Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Nýtt gistiheimili við Frumskógargötu Frumskógar heitir nýtt gistiheimili sem tekið hefur Richard Gere S hlutverki Davíðs konungs. Regnboginn: Sýningar að - hefjastá kvikmyndinni Davíð konungur REGNBOGINN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Davið konungur" (King David), en hún fjallar um Davíð, „fjár- hirðinn, sem sigraði Golíat og varð síðan mestur konunga.“ Handritið að myndinni er byggt á heimildum Gamla testa- mentisins og með hlutverk Davíðs konungs fer Richard Gere. Aðrir helstu leikarar í myndinni eru Edward Wood- ward, Alice Krige og Denis Quille. Leikstjórn var í höndum Bruce Beresford og tónlist eftir Carl Davis. til starfa í Hveragerði. í gistiheimilinu er að finna tvö eldhús og sex herbergi, og því hentugt fyrir fólk sem vill sameinast um íbúð í stuttu fríi. í tengslum við gistiheimilið er sjúkraþjálf- unarstöð þar sem boðið er upp á margskonar nudd- meðferð og einnig veitt sjúkraþjálfun. Gistiheimilið stendur við Frum- skógargötu, en hún var á árum áður nefnd Skáldagata, vegna þess hversu margir rithöfundar og aðrir listamenn bjuggu þar. í sumar hafa Qölskyldur og starfshópar víðsvegar að af landinu komið og dvalist í þeim tveggja og fjögurra herbergja íbúðum sem boðið er upp á. Bifreið stolið í Þorlákshöfn Aðfaranótt laugardagsins hvarf brún-sanseruð Subaru skutbifreið, X-2527, frá Skál- holtsbraut í Þorlákshöfn. Lögreglan í Arnessýslu biður þá sem upplýsingar geta gefið að hafa samband við sig strax. V erzlunarmannahelgin: A annað hundrað manns á skíðum í Kerlingarfj öllum Á ANNAÐ hundrað manns var á skíðum í Kerlingarfjöllum um verslunarmannahelgina í glaða sólskini og 15 stiga hita. Mátti sjá menn skfða í stuttbuxum allan daginn í Fannborgaijöklinum eða ganga á skíðum í átt að Hveradölum, þar sem hverir og leir- pyttir sjóða og vella. Einhveijir gengu á Snækoll, hæsta tind Kerlingafjalla, þaðan sem sést til sjávar fyrir sunnan land og norðan í góðu veðri. Af Snækolli renndu menn sér svo á skíðum niður að Nýja Kastala, þar sem biðu heitar veigar og meðlæti. Þijár diskalyftur eru í Fann- eftir getu. Mikil áhersla er lögð á borginni 200—700 metra langar, en skíðasvæðið er víðáttumikið og þar var einstaklega fallegt útsýni meðal annars í átt til Hofs- jökuls. í Kerlingarfjöllum eru skíða- námskeiðin út ágústmánuð og standa þau 5 eða 6 daga. Farið er frá Reykjavík að morgni og komið síðdegis á áfangastað. Alla jafna er farið strax á skíði fyrsta kvöldið og nemendum skipt í hópa kennslu fyrir byijendur og skólinn hefur til leigu meðal annarS sér- stök kennsluskíði sem eru léttari og meðfærilegri en önnur skíði. í Kerlingafjöllum búa menn í svonefndum „nípum" sem rúma 6—12 manns hver og á svefnlofti í aðalskála. Þar eru kojur fyrir 28 manns. Kvöldvökumar í Kerlingaíjöll- um eru löngu orðnar víðfrægar. Þar skemmta menn sér við leiki, dans og söng. Þann 11. ágúst er von á bor sem á að bora fyrir heitu vatni sem á að nægja til þess að halda öllum húsunum heitum og þá rætist langþráður draumur, sem er sundlaug. Fram til þessa hafa húsin verið olíukynnt. Frumkvöðlar Skíðaskálans í Kerlingafjöllum, þeir Valdimar Ömólfsson, Eiríkur Haraldsson, Jónas Kjerúlf og Sigurður Guð- mundsson, voru allir í Fjöllunum um verslunarmannahelgina. Þeir eiga þar að baki 26 ára heilla- dijúgt starf, sem ekki er séð fyrir endann á, því alltaf er verið að vinna að því að gera þessa sum- arparadís ennþá skemmtilegri. Nú er tilvaliö aö kíkja inn hjá kaupmanninum og krœkja sér í bita aí ljúífengu fjallalambi — eöa kaupa það í heilum og hálfum skrokkum á ötrúlega hagstœöu veröi. Verölœkkunín glldlx í takmarkaðan ttma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.