Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
50
i f
í
2ír
:1
■V
:í
f
! I
\
3
HCBMArín
áster...
IX-
ws
.. .aö> fínna að þú ert gift
þínum besta vini
TM Rtg. U.S. Pat. ON.-all rjghts reserved
e 1966 Los Angeles Tlmes Syndlcate
\
-M
Gott handrit í sjálfu sér, en
það mætti stytta frásögnina
niður í svo sem hálfan dálk!
Meiri dagurinn. Búinn að gefa
eiginhandaráritun á ótal ávís-
anir í allan dag. Ég skil þetta
fólk sem rithandasafnarar
hundelta!
HÖGNIHREKKVISI
P ? í n
•Xu fi -Ji
PTfry
fk 1 £ I I i í .
i í l
0 s gf j ; ? l W s | « í í \
Hugleiðingar á hringveginum
Athugull skrifar:
„Kominn vel yfir miðjan aldur lét
ég loks verða af því að leggja upp
í ökuferð um hringveginn.
Kona mín og tveir góðir vinir
okkar eru með. í ferðinni. Veðrið
hefur verið gott. Fyrsti áfangi var
með einkar skemmtilegum hætti,
fallegt veður með afbrigðum. Eyja-
Qöllin skörtuðu sínu fegursta og
austursveitirnar allar buðu sífellt
upp á nýjar og nýjar dásemdir.
Tii Kirkjubæjarklausturs var
komið á skaplegum tíma. Næsti
morgunn rann upp. Enn var veður
eins og best varð á kosið, farið var
í stutta gönguferð áður en haldið
var af stað.
Allir urðu djúpt snortnir af útsýn-
inu og fylltust unaðskennd yfir
fegurð lands okkar og árgæsku
þeirri sem bændur virðast búa við
á þessu sumri. Áfram var haldið í
austurátt. Fylgst með fréttum í
útvarpinu og öðiu sem þessi ágæti
fjölmiðjll hafði upp á að bjóða.
Þennan dag var m.a. sagt frá samn-
ingum sem í gangi voru milli
lögreglu og ríkisvaldsins. Um kvöld-
ið þegar samningar virtust á
lokastigi var haft samband við
deiluaðila og kom þá samningsstað-
an skilmerkilega fram. Síðan var
leitað álits formanns BSRB. Þótti
undirrituðum það mjög sérkenni-
legt, þar sem þessi samtök virtust
ekki hafa neitt með þessa samninga
að gera. Staðreynd er að margir
aðilar sem tilheyrt- hafa BSRB hafa
séð sínum hagsmunum betur borgið
án íhlutunar bandalagsins.
Þessar bollaleggingar fengust
þegar staðfestar er rætt var við
formanninn sem sló því fram, að
nú værl heppilegt að knýja á með
fjöldauþpsögnum.
Þeim, sem þessar línur ritar, brá
mjög er hann heyrði þessi orð.
Væri nú ekki meiri ástæða til að
hugleiða orð formanns Sjálfstæðis-
flokksins og hvetja til þjóðarsáttar
í samningum um kaup og kjör?
Þegar horft er til baka og verðbólga
fyrri ára hugleidd, hljóta allir að
sjá að það besta, sem nú gæti hent
íslensku þjóðina, væri, ef verkalýðs-
foringjar skildu nauðsyn þess, að
sanngimi á báða bóga er einasta
leiðarljós sem ber að fara eftir.
Enginn vill verðbólgutímabilið að
nýju, það hefur algjörlega gengið
sér til húðar, enda er nærtækt
dæmi að kaup sem hækkaði um
mörg hundruð prósent á ákveðnu
árabili skilaði aðeins nokkrum pró-
sentum í raunhæfar kjarabætur,
þrátt fyrir mikil átök á vinnumark-
aðnum. Minnug þessa þurfa verka-
lýðsfélögin að sjá til þess að
foringjar beggja aðila beri í sér
þann þjóðlega anda, sem beinir
huga manna inn á raunhæfar leið-
ir, en að ekki verði hvatt til
öfga’kenndra athafna, sem leysa
Hundrað er hundr-
uð í fleirtölu
Lilja skrifar:
„Kæru fréttamenn sjónvarps,
bæði þulir og ritarar fréttayfirlits.
Munið að fleirtala orðsins hundr-
að er hundruð en ekki þetta forljóta
orð, sem enduitekið var hvað eftir
annað í fréttatíma kvöldið 30. júlí sl.
Þið eruð orðnir heimilisvinir okk-
ar um allt land og jafnframt
„íslenskukennarar" barna og ung-
menna og „vandi fylgir vegsemd
hverri“.
En orðtakið segir líka: „Vinur
er sá, er til vamms segir“.“
þjóðfélagið upp í smáhagsmuna-
hópa; senr hver fyrir sig beitir orku
sipn’i inn á hugsunarhátt Sturlunga-
aldar, sem leiddi ófrelsi yfír þjóðina
, og varð til þess að íslendingar
misstu sjálfstæði sitt. Tökum heldur
undir með formanni Sjálfstæðis-
flokksins og vinnum sameiginlega
að því að ná þeim árangri sem fram-
ast má.
Það er á allra vitorði, að góðir
atvinnurekendur keppa að því að
hafa í sinni þjónustu ánægða starfs-
menn, en það verða allir þegar
hugarfarið er ekki lengur mengað
og kjörin fundin með skynsamleg-
um útreikningum. í framhaldi af
þessum hugleiðingum koma Haf-
skipsmál og Útvegsbankinn upp í
hugann. Hafskipsmálið er svo sér-
stætt að ekki má svæfa það fyrr
en full niðurstaða liggur fyrir. Al-
menningur vill fá að sjá útkomuna
úr því dæmi. Það hefur nefnilega
átt sér stað um stór mál á liðnum
árum, að .niðurstöður hafa ekki
fengist kunngerðar fyrr en málin
hafa verið fymd. Skal ekki nánar
út í það farið.
En breytt Ijölmiðlun skapar meiri
þrýsting af hálfu almennings. Þó
mikið hafí verið skrifað um þessi
mál virðist margt óljóst.
Ekki er gott né réttíætanlegt að
þeir, sem saklausir eru, séu sak-
felldir af óvönduðum blöðum. En
þeir, sem sekir eru, þurfa líka að
taka út sinn dóm. Þjóðfélagi okkar
er hætta búin ef við gætum þess
ekki að fara eftir lögum og réttum
leikreglum. „Með lögum skal land
byggja, en með ólögum eyða.“
Mjög er talað um að bankastjórar
beri enga ábyrgð og séu aldrei sak-
felldir! Það finnast ekki fyrir því
nein dæmi. Einnig hefur því verið
haldið fram, að bankaráðin séu
þarflaus og t.d. þurfi formaður
bankaráðs ekki að fylgjast með lán-
veitingum, jafnvel þó að lánveiting-
ar bankanna séu það miklar, að
hann riði til falls og almenningur
spyr: Til hvers eru bankaráðin þá?
Eru þau aðeins bitlingar?"
Víkverji skrifar
Fyrir skömmu barst Víkverja í
hendur bæklingur, sem heitir
Vestfirsku Alparnir. Þar segir með-
al annars: „Skaginn milli Arnar-
fjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörð-
um er stundum nefndur Vestfirsku
Alpamir þar sem fjöllin þar minna
nokkuð á hin frægu Alpafjöll suður
í Evrópu. Tvö sveitarfélög eru á
skaganum, Þingeyrarhreppur með
495 íbúa og Auðkúluhreppur með
29 íbúa. Tilgangurinn með útgáfu
þessa bæklings er að veita ferða-
mönnum og öðrum, sem leggja leið
sína á þessar slóðir, hagnýtar leið-
beiningar."
Þessu framtaki er ástæða til að
fagna. Á ferð um Vestfirði nú í
sumar kom Víkveiji meðal annars
til Hrafnseyrar, fæðingarstaðar
Jóns Sigurðssonar, sem er á þessu
svæði. Við komum þangað síðla
dags, skömmu eftir að safninu var
lokað samkvæmt því, sem sagt er
frá í auglýsingum. Jón Guðmunds-
son, sem býr að Hrafnseyri, taldi
það hins vegar ekki eftir sér að
opna safnið fyrir okkur. Er ástæða
að hvetja ferðalanga til að hafa
þama viðdvöl og rifja upp þætti úr
þjóðarsögunni.
Ætlun okkar var sú að gista að
Hrafnseyri en við fengum hins veg-
ar upplýsingar um það, að þar hefði
ekki verið unnt að kaupa gistingu
í 18 ár. Við höfðum heyrt, að á
Þingeyri, sem er næsta kauptún,
hefðu einhveijir haft uppi áform
um að hefja rekstur á hóteli og
ókum því þangað. Viitust tvö her-
bérgi í hótelinu en annað þeirra
hafði verið pantað, þannig að við
héldum sem leið lá til ísafjarðar og
gáfum okkur þar með ekki tíma til
að skoða „Vestfirsku Alpana" sem
skyldi. Er ekki vafi á, að framtak
þeirra, sem kynna þennan lands-
hluta í fyrrgreindum bæklingi, yrði
árangursríkara, ef unnt væri að
gista þar annars staðaren í tjaldi.
XXX
1. Breiðuvík skammt frá Látra-
bjargi er unnt að gista. Þar rak
ríkið upptöku- eða skólaheimili um
árabil en 1982 keyptu hjónin Am-
heiður og Jónas jörðina og hafa
síðan unnið að því ásamt búskap
að endurnýja heimavistina í því
skyni að nýta hana til gistingar. í
Breiðuvík geta sofið 40 manns.
Þegar Víkveiji var þar á ferð, voru
þar 24 Bretar, sem sváfu í svefn-
pokum og sáu sjálfir um matseld.
Þetta voru áhugamenn um ljós-
myndun. Veðurguðirnir vom þeim
ekki hliðhollir þessa dagana, en það
væsti ekki um þá. Þeir, sem ekki
ferðast með svefnpoka, geta einnig
fengið gistingu í Breiðuvík, og vilji
menn vera lausir við eldamennsku
er unnt að semja við hótelhaldara.
Frá Breiðuvík eru aðeins 12 km
út á Látrabjarg, vestasta odda
landsins og Evrópu. Áhugi á að
gista í Breiðuvík hefur vaxið ár frá
ári. Að sögn hótelhaldaranna hafa
íslendrngar verið í meirihluta meðal
gesta. Fyrir utan sjálfsagða skoð-
unarferð til Látrabjargs ér margt
forvitnilegt að sjá á þessum slóðum.
Til dæmis er sjálfsagt að aka til
Rauðasands.
XXX
Enginn, sem ferðast um Pat-
reksfjörð eða fer út á Látra-
bjarg, má láta hjá líða að skoða
minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn.
Það var opnað í júní 1983. Egill
Ólafsson að Hnjóti hefur í 40 ár
safnað mununum af ótrúlegri elju,
en húsið utan um þá er reist af
sýslusjóði. Egill hefur einnig staðið
að uppsetningu sýningargripa, sem
eru alls 2.300. Hefur verið vel stað-
ið að því verki og er öllu einstaklega
haganlega fyrir komið. í stað langs
skýringartexta hefur Egill valið
þann kost að fá Bjama Jónsson til
að teikna myndir, sem sýna í sjón-
hendingu hvernig einstakir hlutir
voru notaðir.
Um 1.600 manns skoðuðu safnið
að Hnjóti á árinu 1985. Húsakynni
rúma ekki allt, sem Egill hefur safn-
að og em uppi áform um að stækka
safnið. Þá hefur Egill á eigin spýtur
hafist handa við að koma upp vísi
að flugminjasafni.
Um áhuga af þessu tagi er óþarft
að hafa mörg orð. Með því að búa
jafn glæsilega um munina og raun
ber vitni hefur ræktarsemi Egils
við sögu heimabyggðar hans verið
sýnd verðskulduð viðurkenning.
Fyrir gesti er ómetanlegt að kom-
ast með þessum hætti í kynni við
gamla atvinnuhætti og líf þeirra,
sem þarna bjuggu fyrr á öldum.