Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐJÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 15 Morgunblaðið/ólafur Bragason TF-GAG í lendingarkeppni á Islandsmeistaramótinu í vélflugi sem fram fór á Blönduósi í síðasta mánuði að tilhlutan Flugmálafélagsins. Næstu tvo mánuði ættu vélflugmenn að finna sitthvað við sitt hæfi í sumardag- skrá félagsins. Fyrst er að nefna íslandsrall vélflugmanna 16.-17. ágúst, þá flug- komu Flugklúbbs Selfoss 6. september og loks síðasta atriði dagskrár- innar þetta árið sem er flugkoma Flugklúbbs Vestmannaeyja. Sumardagskrá Flugmálafélagsins: Hálfrar aldar afmæli félagsins hápunkturinn NÆSTU tvo mánuðina er fyrir- hugað fjölbreytt starf á vegum Flugmálafélags íslands og aðild- arfélaga þess. Hápunkturinn er að sjálfsögðu sérstök afmælis- dagskrá — FLUG ’86 — sem fyrirhugað er að fram fari dag- ana 19.-24. ágúst nk. Afmælisdagskráin — FLUG '86 — er haldin í tilefni hálfrar aldar afmælis Flugmálafélagsins. Nú í ágústmánuði eru tvö önnur stóraf- mæli í íslenskum flugmálum. Hálf öld er síðan Agnar Kofoed Hansen var skipaður flugmálaráðunautur ríkisins og eins er hálf öld liðin síðan Svifflugfélag íslands var stofnað. Stofnun þessara merkisfélaga má rekja til Agnars Kofoed og eins má segja að þegar hann var skipað- ur flugmálaráðunautur, þá hafi grunnurinn verið lagður að Flug- málastjóm íslands eins og við þekkjum hana nú. Því er vel til fundið hjá forráðamönnum Flug- málafélagsins að helga afmælis- dagskrána minningu Agnars heitins. Þrettán manna undirbúnings- nefnd hefur unnið ötullega undan- farna mánuði að undirbúningi afmælisdagskrárinnar. Á hennar vegum verða m.a. tveir flugdagar, þann 23. ágúst í Reykjavík og 24. ágúst á Akureyri. Þessar dagsetn- ingar geta þó snúist við eftir því hvemig viðrar norðan og sunnan heiða. Fjölmargir innlendir og er- lendir aðilar sjá um flugsýningarat- riðin á flugdögunum tveimur. Nánar verður sagt frá afmælis- dagskránni hér í blaðinu þegar nær henni dregur. Þó svo að mest hljóti að bera á afmælisdagskránni í starfí Flug- málafélagsins á næstunni, verður samt margt annað um að vera í íslenska flugheiminum á vegum Flugmálafélagsins eins og sést á meðfylgjandi útdrætti úr sumar- dagskrá félagsins í ágúst og september, síðustu mánuði sumar- dagskrárinnar þetta árið. Sumardagskrá Flugmálafélags íslands Agúst-September 1986 1. ág. „Potturinn“, svifdrekaflugk. (l.-4.ág.) Húsafelli 2. ág. Fjölskylduflugk. vélflugm. (2.-4. ág.) Mývatni 7. ág. Agnar Kofoed Hansen skipaður flugmálaráðunautur rikisins 10. ág. Svifflugfélag íslands 50 ára Afmælishátíð á Sandskeiði 16. ág. íslandsrall vélflugmanna (16.-17. ág.) íslandsmót í fallhlífarst. (16.-17. ág.) Hellu 17. ág. Flugkoma með „risaflugmódel“ Staðuróákveðinn 18. ág. Flugkynn. Flugmálafél. ísl. (18.-24.ág.) Rcykjavíkurflugvelli 23. ág. Flugd. Flugmálafél. ísl. (24. ág. til vara) Reykjavík 24. ág. Flugd. Flugmálafél. ísl. (23. ág. til vara) Akureyri 25. ág. Flugmálafélag íslands 50 ára 29. ág. íslandsmót III í svifdrekafl. (29.-31. ág.) 30. ág. I>endingarkeppni Svifflugfél. Akureyrar Melgerðismelum 6. sept. Flugkoma Flugkl. Selfoss. Pétursbikark. Selfossi 13. sept. íslandsmót í módellistfl. (13.-14. ág.) 20. sept. F’lugkoma Flugklúbbs Vestmannaeyja Vestmannaeyjum Hálendið: Eftirlitsflug gaf til kynna góða umgengni Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Guttormi SUNNUDAGINN 3. á^úst var flogpð eftirlitsflug yfir hálendið á vegum Náttúruverndarráðs og lögreglunnar. Lagt var af stað frá Egilsstöðum um hádegisbilið og lent aftur rétt fyrir fjögur. Flugmaður var Þórhallur Þor- steinsson, fulltrúi Náttúruvernd- arráðs Stefán Þormar, Geitagerði, og frá lögreglunni var Jón Þórarinsson, Egilsstöð- um. Markmiðið með fluginu var að V. Þormar, Geitagerði, Fljót.sdal. fylgjast með því, hvort. bílstjórar virtu reglur um akstur á hálendinu, en einnig skyldi umferðarþunginn kannaður á sumum svæðum. Flogið var inn að Snæfelli, yfir Hvannalindir, Kverkfjöll, Öskju- svæðið, Herðubreið, Arnardal og Jökuldalsheiði. Alls voru liðlega hundrað bílar á öllu svæðinu og héldu þeir sig undantekningarlaust á vegarslóðum. Léttskýjað vai- og gott skyggni. Loksins sendi Bubbi frá sérekta trúbadorplötu þarsem hann kem- ur einn fram með kassagítarinn ■^og munnhörpuna. „Blúsfyrir Bikka " er tvöföld 25 laga plata, hljóðrituð í slúdíói og á tónleikum. Á plötunni erað finna tværstór- kostlégar hlj'ö'ðritanir með þeim félögum Bubba og Megasi. Bubba tekst á .. BÍus f\rirFlikk. i “ að koma enn emu sinniáfyya.’t með sfnum einstaka ogneema söng. „ Blús fyrir Rikka “ og‘þig er án efa é&uleg og góð plajta um ókomna framtíð NYJAR OG VINSÆLAR PLOT Ageof Change — TheTwilightWorldpf Sonic Disco * % Big Country — TÍte&jér * , Blue Aeroplanes — Lovers & Confidante . Blue in Heaven — Explicit Material Housefríörtins — London Óðull 4 .. James Stutter Jesus & Mary ðhain — Some Cándy Talking Madonna — True Blue » ** Microdisney — Allar þrjár * Martirí Stephenson & Daintees — Boat to BÍ Ramones — Animal Boy ” Replacements — LetltBe Swans'—Greed Sonic Youth — E.V.O.L. Trifftds — Born Sandy Devotional Tuxedomoon — Ship of Fools tj l/ The The — Heartland \\ilí/Pjv/ Wire — In the Pink i Éigum fyrirliggjandi siórko^tíegt úrval af: Blús. jazz. rokk'n roll, sotil o.tl. GÆÐATÓNLISTÁ GÓÐUMSTAÐ SENDUM í PÓSTKRÖFU SAMDÆGURS LaugavegiÍ7 101 F?eyk|avtk Simi‘91 1-20 40 f T 98 7'3 Woodentops er kvintett frá Bret- landi sem gefur nú út sína fyrstu breiðskífu. Giant hefur verið lofuð í hástert enda myndbirting fersk- leika og vandaðra lagasmíða. „Hinir nýju Smiths“ segja sumir. Við segjum „efnilegasta popp- sveit Bretaí dag“. Biðin er liðin, nýja Smiths-platan er kom- in. The Queen is Dead verður vafalítið fyrir mörgum plata þessa árs og líkt og siðasta plata Smiths 1 fyrra, alla vega virðist svo ætla að verða hjá bresku músíkpress- unni sem keppist við að lofa plötuna, enda erhéráferðinniein fremsta poppsveit undanfarinna ára. THE SMITHS THE QUEEN DEAD WOODENTOPS GIANT THESMITHS , ’t%* kUml ■ Götumynd Hálft í hvoru Hljómplötur Árni Johnsen Götumynd Hálft f hvoru er spegilmynd af þessum ágæta tón- listarhópi eins og hann er nú skipaður. Það er óhætt að segja að það sé ekki í heildina eins mikil blússandi lífsgleði í þessari lotu söngflokksins eins og oft áður, en það er fallegt og vandað yfírbragð á plötunni og markvisst sett fram, enda vanir tónlistar- menn á ferð og smekkvísir. Ég er ekki viss um að þessi plata Hálft í hvoru verði allra við fýrstu kynni en hún vinnur sífellt á og það segir sína sögu. Lagið Götumynd eftir Herdísi er mjög gott lag og sama er að segja um söng hennar, það er róleg og yfirveguð stemmning í laginu eins og ágætur texti Iðunn- ar Steinsdóttur býður upp á. Lagið og ljóðið er eins og mynd sem nálgast og vex út úr fjarlægðinni uns haninn fer á ról. Þynnkuþangar- er gott lag og skáldlegt ljóð og í laginu Stingum af blasir við blár flói framundan og því ekkert að gera annað en að halda á vit blámans. Bama- gæla Herdísar er falleg melódía móður sem segir baminu sínu lífstóninn með gítamum sínum og sefar svo mjúklega með róró-rödd, svo ljúft og seiðandi. í barnagæl- unni skiiar Gísli frábæm hlutverki með flautunni sinni. Þá má nefna Blús í djús. Þar fer góður Gísii, léttur og leikandi með sinn eigin tón og meira geta menn nú vart farið fram á að fá út úr lífinu. Lag Hannesar Jóns við vísur Vatnsenda-Rósu er lát- laust og það er sungið af Herdísi, en það er erfítt að keppa við þjóð- lagið. Lag Herdísar, Dimmalimm, er bráðgott lag og textinn eins og tilefnið gaf til, það er dúndurstuð í þessu lagi og það ásamt Rosin the Bow finnst mér ein bestu lög- in á plötunni að ógleymdri Bamagælunni. Þá má einnig nefna lag Gísla um Dag, þar sem hann segir tilfinningar sínar og minningar um ljúfan og eftir- minnilegan samstarfsmann og vin á sinn hátt í tónaflóði. Rosin the Bow er í raun og vem allt annarr- ar ættar en önnur lög á plötunni, en þar fer þekkt lag um kunnan mann, fiðlara af lífí og sál sem hélt svo þétt um fiðluna sína að hann dó meira að segja með hana í höndunum. Gísli syngur þetta lag mjög vel og skemmtilega. Götumynd er eins konar ögur- stund götulífsins, hún er látlaust en með skemmtilegum tilþrifum og sprettum, þar skiptast á gleði og sorg, flóð og fjara jóraspjalls- ns en þennan ágæta tónlistarhóp skipa Herdís Hallvarðsdóttir, Gísli Helgason, Guðmundur Benedikts- son og Hannes Jón Hannesson. FYRSTA TRÚBADORPLA TA BUBBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.