Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 IÞROTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson 2. flokkur: íslands- meistarar • íslandsmeistari í 2. flokki kvenna varð Breiðablik úr Kópa- vogi. Þær eru á þessari mynd í efii röð frá vinstri: Ingibjörg Hinriksdóttir liðsstjóri, Inga Ól- afsdóttir, Sigríður Sigurðardótt- ir, Olga Másdóttir, Sara Haraldsdóttir, Hulda Hanni- balsdóttir, Svanhildur Másdótt- ir, Aðalsteinn Örnólfsson þjálfari og Oddur Grímsson liðs- stjóri. I fremri röð frá vinstri: Ásrún Björnsdóttir, Kristrún Daðadóttir, Sigrún S. Óttars- dóttir fyrirliði, Steindóra Steind- órsdóttir, Guðrún E. Arnardótt- ir, Katrín Oddsdóttir og Bylgja B. Jónsdóttir. Morgunblaðiö/Bjarni Framlenging og falleg mörk — í úrslitaleik 2. flokks kvenna þar sem UBK vann Strax á fyrstu mínútunni skora þær. Góð sending kemur fyrir Blikamarkið, Iðunn Jónsdóttir nær boltanum og þrumar honum neðst í homið fjær óverjandi fyr- ir Steindóru markvörð Blikanna. Eftir þetta dynja sóknir Garð- bæinganna á Blikavörninni en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst þeim ekki að nýta sér þær þrátt fyrir nokkur dauðafæri. Rósa Jónsdóttir var mjög ógnandi viö Blikamarkið en var lánlaus að skora ekki, t.d. skaut hún einu sinni í stöng fyrir opnu marki eft- ir vel útfærða Stjörnusókn. Rósu tókst þó að skora eitt mark í seinnihluta fyrri hálfleiks en það var dæmt af. Þá komst hún ein inn fyrir vörn UBK, skaut í stöng, markvörður Blikanna náði bolt- anum en Rósa potar í hann og í markið. Dómarinn sá eitthvað athugavert við samskipti Rósu og Steindóru markvarðar og dæmdi aukaspyrnu á Stjörnuna. Lið Breiðabliks hefur senni- lega fengið orð í eyra frá þjálfara sínum í leikhléi því strax í þyrjun síðari hálfleiks byrjuðu þær að láta boltann ganga á milli manna og baráttan var mun meiri en i fyrri hálfleik. Þessi breytti leikstíll skilaði þeim marki strax á 5. mínútu hálfleiksins. Eftir harða sókn að Stjörnumarkinu var dæmd aukaspyrna u.þ.b. 25 metra frá markinu. Sigrún Ottós- dóttir gerði sér lítið fyrir og þrumar boltanum beint úr auka- spyrnunni efst í markhorniö og jafnar þar með leikinn. Blikarnir hafa síðan undirtökin það sem eftir lifir af síðari hálf- leik án þess að ná að skora löglegt mark en eitt mark þeirra var dæmt af vegna rangstööu. Það þurfti því að grípa til fram- lengingar til að fá fram úrslit í þessum sveiflukennda úrslita- leik. í fyrrihluta framlengingarinnar skorar Kristrún L. Daðadóttir af harðfylgi eftir að hafa fengið lag- lega stungusendingu innfyrir vörn Stjörnunnar. Þetta reyndist vera sigurmark leiksins, sigur- mark úrslitaleiksins, og því voru það Breiðabliksstelpurnar sem föðmuðust og kysstust í leikslok. Leikur beggja liða var sveiflu- kenndur í þessum leik en greini- legt var að bæði geta þau leikið góða knattspyrnu. Stjörnustelp- urnar naga sig sennilega fyrir að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik á meðan Blikarnir þakka sínum sæla fyrir að hafa náð að rífa sig uppúr doða fyrri hálfleiks- ins. í liöi Breiðabliks bar mest á fyrirliðanum, Sigrúnu Ottósdótt- ur, sem er gríðarlega fljótur miðvörður og stoppuðu ófáar sóknir Stjörnunnar á henni. Hjá Stjörnunni áttu allar stelpurnar góðan fyrri hálfleik en mest bar á þeim Guðnýju Guðnadóttur og Rósu Jónsdóttur. Sigrún Ottósdóttir: Unnumalla okkar leiki „ÞAÐ VERÐUR grillveisla f kvöld,“ sagði Sigrún Ottósdótt- ir, fyrirliði UBK, eftir að hún og félagar hennar höfðu unnið ís- landsmeistaratitil 2. flokks kvenna. „Við höfum æft 4. sinnum í viku í sumar og unnið alla okkar leiki. í fyrra var baráttan um titil- inn líka milli okkar og Stjörnunnar og þá vann hún og við vorum ákveðnar í að láta' það ekki end- urtaka sig núna, það kom ekkert annað til greina en sigur,“ sagði Sigrún sigurhreif. Aðspurð um hvernig stemmn- ingin hefði verið hjá þeim í leikhléi þegar liðið var einu marki undir og allt hafði gengið á aftur- fótunum í fyrri hálfleik sagði Sigrún aö þjálfarinn hafi látið þær leggjast á gólfiö og lesið yfir þeim. Eftir það sagði hún að þær hefðu veriö ákveðnar að spila og berjast. Það tókst og titillinn vannst. Morgunblaðið/Bjarni • Blikastelpurnar fagna Kristrúnu eftir að hún hafði skorað hið mikilvæga mark í framlengingu og gleðin leynir sér ekki. Morgunblaöiö/Bjarni • „Með hörkunni hefst það.“ Krístrún L. Daðadóttir UBK og Guðrún Ásgeirsdóttir berjast um boltann. BREIÐABLIK tryggði sér Is- landsmeistaratrtil í 2. flokki kvenna þegar þær sigruðu Stjömuna í með tveimur mörk- um gegn einu í æsispennandi úrslitaleik sem fram fór á Kópa- vogsvelli síðastliðinn þriðjudag. Stjörnustelpurnar voru mun betri en Blikarnir í fyrri hálfleik, þær voru ákveðnari í öllum návígjum og spiluðu mun betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.