Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. AGÚST 1986 52 Þýska knattspyrnan hefst annað kvöld ANNAÐ kvöld hefst Bundesligan í knattspyrnu í Vestur-Þýska- landi. Þjóðverjar Irta björtum augum til keppnistímabilsins, einkum vegna góðs árangurs landsliðsins í HM, en einnig vegna þess að liðin í Bundeslig- unni virðast vera jafnari en oft áður. • Lárus Guðmundsson verður fjarri góðu gamni í upphafi keppn- istimabilsins vegna meiðsla, en ætlar að ná stöðu sinni í liðinu. „íslendingaliðin11, Stuttgart og Bayer Uerdingen, leika bæði ann- að kvöld. Ásgeir Sigurvinsson og félagar leika á útivelli gegn SV Waldhof Mannheim og lið Atla Eðvaldssonar og Lárusar Guð- mundssonar leikur einnig á útivelli, gegn FC Hamburg. Blaðamaður Morgunblelðsins ræddi við íslensku leikmennina, sem leika f Bundesligunni, í gær og einnig var haft samband við Bjarna Felixson, íþróttafrétta- manna hjá Sjónvarpinu, en ráðgert er að sýna sex leiki frá Bundesligunni í beinni útsend- ingu. Hábölvað að vera meiddur í byrjuninni — segir Lárus Guðmundsson LÁRUS Guðmundsson stóð sig vel með Uerdingen í fyrra og var ákveðinn í að byrja næsta tfma- bil á fullum krafti. Hann varð hins vegar fyrir því óláni að meiðast á æfingu og verður frá keppni næstu tvo mánuði. „Ég var sparkaður niður á æf- ingu og reyndist liðband á innan- verðu læri slitið. Ég var skorinn upp 17. júlí og verð 6 vikur í gifsi. Engu að síður fer ég daglega til úthaldsþjálfara, en það er hábölv- að að vera meiddur, því ég hafði hugsað mértil hreyfings eftir þetta tímabil. Líklega get ég ekki byrjað að keppa fyrr en um miðjan októ- ber og ef liðinu gengur vel, verður erfitt að vinna sér öruggt sæti á ný,“ sagði Lárus. Að sögn Lárusar eru 17 til 18 leikmenn hjá Uerdingen sem keppa um 11 stöður og þar af eru 4 til 5 mjög góðir framherjar, þann- ig að samkeppnin er hörð. „Ég álít liðin hér í Þýskalandi jafnari en undanfarin ár. Bayern er reyndar mjög líklegt til að vera í toppbaráttunni, eins og undan- farin ár, en mörg önnur lið, t.d. Bremen, Stuttgart, Uerdingen, Köln og Leverkusen koma til með að veita þeim mikla keppni. Það er miklu meiri breydd hér í Þýskalandi en í Belgíu þar sem ég lék áður, og flest liðanna í fyrstu deild þar ættu ekki mikla mögu- leika hér. Það má því ekki mikið útaf bregða hjá manni til að maður lendi undir í samkeppninni. En ég er búinn að vera í atvinnumennsk- unni í 5 ár, þó ég sé ekki nema 24 ára og ætti því að eiga nokkur góð ár eftir í þessu ennþá. Ég verð búinn að vera hjá Uerdingen í 3 ár eftir þetta tímabil, og þá getur vel verið að rétt verði að fara eitthvert annað. Það kemur í Ijós," sagði Lárus. • Asgeir Sigurvinsson verður leikstjórnandi hjá Stuttgart í vetur sem undanfarin ár og auk þess hefur hann tekið við fyrirliðastöðunni. Mikilvægt að byrja vel Ég nýtist Betur á miðjunni — segir Atli Eðvaldsson — segir Asgeir Sigurvinsson „Undirbúningstímabilið hjá okkur hefur verið óvenjulega langt eða 9 vikur og því hefur biðin verið löng eftir alvöru leik,“ sagði Atli Eðvaldsson. „Við byrjuðum að æfa 2. júní og síðan hefur þetta verið stans- laust púl, en nú hefst baráttan loks fyrir alvöru. Ég er í góðri æfingu og kem til með að leika á miðj- unni. Fyrstu árin var ég framherji, en tengiliðastaðan á betur við mig og ég nýtist betur á miðjunni. Það er mikill hugur í öllum hérna og við stefnum á að vinna okkur þátttökurétt í Evrópukeppni næsta ár. Það skiptir öllu að byrja vel og ef við stöndum okkur eins vel í fyrstu leikjunum og í þeim síðustu í vor, verðum við í baráttu um efstu sætin," sagði Atli. Atli býr í Dusseldorf, en það tekur hann aðeins tæplega hálf- ^+íma að aka á æfingar. „Eg kann vel við mig hjá Uerdingen, þetta er gott félag, þeir eru nýbúnir að byggja upp völlinn, og ef vel geng- ur í vetur, get ég vel hugsað mér að vera hér áfram, en samningur minn rennur út næsta vor. Varðandi fyrsta leikinn, verður hann erfiður, en við eigum að vinna. Það er alltaf erfitt að byrja í fyrsta leik gegn nýliðum og auk þess er uppselt á leikinn, þannig að ekkert verður gefið eftir. En • Atli Eðvaldsson kann vel við sig hjá Uerdingen og líkar betur að leika sem miðvaliarleikmaður en framherji. leikurinn leggst vel í mig og ég hlakka mikið til að byrja," sagði Atli Eðvaldsson. „MÉR líst vel á komandi keppnis- tímabil og er bjartsýnn á gott gengi okkar í vetur. Öll umfjöllun um knattspyrnuna hefur verið mjög jákvæð síðustu vikur og ef Bundesligan fer vel af stað og leikirnir verða skemmtifegir er von á að þetta jákvæða viðhorf haldist," sagði Ásgeir Sigurvins- son. „Liðin í Bundesligunni eru jafn- ari núna, og þó margir spái Bayern Munchen sigri, er ekki tímabært að vera með neina spádóma, en ég hef ekki trú að þeir endurtaki sama leikinn og í fyrra og vinni tvöfalt. Við komum vel undirbúnir til mótsins, höfum ekki tapað neinum æfingaleik og unnum m.a. Aber- deen í Skotlandi um síðustu helgi 2:0. Við erum með nýjan þjálfara og marga nýja leikmenn, þannig að þeirra vegna er sérstaklega mikilvægt að byrja vel. Okkar fyrsti leikur verður sannkallaður ná- grannaslagur og verður líklega uppselt á leikinn. Mannheim leikur yfirleitt vel á heimavelli, en við leggjum áherslu á að ná af þeim stigi eða stigum," sagði Ásgeir Sigurvinsson. Golfmót í dag verður haldin hjá GR ein- herjakeppnin en það er keppni þeirra sem farið hafa holu í einu höggi. Mót þetta er á vegum GR. A morgun, föstudag, verður öld- ungameistaramót íslands haldið á Strandarvelli á Rangárvöllum. Ræst verður út frá klukkan 10 og hægt er að fá upplýsingar um rás- tíma í síma 99-8208. Gunnar í 4.-5. sæti ÞAU mistök urðu í frásögn okkar af Landsmótinu í golfi í gær að sagt var að Sigurður Pétursson og Gylfi Garðarsson úr GV hefðu orðið i 4.-5. sæti. Þetta er ekki rétt því það var hinn 16 ára Gunn- ar Sigurðsson úr GR sem varð jafn Sigurði í þessum sætum en Gylfi var næstur á eftir með einu höggi meira. Gunnar Sigurðsson er aðeins 16 ára og hefur leikið mjög vel í sumar. Hann lék næst síðasta hringinn í Landsmótinu á pari og síðasta daginn á 77 höggum. Bráð- efnilegur piltur þar á ferð. Reynum að sýna sex leiki beint — segir Bjarni Felixson „Við erum að vinna að því þessa dagana að fá að sýna sex leiki í röð í beinni útsendingu frá Bundeslig- unni i vetur og hugmyndin er að byrja 1. nóvember," sagði Bjarni Felixson. Bjarni sagði að unnið væri að málinu i samvinnu við Norðurlönd- in og ef samningar nást um að senda leikina um gervihnött, yrði kostnaðurinn ekki svo mikill. Leik- irnir hafa ekki endanlega verið valdir, en gera má ráð fyrir að fyrsti leikurinn verði viðureign Bor- ussia Mönchengladbach og Stutt- gart, síðan Stuttgart og Werder Bremen og þá Uerdingen og Bay- ern Múnchen. „Ef að líkum lætur verða 4 af þessum 6 leikjum með „íslend- ingaliðunum“ Stuttgart og Uerd- ingen og megum við vel við una. Að loknum þessum leikjum frá Þýskalandi er ráðgert að sýna beint frá ensku deildinni og verður það einnig í samvinnu við Norður- löndin. En þetta skýrist allt á næstu vikum," sagði Bjarni Felix- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.