Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 51
^MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGtfR 7.! ÁGÚST 1986
Hi
Hans U. Vollertsen er ekki
landsmóts skáta í Viðey.
með fyrirkomulag
Er þetta skáta-
andinn á Islandi?
Hans U. Vollertsen Gilwell-skáti
frá Dansk Spejderkorps Sydslesvig
skrifar:
„Mér til mikillar ánægju sá ég
að skátar á íslandi halda landsmót.
Sem erlendur skátaforingi, nú bú-
settur á tslandi, eygði ég þama
gullið tækifæri til að kynnast
íslensku skátahreyfingunni og kom-
ast ef til vill inn í starfíð hér. Með
mikilli fyrirhöfn tókst mér að fá frí
í hálfan dag til að skreppa út í
Viðey. Ég mætti niður við Sunda-
höfn í skátabúningi en var stöðvað-
ur í „tollinum". Þar var mér tjáð
að ég væri óvelkominn, heimsókn-
ardagurinn væri á laugardaginn.
Þegar ég sagðist ekki geta komið
þá var mér sagt að ekki væri hægt
að gera upp á milli fólks og mér
þar með vísað frá. Þetta samræm-
ist ekki skátaandanum — nema
kannski á íslandi.“
Tveir svefn-
pokar fuku
af bílnum
S.V. skrifar:
„Sumarfrí sem ég og fjölskylda
mín fómm í þann 12. júlí sl. byrj-
aði ekki sem best. Við lögðum af
stað á tveim bílum og var nokkuð
af útbúnaðinum sett upp á annan
bflinn. Ovenju hvasst var þegar við
keyrðum fyrir Esjuna inn Hvalfjörð-
inn. I einni vindhviðunni fuku tveir
svefnpokar ofan af bflnum. Fljót-
lega var okkur bent á þetta af fólki
sem ók fram úr okkur. Snerum við
þá við og hugðumst sækja svefn-
pokana. Þrátt fyrir mikla leit og
eftirgrennslan fundum við þá ekki.
Greinilegt var að einhver hafði hirt
þá til að koma þeim svo til skila
eða það héldum við þennan júlídag.
Nú er okkur ljóst eftir að hafa aug-
lýst eftir þeim í blöðum og útvarpi
og haft samband við Umferðarmið-
stöðina, lögregluna og fleiri aðila
að finnandinn hefur hreinlega
gleymt pokunum sem eru sjálfsagt
inni í geymslu hjá honum. Væri ég
afar þakklá ttur ef þetta bréf gæti
ýtt við þessum góða og hirðusama
manni svo að hann geti lokið góð-
verki sínu. í mig næst í síma
42425.“
Þjóðhátíðin að fara úr böndunum
Vestmanneyingur skrifar: að breyta þjóðhátíðinni okkar í eina fólk að margir Vestmanneyingar
„Ég get nú ekki stillt mig um allsherjar fjáröflunarstarfsemi. Hér þora varla að fara að heiman um
að kvarta undan því hvernig þjóð- áður fyrr var þetta hátíð fyrir Vest- helgina. Herjólfur dugar ekki einu
hátíðin okkar er orðin. Það er orðin manneyinga, skyldmenni þeirra og sinni lengur til að flytja allt fólkið,
allt of mikil auglýsingastarfsemi og vini, en nú er orðið svo fjölmennt það þarf að fá fleiri skip til. Þetta
prjál í kringum hana. Það er búið og mikið um alls konar vafasamt er allt að fara úr böndunum."
Eiríkur rauði vill að íslendingar beiti Bandaríkjamenn refsiað-
gerðum láti þeir ekki af afskiptum sínurn af hvalveiðum
Islendinga.
Þessir hringdu . . .
Snúum vörn í sókn
í hvalamálum
Eiríkur rauði hringdi:
„Mér verður alltaf hugsað til
heimaalningsins á bænum þar
sem ég var í sveit í æsku þegar
ég heyri af nýjustu axarsköftum
og undirlægjuhætti okkar Islend-
inga í hvalamálum.
Aumingja dýrið lék sér með
okkur börnunum á bænum sumar-
langt til þess eins að verða okkur
aftur að yndisauka sem gómsæt
steik á jólunum.
Líkt er okkur afkomendum
víkinganna farið ef við ætlum að
láta fólk vestan Atlantsála ráða
innanlandsmálum okkar íslend-
inga sem værum við þegnar
Reagans hvítahússkúreka.
Hvalveiðimál okkar koma Re-
agan og pótintátum hans ekki
nokkum skapaðan hlut við og ef
þeir geta ekki sætt sig við það
eigum við bara að beita þá hörðu.
Fyrsta úrræðið væri að sjálf-
sögðu að hætta að kaupa nokkurn
skapaðan hlut frá Bandaríkjun-
um. Það myndi þó líklega duga
skammt því að Bandaríkin eru
töluvert stærri en Island.
Næsta skref væri fólgið í því
að banna í eitt skipti fyrir öll all-
an kjötinnflutning frá Banda-
ríkjunum til vamarliðsins. Það
myndi koma við kaunin á þeim
hluta Bandaríkjamanna sem tekið
hefur sér bólfestu hér á landi og
þeir myndu því þrýsta á menn
fyrir vestan um að hætta öllu fíkti
við íslensk innanríkismál.
Dugi þetta ekki til höfum við
alltaf eitt neyðarúrræði sem ég
verð því hrifnari af sem ég hugsa
meira um það. Við bönnum allan
innflutning á kjöti til vamarliðs-
ins, bæði frá Islandi og annars
staðar að, nema hvalkjöti.
Þetta myndi þar að auki
minnka tungumálaörðugleika í
samskiptum þjóðanna en sem
kunnugt er hefur enskukennsla
mörlandans gefíð fremur slæma
raun fyrir vestan. Þyrfti þá ekki
lengur að standa í stappi við Re-
agan og hans menn um að
hvalkjötsát Japana teljist til „local
consumption" því að hvalkjötsát
á Keflavíkurflugvelli flokkast ör-
ugglega undir „local consumpt-
ion“.
Modem Talking
í Pöppkorn
Aðdáandi hljómSveitarinnar
Modem Talking skrifar:
„Mig langar að koma smáósk
á framfæri varðandi þáttinn Popp-
kom ( sjónvarpinu.
Ef umsjónarmennimir ætla að
halda áfram að spila gömul lög
langar mig að biðja þá að spila
lagið Cheri Cheri Lady með Mod-
em Talking. Ég yrði mjög þakk-
lát.
Poppkomi hefur farið mjög
fram undanfarið og hef ég ekkert
að setja út á. Ævar og Gfsli fá
hrós frá mér og þeir eiga það
hrós sko skilið."
Hvað hugsa jafn-
réttispostular?
Útvarpshlustandi hringdi:
„í útvarpsþætti sfðastliðinn
mánudagsmorgun var viðtal við
konu, að því er ég held formann
jafnréttisráðs á Akureyri, um
ráðningu lögregluþjóna.
Lét formaðurinn þess getið að
konur væm líklega hæfari en
karlar til að leysa af hendi viss
störf innan lögreglunnar.
Við að heyra þetta vaknaði í
huga mér áleitin spuming. Hafa
jafnréttispostulamir loksins gert
. sér ljóst að kynin em ekki jafnhæf
til allra starfa?"
Takk fyrir
litmyndirnar
Már hringdi:
„Ég vil nú bara þakka Morgun-
blaðinu fyrir allar litmyndimar
sem það er farið að birta. Þetta
er virkilega skemmtileg ný-
breytni. Við höfum verið að ræða
þetta í vinnunni og það virðast
allir sammála um þetta. Þær em
yfírleitt mjög vel valdar og prýði
að þeim.“
qi
Síðustu vagnarnir -
frábær greiðslukjör
Burðar-
grind
. Camp-let GLX
[qPD/X QÍHB 17 27 ÍD /\QD
i ° Stefnuljós - park og stefnuljós
'TZi
| Venjul. og fólksbfladekk 13“
■\ r~
Það tekur 3 mínútur að reisa þennan 17“ tjald-
vagn með fortjaldi og eldhúsi.
Gísli Jónsson og Co hf.
Sundaborg 11, sími 686644.
§ Kjúklingur er hollur, góöur og síðast en ekki síst
| ódýr matur.
| Við viljum að allir borði kjúkling að minnsta kosti
einu sinni í víku og velji sér kjúklingadag.
Hér birtist spennandí uppskrift úr samkeppni
(SFUGLS, veldu þér kjúkiingadag og reyndu
uppskriftina.
TANDOORI KJÚKLINGUR
SIGRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR
Fyrir4:
1 kjúklingur
3 msk. tandoorikrydd
1 dós hrein jógurt
3 dlmatarolía
sítrónusafi
1. Skerið kjúklinginn í 8 bita. Takið haminn af og skerið
litlar raufar í kjötið.
2. Hrærið saman olíunni, kryddinu, jógurt og sítrónusafa.
3. Setjiö kjúklinginn í skál og hellið marineringunni yfir
(helst að fljóti yfir). Látið standa í stofuhita í 2 til 3 tíma
(eða yfir nótt í ísskáp).
4. Takið bitana upp úr og steikið í ofni við 240°C í u.þ.b.
30 mín.
Borinn fram heitur eða kaldur með hrísgrjónum, fersku
salati og snittubrauði.
Verði ykkuraðgóðu!
ísfugl
Sími: 666103
G0TT-H0LLT
OGÓVÝRT