Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 22
■-' 22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 7í ÁGÚST 1086 •»-, e* * Sr. Eirikur les bænina Morgunblaðið/Áff.Átf. Kaupmannahöf n: Fræðimaðurinn í Jónshúsi predikar Jónshúsi. Ah 1 Prestarnir og söngkonan að lokinni messugerð Sr. Eiríkur J. Eiríksson fv. prófastur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og prestur og skóla- stjóri á Núpi í Dýrafirði varð 75 ára 22. þ.m. Sr. Eiríkur og kona hans, frú Kristín Jónsdóttir frá Gemlufalli, dvelja nú í fræði- mannsíbúðinni hér í Jónshúsi. Predikaði sr. Eiríkur við íslenzku guðsþjónustuna í Skt. Pálskirkju sunnudaginn 27. júlí af þrótti og dirfð frjálslyndrar skoðunar Grundtvigsstef nunnar. Ekki þarf að kynna hinn þjóð- fræga prest og bókfræðimann sr. Eirík og frú Kristínu. Svo þekkt eru þau hjónin öllum þorra manna heima og fjöldamargir, sem notið hafa forgöngu þeirra í skóla, gest- risni og greiðasemi, svo að ekki sé talað um hina einstöku bókagjöf til Ámessýslu, eitt stærsta bókasafn í einkaeign, sem þar varð almanna- eign í héraði uppruna hans og ættartengsla. Er mjög verðugt, að hjónin búi nú í hinni eftirsóttu fræðimannsíbúð og endast vikumar vart sr. Eiríki til fræðistarfa um Grundtvig, en hann vinnur að mik- illi ritgerð um áhrif stefnunnar, sem kennd er við hinn fræga danska prest og sálmaskáld, á Islendinga og íslenzka sálma- og trúarljóða- gerð. Það var líka fjölmenni í Skt. Pálskirkjunni þennan dag til að hlýða á predikun sr. Eiríks og áma þeim hjónunum heilla. Þá tóku líka önnur prestshjón þátt í athöfninni. Sr. Gunnar Björnsson fríkirkju- prestur í Reykjavík annaðist organistastöi-fin frábærlega vel og kona hans, frú Ágústa Ágústsdótt- ir, söng stólvers með miklum glæsibrag. Þau hjónin voru stödd hér í nokkra daga á heimleið frá tónlistariðkunum í Weimar. I messukaffínu í félagsheimilinu í Jónshúsi á eftir var líka sungið af þrótti við undirleik sr. Gunnars. Nú verður félagsheimilið lokað vegna viðgerða á gólfi frá 1. ágúst, en Safn Jóns Sigurðssonar verður að sjálfsögðu opið eftir sem áður og fyrirgreiðsla önnur en veitinga- sala fyrir hendi í sambandi við það. G. L. Ásg. Brúin við Upp- typpinga minnti á þjóðbraut FJOLDI fólks lagði leið sína um hálendi Austurlands um verslunar- mannahelgina. I Kverkfjöllum var fleira fólk en nokkru sinni fyrr, enda straumur bíla um nýju brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Brúin styttir m.a. leiðina frá Öskju til Kverkfjalla um nær 200 kílómetra. stað. Þess má geta, að um 1970 tóku beir Ferðafélagsmenn á Húsavík sig til og smíðuðu bráðabirgðabrú yfir Jökulsá á nákvæmlega sama stað og nýja brúin er nú. Lögðu þeir vírstreng yfir ána og drógu síðan með trissum burðarbita yfír ána, eftir að einn leiðangursmanna hafði fyrst verið sendur yfir með hjálp vírsins. Þessi útbúnaður var síðan tekinn sundur, er ú'allagarpamir snem heimleiðis. Nokkrum árum síðar eyðilögðu vatnavextir undirstöður brúarinnar og var saga hennar þá öll, enda brúin yfir Kreppu byggð skömmu síðar. í Kverkfjöllum er svonefndur Sigurðarskáli, sem rekinn er í sam- einingu af Ferðafélagi Fljótsdals- héraðs, Ferðafélagi Vopnafjarðar og Ferðafélagi Húsavíkur. a Að sögn Jóns Jóhannessonar hjá Ferðafélagi Húsavíkur er ætlun- in að brúa Rjúpnabrekkukvísl í sumar. Verður það gert við gljúfur, þar sem einnig renna tvær aðrar kvíslir Skjálfandafljóts. Nokkru sunnar í Rjúpnabrekkukvísl drukknaði á síðasta ári japanskur ferðalangur, er gert hafði tilraun til að aka yfir ána á varasömum Fyrirlestur: Vitsmunalíf í himingeimnum Hér á landi er staddur Charles L. Seeger, prófessor í eðlisfræði og stjörnufræði við ríkisháskólann í San Francisco. Prófessor Seeger var meðal brautryðjenda í útvarps- stjömufræði, starfaði fyrst við Comell-háskólann í Bandaríkjun- um, en síðar við háskólann í Leiden í Hollandi. Átti hann m.a. þátt í að sanna, að útvarpsbylgjur frá vetrar- brautinni væru að verulegu leyti samhraðlageislun (synchrotron- geislun). Störf Seegers hafa þó ekki verið bundin við útvarps- stjörnufræði eingöngu; t.d. hafði hann yfímmsjón með hönnun á stómm spegilsjónauka fyrir McDonald-stjörnustöðina í Texas. Síðan 1970 hefur áhugi Seegers beinst fyrst og fremst að tilraunum til að finna vitsmunalíf utan jarðar- innar með könnun á útvarpsbylgj- um. Hefur hann unnið að þekktum rannsóknaráætlunum á því sviði, nú síðast á vegum Geimrannsókna- stofnunar Bandaríkjanna (NASA) í Ames-rannsóknastöðinni í Kali- forníu. Prófessor Seeger mun halda fyr- irlestur við Háskóla íslands í dag, fimmtudaginn 7. ágúst. Fyrii lestur- inn, sem fjallar um leitina að vitsmunalífi í himingeimnum, verð- ur haldinn í stofu 158 í Verkfræði- og raunvísindahúsi II við Hjarðar- haga og hefst kl. 16.15. Þetta framtak varð þó til þess, að menn gátu í fyrsta sinn farið inn á svonefnda Krepputungu. í fyrstu ferðinni var með í hópnum Sigurður Egilsson, sem Sigurðarskáli í Kverkfjöllum er kenndur við. Sig- urður var nokkuð við aldur og treysti sér því ekki til að klífa jökui- inn með hinum leiðangursmönnun- um. Meðan þeir príluðu, fann Sigurður hins vegar íshellinn, sem margir landsmenn kannast við, ef ekki af eigin raun, þá úr sjónvarp- inu. Mikil gróska hefur verið í há- fjallaferðum síðustu árin og jr.á geta þess, að Björn Sigurðsson á Húsavík fer eina ferð í viku til Kverkfjalla um Mývatn. Hefur hann samráð við Svenna og Benna á Eskifírði, sem bjóða ferðir frá Egils- stöðum til Kverkfjalla, svo að ferðafólk getui1 skipt um rútu eftir dvölina í Kverkfjölium. Eftir samgöngubæturnar í sumar mun Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar gefa kost á ferð til Herðubreiðarlinda og hugsanlega einnig Hvannalinda frá Kverkfjöll- um. Gæsavatnsleiðin austur á Jökulsáraura, sem venjulega opnast seint, er og verður áfram mikill farartálmi og varla von á miklum endurbótum þai' á næstunni. Ferðafrömuðir austanlands telja líklegt, að fljótlega muni framtaks- samir rútumenn norðanlands bjóða ferðir að norðan frá t.d. Mývatni um Herðubreiðarlindir og Öskju til Kverkfjalla. Hálf öld síðan flug- málaráðunautur ríkisins var skipaður I DAG er liðin hálf öld síðan Agnar Kofoed Hansen var skipaður flugmálaráðunautur ríkisins. Skipun hans í embættið var eigin- lega upphafið að Flugmálastjóm íslands eins og við þekkjum þá stofnun í dag. Flugmálastjóm hyggst minnast þessara tímamóta með ýmsum hætti og tekur m.a. þátt í afmælishátíðarhöldum í ágúst ásamt Flugmálafélagi íslands sem einnig á hálfrar aldar afmæli í ár. Þegar Haraldur Guðmundsson þáverandi samgönguráðherra skipaði Agnar í embætti flug- málaráðunautar, 7. ágúst 1936, var Agnar aðeins 21 árs. Hlaut hann embættið fyrir tilstilli Sveins Björnssonar, sem síðar varð for- seti íslands. Mánaðarlaun hins unga flugmálaráðunautar voru ekki há, aðeins 167 krónur en á þeim tíma voru það um hálf laun verkamanns. Um aðdragandann að skipan sinni í embættið segir Agnar í endurminningabók sinni „A brattann": „Fyrir mín orð skrifaði hann (Sveinn Björnsson, innsk. blm.) þá staddur í Karlsbad í Tékkóslóvakíu, ríkisstjóminni bréf og benti á nauðsyn þess að nýta þá þekkingu sem ég byggi yfir, ekki aðeins sem flugmaður heldur og sem herskólagenginn maður, blikur styijaldar komnar á loft o.s.frv." Sjálfur segir Agnar, að á þess- um árum hafí ríkt mikil andúð margra ráðamanna í garð alls sem hét flug og þá hafi efnahagur landsmanna verið bágborinn enda kreppan í algleymingi. Því voru fyrstu verkefni Agnars sem flug- málaráðunautur að reyna að afla fluginu trausts og virðingar á ný, svo og að safna sem ítarlegustum upplýsingum um lendingarskilyrði víðs vegar um land og gera um það heildaryfirlit. Flugmálastjóm Islands, eins og við þekkjum hana í dag, var stofnsett árið 1945 eða fyrir 41 ári. Agnar Kofoed Hansen hefði orðið 71 árs í dag hefði honum enst aldur til, en hann lést fyrir ijórum ámm. Flugmálastjóm hyggst minnast þessa merka áfanga í sögu sinni með ýmsum hætti, m.a. hefur Flugmálastjóm látið gera bijóst- mynd af Agnari sem ekkja hans mun afhjúpa við formlega athöfn 22. ágúst nk. - G.Þ. Þessi ljósmynd var tekin á flugdegi Svifflugfélagsins á Sand- skeiði árið 1938. Á henni sjást þeir Agnar Kofoed Hansen, þáv. flugmálaráðunautur aðeins 23 ára og Guðbrandur Magnússon, forstjóri Áfengisverslunar rikisins og flugáhugamaður mikill, lýsa því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.