Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 25 Reagan Bandaríkjaforseti: Styður ekki refsiað- gerðir Samveldisríkja Washington, Johannesarborg, AP. FRÉTTAFULLTRÚI Hvíta húss- ins sagði í gær að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti væri andvígur þeirri ráðstöfun sex Samveld- isríkja að grípa til harðra refsi- aðgerða gegn Suður-Afríku. Fulltrúar þeirra höfðu lýst yfir því að þeir vonuðust til þess að Bandaríkjastjórn sigldi í kjölfar- ið og beitti stjórn Suður-Afríku ef nahagsþvingunum. Fréttafulltrúinn, Larry Speakes, sagði að efnahagsþvinganir þjón- uðu ekki tilgangi sínum og því væri Bandaríkjastjóm þeim mót- fallin. Suður-Afríkustjóm brást hart við fréttum um refsiaðgerðir ríkjanna sex. í tilkynningu útvarpsstöðvar, sem fylgir stjóm hvíta minnihlutans að máli, em Stjórnir ríkjanna sakað- ar um hræsni og tvískinnung. Þar er ennfremur gefið í skyn að stjóm- völd í Kanada og fleiri ríkjum hafí stutt efnahagsþvinganir, því að það kæmi þeim sjálfum betur. Suður-afrísk stjómvöld gripu til Israel: Skammtí samband við Kína Tel Aviv, ísrael, AP. LÍKLEGT þykir, að ísraelar og Kínverjar komi á stjórnmálasam- bandi með sér innan tíðar og „fyrr en búist hafði verið við“. Er það haft eftir Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels. í einu Tel Aviv-blaðanna var það í gær haft eftir Peres, að brátt yrði komið stjórnmálasamband með Kínveijum og Israelum, miklu fyrr en áður hafði verið talið. Talsmaður forsetans var ekki viðlátinn til að staðfesta fréttina en hún kemur þegar fyrir dymm standa viðræður við Sovétmenn um stjórnmálasam- band. Israelskir stjómmálaskýrend- ur hafa spáð því, að taki Sovétmenn upp samband við ísrael muni Kínverjar fara að dæmi þeirra. Kínverjar hafa ajdrei haft form- legt samband við ísraela og hafa lengi sett það skilyrði, að ísraelar hyrfu frá öllu landi, sem þeir tóku árið 1967. Óformleg samskipti hafa þó aukist mjög á síðustu ámm og er sagt, að viðskipti þjóðanna í fyrra hafi numið tveimur milljörðum doll- ara. Fara þau fram fyrir milligöngu evrópskra fyrirtækja í eigu Israela. Arásir á Kharg-eyju Baghdad, AP. ÍRAKAR héldu áfram sprengju- árásum sínum á Kharg-eyju á miðvikudag. Þetta var annar dagurinn í röð, sem írakskar flugvélar gera árásir á Kharg-eyju, en hlé hafði orðið á árásum þeirra í kjölfar friðartilboðs Husseins Iraksforseta á laugardag. íranir sögðust engan áhuga hafa á friðarsamningum við Iraka. þess ráðs í gær að te§a vömflutn- inga frá nágrannaríkjum, sem styðja refsiaðgerðir, með ýtarlegri vömskoðun í norðurhluta landsins. Að sögn umboðsmanna fyrirtækja í Suður-Afríku og Zimbawbe hefur þetta valdið miklum tmflunum. R.F. Botha utanríkisráðherra sagði í gær að gripu Zimawbe og Zambía til refsiaðgerða, þá væri stjóm Suður-Afríku reiðubúin að svara með því að setja tolla á vöm, sem flutt er gegnum landið til ríkjanna tveggja. Desmond Tutu biskup í Jóhann- esarborg, sem nú er í Hiroshíma til að minnast þess að 41 ár er lið- ið frá því að kjarnorkusprengju var varpað á borgina, hvatti Japana í gær til að beita Suður-Afríkstjóm efnahagsþvingunum. Sagði hann að Japanir skyldu gera það af sið- ferðilegum ástæðum en ekki efnahagslegum. Kólombía: Nýr forseti tek- ur við erfiðu búi Bogota, Kólombíu, AP. VIRGILLIO Barco, sem í dag tekur við forsetaembættinu í Kólómbíu i Suður-Ameríku, fær lítið annað en erfiðleikana í arf frá fyrirrennurum sínum, skæru- liðastarfsemi, morðgjarna eitur- lyfjasala og óskaplegt atvinnu- leysi. Barco, sem nam hagfræði við bandaríska háskóla, tekur við af Belisario Betancur en þegar hann settist í forsetastólinn fyrir fjórum ámm hét hann því að vinna bug á skæmliðum í landinu og fá þá til að leggja niður vopn. Það tókst honum þó aðeins að takmörkuðu leyti. Vopnahlé komst á með stærstu skæruliðahreyfingunni, Farc, og stjómvöldum en í Kólómbíu em þijár aðrar skæm- liðahreyfíngar, sem ekki vilja ljá máls á neins konar samningum. Fyrr á árinu gáfu talsmenn Farc einnig í skyn, að brátt yrði aftur gripið til vopna. I efnahagsmálunum em horfurn- ar ekki bjartari. Samdráttur síðustu ára hefur leikið atvinnulífið grátt og atvinnuleysið er mikið. Opin- berlega er það sagt vera um 18% en er í raun miklu meira. Þriðji ódrátturinn er eiturlyíja- smyglið en þeir, sem það stunda, svífast einskis í morðum og mann- drápum. Fyrir rúmri viku skutu þeir til bana einn dómenda hæsta- réttar en hann hafði unnið sér það til óhelgi í augum glæpamannanna að hafa stuðlað að framsali 12 eitur- lyfjasmyglara til Bandaríkjanna. England: Thatcher á sjúkrahús London, AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, gekkst undir vellieppnaða aðgerð á hægri hendi á miðvikudag, að því er sagt var á skrifstofu hennar í Downing Street. Aðgerðin, sem gerð var til að koma í veg fyrir að vefir í hendinni haldi áfram að herpast saman, tók eina klukkustund og mun Thatcher dveljast á sjúkrahúsinu í 3 til 5 daga á meðan að hún er að jafna sig. Whitelaw lávarður, varaforsæt- isráðherra, mun stýra störfum ríkisstjómarinnar í Qarveru forsæt- isráðherrans. Lést í íbúð Boy George London, AP. Bandarískur hljómlistamaður og textahöfundur fannst í gær látinn í íbúð i London. Er íbúðin í eigu þess alkunna Boy George, sem í síðustu viku játaði á sig heróinneyslu. Boy George var ekki staddur í íbúðinni þegar líkið fannst þar í dögun í gær og „er ekkert við málið riðinn", að sögn lögreglunn- ar. Boy vildi ekki svara frétta- mönnum öðru en því, að hinn látni, Michael Rudetsky, hefði verið vinur sinn. Það var bróðir Boy George, Kevin O’Dowd, sem kom að Rud- etsky látnum og lét strax lögregl- una vita. Getgátur eru um, að eiturlyf hafí átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins. Boy George var fyrir skömmu sektaður fyrir að hafa heróín undir höndum og hefur nú leitað hjálpar við að losna úr klóm eitursins. Bróðir hans, Kevin, er sakaður um að hafa útvegað honum eitrið og gengur “ sagði frétta- mann BBC, Breska ríkisútvarps- ins, sl. þriðjudagskvöld. „Ég hélt ég væri maður með mönnum og laus gegn tryggingu. „Égdaðraði við heróínið, Boy George í viðtali við Lfk Michaels Rudetsky boríð frá heimili Boy George i gær. gæti sjálfur haft stjórn á hlutun- um. Áður en ég vissi af var þó heróínið sest í húsbóndasætið." Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 85 ára afmœli mínu þann 17 júlí. Sérstakar þakkir vil ég fœra börnum, barna- börnum og öðrum, sem aÖ veislunni stóðu. GuÖ blessi ykkur öll. Björg Einarsdóttir, Hrafnistu, Reykjavik. Auglýst eftir framboðum til kjömefndar fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun stjórnar fulitrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboð- um til kjörnefndar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur úr fostu- daginn 8. ágúst nk. kl. 17.00. Samkvæmt II. gr. reglugerðar fyrir fulltrúaráðið eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndarmenn kosnir skriflegri kosningu af meðlimum fulltrúaráðsins. Samkvæmt 5. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar telst fram- boð gilt, ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðs- frests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tilkynning um framboð berist stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórn fúlltróaráðs sjálbtaMfffilagaiiiu í Reykjavik. Flestar stærðir og gerðir fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. RÖNNING ,„„/»1 Jf RÖNNING SffSSfc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.