Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Systir okkar. t SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR frá Karlsskála við Reyðarfjörð, lést þriðjudaginn 5. ágúst. Sigurbjörg D. Stephensen, Eiríkur Björnsson, Þorsteinn Björnsson, Helga B. Árdal. t Eiginmaður minn, BRAGI BJÖRNSSON, Suðurgötu 7, Sandgerði, lést á heimili sínu þann 4. ágúst. Fyrir mína hönd og annarra ættingja, Rósa Magnúsdóttir. t Eiginmaður minn, ÖRN VALDIMARSSON framkvæmdastjóri, Logalandi 25, andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans að kvöldi 5. ágúst. Fyrir hönd ættingja og vina, Katrín Árnadóttir. Systir okkar, BÁRA SKARSTAD, fædd ÞORGEIRSDÓTTIR, lést á heimili sínu i Kaliforníu 4. júní sl. Útför hennar fór fram 9. júní. Fyrir hönd systra, Kolbrún Valdimarsdóttir. t Bróðir minn og frændi HÖRÐUR MAGNÚSSON, Stykkishólmi, Hjaltabakka 2, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. júlí. F.h. vandamanna, Anna Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, INGUNN JÓHANNESDÓTTIR, Bogahlíð 22, lést að morgni 6. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjartur Arnórsson. t Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, tengdasonur og faðir, SVAVAR JÚLÍUSSON, Miðvangi 147, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði að morgni 5. ágúst. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Soffía Ólafsdóttir, Júlíus Andrésson Friðrikka Bjarnadóttir, og börn hins látna. t Útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS ÓLAFSSONAR sjómanns frá Vfk í Mýrdal, Kársnesbraut 19, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30 e.h. Arndis Tómasdóttir, Ólafur Einir Gunnarsson, Halldór Gunnarsson, Ingibjörg Sigríður Jones, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, Kristján Gunnar Halldórsson, Ingólfur Marteinn Ólafsson, Drifa Guðrún Halldórsdóttir, Sigurður Arnar Ólafsson, Róbert Emil Halldórsson, Svanfrfður Louise Ólafsdóttir. , ____________________________________'______•_______ Ágúst M. Péturs- son — Minning Fæddur 29.júni 1921 Dáinn 28. júlí 1986 Ágúst Metúsalem Pétursson. Hann hefúr verið frá okkur tekinn, alltof snemma, að því að okkur öll- um finnst. Guð almáttugur hefur valið hann í sveit herskara sinna. Okkur sem eftir lifum finnst þungt að kveðja hann svona snemma. Ágúst átti svo margt ógert, starfsorka hans var enn í fullu fjöri. En við vitum og beygjum okkur fyrir því, að ekki tjáir að deila við hinn æðsta dómara, ákvörðunum hans verður ekki breytt af okkur dauðlegum mönn- unum. Eg mun alla tíð minnast hans með þakklæti og virðingu, þakklæti fyrir alla þá þolinmæði og vinsemd sem hann alltaf átti í hjarta sínu, virðingu fyrir vináttu hans sem var einlæg og traust og aldrei brást. Ágúst var fæddur að Hallgils- stöðum, í Sauðaneshreppi, N-Þing- eyjarsýslu, næstyngstur 7 systkina, sonur hjónanna Péturs Metúsalems- sonar, frá Miðíjarðarnesi á Strönd og konu hans Sigríðar Friðriks- dóttur frá Núpi undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu í 14 ár á Hallgilsstöðum og fæddust 6 börn þeirra þar, Mar- inó. núna búsettur á Bakkafirði; Elín, húsfreyja í Laxárdal (Þistil- firði); Valgerður, húsfreyja í Keflavík; Oddgeir, einnig búsettur í Keflavík; Björn Oli, hann lést í Reykjavík 1977; þá Ágúst, en yngstur var Garðar, hann lést 1933. Snemma lá leið Ágústar burí úr föðurhúsum, frá Höfnum á Langa- nesströnd, þar sem foreldrar hans bjuggu. Föður sinn missti Ágúst er hann var enn ungur að árum, svo að hann varð að leggja harðar að sér en við þekkjum í dag til hins daglega brauðstrits. Hann hélt til Vestmannaeyja þar sem hann hóf nám í húsgagnasmíði hjá Ólafi Gránz og lauk því námi 13. maí 1945. Ágúst var mikill gæfumaður, hann unni því sem í kringum hann var og Guð hafði gefið honum, hann lifði fyrir þessar gjafir, konuna sína, biirnin sín og tónlistina. Eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Dagpiýju Krist- jánsdóttur, frá Hvammi í Fáskrúðs- firði, giftist hann 2. nóvember 1946. Búskap sinn hófu þau hér i Rcykjavík, en eftir skamma veru hér fluttu þau um tíma til Keflavík- ur þar sem frumburður þeirra fæddist. En ekki voru þau lengi þar því leið þeirra lá aftur til Reykjavík- ur. 1952 fluttu þau svo í hús það, Álfatröð 3 í Kópavogi, sem síðan var þeirra heimili. Þetta hús byggðu þau í sameiningu og lögðu alla sína alúð í. Og hver sem þar inn kemur sér að þar hafa hagleikshendur far- ið um hlutina. Ágúst hefur gert þar mörg listaverkin innandyra og Guðrún lagt sína rós þar á svo að unun er á að líta og er ég óþreytt- ur að virða fyrir mér þau listaverk sem þar eru. Það er ekki annað en hægt að láta sér líða vel innan um svo fallega hluti. Þar er allt í röð og reglu og maður getur gengið að hveijum hlut vísum. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, Kristrún Harpa fædd 28. júní 1948, Pétur Ómar fæddur 27. desember 1952 og Ágústa Sigrún fædd 1. september 1965. Þá eru það fjögur barnabörnin _scm syrgja afa, Hrönn, Marínó og Ágúst, börn Höipu og þess sem þessi orð skrif- ar, svo alnafna ömmu, Guðrún Dagný, dóttir Ómars og Nínu Breið- fjörð. Ég á margar fallegar minningar frá samverustundum okkar Ágúst- ar, samverustundum sem voru alltof fáar, og þegar maður horfír á bak góðum vini og hann var tengdafað- ir minn líka, þá koma minningarnar hver af annarri fram í hugann. Ein er sú minning sem ég hef oft hugs- að um en það var eitt sinn er ég kom til hans út í bílskúr, hann hafði verið að slípa og pússa tré, ameríska risafuru. Þar tyllti ég mér á spýtna- búnt, innan um hefilspæni og trésmíðavélar og horfði á hann Ijúka verkinu. Þegar því var lokið strauk hann yfi>- viðinn með vinstri hend- inni til þess að finna hversu mjúkur hann var, en rétti mér síðan. Ég hafði orð á því við hann að ég hefði tekið eftir því að hann notaði vinstri hendina ef hann þurfti að gá að verki hveiju, hversu vel það væri unnið, hann væri ekki örvhentur. Þá hló hann við og svaraði mér á þennan veg: „Það er minna sigg í þeirri vinstri og tilfinningin næm- ari“ bætti síðan við, um leið og hann fitjaði upp á nefið og bros- hrukkur komu kringum augun á honum; „Hvers vegna heilsast fólk ekki með vinstri hendinni, það eru fínni taugarnar þar, svo er styttra til hjartans.“ Þetta finnst mér lýsa vel hugsun hans, alltaf að hugsa um það góða í manninum. Allan sinn starfsaldur vann hann við húsgagnasmíðar og nærri 40 ár vann hann hjá Gamla kompaní- inu og þá lengst af sem verkstjóri þar. Sonur minn, Marínó, varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna undir hans stjórn og leiðsögn um tíma. Ætla ég að þar hafi hann fengið það veganesti sem endast mun honum til gæfu og gengis um ókomna tíð. Ágúst átti alveg ein- staklega auðvelt með að gera flókna hluti einfalda og skiljanlega. Hann flanaði aldrei að neinu, fór sér aldr- ei óðslega, en vann vel og var húsbændum sínum ötull þjónn, enda hafa skapast trygg vináttubönd þar í milli og Jón P. Jónsson góður vin- ur Ágústar. Mér fannst það vera einhvern veginn þannig að þegar Ágúst var að vinna þá urðu hlutirnir til í hönd- unum á honum eins og hjá töfra- manni, maður áttaði sig ekki á því fyir en allt var klappað og klárt, tilbúið allt í einu enn eitt listaverk- ið. Listaverkin voru líka fleiri en bara það sem hann skapaði úr tré, tónlistin var honum í blóð borin eins og hjá þeim fleiri systkinunum. Hann lék á harmónikku alla tíð og á píanó samdi hann mörg falleg lög sem enn eru spiluð og sungin og eiga eftir að lifa lengi. Líklega er frægast lagið Æskuminning sem fékk verðlaun árið 1953, og varð til þess að Ágúst var kjörinn annar besti íslenski dægurlagahöfundur- inn það sama ár af tímaritinu Hljómlötunýjungar. En ég held að það lag sem honum hafí í rauninni þótt einna vænst um hafí verið lag- ið Harpan ómar. Það samdi hann er þau Harpa og Omar voru lítil og léku sér í kringum hann, hann hafði þau fyrir augunum og í huga er hann samdi það. Ágúst viður- kenndi það ekki fyrir mér afdráttar- laust, neitaði því heldur ekki að Æskuminning hafi verið óður hans til konunnar sinnar. Ágúst kom víða við á sínum tón- listarferli, hann spilaði í mörg ár í hljómsveit Jenna Jóns. Þá var hann einn af stofnendum Félags íslenskra harmónikkuunnenda og í stjórn þess til síðasta dags. En það er ekki hægt að minnast á harmónikk- una án þess að upp komi í hugann allar þær stundir sem hann spilaði fyrir börn sín og barnabörn, allt eftir þeirra óskum, Lipurtá fyrir Sigrúnu og Hrönn, Sjómennskuna fyrir Marínó o.s.frv. öll áttu þau sitt uppáhaldslag og hann enda- laust þolinmóður spilaði í tíma og ótíma, hann átti alltaf tíma fyrir börnin sama hvernig á stóð hjá honum sjálfum. En nú í dag sjá þau á eftir afa yfir móðuna miklu, en huggun er þó harmi gegn, hún amma er þarna enn trú og trygg, hæglát og góð. Hún miðlar þeim af gæsku sinni sem hún tamdi sér af nærri 40 ára sambúð við afa og þeirri sem henni voru í blóð bornar. Að lokum vil ég þakka Guði fyr- ir þá gleði að hafa fengið að þekkja Ágúst og kynnast honum svona vel. Megir þú góði Guð blessa minn- ingu hans. Oniindur Jónsson Á sumum kveðjustundum er djúp þögnin besta kveðjan og kannski væri slík kveðja geðfelldust mínum góða og hógværa nágranna, Ágústi Péturssyni. En samt vil ég leyfa mér að fylgja honum úr hlaði með örfáum orðum. Að þessum leiðarlokum höfum við Ágúst verið nágrannar í 23 ár, aðeins lággirðing á milli okkar, sem auðvelt var að klífa yfír. Að öðru leyti voru allar götur greiðar yfir í t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, BJARNI SIGURÐUR HELGASON, Engjaseli 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 10.30. Margrét Bjarnadóttir, Bjarni Bjarnason, Tryggvi Bjarnason, Leifur Bjarnason, Árni Finnbogason, Sigríður Ólafsdóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, KARLTHEODÓRJÓNSSON Kleppsvegi 74, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Hrefna Hannesdóttir, Hafdís Jóna Karlsdóttir, Ágústa Karlsdóttir, Birgir Vigfússon, Valgerður Karlsdóttir, Einar Ragnarsson, Fjóla Ólöf Karls, Lúðvik Sverrisson, Hrefna Hlfn Karlsdóttir, Valgarður Sigurðarson, Karl Bryngeir Karlsson, Anna Bragadóttir, Jón Hannes Karlsson, Halldór Jón Karlsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.