Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 56

Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 56
SEGÐU RriARHÓLL PEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA -SÍMI18833----- ■SPfl FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1986 VERÐ I LAUSASÖLU 40 KR. Litir blómanna glöddu augu vegfarenda í dumbungnum í Austurstræti í gær. Morgunbiaðið/Einar Faiur Spáð sama veðri áfram SKÝJAÐ var um allt land í gær. Norðan- og austanlands var hlýtt veður, og hiti á bilinu 14-17 stig. Sunnanlands og vestan var hinsvegar 10-12 stiga hiti og súld. í Reykjavík komst hiti hæst í 11 stig. Að sögn Braga Jónssonar, veður- fræðings, er spáð sama veðri í dag. Klukkan þtjú í gærdag var besta veðrið á Sauðárkróki, skýjað og 17 stiga hiti. Að sögn fréttarit- ara Morgunblaðsins undi fólk sér vel í sólarleysinu á „Króknum". Undanfarið hefur verið fremur kalt í veðri, en góðir dagar inn á milli. Ferðalöngum hefur Qölgað mikið í bænum frá fyrra ári, og þeir sem selja þeim þjónustu tóku veðurblíðunni í gær fegins hendi. Bensínlítrinn lækkar um eina krónu í dag* Hefur lækkað um 10 krónur á árinu VERÐLAGSRÁÐ ákvað á fundi sínum í gær að lækka útsöluverð á bensíni, gasoliu og svartolíu og tekur nýja verðið gildi í dag. Bensín- lítrinn lækkar um eina krónu, úr 26 i 25 krónur, eða um 3,8%. Gasolíulítrinn lækkaði um 70 aura, úr 7,60 í 6,90 krónur, eða um 9,2%. Svartolían lækkaði mest, eða um 13,6%. Hvert tonn lækkaði um 900 krónur, úr 6.600 krónum í 5.700 kr. Gunnar Þorsteinsson varaverð- lagsstjóri sagði í gær að lækkun olíuvaranna hefði verið ákveðin vegna þess að nú væru að koma í sölu farmar sem keyptir hefðu ver- ið á hagstæðu verði. Hann tók jafnframt fram að ekki væri vitað hvað nýja verðið héldi lengi vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði olíu síðustu daga. Innkaupajöfnun- arreikningar bensíns og gasolíu eru jákvæðir, en eftir þessa verðákvörð- un er útstreymi af reikningunum. Svartolíureikningurinn er aftur á móti neikvæður, og verður það áfram. Eftir þessa verðlækkun hefur bensínlítrinn lækkað um 10 krónur á árinu, úr 35 krónum í 25, eða 28,6%. Gasolíulítrinn hefur lækkað um 5 krónur á árinu, úr 11,90 í 6,90 krónur, eða um 42%. Þá hefur svartolían lækkað um 4.900 krónur tonnið, úr 10.600 krónum í 5.700, eða um 46%. „Ef við gefum okkur að verð á hrá- olíu fari ekki yfir 15 dollara á tunnu er ekki ástæða til að óttast olíu- verðshækkanir hér á landi í bráð þar sem það olíuverð sem við höfum miðað við í okkar spám, fyrir þetta ár og það næsta, er í kringum 15 dollara," sagði Bolli Þór Bollason, aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, er hann var spurður um hugsanleg áhrif olíuverðshækkana á alþjóðamarkaði í kjölfar ákvörð- unar OPEC-ríkjanna um að draga úr olíuframleiðslu. Verð á hráolíu frá Brent-svæðinu hækkaði á þriðjudagsmorgun í 14,75 dollara á tunnu úr 10,20 dollurum en lækkaði síðan aftur er líða tók á daginn í 13,75. Þetta verð er miðað við afhendingu í sept- ember næstkomandi. Bolli Þór Bollason sagði að erfitt væri að draga ályktanir af verðsveiflum sem þessum, þar sem einnig þyrfti að taka tillit til þeirra birgða sem fyrir væru í landinu. Hann sagði að ef verðið hefði hins vegar hald- ist í 10 dollurum á tunnu hefði það fyrr eða síðar skilað sér í frekari olíuverðslækkunum hér á landi. Tillaga Halldórs Ásgrímssonar á ríkisstjórnarfundinum í gær: Veiðum 120 hvali — seljum 49% afurðanna til útlanda SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins lagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra það til á fundi ríkisstjórnarinnar i gærdag að veiddir yrðu 120 hvalir á vertíðinni, en hins vegar yrði einungis 49% hvalafurðanna seld úr landi. Taldi ráðherra, að Mexíkanskar -ílugvélar í Reykjavík FIMM FLUGVELAR frá mexí- kanska flotanum höfðu viðkomu hér i gær. Þær eru af gerðinni Casa 212, smíðaðar á Spáni, á leiðinni til nýju eigendanna vestanhafs. Þetta eru flutningaflugvélar, sem geta flutt á þriðja tug farþega og einnig létt ökutæki, en þær hafa stóra hurð að aftan sem má leggja niður svo ægt er að aka inn. Milli 6 og 10 feijuflugvélar fara um Reykjavíkurflugvöll á dag að meðaltali samkvæmt upplýsingum flugstjórnar. Þetta eru mest litlar einkaflugvélar á leið til kaupenda og eru þær fleiri sem eru sendar frá Ameríku austur um haf en hin- ar sem fara vestur um haf. með þessu yrði komið í veg fyr- ir, að Malcolm Baldrige, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, staðfesti það við Bandaríkjafor- seta að íslendingar hefðu brotið í bága við samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um hvalveiðar í vísindaskyni. Var þessi tillaga einnig rædd á fundi utanríkis- málanefndar. Heimildir Morgunblaðsins í Bandaríkjunum herma að embætt- ismenn Bandaríkjastjómar hafi látið í ljós þá skoðun í óformlegum viðræðum að þeir gætu failist á vísindaáætlun Islendinga svo fremi sem megnið af nýtanlegum afurð- um hvers hvals færi til neyslu innanlands, óháð því hvort það færi til manneldis, í dýrafóður eða í bræðslu. íslendingar neyta innan við 10% af kjötafurðum Hvals hf. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að sjálfsagt væri hægt að gera ýmislegt til að auka neyslu hvalkjöts innanlands, en það hlyti þó að verða á kostnað annarrar neyslu, og ekki síst kindakjötsins. Hann kvað ekki tímabært að leggja mat á það hvort hægt yrði að selja 51% hvalafurðanna innanlands. Kristján taldi þó hæpið að hætt yrði við veiðamar nú þótt það yrði gert að skilyrði að selja meirihluta afurðanna hérlendis. Þegar hafa verið veiddir 75 hvalir. Halldór Ásgrímsson kvaðst ekk- ert vilja segja um það hvað fór fram efnislega á fundi n'kisstjómarinnar í gær, þegar Morgunblaðið ræddi við hann seint í gærkvöldi: „ Viðræð- ur eru enn í gangi og það varð að samkomulagi milli mín og viðsemj- enda okkar að ekkert yrði látið uppi opinberlega um viðbrögð íslenskra stjómvalda fyrr en þeir hefðu fengið upplýsingar um þau,“ sagði hann. Halldór sagði aðspurður að hann teldi enn að það hefði ver- ið rétt ákvörðun að fresta hvalveið- um og skapa þannig svigrúm til að leysa málið. Hann kvað ferð sína vestur og viðræður við Malcolm Baldrige alls ekki hafa verið árang- urslausar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra var jafn fámáll og Halldór um ríkisstjómarfundinn. Hann sagði eins og Halldór að það hefði örugglega verið rétt ákvörðun að fresta hvalveiðum: „Það bíður enginn tjón af því að rétta fram sáttarhönd. Ef þetta mál leysist ekki farsællega er ekki hægt að kenna okkur um að hafa ekki reynt að ná samkomulagi," sagði Steingrímur. Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra sagðist telja þetta mál í góðum farvegi og var bjartsýnn á að Halldóri Ásgrímssyni tækist að ná viðunandi samkomulagi. Hann sagði ekki tímabært að taka ák- vörðun um viðræður við George Schultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna fyrr en niðurstaða fengist úr samningaumleitunum Halldórs Ásgrímssonar. Sjá ennfremur fréttir á blað- síðu 4. Blautir og kaldir veiðiþjóf- ar teknir VEIÐIÞJÓFAR voru staðnir að verki í Elliðaánum í gær- kvöldi, nánar tiltekið í Grænugróf í Víðidal. Árbæjarlögreglan gómaði þá og reyndust þeir vera tveir strákar úr nágrenninu, 15 og 16 ára, sem lögðu það á sig að hanga úti með stangirnar í þeirri húðarigningu sem var í gær- kvöldi — og án þess að fá neitt. Eftir skýrslutöku skiluðu lög- reglumennimir piltunum heim, enda voru þeir orðnir heldur blautir og kaldir. F arandskóburstari fær leyf i í borginni BORGARRÁÐ hefur veitt heimild fyrir starfsemi farandskóburst- ara í miðborg Reykjavíkur. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem sótt er um og veitt leyfi fyrir slíkri starfsemi hér á landi. Á fundi borgarráðs á þriðjudag var lagt fram erindi Svövu Stefáns- dóttur, þar sem óskað er leyfis borgarráðs til að starfa sem far- andskóburstari í miðbænum. Borgarráð féllst á erindið fyrir sitt leyti með því skilyrði að starfsemin tálmaði ekki umferð samkvæmt 12. grein umferðarlaga. Farand- skóburstun er algeng á strætum í stórborgum erlendis, en ekki er vitað til að slík starfsemi hafi áður verið stunduð hér á landi með skipulögðum hætti eða tilskyldum leyfum yfirvalda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.