráðuneytis ræddu um væntanlega samninga milli Húsnæðisstofnunar og lífeyris- sjóðanna um lánveitingar síðar- nefndu aðilanna til stofnunarinnar og kynntu sjónarmið sín. I nýbreyttum lögum um Hús- næðisstofnun segir að lífeyrissjóð- irnir skuli gera samning um kaup á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar og skulu þau lánskjör gilda, sem ríkissjóður býður almennt fram á fjármagnsmarkaði. Þau kjör, sem ríkissjóður býður upp á eru með mismunandi sniði; um fimm mis- munandi tegundir spariskírteina ríkissjóðs eru á almennum markaði og var á fundinum þeirri spumingu varpað fram, hveijir vextir, af- borganir og lánskjör ættu að gilda af fyrsta skuldabréfinu, sem gefa ætti út í september. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kváðust fulltrúar Húsnæðismálastofnunar vilja hugsa málið, en að öðru leyti vörðust fundarmenn allra frétta af því, sem rætt var á fundinum. Síðar um daginn var haldinn fundur hjá stjóm Húsnæðisstofnun- ar og að sögn Þráins Valdimarsson- ar formanns stjómar Húsnæðis- stofnunar var það skoðun fundarins, að félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra ættu að taka ákvörðun um það hver lánskjör ættu að vera á skuldabréfum Hús- næðisstofnunar. Þráinn sagði, að stjómin hyggði það eðlilegast, að lífeyrissjóðimir fengju sem fyrr að hafa ftjálst val um það, hvert hinna fimm spariskírteina ríkissjóðs þeir keyptu, en hins vegar teldu þeir eðíilegt, ' að ráðherramir tækju ákvörðun um hvort svo yrði. Konu nauðgað í Amessýslu KONA kærði nauðgun í húsi austanfjalls um helgina. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Ámessýslu, sem verst allra nán- ari frétta af atburðum. Rúmlega tvítugur maður hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna þessa. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.