Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 5 Afmæli Reykjavíkur: Tæknisýning í Borgarleikhúsinu TÆKNISÝNING í Borearleik- húsinu nýja er einn hluti hátíðar- haldanna vegna 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Þar verður starfsemi margra fyrirtækja borgarinnar kynnt í myndum og máli. Helstu sýnendur eru veitur borg- arinnar, Hitaveitan, Rafmagnsveit- an og Vatnsveitan, Reykjavíkur- höfn og Landsvirkjun. Einnig verða Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavík- urborgar, Skógræktarfélag Reykjavíkur og ýmsar deildir borg- arinnar, s.s. gatna- og holræsadeild, umferðardeild o.s.frv með sýningar- atriði. Að sögn Baldurs Hermannssonar framkvæmdastjóra sýningarinnar er áherslan á að sýna starfsemina eins og hún er í dag, sögulega sýn- ingin er á Kjarvalsstöðum. Einkum er áherslan á að sýna þá þætti starf- seminnar sem fólk verur ekki vart við dags daglega. Sýningarsvæðið er uþ.b. 2000 fermetrar, í anddyri, á litla sviði og neðri hæðinni í nýja borgarleik- húsinu. Allskyns líkön eru þar til sýnis, einnig myndir, bæði kvik- myndir, ljósmyndir og litskyggnur. Þá verða tölvumiðstöðvar sem tengdar verða fyrirtækjunum. Einnig verður nokkuð ritað mál á staðnum og þess má geta að get- raun verður í gangi, þannig að hverjum aðgöngumiða fylgja 10 spumingar sem menn geta svarað og skilað inn. Fjöldi verðlauna er í boði fyrir réttar lausnir og verður dregið úr þeim. Sýningin opnar 17. ágúst og stendur til 31. ágúst. Meðal at- hyglisverðustu sýningargripanna verða „allt að því líkan af borholu", Morgunblaðið/Einar Falur Þessa dagana er unnið að upp- setningu tæknisýningar í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavikur. Sýningin opnar 17. ágúst. Hér er unnið að smiði „stærsta foss- ins á íslandi innanhúss" eins og Baldur Hermannsson frkvstj. sýningarinnar lýsti einu sýning- aratriðinu. og einnig setur Landsvirkjun upp „stærsta foss á íslandi innanhúss," eins og Baldur komst að orði. ri AMC Jeep í 40 ár á íslandi Það er staðreynd að AMC Jeep er alltaf nr. 1 Cherokee 2ja dyra, kr. 990.000 Við bjóðum árgerð 1987 á sérstöku afmælistilboði Gerið verðsamanburð <sJ&*** Cherokee 4ra dyra, kr. 1.040.000 Stuttur afgreiðslufrestur EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202 Toppsum- arvörurá mjög hag- stæðuverði. Úrval af bolum og buxum og fl. og fl. og fl. VERSLUNUM SAMTÍMIS STENÐUR NÚ SEM HÆST * I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.