Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Leiðtogar Samstöðu tala til pólsku þjóðarinnar í erlendum fjölmiðlum Pétur Pétursson ræðir við Andrezej Koraszewski talsmann Samstöðu í Svíþjóð Fyrri hluti Mikilvægir þættir í starfi hinnar óháðu jjólsku verkalýðshreyfingar, þ.e. Samstöðu, fara fram utan Pól- lands. Hér er sérstaklega átt við upplýsingamiðlun og sambönd við vinveitta stuðningsaðila. Um það leyti sem Samstaða barðist fyrir og fékk viðurkenningu pólskra stjóm- valda voru settar á stofn skrifstofur hreyfingarinnar víða á Vesturlönd- um. Yfir þessum skrifstofum voru yfírleitt menn úr röðum Samstöðu en pólskir innflytjendur og þá ekki síst pólitískir flóttamenn sem fýrir voru í löndunum gegndu mikilvægu hlutverki. Stuðningshópar sem inn- flytjendumir mynduðu hver á sínum stað veittu ómetanlega aðstoð. Þar var fyrir hendi sérfræðiþekking á ýmsum sviðum, málakunnátta og sambönd sem vom nýtt til hins ýtr- asta til að efla Samstöðu og koma áreiðanlegum upplýsingum til réttra aðila á réttum tíma. Skrif- stofa Samstöðu í Svíþjóð var ein sú þýðingarmesta og þangað leit- uðu aðilar utan Svíþjóðar eftir upplýsingum og annarri fyrir- greiðslu. Bæði var það að Samstaða fékk góða aðstöðu til að athafna sig þar í landi og svo hitt að tengsl- in milli landanna eru mikil frá fomu fari og því tiltölulega auðvelt að koma upplýsingum á milli. „Komdu hingað í draslið“ Einn af athafnasömustu skipu- leggjendum stuðningshópanna í Svíþjóð var Andrezej Koraszewski, pólskur innflytjandi í Svíþjóð, sem fékk hæli sem pólitískur flóttamað- ur þar fyrir 15 árum. Hann er félagsfræðingur að mennt og starf- aði sem kennari við háskólann í Varsjá áður en hann flúði land. Hann var um skeið við félagsfræði- deild háskólans í Lundi en nú hafa ritstörf og blaðamennska tekið tíma hans allan. Við vorum fyrir löngu búnir að ákveða að hittast og spjalla saman, en það hafði dregist af ýmsum ástæðum. Þegar ég hringdi loks til hans út af viðtalinu, sagðist hann engan tíma hafa aflögu þar sem hann væri að pakka saman búslóð sinni og mundi flytja til Lon- don eftir fjóra daga til að taka við stöðu sem fréttamaður hjá BBC. Þetta þótti mér afleitt og sagðist einnig vera að flytja og skildi hann mæta vel, við mundum sennilega ekki sjást aftur og lesendur blaðsins sem ég ynni fyrir misstu þá af því að kynnast viðhorfum hans og út- listun á ástandinu í Póllandi. Með þessu snerti ég viðkvæma taug í Pólveijanum sem sagði að bragði: „Jæja, komdu þá hingað í draslið til mín einhvemtíma á morgun." Pólsk stjómmál og menning hef- ur alltaf komið mér svipað fyrir sjónir og ástandið á heimili Koras- zewskis, allt á rúi og stúi, dýrgripir og drasl hvað innan um annað. Pólveijinn tók á móti mér með breiðu brosi og var ekkert að af- saka sig og vissi greinilega hvar allir hlutir voru. Gegnum hrakning- ar og stríð hefur pólska þjóðin á undraverðan hátt varðveitt þjóðem- istilfinningu sína og menningu og samhengið í þessari blæbrigðaríku sögu var algjörlega lifandi í þessum manni sem bauð mér sæti í eld- húsinu. Ekki jafn sterk og áður Við ræddum fyrst um ástandið í Póllandi eftir að' herlög vom sett 1981 og Samstaða bönnuð eftir að hafa fengið að starfa opinberlega í stuttan tíma, sem var algert eins- dæmi í þeim kommúnistaríkjum sem lúta forræði Sovétríkjanna. Ég spurði Koraszewski hvort Samstaða gæti talist virk hreyfing í dag. „Já, það er e.t.v. furðulegt eftir það sem á undan er gengið, en hún er enn nokkuð sterk hreyfíng og heldur á sumum sviðum uppi skipu- lagsbundnu starfí. í flestum stærri verksmiðjum em t.d. virkar deildir Samstöðu þótt þær séu ólöglegar. Þar em félagsgjöld innheimt og reynt er að aðstoða félaga sem hafa orðið fyrir barðinu á stjóm- völdum og fjölskyldum þeirra. Það eiga sér stað samningaumræður milli stjómar fyrirtækjanna og full- trúa Samstöðu, enda vita allir af þessu og reikna með því nauðugir eða viljugir. Báðir aðilar vita að Samstaða getur haft visst vald. Oftast fer þetta þannig fram að fyrirtækið hefur á sínum vegum ákveðinn full- trúa sem ekki hefur neina sérstaka stöðu í fyrirtækinu aðra en að sjá um hin óopinberu tengsl milli stjómarinnar og Samstöðu. Að sjálfsögðu er Samstaða ekki jafn sterk og áður og vald hennar er ekki eins raunvemlegt og áþreifan- legt heldur er það eins og undir niðri sem hótun. En enginn veit með vissu hvemig staðan er á hveij- um tíma og þess vegna er erfitt að alhæfa nokkuð í þessu sambandi." Ótti við hefndaraðgerðir Það hafa borist fréttir af mót- mælaaðgerðum sem forystu- menn Samstöðu hafa boðað til en virðast ekki hafa fengið mik- inn hljómgrunn hjá almenningi. Er þetta aðgerðaleysi einhver mælikvarði á itök Samstöðu með- al fólks almennt í Póllandi? „Það er alveg rétt að þessar að- gerðir hafa mistekist að mestu leyti. Leiðtogar Samstöðu hafa van- metið mátt ofbeldisins og þá hræðslu sem hefur lamað fólkið. Andrezej Koraszewski FYRRIHLUTI Venjulegu fólki finnst ekki borga sig að taka þátt í mótmælaaðgerð- um þegar það getur kostað það atvinnuna, jafnvel fangelsisvist, nema hvort tveggja sé, og ég skil þetta vel. Fólk lítur á það sem dellu að vera að fara í 15 mínútna verk- fall við þessar aðstæður." gæti hræðslan við innrás frá Rússlandi átt þátt í þessari tregðu fólks að fara út í mót- mælaaðgerðir? „Nei, það held ég ekki. Það er eins og ég sagði ótti við nærtækari og áþreifanlegri hefndaraðgerðir jrfirvaldanna. Nú ér sektum beitt í ríkara mæli en áður og það kemur hart niður á heimilunum þegar ástandið er eins og það er á efna- hagssviðinu. Ég get nefnt þér eitt dæmi. Við nýleg réttarhöld gegn einum af meðlimum Samstöðu hóf fjölskylda hans og vinir að biðja fyrir honum í hljóði í réttarsalnum. Þá voru öryggisverðir kallaðir til og fólkið fjarlægt og málið tekið fyrir fyrir einum af mörgum skyndi- dómstólum sem teknir hafa verið í gagnið, og allir voru dæmdir í milli 10 og 25 þúsund soltía sekt fyrir að trufla gang hinnar svokölluðu réttvísi." Það virðist stundum eins og pólsk stjórnvöld séu sjálfum sér ósamkvæm í beitingu refsinga og hefndaraðgerða. Áberandi leiðtogar segja og gera hluti, að því er virðist óáreittir, sem aðrir eru margdæmdir fyrir. „Hér er vart hægt að tala um ósamkvæmni, a.m.k. ekki frá sjón- arhóli yfírvaldanna sjálfra. Það er ákveðin stjómlist í þessum sveigjan- leika valdníðslunnar og það er ekkert nýtt í Póllandi. Gagnvait þeim, sem hafa sambönd erlendis, sérstaklega við blaðamenn og aðra sem hafa aðstöðu til að láta í sér heyra á alþjóðavettvangi, eru stjómvöld varkár. Það er annað hvort gengið alveg frá þeim eða þeir látnir afskiptalausir um stund- ar sakir eða á meðan beðið er átekta. Venjulegt fólk, sérstaklega utan Varsjár, getur átt von á því að verða fyrir ofbeldi og líkamsárás af völdum óþekktra manna. Þessar hefndaraðgerðir eiga sér stað utan við hið opinbera réttarkerfí og þær hafa aukist hin síðari ár og hafa sáð ótta í hjörtu margra. Sérstaða Walesa Hver er hin raunverulega staða Lech Walesa í dag? Það er erfítt að segja. Hann er að sjálfsögðu mikilvægt sameining- artákn, en við þær aðstæður sem nú ríkja held ég vart að hann geti orðið raunverulegur leiðtogi eða stjórnandi. En það er mikilvægt að hann er það sem hann er og að hann tjáir sig endrum og eins um ákveðin mál. Þegar hann gefur við- töl, t.d. í BBC, þá talar hann í raun til allrar pólsku þjóðarinnar. Erlend- ir fjölmiðlar eru tæki fyrir hann og ýmsa aðra leiðtoga Samstöðu til að ná sambandi við þjóðina. Ég þekki til dæmis engan í Póllandi sem ekki hlustar á erlendar útvarpsstöðvar. Yfirvöldin þora ekki að gera út af við Walesa og þess vegna getur hann leyft sér meira en aðrir sem ekki fara huldu höfði." Pétur Pétursson starfar við há- skólann í Lundi íSvíþjóð og er fréttaritari Mbl. þar. MÚRFELL NOXYDE Teygjanleg klæðning á steinveggi og þök. Bítur sig við undirlagið. Myndar samskeytalausa vatnsvörn sem harðnar ekki og flagnar því aldrei af. Vatnsfráhrindandi efni. Níðsterk og ódýr klæðning. Teygjanleg klæðning sem bítur sig við málma, stál, kopar, ál ofl. Ein öruggasta og fullkomnasta ryðvörn sem völ er á. Noxyde er notað af stórfyrirtækjum um allan heim. NOXYDE Á ÞÖK Öruggasta aðferðin til að verja vandamálaþök. Tökum vírabindingar utanhúss Sandblástur, háþrýsti- þvottur, sprunguviðgerðir, steypuviðgerðirog síla- böðun utanhúss. Látið fagmenn vinna verkin. 5 ára ábyrgð. Greiðslukjör. Gerum tilboð út um allt land. Traustir menn K. M. ÓLAFSSON s/f SÍMAR: 685347 - 79861 - 74230 BV Rofmagns oghand- lyftarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. BlLDSHÖFDA 16 SlMI:672444 Áskriflarsii. nn er 83033 Svíþjóð: Staðgreiðsla skaðabóta Stokkhólmur, AP. Hreindýraeigendur í Norð- ur-Svíþjóð hafa ákveðið að krefjast þess að skaðabætur vegna geislavirkni í hreindýr- um þar, er stafar frá slysinu í Chernobyl-kjarnorkuverinu í Sovétríkjunum, verði stað- greiddar. Slátra þarf tugum þúsunda dýra og kemur það sér mjög illa fyrir Lappa er byggja afkomu sína að verulegu leyti á hrein- dýrarækt. Krefjast þeir þess að ríkisstjórn Svíþjóðar greiði þeim um 9.840 krónur ísl. fyrir hvert dýr. Yfirvöld í Svíþjóð segja að mun meiri geislavirkni hafi gætt í tveimur héruðum í Norður- Svíþjóð, Vesturbotni og Jamta- landi, en annars staðar í landinu og að á þessum svæðum þurfí að slátra a.m.k. 35.000 dýrum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.