Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 28

Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGUST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Skattabylting Þegar Sovétmenn höfðu bælt niður uppreisnina í Ungverjalandi varð Káldy leiðtogi mótmælenda. Áhrif kommúnista innan Lúterska. heimssambandsins Breska vikuritið Economist lýsti yfir því í forystugrein á dögunum, að skattabylting væri að hefjast á Vesturlöndum vegna þeirrar gjörbyltingar, sem er að verða á skattakerfi Bandaríkjanna. Economist seg- ir, að í þessari byltingu felist, að horfið sé frá kerfi, þar sem fyrirtækjum og einstaklingum, sem vegni vel, sé sagt, að skatt- heimtumennirnir taki um eða yfir helming af tekjum þeirra, en þegar á reyni þurfi þeir ekki að borga skattinn vegna ýmissa undanþáguákvæða og undanskotsleiða. í Banda- ríkjunum sé verið að feta sig inn á brautir til að dreifa skatt- byrðinni jafnar en áður og sé stefnt að því að tekjuskattsti- gamir verði tveir, 15% og 27%. Telur Economist, að vegna þessa muni fýrirtæki jafnt sem einstaklingar sækjast eftir að komast frá þeim löndum, þar sem skattbyrðin er þyngri. Þau þurfi því að laga sig að þessum nýju aðstæðum með einum eða öðrum hætti. Töluverðar umræður hafa orðið um skattamál hér á landi undanfarið vegna nýálagðra skatta. Sú staðreynd blasir við, að 13% gjaldenda greiða 67% af öllum tekjuskattinum en 56% gjaldenda er í neðsta skattþrepi og greiða 0,5% af tekjuskattin- um. Þá gerist það nú, að skattbyrðin leggst með meiri þunga en oft áður á einstaka gjaldendur vegna þess að verð- bólgnum krónum í launaum- slaginu fjölgar ekki. Vegna þess hve átökin við verðbólguna hafa skilað góðum árangri finna skattgreiðendur meira en áður fyrir þeirri misvísun, sem er á milli skattvísitölu í fjárlög- um og atvinnutekna. Með skattvísitölunni er leitast við að koma í veg fyrir að verð- lags- og tekjubreytingar létti eða þyngi skattbyrðina eftir atvikum. I ár þyngir hún skatt- byrðina. Þetta lá ljóst fyrir í apríl, án þess að gripið væri til gagnráðstafana. Við álagningu skatta að þessu sinni hefur verið stigið skref til að ná í tekjur, sem áður komu ekki fram til skatts og segir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, í Morgun- blaðsgrein í gær, að til þess megi rekja yfir 300 milljónir króna af þeim 650 milljónum, sem álagning ríkissjóðs skili umfram það sem fjárlagaáætl- un gerði ráð fyrir. Betur má ef duga skal. í apríl síðastliðn- um lagði íjármálaráðherra fram skýrslu um störf nefndar, sem kannaði umfang skatt- svika. Þar er komist að þeirri niðurstöðu, að tap hins opin- bera vegna vangoldinna beinna skatta og söluskatts megi áætla um 2,5 til 3 milljarða króna 1985. Fjármálaráðherra segir í grein sinni, að söluskattskerfið sé því sem næst hrunið, setja eigi nýja og samræmda tollskrá og breyta eigi tekjuskattslög- gjöfinni auk þess sem stað- greiðsla tekjuskattsins sé enn í athugun. Hættumar, sem brenglað skattakerfí hefur í för með sér, eru margar. Það elur af sér úlfúð innan lands. Það dregur úr trú manna á því, að baráttan fyrir heilbrigðu efna- hagskerfí án verðbólgu skili þeim árangri, sem að er stefnt. Standist íslenska skattakerfið ekki samkeppni við þær reglur, sem gilda í öðrum löndum, fælir það fólk frá því að finna kröftum sínum viðnám í landinu. Hér er þörf á skatta- byltingu ekki síður en annars staðar. Að henni þarf að vinna markvisst fyrir opnum tjöldum og undir hinu gamla kjörorði, að allir séu jafnir fyrir lögun- um. Skólastjóri Myndlista- skólans Við skipan í embætti skóla- stjóra Myndlista- og handíðaskóla Islands gekk Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, fram hjá Torfa Jónssyni, einum besta vatns- litamálara landsins, sem hefur verið settur í.embættið síðast- liðinn 4 ár Af þessu tilefni sagði Einar Hákonarson, list- málari, í Morgunblaðsfrétt: „Ég er mjög undrandi á þess- ari ákvörðun Sverris. Ég skil ekki af hverju ráðherrann tekur ekki tillit til vilja fræðsluráðs í Reykjavík, ekki síst þar sem borgin greiðir tæpan helming kostnaðar við skólann.“ Bragi Ásgeirsson, listmálari, segir í Morgunblaðsgrein í gær: „Framkoma ráðherra í þessu máli... ber vott um vanþekk- ingu og yfírlæti, grófa van- þekkingu á málefnum skólans og myndlistarskóla yfir höfuð.“ Morgunblaðið sér ástæðu til að vekja athygli Sverris Her- mannssonar á þessum ummæl- um og telur, að ráðherra hafí ærna ástæðu til að íhuga þau gaumgæfilega. eftir séra Peter Kankkonen SUMARIÐ 1984 var sjöunda alls- herjarþing Lúterska heimssam- bandsins haldið í Búdapest og var þetta fyrsta i fyrsta skipti frá stofnun sambandsins árið 1947 sem þing þess fer fram í kommúnistaríki. Zoltán Káldy, biskup frá Ungveijalandi, var kjörinn forseti Lúterska heims- sambandsins en alls sóttu rúmlega 300 fulltrúar þing þetta. Kosning forseta var hápunktur þingsins en Káldy mun gegna þeirri áhrifamiklu stöðu til ársins 1991. Hlynntur kommúnistum Káldy er leiðtogi mótmælenda- kirkjunnar í Ungverjalandi en meðlimir hennar eru um 400.000. Hann situr einnig á þingi og tekur þátt í störfum utanríkisnefndar þess. Því er ljóst að náið samband er milli kirkjunnar manna og stjóm- valda í Ungverjalandi en svo hefur þó ekki verið í gegnum tíðina. Lajos Ordass, fyrrum leiðtogi mótmælenda í Ungverjalandi og forveri Káldys, gerði hvað hann gat til að verja kirkjuna gegn stöðugum árásum stjómarinnar. Árið 1945 var hann kjörinn biskup en árið 1948 var hann leiddur fyrir svo- nefndan „verkamannadómstól“ og dæmdur til fangelsisvistar. Tveimur ámm síðar var honum vikið úr embætti og dæmdur í stofufang- elsi. I kjölfar uppreisnarinnar árið 1956 var fangeisisdómnum aflétt og tók Ordass aftur við embætti biskups. Árið 1958 var hann á ný sviptur embætti. Zoltán Káldy, sem var kommúnistum þóknanlegur, var kjörinn biskup. Kjör Káldys markaði tímamót fyrir kirkju mótmælenda í Ung- veijalandi. Gagnstætt Ordass var Káldy hlynntur fullri samvinnu við ríkisvaldið samkvæmt forskriftum kommúnista um starfsemi kirkj- unnar. Káldy fordæmdi Ordass á opinberum vettvangi og hvatti presta, sem almennt höfðu mikið álit á Ordass, til að binda enda á öll samskipti við hann. Þó svo Káldy taki sér orðið „kommúnismi" aldrei í munn á hann engu að síður við þá stjómmála- stefnu þegar hann ræðir um sósíal- isma. Eftirfarandi tilvitnun sýnir að Káldy er ekki síður stjómmála- maður en biskup. Um hlutverk kirkju mótmælenda í Ungveijalandi hefur Káldy sagt: „. . . þótt kirkj- an sinni hlutverki sínu er nauðsyn- legt að leiðtogar hennar geri sér grein fyrir að starf hennar fer fram í landi sem vinnur að uppbyggingu sósíalismans. Kirkjan viðurkennir óskorað vald ríkisins innan hins sósíaliska kerfis.“ Þannig ver Káldy kommúnismann í Ungveijalandi og fylgifiska hans; ritskoðun, þrælkun- arvinnu og yfirráð Sovétríkjanna. Káldy hefur innleitt nýja guð- fræði innan lútersk-evangelísku kirkjunnar í Ungveijalandi. Guð- fræði þessa nefnir hann „diakonia“ en grundvallarhugmynd hennar er þjónusta kirkjunnar við samfélagið. Á áttunda Friðarþingi Ungveija (Ilungarian Peace Conference) árið 1973 sagði Káldy: „Kirkjur mót- mælenda eru ekki hlutlausar. Það er enginn meðalvegur til milli sósí- alisma og fjármagnshyggju. Við emm ótrauðir fylgismenn sósíal- ismans." Eftirfarandi hefur einnig verið haft eftir Káldy: „Sósíalisminn mun sigra ijármagnshyggjuna um víða veröld því sósíalisminn leitar eftir æðri verðmætum og þjónar betur hagsmunum einstaklingsins og samfélagsins alls.“ Signr austur- blokkarinnar Þó svo engin regla mæli fyrir um að forseti skuli kjörinn frá því landi sem heldur allsheijarþingið hefur sú hefð engu að síður skapast innan Lúterska heimssambandsins. Fram- kvæmdanefnd heimssambandsins stuðlaði því að kjöri Káldys þegar ákveðið var að þingið skyldi fara fram í Ungverjalandi. Áð sögn Káldy var það eingöngu að þakka góðu sambandi hans við stjómvöld í Ungveijalandi að leyfi fékkst til að halda þingið þar. Káldy vissi hvernig hann átti að nýta sér að- stöðu sína og hóf þegar að beijast fyrir kjöri sínu til embættis forseta. Hann gaf einnig í skyn að ef honum yrði hafnað yrði það túlkað sem vantraust á kirkju mótmælenda í Ungveijalandi. Þegar undirbún- ingsnefnd Afríkuríkja kom saman árið 1983 í Harare í Zimbabwe varð Ijóst hvert stefndi því nefndin mælti með Káldy sem forseta heimssambandsins. Þegar allsheijarþingið var sett í Búdapest hafði enginn frambjóð- andi gefið sig fram gegn Káldy. Til þess að formleg atkvæða- greiðsla færi fram var ákveðið að þeir David Preus, biskup frá Banda- ríkjunum, og Roger Nostbakken, prófessor frá Kanada, skyldu einnig bjóða sig fram til forseta. Hins veg- ar varð brátt ljóst að hvorugur þeirra átti möguleika gegn Káldy. Fjölmargir fulltrúar vildu að næsti forseti heimssambandsins kæmi frá einhveiju ríkja Þriðja heimsins en ekkert slíkt framboð kom fram. Á síðustu stundu var afráðið að Bodil Sölling frá Danmörku byði sig fram gegn Káldy. 1 fyrri umferð kosning- anna fékk hvorugt þeirra hreinan meirihluta en svo fór að lokum að Káldy fékk 173 atkvæði en Bodil Sölling 124. Að atkvæðagreiðslunni lokinni var þjóðsöngur Ungvetja- lands sunginn og síðan var fulltrú- unum boðið til veislu í þinghúsinu. Svíþjóð, Finnland og ríki Þriðja heimsins studdu Káldy auk aust- antjaldsríkjanna að undanskildum Austur-Þjóðveijum og Slóvökum. Margir sérfræðingar telja að með kjöri Káldys hafi fótunum í raun verið kippt uiidan kirkju mótmæl- enda í Austur-Þýskalandi sem þrátt fyrir þrýsting stjórnvalda gerir hvað hún getur til að rækja upprunalegt hlutverk sitt. Blikur á lofti í júlímánuði 1984 ritaði Zoltán Dóka, lúterskur prestur í Ungveija- landi, opið bréf til ráðamanna innan Lúterska heimssambandsins þar sem hann ásakaði Káldy um að rit- skoða guðfræðileg rit, hóta prestum og taka stefnumið sósíalismans fram yfir hlutverk kirkjunnar. Þeg- ar Dóka ritaði bréf þetta var hann staddur í Vestur-Þýskalandi en þeg- ar hann sneri aftur til heimalands síns svipti Káldy hann umsvifalaust embætti. Káldy þolir ekki gagnrýni og prestar, sem ekki hafa sýnt stefnu kommúnista tilhlýðilega fylgispekt, hafa verið neyddir til að láta af störfum. Þegar Káldy rak Dóka virðist hann hafa gleymt því að hann var ekki einungis biskup heldur einnig forseti Lúterska heimssambands- ins. Mál þetta vakti mikla athygli á Vesturlöndum. Káldy neyddist til að afturkalla embættissviptinguna þegar kröfur tóku að berast um að hann segði af sér sem forseti heims- sambandsins. Þegar fulltrúar á þinginu í Búda- pest hugðust ljósrita bréf Dókas kom í ljós að allar ljósritunarvélarn- ar sem fundarmenn höfðu aðgang að voru bilaðar. Samtímis þessu flykktust óeinkennisklæddir lög- reglumenn inn í bygginguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.