Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Heilsuskokk A >_ Abyrgðar og IR 8. vika 1. dagur Upphitun Skokka 300 m + ganga 100 m 2 sinnum Skokka 100 m + hlaupa 50 m + ganga 150 m 4 sinnum Skokka 200 m + ganga 100 m 5 sinnum Teygjur 2. dagur Upphitun Skokka 3.600 m með 400 m og 300 m skokki til skiptis, ganga 100 m á milli Teygjur 3. dagur Upphitun Skokka 100 m + ganga 50 m 6 sinnum Skokka 400 m + ganga 200 m 2 sinnum Skokka 100 m + hlaupa 50 m + ganga 150 m 3 sinnum Skokka 200 m + ganga 100 m 2 sinnum Teygjur Heilsa og hreysti Flestir óska sér langlífis. Það er fróm ósk, en þyrfti ekki jafn- framt að felast í óskinni, að langt líf ætti líka að vera gott? Líkamshreysti ein saman tryggir ekki gott líf, en hún geng- ur langt í þá átt. Gott líf er byggt úr keðju sem í eru margir hlekk- ir, og þar á meðal er líkamleg vellíðan. Henni tengist andleg vellíðan, gott næringarástand og hófsemi í neyslu þeirra efna, sem trufla starfsemi líffæra en eru orðin snar þáttur í lífí folks og skulu þar nefnd sem dæmi kaffi, tóbak og áfengi. Þeir sem stunda reglulega líkamsþjálfun, vita að árangur er bestur ef allir ofan- gi-eindir hlekkir keðjunnar eru heilir, og jafnframt, að bili einn hlekkurinn, brestur keðjan. Iþróttakeppni hjá Frí-klúbbsf élögum STARFSEMI Frí-klúbbs Utsýnar hefur verið með miklum blóma í sumar í Portúgai, á ítaliu og Costa del Sol á Spáni undir for- ystu Frí-klúbbsfararstjóranna Jens Einarssonar, Ingibjargar Jónsdóttur og Guðmundar Páls- sonar. Fjölbreytt dagskrá við hæfi fólks á öllum aldri hefur verið í gangi til hressingar og skemmtunar og uppátæki alls konar sem vakið hafa stemmningu, góðan félagsanda og aukin kynni meðal farþega. Margs konar leikir og íþróttir eru iðkaöar og oft keppl við innfædda eða gesti frá öðrum löndum. Fjölmennasta keppnin af þessu tagi fór fram á fallegum íþrótta- velli á Costa del Sol á Spáni hinn 18. júlí sl. Þá kepptu 72 fræknir Frí-klúbbsfélagar bæði í knatt- spyrnu og körfubolta í glampandi sólskini, enda voru menn léttklædd- ir í leiknum. 12 lið kepptu í útslátt- arkeppni við mikinn fögnuð sjálfra sín og áhorfenda og fóru leikar svo að svonefndir „Blautbolir" unnu í knattspyrnukeppninni, en „Svörtu ísjakarnir" hlutu 1. sæti í körfu- knattleik. Myndirnar eiu frá verðlaunaaf- hendingu sem fram fór á gististaðn- um Timor Sol um kvöldið að viðstöddu rjölmenni. Leikmaður mótsins var kjörinn Friðbjörn Val- týsson fiá Vestmannaeyjum. (Fról^ttilkyniiingf frá lltsýn) Tískusýnina í kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna ísl. ullarfatn- að írá íslenskum Heimilisiðnaði, HönnuðurGréta Ösp. Myndir 1 plastumbúðum í FRÉTT um verðkönnun á ljós- myndavörum í blaðinu fyrir skömmu var þess ekki getið, að verzlunin Fókus, Lækjargötu 6b, afhendir framkallaðar litmyndir í plastumbúðum. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt hefur verið: Meðlætið aflar vina, en mótlætið reynir þá. Sé vinur minn vansæll leita ég hann uppi, en þegar hann er hamingju- samur bíð ég komu hans. - orð til umhugsunar — Góður málsverður getur einnig aflað vina. Mcðfylgjandi réttur er einnig fljótlagaður. Prófið. Sæt-súrar rækjur 500 gr rækjur 3 msk. púðursykur 2 msk. kartöflumjöl 4 msk. cider-edik 1—2 msk. soya '/s tsk. engifer (ginger) 1 bolli ananassafi V4 bolli ananasbitar 1 stór laukur 1 græn paprika 1. Setjið í pott púðursykur, kart- öflumjöl, edik, soyu og engifer, blandið vel og hitið, hrærið í á með- an. 2. Þegar blandan er heit orðin er hún hrærð út með ananassafanum þar til hún þykknar. 3. Því næst er ananasbitunum, papriku skorinni í litla teninga og söxuðum lauk bætt út í og látið sjóða með í nokkrar mínútur. 4. Að síðustu eru rækjurnar settar út í sósuna og hitaðar að suðu. Berið fram með soðnum heitum gijónum. Gott meðlæti er einnig nið- urskorið grænmeti eins og agúrka afhýdd og skorin í bita og gulrætur skornar í strimla. Verð á hráefni Rækjur 500 gr kr. 236,00 Ananas 560 gr kr. 68,00 Græn paprika . kr. 35,00 Laukur ........... kr. 6,00 Þijátíu og eins árs gamall banda- rískur karlmaður, 180 cm og 73 kg Segist vera bláeygður og ljós- hærður og starfar sem læknir. Hann hefur áhuga á sögu, bók- menntum, kvikmyndum, göngu- ferðum, siglingum ofl. George Fultz Box 130-u Newport, Kentucky 41071 USA Tvítugur portúgalskur piltur, hefur áhuga á ferðalögum, póst- kortum, frímerkjum ofl. Hann skrifar á ensku og frönsku auk portúgölsku. Fernando Julio Santos Sebido Rua Fran Pacheto N 5 2 2900 Setubal Portugal Skozkur karlmaður sem ekki getur aldurs, en segist hafa áhuga á náttúruskoðun og útivist, mynt, frímerkjum og alls konar íþróttum P. Gerald Telford fl. 2 7 St. Andrews Sq. Hastings TN34 ISN England
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.