Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
41
innar — þvert ofan í samninga.
(„Það var bjálfalegt," sagði Golan
um Hoffman, „það verður hans
tap.“)
Þrátt fyrir brotna samninga,
málsóknarhótanir, alla þá sem hafa
lofað sjálfum sér og öðrum að vinna
aldrei framar fyrir Cannon, þá ausa
þeir Golan og Globus út myndum.
Mynd sumarsins hjá fyrirtækinu er
að sjálfsögðu lögregluþrillerinn
Cobra. Þá er von á myndum einsog
Texas Chainsaw Massacre II, og
It Ate Cleveland, (í monster-
vision). Þá koma framhaldsmyndir
á framhöld ofan, (Superman IV,
með Christopher Reeve), gaman-
mynd um lögregluþjóna sem nefnist
Public Enemy, með því ólíklega
pari, John Travoita og Whoopi Gold-
berg, og enn ein myndin um
hómósexúalista, Who’s in the Clos-
et? (hét áður Oy Vey, My Son Is
Gay). Þá er og að fínna söngva-
og dansamyndir, (Zorba með Anth-
ony Quinn) og hryllingsmyndir,
(The Video Murders), og fjöl-
skyldumyndir, en á meðal þeirra
eru fjórtán myndir byggðar á sígild-
um ævintýrum. Og að lokum, þá
er að finna á áætluninni metnaðar-
fyllri myndir einsog King Lear sem
Godard mun leikstýra eftir handriti
Normans Mailer, tökur byrja í
haust; mynd Johns Huston um
skáldin Byron og Shelley, Haunted
Summer; Duet for One, og
Housekeeping, mynd sem byggð
er á skáldsögu eftir Marilynne R<>b-
inson, með Diane Keaton í aðal-
hlutverki.
Líkt og allt sem Golan gerir, þá
eru ákvarðanir hans að jöfnu
byggðar á hugdettum og chuzpah,
(hebreska, mikið notað í kvik-
myndamáli, þýðir e.k. ósvífni). Ólíkt
flestum öðrum Hollywood-framleið-
endum þá hefur hann ekkert skrif-
stofubákn í kringum sig, þarf aðeins
að öskra nokkur orð á hebresku á
milli herbergja í félaga sinn og tug-
milljóna dala samningur er í
uppsiglingu. Þá sólundar hann ekki
tíma sínum í að lesa handrit, kýs
frekar að hlusta á hugmyndir.
(Hann samþykkti að gera Maria’s
Lovers eftir tíu mínútna kynningu
í troðfullu herbergi á Cannes-hátíð-
inni, eins ákvað hann að fjármagna
King Lear Godards eftir aðeins
klukkustundar samtal við leikstjór-
ann í fyrra.)
Golan hefur enga þörf fyrir skoð-
anakannanir né markaðsrannsókn-
ir. „Allt er þetta sannreyndur
tuddaskítur," segir hann. „Það eru
engar reglur. Áhorfendur koma þér
ætíð á óvart. Ég geri allar mínar
myndir með þeim vamagla að þær
bregðist í miðasölunni." Meginvöm
hans gegn stóráföllum segir hann
vera aðhaldsemi í peningamálum.
Og aðferðir hans em oft afdráttar-
lausar einsog eftirfarandi samtal
ber með sér. Umboðsmaður og tveir
framleiðendur vora að bjóða verk
með Roy Scheider sem átti að kosta
8 milljónir dala. Golan sagði að
hann væri hreykinn af því að
Scheider vildi gera mynd hjá Cann-
on, en hann biti ekki á agnið. „Ég
held að þið séuð með 4 milljóna
dala afgang í kostnaðaráætlun-
inni,“ sagði hann við framleiðend-
uma. „Nú,“ svaraði annar
framleiðendanna, þér er velkomið
að skoða okkar tölur." „Ég get sagt
þér það,“ sagði Golan, „án þess að
skoða tölumar, að það er ekki nokk-
ur leið að þessi mynd geti kostað
átta milljónir. Hvað gerirðu við átta
millur? Þú kaupir þér ríki?“ Fram-
leiðandinn fór að útskýra hvert
milljónimar færa. Ein fyrir Scheid-
er, 200 þús. fyrir aðalkvenleika-
rann, 300 fyrir hvom, framleiðand-
ann og leikstjórann, 700 þús. fyrir
afganginn af leikuranum.
n „Gott og blessað," sagði Golan
og lyfti gleraugunum uppá ennið.
„Þú ert kominn með kostnaðar-
áætlun uppá 2‘A milljón, bætum
tveimur við I aukaútgjöld, það era
4 og '/2. Hvert fer afgangurinn?
„Við jusum ekki fé í okkar áætl-
un,“ svaraði annar framleiðandinn,
„við vitum hvað hlutimir kosta.“
„Sjáðu til,“ greip Golan inní, „hætt-
um þessu Hollywood-kjaftæði.
Þegar þú kemur hingað ertu ekki
í heimsókn hjá Universal eða Para-
mount. Við eram ekki ríkir menn.
Við eram einungis tveir kvikmynda-
gerðarmenn sem beijumst gegn öllu
því sem ekki sést á tjaldinu."
Seinna, eftir að kvikmyndafram-
leiðendumir era famir, útskýrði
Golan viðskiptaheimspeki sína: „Ég
held að Hollywood sé orðin geggjuð
hvað snertir kostnaðaráætlanir. Sú
staðreynd að ein kvikmynd getur
skilað af sér tvö hundrað milljónum
dala hefur gert alla örlítið raglaða."
t Mennimir sem gert hafa Cannon
að áberandi fyrirtæki í Hollywood,
hafa þekkst frá barnæsku. Þeir
hirða báðir 350 þús. dala laun (lág
fyrir menn í þeirra stöðu), aka nýj-
um Kádiljákum, búa í Cheviot Hills
og spila backgammon. En í fram-
komu og fasi era þeir gjörólíkir.
Globus er fjórtán áram eldri, grenn-
ri.hæglátari og íhaldssamari þegar
kemur að peningamálum. „Ég sé
meira um peningahliðina," segir
Globus, „en hann um þá listrænu.
En ef við leggjum saman eram við
ein, fullkomin persóna!"
Frændumir ólust upp í bænum
Tiberius, nálægt sýrlensku landa-
mæranum. Feður þeirra vora
bræður og zionistar sem fluttu frá
Póllandi til Palestínu á þriðja ára-
tugnum. Golan barðist í stríðinu
1948, síðan ákvað hann að verða
leikari. Hann gekk í leikfélag stað-
arins og fékk að skömmum tíma
liðnum meðmæli til náms við Lon-
don Academy of Music and Drama.
Fljótlega eftir að hann snéri til ísra-
els, tuttugu og þriggja ára, varð
hann einn vinsælasti leikhúsleik-
stjóri landsins og setti upp á
hebresku vinsæl bandarísk verk
einsog Tobacco Road og The Paj-
ama Game.
1960 yfirgaf Golan ísrael að
nýju, í þetta sinn til að læra kvik-
myndagerð við City College í New
York. Fyrsta starf hans að loknu
námi var að aðstoða Roger Corman
við kvikmyndina The Young Rac-
ers. Tveir aðrir nýliðar í genginu
vora þeir Robert Towne og Francis
Coppola.
Golan reyndi án árangurs að fá
lánaða 30 þús. dali hjá Corman til
að leikstýra sinni fyrstu mynd —
hann segir að Corman hafi frekar
valið að styðja við mynd sem Copp-
ola var með í bígerð — en tókst að
fá myndina íjármagnaða í ísrael.
Með aðalhlutverkið fór óþekktur
leikari, Topol að nafni. Með honum
gerði Golan sína aðra mynd, Sallah,
sem var tilnefnd til Óskarsverðlaun-
anna 1964.
Árið áður hefði hann boðið
frænda sínum að gerast meðeigandi
I fyrirtæki sínu, Noah Film (sem á
áranum 1960—’80, framleiddj 14
af 20 vinsælustu myndunum í ísra-
el). Globus var þá aðeins tvítugur
að aldri, nýkominn útúr skóla, en
þá þegar forfallinn kvikmyndaunn-
andi. Þegar Golan var í London og
New York hafði Globus nóg að
gera að skoða Hollywood-myndir í
litlu kvikmyndahúsi sem faðir hans
átti í útjaðri Haifa. Sjö ára hafði
hann þann starfa með höndum að
skipta um auglýsingaplaköt í for-
dyrinu; fjórtán ára hótaði hann að
hætta í skóla ef hann fengi ekki
að stjórna sýningarvélunum á
kvöldin. „Mamma var vön að segja:
„Hvað ætlar eiginlega að verða úr
þér Yoram? Ekkert annað en kvik-
myndir, kvikmyndir og aftur
kvikmyndir í hausnum á þér.““
Það tók þá Golan og Globus
fimmtán ár að komast til Hollywood
og fimm að auki að verða stór nöfn
í kvikmyndaheiminum. Nú þegar
þeir hafa náð því marki er stóra
spurningunni enn ósvarað: Hvað
verður um þá? Þrátt fyrir alla hina
skapandi fjármögnun, velgengnina
við að dæla út myndum og hina
dramatísku velgengni fyrirtækis
þeirra era frændumir enn á ystu
brún. Þrátt fyrir að meðalkostnaður
mynda þeirra sé enn í námunda við
5 milljónir dala, þá kosta margar
stórmynda þeirra, einsog Murphy’s
Law og The Delta Force, mun
meira. Þeir áttu enga mynd sem
sló í gegn í fyrra, (Invasion USA,
hasarmynd með Chuck Norris, var
efst á lista með 6,9 milljóna dala
hagnað). Og samningsslitin við
MGM/UA fyrir tveimur áram hefur
sett Cannon í þá aðstöðu að fyrir-
tækið verður sjálft að markaðssetja
myndir sínar — tilhögun sem Golan
er hæstánægður með. „Það er úti-
lokað að ég geri samkomulag við
annað kvikmyndaver," segir hann
sem andsvar við þrálátum en til-
hæfulausum orðrómi um að Cannon
sé á höttunum eftir öðram dreif-
ingaraðila. (Hvað stórmyndir
snertir þá vinnur Cannon gjaman
með einhvetjum risanna. T.d. var
Cobra kynnt og dreift af Wamer
Bros.)
Sumir fjármálasérfræðingar hafa
lýst áhyggjum yfir þessu öllu saman
og vara við að fyrirtækið stefni í
gjaldþrot. „Það er að koma í ljós
að offramboð verður á myndum
árið 1987, einkum B- og C-titlum,“
segir Harold Vogel, könnuður í
skemmtiiðnaðinum hjá Merryl
Lynch Capital Markets, „og hver
sá sem tekur þátt í þeim viðskiptum
mun lenda í vandræðum með að
sýna tekjuaukningu." Dennis Frost
hjá Siedler Amdec í Los Angeles
sagði í viðtali við New York Times,
„Jafn vel og gengur hjá Cannon
þá era þeir að verða nokkuð kot-
rosknir. Áhrif efnahagsreikningsins
era uppá við. Framleiðslukostnaður
fer stígandi. Fastakostnaður fer
stígandi. Svo það er allt annað fyrir-
tæki en það var.“ Aðrir era fullir
bjartsýni og telja að eitt vinsælt
verk á ári hafi geysileg áhrif á tekj-
úmar.
Á meðan halda þeir Globus og
Golan áfram að gera samninga og
kvikmyndir. Úrslitin ráðast að sjálf-
sögðu í miðasölugatinu. Og hvort
fólk mun flykkjast til að sjá Sylvest-
er Stallone í sjómanni eða Christop-
her Reeve hefja sig til flugs á ný,
er, einsog Menahem Golan er fyrst-
ur manna að viðurkenna, útilokað
að spá um.
Byggt á grein í American Fihn,
júlí/ágúst 1986, e. Robert Fried-
man, ritstjóra Village Voice).
NÝTTSÍMANÚMERJP
Auglýsingar
l\ JP
Afgreiðsla
PLAST ÞOLNARA
TRÖLLAPLASTIÐ ER BLÁTT
Heildsölubirgðir:
—Varíst ^efíirííkingar!
PlASTOS