Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 53 X' • Þessir tveir verða örugglega með á íslandsmótinu í tennis sem hefst á morgun og lýkur þann 16. ágúst. Til vinstri er Kjartan Óskarsson en íslandsmeistarinn Arnar Arinbjarnar er til hægri. íslandsmótið í tennis hefst á morgun og er búist við mikilli keppni DAGANA 8.—16. ágúst verður haldið íslandsmót í tennis og er það þriðja árið í röð sem mótið er haldið. Keppt verður í einliða- og tvflíðaleik karla og kvenna auk tvenndarleiks. Þá verður jafn- framt keppt í flokkum unglinga 14—16 ára, 11—13 ára og 10 ára og yngri. Keppnin mun fara fram á þrem- ur stöðum, þ.e. fyrri hluti keppn- innar verður haldinn á völlum Þrekmiðstöðvarinnar í Hafnarfirði og á Vallargerðisvöllum í Kópa- vogi, en undanúrslita- og úrslita- leikir verða háðir á hinum nýju tennisvöllum Hótel Arkar í Hvera- gerði dagana 15. og 16. ágúst. Keppni í einliðaleik karla mun nú að nokkru leyti verða með öðr- um hætti en áður, því fyrst fer fram keppni óreyndari tennisleikara um 4 laus sæti í aðalkeppninni og munu þátttakendur í þeirri for- keppni einnig keppa til úrslita t svokallaðri B-keppni íslandsmóts- ins. Keppni í öðrum flokkum verður með hefðbundnu sniði. Allir sterkustu tennisleikarar landsins munu taka þátt í mótinu, svo sem íslandsmeistari karla frá því í fyrra — Arnar Arinbjarnar, svo og Kjartan Óskarsson, sem hefur leikið mjög vel nú í sumar og verið nær ósigrandi í einliðaleik. Þeir munu þó fá harða samkeppni frá Úlfi Þorbjörnssyni 18 ára sem varð íslandsmeistari fyrir tveimur árum, en keppti ekki í fyrra. Úlfur hefur verið búsettur erlendis og hefur hann leikið tennis þar af miklu kappi og verður að teljast mjög sigurstranglegur á íslandsmótinu. Christian Staub, sem verið hefur sterkasti tennisleikari landsins um árabil, mun ekki taka þátt í þessu (slandsmóti frekar en hinum, þar sem hann er enn ekki orðinn íslenskur ríkisborgari. Christian mun þó annast mótsstjórn á is- landsmótinu eins og áður. I kvennaflokki munu einnig sterkustu konurnar taka þátt, svo sem Guðný Eiríksdóttir íslands- meistari frá því í fyrra og Margrét Svavarsdóttir sem varð íslands- meistari fyrir tveimur árum, en Margrét hefur verið ósigrandi þeim tennismótum sem hún hefur tekið þátt í. Þátttaka í íslandsmótinu tilkynn- ist í síma 82266 (TBR) fyrir kl. 20 í kvöld Dalglish rak varaþjálfarann Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaösins í Englandi. KENNY Dalglish gerði f fyrradag nokkuð sem enginn forráðamað- ur Liverpool hefur látið sig hafa f 25 ár: Hann rak einn af þjálfurum liðsins frá félaginu. Og ekki nóg með það. Þjálfarinn sem hann rak heitir Chris Lawler, fyrrum ieik- maður liðsins og einn vinsælasti maður innan félagsins meðal að- dáenda þess. Samheldnin í stjórnun Liver- pool-liðsins er víðfræg og það var talið nánast útilokað að nokkuð sem þetta gæti gerst. En svo virð- ist sem Lawler og Dalglish hafi um nokkurt skeið eldað grátt silfur saman. Lawler var þjálfari varaliðs Liverpool og undir hans stjórn vann það lið alla hugsanlega titla. En að sögn Lawlers kom uppsögn- in honum þó ekki á óvart. Annar gamall leikmaður Liverpool, reynd- ar fyrrum fyrirliði liðsins, Phil Thompson, hefur verið ráðinn þjálfari varaliðsins í stað Lawlers. Thompson lék á síðasta keppn- istímabili með Sheffiéld United, en hefur nú lagt skóna á hilluna. QPR kaupir ENSKA 1. deildarliðið QPR keypti á dögunum tvo nýja leikmenn fyr- ir samtals rúmlega 400 þúsund pund. Annar þeirra er einn efnileg- asti markvörður landsins, David Seaman, sem QPR keypti frá Birmingham fyrir 225 þúsund pund. Hann er markvörður enskra undir 21 árs, 192 sm á hæð og talinn geysilegt efni. Þá keypti QPR miðvallarleikmanninn Trevor Hebberd frá Oxford fyrir um 200 þúsund pund. Hebberd er 27 ára og var kjörinn maður leiksins þegar Oxford vann QPR í úrslitaleik enska deildarbikars- ins á Wembley f vor. Síðasta stiga- mótið um helgina UM NÆSTU helgi fer fram síðasta stigamót GSÍ áður en landslið er valið til ferðar á Norð- Maradona slapp DIEGO MARADONA og félag hans Napoli sluppu með skrekk- inn þegar sérstakur knattspyrnu- dómstóll felldi úrskurð sinn í hneykslismálinu sem varpað hef- ur stórum skugga á ítölsku knattspyrnuna undanfarnar vik- ur. Bæði félagið og forseti þess voru sýknuð af ásökunum um að hafa reynt að hliðra til úrslitum í deildarleikjum á siðasta ári. Liðið er því bæði gjaldgengt í ítölsku deildinni og í Evrópukeppni f vet- ur. Hið sama verður ekki sagt um ýmsa aðra sem tengdust málinu. Þrjú lið, þeirra á meðal Udinese í fyrstu deild, voru dæmd til að fara i neðri deildir, þrír forsetar liða, tveir framkvæmdastjórar og fjórir leikmenn voru dæmdir í fimm ára bann. Hið fræga lið Lazio, sem Micha- el Laudrup lék með í tvö ár og varð ítalskur meistari fyrir nokkrum árum, var dæmt úr annarri deild í þá þriðju, og sömu leið fer annað gamalt fyrstudeildarlið, Perugia. Lanerossi Vicenza, sem hafði áunnið sér rétt til að leika í fyrstu deild í vetur mun áfram sitja í þeirri annarri. Liðin tvö sem koma í stað Udinese og Lanerossi í fyrstu deild eru Pisa, sem lenti í fallsæti í 1. deild sl. vor, og Em- poli, sem rétt missti af sæti í fyrstu deild í vor. uriandamótið, sem fer fram í Danmörku sfðar í þessumm mán- uði. Mót þetta er Nissan-mótið og fer fram á Grafarholtsvelli en bak- hjarl að mótinu er Ingvar Helga- son, sem hefur umboðið fyrir Nissan-bíla á Islandi, og gefur hann öll verðlaun til keppninnar. Leiknar verða 72 holur á tveimur dögum og ræst út frá kl. 8.00. Skráning fer fram í Golfskálanum í Grafarholti, en þátttökurétt í mótinu hafa þeir kylfingar einir, sem hafa landsforgjöf: karlar 6 og lægra og konur 15 og lægra. I móti þessu gefst öðrum kylf- ingum tækifæri til þess að sjá alla bestu kylfinga landsins í leik, þar sem þeir eru að keppa um lands- liðssæti og því mikið í húfi, eru því allir golfáhugamenn hvattir til að koma í Grafarholt og horfa á. Úlfar lék manna best í þessu sambandi og ég geri ekki upp á milli klúbba. Ég hef leiðbeint kylfingum úr öllum klúbbum og mun halda því áfram. Sem lands- liðsþjálfari hef ég mestan áhuga á dví að gera (sland að góðri golf- Djóð. Eins og ég sagði áðan taldi ég Úlfar öf ungan til að vinna að jessu sinni en honum tókst það og það var vel gert hjá honum." - Hvernig fannst þér menn leika á Landsmótinu? „Ég verð nú að segja eins og er að ég varð fyrir vonbrigðum með skorið hjá efstu mönnum. Ég átti von á því að sjá nokkra hringi undir pari vallarins en engum tókst það — það voru fjórir hringir leikn- ir á pari, en enginn undir pari. Úlfar vinnur mótið til dæmis á 11 högg- um yfir pari sem er langt frá hans forgjöf því hann var með 0 í for- gjöf fyrir mótið. Aðrir léku verr en hann þannig að ég er ekki ánægð- ur með skorið. Eg reiknaði með því að skorið yrði lægra fyrstu þrjá dagana en síðasti dagurinn kom mér ekki á óvart því þá er tauga- spennan orðin það mikil og skorið fer upp við það hjá flestum," sagði Drummond að lokum. • Drummond telur að Úlfar Jóns- son hafi leikið best ailra á Landsmótinu í golfi og kom það honum á óvart. Morgunblaðiö/SUS — segir John Drummond sem spáði því fyrir mótið að hann ætti ekki möguleika á sigri „ÚLFAR lék manna best i þessu Islandsmóti og hann átti sigurinn fyllilega skilinn og ég óska honum hjartanlega til hamingju með ár- angurinn," sagði John Drummond golfkennari og landsliðsþjálfari í golfi í samtali við Morgunblaðið eftir að Landsmótinu í golfi lauk, en eins og menn muna spáði Drummond Úlfari ekki sigri í mót- inu. Mikið var rætt um viðtalið við Drummond á Landsmótinu og olli það vægast sagt miklum úlfaþyt. Sitt sýndist hverjum en þeir voru margir sem töldu það rangt hjá Drummond að spá fyrir um úrslit mótsins. Hvað segir hann sjálfur um þetta atriði. „Mér fannst ósköp eðlilegt að segja mína skoðun á því hvernig ég teldi að þetta mót færi. Þetta er oft gert hjá ykkur í öðrum íþrótt- um og mér fannst allt í lagi að gera það í sambandi við golfið líka. Eg sá, og sé, ekkert athugavert við það.“ - Hvað með þá fullyrðingu að þú sért hallur undir GR frekar en aðra klúbba i landinu og þess vegna hafir þú ekki nefnt Úlfar? Eg er kennari hjá GR, það er rótt, en ég er jafnframt landsliðs- þjálfari og ráðinn af GSÍ til þess að gera veg íslands sem mestan í golfi. Ég tel mig ekki hlutdrægan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.