Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Nýtt gistiheimili við Frumskógargötu Frumskógar heitir nýtt gistiheimili sem tekið hefur Richard Gere S hlutverki Davíðs konungs. Regnboginn: Sýningar að - hefjastá kvikmyndinni Davíð konungur REGNBOGINN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Davið konungur" (King David), en hún fjallar um Davíð, „fjár- hirðinn, sem sigraði Golíat og varð síðan mestur konunga.“ Handritið að myndinni er byggt á heimildum Gamla testa- mentisins og með hlutverk Davíðs konungs fer Richard Gere. Aðrir helstu leikarar í myndinni eru Edward Wood- ward, Alice Krige og Denis Quille. Leikstjórn var í höndum Bruce Beresford og tónlist eftir Carl Davis. til starfa í Hveragerði. í gistiheimilinu er að finna tvö eldhús og sex herbergi, og því hentugt fyrir fólk sem vill sameinast um íbúð í stuttu fríi. í tengslum við gistiheimilið er sjúkraþjálf- unarstöð þar sem boðið er upp á margskonar nudd- meðferð og einnig veitt sjúkraþjálfun. Gistiheimilið stendur við Frum- skógargötu, en hún var á árum áður nefnd Skáldagata, vegna þess hversu margir rithöfundar og aðrir listamenn bjuggu þar. í sumar hafa Qölskyldur og starfshópar víðsvegar að af landinu komið og dvalist í þeim tveggja og fjögurra herbergja íbúðum sem boðið er upp á. Bifreið stolið í Þorlákshöfn Aðfaranótt laugardagsins hvarf brún-sanseruð Subaru skutbifreið, X-2527, frá Skál- holtsbraut í Þorlákshöfn. Lögreglan í Arnessýslu biður þá sem upplýsingar geta gefið að hafa samband við sig strax. V erzlunarmannahelgin: A annað hundrað manns á skíðum í Kerlingarfj öllum Á ANNAÐ hundrað manns var á skíðum í Kerlingarfjöllum um verslunarmannahelgina í glaða sólskini og 15 stiga hita. Mátti sjá menn skfða í stuttbuxum allan daginn í Fannborgaijöklinum eða ganga á skíðum í átt að Hveradölum, þar sem hverir og leir- pyttir sjóða og vella. Einhveijir gengu á Snækoll, hæsta tind Kerlingafjalla, þaðan sem sést til sjávar fyrir sunnan land og norðan í góðu veðri. Af Snækolli renndu menn sér svo á skíðum niður að Nýja Kastala, þar sem biðu heitar veigar og meðlæti. Þijár diskalyftur eru í Fann- eftir getu. Mikil áhersla er lögð á borginni 200—700 metra langar, en skíðasvæðið er víðáttumikið og þar var einstaklega fallegt útsýni meðal annars í átt til Hofs- jökuls. í Kerlingarfjöllum eru skíða- námskeiðin út ágústmánuð og standa þau 5 eða 6 daga. Farið er frá Reykjavík að morgni og komið síðdegis á áfangastað. Alla jafna er farið strax á skíði fyrsta kvöldið og nemendum skipt í hópa kennslu fyrir byijendur og skólinn hefur til leigu meðal annarS sér- stök kennsluskíði sem eru léttari og meðfærilegri en önnur skíði. í Kerlingafjöllum búa menn í svonefndum „nípum" sem rúma 6—12 manns hver og á svefnlofti í aðalskála. Þar eru kojur fyrir 28 manns. Kvöldvökumar í Kerlingaíjöll- um eru löngu orðnar víðfrægar. Þar skemmta menn sér við leiki, dans og söng. Þann 11. ágúst er von á bor sem á að bora fyrir heitu vatni sem á að nægja til þess að halda öllum húsunum heitum og þá rætist langþráður draumur, sem er sundlaug. Fram til þessa hafa húsin verið olíukynnt. Frumkvöðlar Skíðaskálans í Kerlingafjöllum, þeir Valdimar Ömólfsson, Eiríkur Haraldsson, Jónas Kjerúlf og Sigurður Guð- mundsson, voru allir í Fjöllunum um verslunarmannahelgina. Þeir eiga þar að baki 26 ára heilla- dijúgt starf, sem ekki er séð fyrir endann á, því alltaf er verið að vinna að því að gera þessa sum- arparadís ennþá skemmtilegri. Nú er tilvaliö aö kíkja inn hjá kaupmanninum og krœkja sér í bita aí ljúífengu fjallalambi — eöa kaupa það í heilum og hálfum skrokkum á ötrúlega hagstœöu veröi. Verölœkkunín glldlx í takmarkaðan ttma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.