Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 45
MORtíUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 45 Drottningarmóðirin núverandi bar þá sama titil og brúður Andrews prins, Sara Ferguson, gerir nú, þ.e. hertogaynjan af York, því drottning varð hún ekki fyrr en Játvarður mágur hennar afsalaði sér völdum til Georgs bróður síns skömmu fyr- ir seinni heimsstyijöldina. Eina blómaskreytingin sem Anna prinsessa hafði meðferðis upp að altarinu er hún gekk að eiga Mark Philipps árið 1973 var sjálfur brúð- arvöndurinn, en kjóll Onnu hlaut mikið lof fyrir að vera einfaldur og smekklegur. Hjá Önnu prinsessu réð einfald- leikinn ríkjuni, enda konan sú aldrei þótt sérlega gefin fyrir prjál í klæðaburði og sagt að hún kunni best við sig í reiðgallanum, enda mikil iiestakona. þá snerti það mig hinsvegar mjög djúpt, hversu mikinn þátt allir mínir aðdáendur tóku í veikindum mínum. Það er þeirra vegna sem ég legg nú upp í hljómleikaför — mér finnst ég bókstaflega skulda þeim þetta," bætir Barbara við. En þeir eru fleiri, sem Mandrell stendur í þakkarskuld við. Fjölskylda hennar hefur alla tíð reynst henni af- skaplega vel — stappað látlaust í hana stálinu, þegar á móti hefur blásið. Faðir hennar Irvy Mandrell er meðal annars umboðsmaður hennar og fjár- haldsmaður. Hann stofnaði líka fyrstu hljómsveitina sem Barbara söng með. „Eg gleymi því aldrei þegar ég réði trymbil í sveitina," segir hann, „þá var Barbara aðeins 14 ára gömul og ekkert farin að spá í stráka, að ég hélt. Þegar hún sá trommarann í fyrsta sinn, kom hún hinsvegar rak- leiðis til mín og sagðist vilja giftast þessum manni og engum öðrum. Ég benti henni á að hún væri kannski helst til ung — best væri að klára menntaskólann fyrst og sjá síðan til. Það hvarflaði náttúrulega aldrei annað að mér en að þetta skot myndi hverfa eins skjótt og það kom. En Barbara sat við sinn keip. Eiginmaður hennar hefur síðan stutt dyggilega við bakið á henni í tvo áratugi,“ bætir hann við, hæstánægður með tengdason sinn. Það sem af eru þessu sumri, hefur hljómleikaferð Mandrell gengið framar öllum vonum, henni er ákaft fagnað, hvar sem hún kemur og þegar hún hefur upp raust sína í lögum eins og „Married, but not to each other" og „I’ve been loving you too long“ ætlar allt að verða vitlaust úr hrifn- ingu. „Auðvitað verð ég oft æði þreytt og pirruð," segir Barbara, „en ég þakka Guði fyrir hvern dag sem ég fæ lifað, án einhverra harmleikja. Mér finnst ég hafa komist allt of nærri þessum hárfínu landamærum milli lífs og dauða. Það er ekki að ástæðulaus- um, sem ég enda alla mína tónleika á þessum orðum: „í Guðs bænum — notið þið öryggisbeltin. Ef ég hefði ekki gert það þennan örlagaríka dag 1984, þá væri ég ekki hér hjá ykkur. — Góða nótt.“ Julio Igleslas Kjarkur og þor Iheimi frægðar og frama er samkeppnin oft ótrúlega hörð og miskunnarlaus. Þeir, sem þeg- ar hafa náð athygli alr.iennings og eru orðnir vel þekktir berjast grimmilega um stöðuna í sviðs- ljósinu — það er að segja þeir, sem ekki hafa fengið neina bakþanka eftir að áfanganum var náð. Ný- liðar í þessari vægðarlausu veröld eiga því ekki sjö dagana sæla — leiðbeiningar og ráð liggja ekki á lausu — frumskógarlögmálið er í hávegum haft. Það eina, sem hugsanlega getur bjargað þessum grænjöxlum er nógu mikil útsjón- arsemi, kjarkur og frumlegheit. Þessa eiginleika hafði pennavin- kona hjartaknúsarans Julio Igles- ias til að bera í ríkum mæli. Þar sem hún taldi sig hafa ýmislegt það, til brunns að bera, sem kraf- ist er af sæmilegum söngkonum, skrifaði hún stjörnunni tugi bréfa og bað hann um að Ijá sér eyra stutta stund, hlusta á það, sem hún hefði fram að færa. Hvort Iglesias bárust þessi bréf er ekki vitað, en í það minnsta fékk hún engin svör. Okkar manneskja var þó ekki á því að gefast upp. Hún leigði sér flugvél, útbjó stærðar- innar borða sem hún iét síðan hanga út úr vélinni og flaug þann- ig yfir sveitasetur stjörnunnar. Á borðanum vai- þessi áletrun: „Gerðu það fyrir mig, Julio — hlustaðu á lagið mitt“ — Eins og nærri má geta vakti uppátæki þetta athygli söngvarans — hann lét hafa u[ip á kvendinu og hefur víst fallist á að gera prufu-upp- töku af tónsmíði hennar. Sagði ekki einhver að hugur réði hálfum sigri? Listin að láta sig dreyma Heldur hcfur verið hljótt um leikarann John Travolta að undanförnu. Hann hefur haldið sig frá sviðsljósinu, snúið sér að heimspekilegum hugðarefnum, vangaveltum um lífið og tilver- una. Þegar blaðamenn og ljós- myndara fór að lengja eftir leikaranum, leituðu þeir hann uppi og inntu hann eftir niðurstöð- um margra mánaða heilabrota. „Það er einfalt," svaraði Travolta að bragði. „Ég hef komist að því að forsenda hamingjunnar liggur í hæfileikum manns til að dreyma. Byggingar sandkastala eru grundvöllur vellíðunar — Svo John Travolta. hættir þú að hlakka til — þá held- urðu vissulega áfram að vera til — en þú ert þó í rauninni ekki á lífi.“ Frumlegur strákur — .John Travolta. COSPER — Gifta okkur núna? Nei takk. Ég ætla sko ekki að eyðileggja sumarfríið mitt. TANNLÆKNAR NEYÐARVAKT Vegna breytinga í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur er óhjákvæmilegt að flytja neyðarvaktina sem þar hefur verið til húsa. Neyðarvaktin verður í Foss- vogsskóla allan ágústmánuð eftir verslunarmanna- helgina. Verið er að kanna úrræði í málefnum vaktarinnar. Hefur m.a. komið til tals að kanna hug tannlækna til þess að annast hana á eigin tannlækningastof- um. Þeir tannlæknar, sem áhuga kunna að hafa á mál- inu, eru beðnir að hafa samband við Jenný Ágústsdóttur tannlækni eða Stefán Y. Finnboga- son tannlækni hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. sept. n.k. TANNLÆKNAFÉLA G ÍSLANDS/ HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJA VÍKUR • • • • • • • • • • Rökrét(ar latfsmr HUGBÚNAÐUR FYRIR MS-DOS TÖLVUR frá Rökver hf. • • • • • • • • • BÓKARI • • • er fjórhagsbókhald með ótrúlega miklum möguleikum. Engin takmörk ó færslum. Vinnur bæði ó diskettum og hörðum disk. Efnahags- og rekstrarreikninga mó skrifa út í skró og vinna síðan í ritvinnslu. Kristinn Kolbeinsson, viðskiptafræöingur: „BÓKARINNuppfyilirallar þær kröfur sem gerðar eru til fjárhagsbókhalds, og býður auk þess upp 6 fjölbreytia möguleika 1 uppgjöri." V • • • • BURÐARÞOL • • • • • • reiknar rammavirki þar sem allir virkishlutar flytja vægi, eða grindarvirki þar sem tengingar milli virkishluta flytja eingöngu krafta. Hentar sérstaklega verk- og tæknifræðingum. Páll Bjarnason, Verkfræðistofu Suðurlands: „Innsetningarmyndir eru lýsandi og yel uppbyggöar. Reiknitlmi er mjög stuttur og niðurstöður aðgengitegar. Bytting fró handreikn ingil" i • • • • • RÖKLAUN • • • • er lounaforrit sem hentar sérstaklega vel minni og meðalstórum fyrirtækjum. Benedikt Valtýsson. PAPCO hf.: „fíöklaun spara mikla skríffinnsku og auka á ailt öryggi varðandi launaútreikninginn. En umfram allt er öll vinna við það einföld og þægileg." • • • • FÉLAGATAL • • • • • er fyrir félagasamtök sem vilja nota tölvuna til að halda utan um félagaskró, prenta Kmmiða og gfróseðla auk þess að halda utan um bókhald um órgjöld. Slgurður Ingl Olafsson. Stelnsteypuféiagl Islands: „ÞaO er etskaplega énægjuleg breyting sem á sér stað, þegar féiagaskrá eins og okkar er tölvuvædd. Oll vinna við hana verður að leik.” —\ • • • • • ga • • • • Er orðið vandamól að finna skjöl og bróf f öilum möppunum? Þó er Bréfasafn góð fjórfesting. Þú skróir bréfin eftir ókveðnu kerfi og eftir það sér tölvan um leitina fyrir þig og hún er fljótaril Kristján Guðlaugsson. Framleiðsluráöi landbúnaðarins: „Við höfum nýveriö tekið BREFASAFN ínotkun og byrjunin lofar góðu. Nú er margra klukkutíma leit 1 möppum fram- kvæmdá fóeinum sekúndum, og hinar fjölbreytilegustu upplýsingar liggja fyrir útprentaðar í aðgengilegum lista." W • m m m VÍDEÓLEIGAN : i • • • Mjög fullkomið bókhald fyrir vídeóleigur. Skróning ó myndum, útlónum og viðskiptamönnum; vinsældalisti myndo; svartur listi viðskiptamanna o.fl., o.fl.. í notkun m.a. hjó SKALLA vídeó. • • • FORRITUNARVINNA • Við hjó RÖKVER HF. tökum að okkur aila almenna forritunar- vinnu, t.d. í PASCAL og dBASE III. Lfttu við eða hringdu. • • • • • • • • • • • • KUKYLK HUGBÚNAÐARÞJÓNUSTA Nýbýlavegi 22 (gengið inn að sunnanverðu) Kópavogi Sími: (91) 641440 • • • ■ • • • •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.