Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 17 l gangi sínum við ána í sumar, ótrúlegar hetjusögur af risaveiði hafa borist stundum daglega og heildarveiðin úr ánni verið hreint lygileg, því aðeins er veitt á tvær stangir. Það var einu sinni kvóti í ánni, frægur kvóti, 20 laxar á stöng á dag og þá kepptust garpamir við að taka kvótann á sem skemmstum tíma. Síðustu tvö sumrin hefur kvótinn verið afnuminn og þá hefur keppnin snúist upp í það hver veiði mest á sem skemmstum tíma, sett hafa verið met á met ofan fyrir heilsdagsveiði á tvær stangir, heils- dagsveiði á eina stöng og hálfs- dagsveiði á eina stöng. Afleiðingin af þessari þróun hefur orðið til þess að hugsanlegt er að kvótinn góði verði aftur settur á. Stundum hefur einnig verið um það rætt að fyölda stöngum í 4, lækka verðið og hafa „temmilegan" kvóta, svona 10—12 laxa á dag. Hvað verður veit eng- inn, vandi er um slíkt að spá o.s.frv. Slagrir næsta sumar ... Veiðibatinn í fyrrasumar og stór- veiðin í flestum ánum í sumar, að viðbættum björtum horfum fyrir næstu tvö til þijú sumur að minnsta kosti, munu valda því, að veiðileyfi munu hækka, kannski umfram verðbólguna, og það sem meira er, að það selst væntanlega allt upp. Það er slíkur hugur í mönnum núna, að það er bókstaflega hvergi hægt að næla sér í almennilegan veiði- dag. „Það er nóg að það renni vatn og hafi sést þar fiskur, þá selst það,“ sagði einn sem hefur mikið með sölu á veiðileyfum að gera. Næsta sumar verður slegist um veiðileyfin og færri munu komast að en vilja í margar ár. Og bíðiði hæg... Þess má einnig vænta að æ fleiri útlendingar muni hugsa sem svo: „Best að reyna að ná sér í veiðileyfi á íslandi, þetta er allt á uppleið þar aftur.“ Bandarískur ljósmyndari, Roy Reinhardt, sem var að gera kvikmynd um Grímsá í síðasta mánuði sagði aðspurður um tilganginn: „Til þess að auglýsa íslcnska laxveiði." Svo sagði hann þetta: „Svo eru til aðrar ár.“ Það er því verið að setja í gang auglýs- ingaherferð um íslenskar laxveiðiár og í því sambandi má geta þess að sala á útlendingatímanum í Grímsá og Miðfjarðará er að færast frá Gardner Grant, sem hefur selt leyf- in af greiðasemi við landeigendur, og yfir á heimsþekkta umboðsskrif- stofu sem heitir í höfuðið á eigand- anum, Fitzgerald, og útvegar ríkum sem óríkum veiðileyfi um allan heim. Hveijir skyldu verða fyrir barðinu á vaxandi ásókn útlendinga í ámar okkar? Ha? Norræna húsið: Fyrirlestur um Snorra í OPNU húsi í Norræna húsinu, fimmtudagskvöld 7. ágúst kl. 20.30, er fyrirlestur, sem dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður flytur á norsku og nefnir: „Snorri Sturlusons skildring av dei nordiske folk“. Að loknu kaffíhléi verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen „Surtur fer sunnan" og er hún með dönsku tali. Kaffistofa og bókasafn hússins verða opin fram eftir kvöldi, en í bókasafni liggja frammi bækur um ísland og íslenskar hljómplöt- ur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir í Norræna húsið. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin Iceland frá Sviþjóð. Ný smáskífa með Iceland Hljómsveitin Iceland frá Svíþjóð hefur sent frá sér nýja smáskífu. Á skífunni eru tvö lög: „Cold as Ice“ og „Fantasy". Hljómsveitin Iceland var stofnuð af þeim bræðrum Hans, Jóni og Gunnari Gíslasonum fyrir fimm árum. Þeir hafa gefið út þijár breiðskífur og farið í hljómleika- ferðir til Bandaríkjanna, Englands, Grikklands og um Skandinavíu. I sumar hafa þeir félagar í Ice- land spilað í almenningsgörðum og klúbbum í Svíþjóð og jafnframt unnið að gerð nýrrar breiðskífu sem væntanleg er á markaðinn í vetur. Það er fyrirtækið Blue Ice Rec- ords í Svíþjóð sem gefur smáskífuna út. Hvalfjarðarstrandarhreppur: Ályktun vegna afskipta Bandaríkjanna af hval- veiðum Islendinga Morgunblaðinu hefur bonst eftirfarandi ályktun sem sam- þykkt var einróma í hrepps- nefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps: „Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps mótmælir harð- lega afskiptum Bandarikjanna af hvalveiðum íslendinga í vísinda- skyni. Hreppsnefndin telur, að hótanir Bandaríkjamanna um við- skiptaþvinganir beri vott um drottnunargimi og yfírgang gagn- vart smáþjóð og sé bein ögrun við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt Islendinga. Það getur ekki verið háð lögsögu eða á valdsviði Bandaríkjanna að ákveða, hvemig íslendingar nýta auðlindir sínar, né hvaða vísindarannsóknir þeir stunda innan fiskveiðilandhelg- innar og hveijum þeir selja afurðir sínar. Hreppsnefndin skorar á ríkis- stjóm Islands að mótmæla yfir- gangi Bandaríkjanna harðlega og taka til athugunar samvinnu og samskipti íslands við Bandaríkin, þar á meðal varnarsamninginn. Þá minnir hreppsnefndin á, að Atlantshafsbandalagið á hemað- armannvirki og verulegar fast- eignir í Hvalfirði og hefur lagt undir sig jörð til þeirra hluta. Af þessum fasteignum eru engin gjöld greidd til hreppsins, og nýt- ur Atlantshafsbandalagið þannig sérréttinda hér í hreppnum. Þar sem Bandaríkin ætla nú að leggja aðalatvinnuveg hreppsins í rúst, er óveijandi að líða slík sérréttindi lengur. Skorar hreppsnefndin á ríkisstjómina að gera ríkisstjóm Bandaríkjanna grein fyrir þessu og taka þessi mál til endurskoðun- ar og úrbóta.“ ERTU AÐ FARAST UR ÞORSTA? BJARGAÐU ÞER! .... AHHHHHH! óoðajfreahi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.