Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 + Morgunbladid/Júlíus Þó að skýrslu Flugslysanefndar um orsakir þess að TF-TAM brotlenti á Reykjavíkurflugvelli sé ekki að vænta fyrr en í september, þá þykir víst að slysið hafi orðið af völdum vængendahvirfla frá stærri vél er hélt í loftið skömmu áður. Ekki mun TF-TAM hafa ofrisið í flugtak- inu samkvæmt heimildum. Flugmaður samskonar flugvélar lét lífið um líkt leyti í Kalifomíu við svipaðar aðstæður, vél hans var komin 100 fetum lægra á loft en TF-TAM þegar hún varð stjórnlaus. Brotlending TF-TAM á Reykjavíkurfiugvelli: Slys á samskonar vél við svip- aðar aðstæður í Bandaríkjunum Fyrir u.þ.b. einum mánuði brotlenti eins hreyfils einkaflug- vél á Reykjavíkurflugvelli en svo giftusamlega vildi til að engin slys urðu á fólki. Flugvélin sem bar einkennisstafina TF-TAM var af gerðinni Aerospatiale Soc- ata TB-9. Um líkt leyti fórst flugmaður samskonar vélar við mjög svipaðar aðstæður, væng- endahvirfla, í Kaliforníu. Þessi tvö mjög svo líku slys hljóta óneitanlega að vera tilefni til frekari umfjöllunar. Lesendum Morgunblaðsins hlýt- ur enn að vera í fersku minni þegar TF-TAM brotlenti og kastaðist á eina Fokker F-27-vél Flugleiða. Um borð í litlu vélinni voru þrír far- þegar auk flugmannsins, Axels Aspelund. Það þykir ljóst að TF- TAM lenti inni í vængendahvirflum Fokker-vélar sem skömmu áður hóf sig til flugs á sömu flugbraut. Rannsóknarskýrslu Flugslysa- nefndar um slysið og orsakir þess er þó ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í september nk. Þegar TF-TAM brotlenti var 6 hnúta vindur á Reykjavíkurflugvelli og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru tvö flugtök og ein lendingarheimild gefin þá sömu mínútu og slysið varð. Axel Aspe- lund flugmaður TF-TAM segir vél sína hafa verið komna í um 300 feta hæð þegar hann missti gjör- samlega sfjóm á henni. Svipað slys í Banda ríkjunum um líkt leyti TF-TAM var búin 160 hestafla hreyfli, en til er önnur gerð sömu flugvélar með 250 hestafla hreyfll er heitir Socata Trinidad. Vélar þessar eru næstum alveg eins, sami skrokkur, sami vængur o.s.frv. Um líkt leyti og slysið varð hérlendis átti annað sér stað vestur í Kali- fomíu við svipaðar aðstæður og einmitt á Trinidad-flugvél. Um Kalifomíuslysið segir í frétt tímaritsins FLYING: „Atvinnuflug- maður lét lífíð þegar Aerospatiale Trinidad-flugvél hans brotlenti í aðflugi að braut 16 vinstri á Van Nuys-flugvellinum í Kaliforníu. Bandaríska Flugslysanefndin segir að Lockheed 130-E (Herkúles) hafi rétt áður lent á samsíða flugbraut, 16 hægri. Aðeins 375 fet em á milli þessara brauta og aðflugs- geislinn sem Herkúles-vélin flaug eftir var lítið eitt brattari en sá sem Trinidad-vélin fylgdi. Vindur mæld- ist 10 hnútar af vestri. Sjónarvottar segja að Trinidad-vélin hafi verið í u.þ.b. 200 feta hæð þegar henni hvolfdi og brotlenti síðar í 2.300 feta fjarlægð norður af flugbrautar- endanum. Það er athyglisvert hvað margt virðist hkt með tveimur áðurnefnd- um slysum. Orsakir þeirra beggja virðist, á þessu stigi, mega rekja til vængendahvirfla frá stærri flug- vél, flugvélamar sem lentu í báðum slysunum eru eins, og þau áttu sér stað við svipaðar veðurfarsaðstæð- ur. Þau urðu bara í tveimur heimsálfum. Vegna þessara slysa hefur sú spuming vaknað hvort ef til vill sé um að ræða veikleika í vængbygg- ingu þessarar flugvélategundar en vængurinn er stuttur og þykkur með fremur lítil hallastýri miðað við ýmsar aðrar smáflugvélar. Þegar smáflugvél lendir inni í sterkum vængendahvirflum verður hún stjórnlaus því allir stjómfletir verða að meira eða minna leyti óvirkir. Vængendahvirflana er hægt að ímynda sér sem nokkurs konar gorma sem snúast út frá vængendum þeirrar vélar sem þá myndar. Rannsóknir hafa sýnt að þeir hrejrfast með 5-6 hnúta hraða standi vindur beint á þá, og í tveim- ur áðumefndum slysum var einmitt sá vindstyrkur svo þeir hafa þá væntanlega hreyfst lítið, nema lækkað um 4-500 fet á mínútu, að því að telja má. Vindstyrkur inni í svona hvirflum getur orðið allt að 130-140 hnútar. Sé vikið að títtnefndum tveimur slysum, er líklegt að það, að TF- TAM hafi verið komin 100 fetum hærra en bandaríska vélin, hafi gefíð Axel flugmanni ráðrúm til að rétta hana af og ná a.m.k. ein- hverri stjóm á flugvélinni rétt áður en hún skall til jarðar. Leiða má getum að því að hefði Axel ekki tekist að rétta vél sína af, þá hefði henni getað hvolft og þá hefðu þeir sem í vélinni voru ekki sloppið með skrekkinn, heldur stórslasast. Flugfslysanefnd hafði gert tillögur um hvernig- mætti forðast slys af völdum væng- endahvirfla I október sl. brotlenti Cessr 172-einkaflugvél, TF-ETE, Keflavíkurflugvelli. Flugslysanefr taldi orsök slyssins vera þá, i Cessnan hefði lent í vængend; hvirflum frá Lockheed 13 (Herkú es) flugvél sem skömmu áður hef verið í aðflugi og flaug lágt yf brautina sem Cessnan beið vi Eftir þetta slys gerði nefndin tva tillögur um það hvernig forða mætti flugslys af völdum vænj endahvirfla og hefur þeim báðui verið hrint í framkvæmd. Þær em: „1. Gefíð verði út upplýsingabri um vængendahvirfla, eðli þeirra c þá hættu sem af þeim stafar. t verði einnig lögð áhersla á þett fyrirbrigði í verklegri þjálfun fluj manna. 2. Flugumferðarstjómm verði set ar starfsreglur, er taki til aðskilnai ar milli léttra loftfara c meðalþungra eða þungra loftfar. eins og skilgi-einingin er í starf: reglunum, ef þau létu gera aðfíu eða flugtak í ferli þeirra síða: nefndu." Ein af þeim spurningum sei vaknað hafa eftir brotlendingu TI TAM er hvort aðskilnaður mil hennar og Fokker-vélarinnar sei skömmu áður fór í loftið hafí ver: nægjanlegur og samkvæmt þeii starfsreglum sem um getur í lið í tillögum Flugslysanefndar þ' samkvæmt áður nefndum heimik um vom tvö flugtök og ein lendinj arheimild sömu mínútu og TF-TAI brotlenti. Heimildir herma einnig að TI TAM hafí ekki ofrisið í flugtaki eir og sumir hafa haldið fram og sagi Axel Aspelund flugmaður í samta við Morgunblaðið að hann hafí vei ið á 10 hnúta meiri flugtakshrað en framleiðendur flugvélarinn: gefa upp sem eðlilegan í eigend: handbók. Hér að framan hefur verið fari ýmsum orðum um þijú slys sei einkaflugvélar hafa lent í af völdui vængendahvirfla en TF-TAM-slysi sem gaf tilefni til þessarar umfjöl unar er ennþá í rannsókn hj Flugslysanefnd og skýrslu henn: ekki að vænta fyrr en í septembe Þá fyrst er hægt að fá vitneskj um orsakir, eða líklegar orsaki TF-TAM-slyssins. Það er síðan höndum samgönguráðuneytisir hvort rannsóknarskýrsla Flugslysí nefndar verður birt opinberlega. GULLFOSS AÐALSTRÆTI9 SIMI12315 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.