Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 29 Áhrif Káldys Auk þess að vera forseti Lúterska heimssambandsins er Káldy einnig áhrifamikill innan Kristilega friðar- þingsins (Christian Peaee Con- gress) en höfuðstöðvar þess eru í Prag. Formaður þess er ungverski biskupinn dr. Károly Tóth. Til marks um áhrif Sovétmanna má geta þess að þingið mótmælti ekki innrás Sovétmanna inn í Tékkó- slóvakíu árið 1968 og árið 1983 lofaði stofnun þessi Guð fyrir það réttláta þjóðfélag sem tekist hefði að skapa í Tékkóslóvakíu í kjölfar valdaráns kommúnista 35 árum áður. Kristilega friðarþingið er hlið- stætt Heimsfriðarráðinu (World Peace Council) sem fylgir stefnu Sovétríkjanna og hefur höfuðstöðv- ar í Helsinki í Finnlandi. Forseti þess er indverski kommúnistinn Romesh Chandra en hann hefur m.a. verið sæmdur Lenínorðunni. Heimsfriðarráðið var sett á stofn samkvæmt skipun Stalíns á fimmta áratugnum og voru höfuðstöðvar þess fluttar bæði frá Austurríki og Frakklandi vegna ásakana um und- irróðursstarfsemi. Frá sjónarhóli kommúnista hlýt- ur kjör Káldys að teljast ákaflega mikilvægt. Með því gefst austan- tjaldsríkjunum tækifæri til að hafa Zoltán Káldy er sagður stunda ritskoðun og ógna prestum. áhrif innan Lúterska heimssam- bandsins auk annarra alþjóðlegra samtaka. Kommúnistaríkin munu freista þess að fá samtök þessi til að taka ekki beina afstöðu gegn sjónarmiðum Sovétmanna. Þar sem Norðurlöndin, Vestur-Þýskaland og Bandaríkin eru áhrifamikil innan Lúterska heimssambandsins mun Káldy ekki takast að steypa sam- tökin í sama mót og Kristilega friðarþingið. Til þess að vega upp á móti áhrifum Káldys kaus fram- kvæmdanefndin Gunnar Stálsett sem aðalritara en hann hefur gegnt starfi formanns norska Miðflokks- ins sem telja má hægra megin við miðju í norskum stjórnmálum. Þar sem Káldy er dyggur fylgis- maður kommúnismans og telur markmið hans „háleitari" en mark- mið fjármagnshyggjunnar má vænta þess að hann beiti áhrifum sínum sem forseti heimssambands- ins í eftirfarandi tilgangi: Hann mun stuðla að því að Lúterska heimssambandið gagn- rýni ekki Sovétríkin eða önnur austantjaldsríki. Á þinginu í Búdapest minntust fulltrúar ekki á ofsóknir þær sem leiðtogar hinna ýmsu trúarhreyf- inga sæta í kommúnistaríkjunum. Svo virðist sem fulltrúarnir hafi komið sér saman um þetta til að styggja ekki Kájdy og stjórnvöld í Ungveijalandi. Árið 1975 ályktaði Alkirkjuráðið um ofsóknir á hendur kristnum mönnum í ríkjum Austur- blokkarinnar. Káldy og fleiri kirkju- Ieiðtogar austantjalds skrifuðu Alkirkjuráðinu bréf þar sem m.a. sagði:„ . . . við vonum að í framtí- ðinni muni Alkirkjuráðið ekki lítils- virða stöðu kirkjunnar í hinum sósíalisku Iöndum.“ Hann mun beita sér fyrir sam- þykktum innan Lúterska heims- sambandsins þar sem sjónarmið- um Bandaríkjanna og Vesturlanda er mótmælt. Þannig munu kommúnistaríkin freista þess að beina sjónum heims- byggðarinnar frá mannréttinda- brotum stjórnvalda austan járntjaldsins. Hann mun leita eftir samneyti við áhrifamikla menn á Vestur- löndum, t.a.m. biskupa, sem hugsanlega geta haft áhrif á al- mcnningsálitið í viðkomandi löndum. Tilgangurinn er sá að sveigja almenningsálitið til fylgis við Sovét- menn og um leið gera það andstætt Bandaríkjamönnum. Þetta á ekki síst við um friðarhreyfinguna, sem nú teygir arma sína langt inn í rað- ir kirkjunnar manna á Vesturlönd- um. Þessir menn geta augljóslega haft áhrif á almenningsálitið sem aftur getur þrýst á Bandaríkjastjóm og leitt til afvopnunar og fækkunar í her Bandaríkjamanna á megin- landi Evrópu. Þar með gæfist Sovétmönnum tækifæri til að auka áhrif sín í Vestur-Evrópu. Þegar Lúterska heimssambandið var stofnað árið 1947 var yfirlýstur tilgangur þess m.a. sá að veita mótmælendum í austantjaldsríkjun- Lajos Ordass, fyrrum leiðtogi mótmælenda í Ungveijalandi. Hann þýddi Passíusálmana á ungversku. um stuðning í baráttu þeirra gegn ofríki stjómvalda. Ljóst er að kjör Káldys markar þáttaskil í starfi samtakanna. Heimildir: Eibner, John V. „Lajos Ordass: Prophet, Patriot or Reaction- ary? í ritinu Religion in Communist Lands, 11 bindi No 2, 1983, blaðsíður 178-187. Eibner, John V., „Zoltán Káldy: A New Way for the Church in Social- ism?“ í ritinu Religion in Communist Lands, 13. bindi, No 1, 1985,blaðsíður 33-47. Gösta Hultén/Jan Samuelsson, „Omaka par - om Sovjetisk försök att páverka och infiltrera svenska kyrk- or“, 1985, blaðsíður 56-58, 62-63, 101, 132. Peter Kankkonen, „Finlandisering- en — „frivillig underkastele", 1979, blaðsíður 87-88 og 126-127. Lászlo G. Terray, „Han kunne ikke annat. En bok om den ungarske bisk- op Lajos Ordass." 1984. Die VII Vollversammlung des Lut- erischen Weltbundes in Budapest, í Glaube der 2. Welt, No 9, 1984, blað- síður 16-23. Napról Napra, Dagblað sjöunda allsheijarþings Lúterska heimssam- bandsins í Búdap>est, 22.7-5.8. 1984. Steht die Ungarische Luterische Kirche vor einem Kirchenkampf? í Glaube der 2. Welt, No 3, 1985, blað- síður 27-28. Sænska kirkjuritið (Svenska kyrk- ans Tidning) No 24,1983 blaðsíða 8. Séra Peter Knnkkonen er lút- erskur prestur í Helsinki í Finn- landi. Grein þessa snmdi séra Kankkonen fyrir upplýsingaþjón- ustuna „Exchange sem starfarí tengslum viðhina virtu ogóháðu stjórnmálastofnun Freedom House í New York. AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sri Lanka: Er samkomulag loksins í augsýn? ÞRJÚ ár eru nú liðin síðan óeirðir tamila og sinhalesa á Sri Lanka brutust út fyrir alvöru eftir að lengi hafði verið heitt í kolunum. Á þessum tíma sem liðinn er hefur hvað eftir annað komið til heiftarlegra bardaga, eins og margsinnis hefur verið skýrt frá í fréttum og greinum. Stundum hefur útlitið verið þann- ig, að engin alvara væri að baki þeirri viðleitni, sem ráðamenn segjast sýna, til að koma á jafnvægi, að ekki sé nú minnst á jafn- ræði milli sinhalesa og minnihlutahópsins tamila. Jayawardene forseti hefur að vísu verið óspar á yfirlýsingar og um tíma leit út fyrir að Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, myndi verða eitthvað ágengt í málamiðlunartilraunum sínum. En brátt fór allt aftur í sama farið og hryðjuverk voru framin og bardagar brutust út. o amkvæmt því sem Manik de Silva, sérlegur frétta- maður og greinahöfundur ritsins Far Eastern Economic Review, segir í síðasta hefti eru nú ein- hver teikn á lofti um að samningar verði hafnir á þeim grundvelli sem aðilar geta sætt sig við. Junius Jayawardene forseti hefur að und- anförnu lagt sig í framkróka að leita raunhæfra úrræða og rætt við marga fulltrúa sinhalesa og tamila. Jayawardene virðist nú í fyrsta sinn reiðubúinn að gera einhveijar þær ráðstafanir í mál- efnum tamila, sem tryggði þeim jafnrétti á við sinhalesa. Án þess þó að ganga það langt að sin- halesar rísi upp á afturfæturna. Stærstu stjórnmálaflokkar lands- ins styðja Jayawardene og hann hefur talið þá á að vinna að því með sér að komast að sómasam- legri lausn. Indveijar hafa á nýjan leik ákveðið að veita Jayawardene stuðning, eftir að hann hefur ber- sýnilega getað sannfært Gandhi um að alvara væri nú loksins að baki. Hins vegar stendur Jayaw- ardene enn andspænis því að geta ekki fengið Frelsisflokk Sri Lanka til liðs við sig þrátt fyrir heilmikl- ar tilraunir í þá átt. Forsvarsmað- ur þess flokks er Sirimavo Bandaranaike, fy rverandi for- sætisráðherra land ins. Hún hefur lýst yfir andstöðu \ ð allar tillögur sem hníga í þá átt :ð gerðar verði einhveijar „tilslakanir gagnvart skæruliðum" eins og Bandarana- ike orðar það. í fyrstu ræðunni sem Jayaw- ardene flutti opinberlega síðan hann hóf beinar samningaviðræð- ur við Sameinaða tamilska frelsis- flokkinn, sem er öflugasti flokkur tamila og margir forystumenn hans höfðu flúið í útlegð til Ind- íands síðustu þijú ár, kom fram að forsetinn ætlar ekki að bera „tillögupakkann“, eins og hann kallar hugmyndir sínar, undir þjóðaratkvæði. Bandaranaike hef- ur hins vegar krafizt þess. Jayawardene segist vera ánægður með þær undirtektir sem hugmyndir hans hafí fengið í við- ræðum við tamila og eins og geta má nærri hefur hann ráðfært sig við foringja helztu sinhalesa-flokkanna svona samtímis. Þær hugmyndir eru að nokkru leyti eftir indverskri fyrirmynd, komið verði upp eins konar fylkj- um í landinu sem hafi verulega sjálfsstjórn í ákveðnum málum, en lúti samt yfirstjóm ríkisstjórn- arinnar í Colombo. Hvert fylki myndi velja sér landstjóra, forsæt- isráðherra, og hann skipaði með sér eins konar ráðuneyti, og hvert fylki hefði sína löggjafarsam- kundu. Bandaranaike segir að ekkert sé í þessum tillögum Jay- awardene sem tryggi að friður og samlyndi verði. Hún hefur nýlega sagt í bréfí til forsetans, að þrátt fyrir þetta muni valda- og kynþáttabarátta halda áfram og auk þess að innbyrðist barátta væri í fylkjunum væri líklegt að ýmis fylki myndu svo vilja seilast til enn frekari áhrifa og reyna að ná ítökum í næstu fylkjum. Og þannig koll af kolli. Máli sínu til stuðnings hefur Bandaranaike bent á að ekki ríki aldeilis kyrrð og friður á Indlandi þrátt fyrir þetta fyrirkomulag og Jayaward- ene hefur vissulega viðurkennt að aldrei sé hægt að gulltryggja að friður komist á. Stjórnvöld í Colombo hafa sagt að verði hið nýja fyrirkomulag ákveðið á Sri Lanka muni það að Frá Sri Lanka vísu kosta mjög mikið fé. Ronnie de Mel, fjármálaráðherra Sri Lanka, segir að efnahagur lands- ins sé nánast í rúst og þessi aukaútgjöld geti orðið til að þyngja byrðamar á rýmm ríkis- kassa. Á hinn bóginn hefur hann fyrir sitt leyti mælt með að þetta verði gert. „Friðurinn verður ekki metinn til fjár,“ segir de Mel. „Ef ekkert verður að gert er eins hægt að afskrifa Sri Lanka.“ Og hann hefur einnig sagt að þeir sem sýni andstöðu við þessar að- gerðir muni verða skráðir í sögunni sem föðurlandssvikarar. Fjármálaráðherrann hefur átt langa fundi með fulltrúum Sam- 'einaða tamilska frelsisflokksins og kveðst hafa orðið var við að innan raða hans séu menn fúsir til að leggja á sig auknar byrðar. Forystumaður Sameinaða tam- ilska flokksins, Appapillai Amirt- halingam, hefur einnig sagt að hann vonist til að herskáir tam- ilar, öðru nafni skæruliðar, muni sætta sig við þetta fyrirkomulag. Hann hefur á hinn bóginn sagt að hann hafi ekki umboð til að tjá sig fyrir þeirra hönd. „Þetta nýtur varla 100 prósent stuðn- ings,“ segir Appapillai „en við bindum vonir við að menn sjái að þetta gæti leitt til að réttlætið sigraði." Óskandi er að hinir bjartsýnu og velviljuðu hafí betur í þessu máli og friður og eindrægni verði ríkjandi á ný á þessari hijáðu og fögru eyju. (Heimildir Far Eastern Economic Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.